Vísir - 06.06.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 06.06.1975, Blaðsíða 16
VISIR Föstudagur 6. júni 1975 STÖÐVAR VERKFALL KOMU KARLS? Unnið er óbreytt að undirbúningi komu Sviakonungs. Það er ekki þar með sagt, að búið sé að taka endan- lega ákvörðun, hvað gera skuli, ef verkföll skella á. Forseti ís- lands er aðal ákvörð- unaraðilinn i þessu máli, sagði utanríkis- ráðuneytið i viðtali við Visi. — HE 130-140 hangikjötslœri eyðilögðust... — er kviknaði í ofni hjá Kjötveri ,.AIIt f einu sá ég, aö þaö kom alveg mökkurinn upp úr strompinum hjá Kjötveri I nótt, og þegar ég athugaöi máliö, liaföi kviknaö I ofni hjá þeim,” sagði Magnús Skarphéðinsson, sem tókst aö slökkva eldinn. t ofninum voru 130—140 læri, sem veriö var aö reykja. Þau eyöi- iögöust, en ofninn sakaöi lftiö sem ekkert. Kjötver er til húsa að Duggu- vogi 5, en eins og menn muna, kom upp eldur I trésmföaverk- stæöi Magnúsar K. Jónssonar Dugguvogi 7 á miövikudaginn var. Þaö var eina fyrirtækið I götunni, sem næturvöröurinn haföi ekki eftirlit meö. „Maður veit ekki hvaö brun- inn hefði getað oröið mikill, ef næturvörðurinn hefði ekki veriö þarna,” sagöi Stefán Einarsson, forstjóri Kjötvers, en sem svo oft var ekki ein báran stök. þvi að fyrir u.þ.b. mánuði kviknaöi I öörum ofni hjá Kjötveri, meö svipuöum afleiöingum og aö þessu sinni. —EVI— r „Island vann..." Gífurleg fagnaðar- lœti í bíói Þótt fjölmennt væri á Laug- ardalsvellinum i gær, var þar þó ekki alveg öll Reykjavik saman komin. Hafnarbió sýndi t.d. nýja mynd eftir sögu Alistair McLean fyrir troð- fullu húsi. 1 hléinu, þegar menn voru aö rölta fram I poppkorn, heyrðist allt i einu i hátalara- kerfi hússins: „Takið eftir, takið eftir, ísland sigraði Austur-Þjóðverja 2-1 I Laug- ardalnum áðan.” Það varð andartaks þögn, en svo lék húsið á reiðiskjálfi, þegar biógestir ráku upp gifurlegt fagnaðaróp. Popp- kornsbirgðir hússins seldust upp á skömmum tima. —ÓT LOFTLEIÐIR DREPA HINAR BÍLALEIGURNAR" Stefán Gíslason hjá Fal: j g „Ég spái þvi að eftir nokkur ár verði allar bilaleigurnar liðnar undir lok nema bila- leiga Loftleiða, ” sagði Stefán Gislason hjá Fal i viðtali við Visi. „Loftleiðir eru i slikri lykilaðstöðu að það er vonlaust fyrirokkurað keppa við þær. Félagið hefur nú fengið rikisábyrgð og þar sem reksturinn er að miklu leyti sameiginlegur kemur það bilaleigunni lika til góða. Bilaleiga Loftleiða er t.d. sú eina Sem hefur getað endur- nýjað bilaflota sinn i ár. Hún hefur keypt nýja bila fyrir tugi milljóna.” Veröið hjá bllaleigu Loftleiða er þó nokkuð hærra en t.d. hjá Fal. Hjá BL kostar Volks- wagen 1.440 krónur á sólar- hring og hver ekinn kilómetri 12 kr. Hjá Fal er verðið 1.260 kr. á sólarhring og 10,80 kr. fyrir hvem ekinn kilómetra. — Hvemig stendur á að þið eruð ekki með sama verð og Loft- leiðir? „Ég tel þaö vera óþarflega hátt. Okkar fyrirtæki og Loft- leiða og svo Vegaleiöir eru þrjú þau stærstu á iandinu. í vetur var hringt i okkur og við kvaddir til fundar á Loftleiðum til að ræða sumarverðið. Loft- leiöir töluöu um 70 prósent hækkun, en mér fannst það of hátt. Ég sagði að það þyrfti nú fyrst aö athuga með leyfi hjá verðlagsyfirvöldum vegna verðstöðvunarlaganna. — Nú, nokkru seinna var mér tilkynnt að fyrrnefnd hækkun ætti að koma til framkvæmda og þess óskað að við hækkuðum I samræmi við það. Hjá verðlagsyfirvöldum var mér tilkynnt að við mættum hækka, ef við vildum. Mér skilst að hækkanirnar séu leyfðar á þeirri forsendu, að það séu mest útlendingar, sem leigi bilana. Nú, Loftleiðir eru nánast I einokunaraðstöðu þar svo þeir hafa sjálfsagt fleiri útlendinga en við. En obbinn af okkar viðskiptavinum eru ís- lendingar. Útlendingum, sem við hinir fáum, hefur sifellt farið fækkandi eftir að Loftleiðir settu upp bilaleigu og fóru að taka beinan þátt I ferðaskrif- stofurekstri. — Nú, mér fannst þessi hækkun of mikil, svo ég fór hægar i sakirnar. Við þurfum svo sem ekki að kvarta ennþá, ég held að allar bilaleigurnar hafi skilað hagnaði á sfðasta ári. En ég hef ekki trú á að við stöndumst samkeppni við risann.” Lítilf jörlegt ógreiningsmál — verzlunarmenn stöðva ekki ríkisverksmíðjurnar „Þetta er mjög lítil- fiörlegt/' sögðu menn í morgun. Verzlunarmenn uröu ekki i gær aðilar að samningnum i ríkisverk- smiðjunum þremur, en þeir stöðva ekki rekstur þeirra. Helzt er gert ráð fyrir, að við verzlunar- menn semjist i kvöld. Hjólin fóru að snúast, hægt og bitandi, i verksmiðjunum i morgun. Samningurinn, sem Visir skýrði frá i gær, hafði hlot- ið samþykkt hinna ýmsu hópa. Hins vegar tekur það nokkurn tima að koma öllu i gang eftir slika vinnustöðvun. 1 Aburðar- verksmiðjunni töldu menn til dæmis i morgun, að það yröi ekki fyrr en síöari hluta dags, sem allt yröi með eðlilegum hætti um framleiðsluna. Meðaltalshækkun launa i verksmiðjunum er talin nálægt 12%, en sumir fá mun meira og aðrir minna vegna breytinga, sem starfsmatið veldur. Samn- ingurinn gildir til 1. mai næsta árs. Þetta fólk mun þvi ekki fara i verkfall 11. júni næstkom- andi. —HH Sitja enn inni — á meðan prúttað er um sektina „Danska scndiráöið á nú I ein- hverjum samningum við yfír- völd I Marrakech um að fá dóm- inn yfir tslendingunum mildað- an. A meöan á þvi stappi stend- ur, munu þeir sitja inni,” tjáði utanrikisráðuneytið VIsi I morgun. ,,Ég hringdi i danska sendi- herrann i Rabat i Marokkó á miðvikudaginn og þá sagði hann mér, að málin stæðu óbreytt á meðan reynt er að fá dóminn mildaöan,” sagði Hörður Bjarnason hjá utanrikisráöu- neytinu. „Okkur. verður aftur á móti sent skeyti um leiö og eitthvað nýtt gerist og ég reikna jafnvel með þvi skeyti i dag,” sagði Hörður. —JB STARFSFOLK PRENT- SMIÐJA í VERK- FALLSHUGLEIÐINGUM Starfsfólk prentsmiðja er að at- huga, hvort boða skuli verkfail. ASt mun hafa fariö þess á leit við Hið isienzka prentarafélag og bókbindarafélagið, að verkfall verði boöað hið fyrsta. Fundur verður I grafiska sveinafélaginu i kvöld og á að taka afstöðu tii verkfallsboöunar. Grafiska sveinafélagiö stendur fyrir utan Alþýðusambandið, er ekki i hópi ASl-félaga, sem hafa boðaö verkfall frá 11. júni. Samn- ingafundir milli þessara félaga og Félags islenzka prentiðnaðar- ins, sem eru samtök vinnuveit- enda á þessu sviði, hafa engir verið, siðan samið var fyrir nokkrum vikum á grundvelli heildarsamninga ASÍ — og vinnu- veitenda, sem þá voru gerðir. Samningafundir munu hins vegar verða snemma eftir helgina, að sögn forráðamanna. Vinnuveitendur hafa tilkynnt prenturum og öðrum starfsmönn- um, að 3% hækkun, sem veröa átti samkvæmt samningum frá i fyrra, frá 1. júni verði ekki greidd. Sú afstaða vinnuveitenda er I samræmi við afstöðu vinnu- veitenda almennt að þvi er þeir telja. Starfsfólkið hefur hins veg- ar mótmælt þessari ákvörðun. Sáttafundur var i gær i kjara- deilu blaðamanna. Ekkert miðaði i samkomulagsátt. Fundurinn stóð i um hálfa aðra klukkustund. Gert er ráð fyrir öðrum fundi eftir helgina. 1 verkföllum Verzlunarmanna- félags Reykjavikur, hefur yfir- leitt, þegar prentarar og blaða- menn eru ekki i verkfalli, veriö veitt undanþága til að koma dag- blöðum til kaupenda. Hins vegar kann svo að fara nú, að útgáfa dagblaöa stöðvist vegna verk- falla i prentsmiðjum, áður en langt um llður. —HH Hjólin snerust i Áburöarverksmiöjunni I morgun og áburðarsekk irnir rúliuðu. Starfsmenn undu glaðir við sitt. —Ljósm. BG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.