Vísir - 06.06.1975, Síða 5

Vísir - 06.06.1975, Síða 5
Visir. Föstudagur 6. júni 1975 5 UTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖr Umsjón: Óli Tynes ENGAR FÆKKANIR í HERLIÐI USA í ÖÐRUM LÖNDUM Tillaga um að fækka um 200 þúsund menn i herliði því, sem jafnan er utan Bandaríkjanna, var felld með miklum meirihluta f öldungadeild þingsins í dag. Um 485 þúsund bandarískir hermenn eru í herstöðvum viðs vegar um heiminn, þar af 300 þúsund i Vestur-Evrópu. Mike Mansfield, öldungadeild- arþingmaður, sagði að hann myndi ekki i ár leggja fram frum- varp sitt um að fækka i 300 þús- und manna herliði i Vestur- Evrópu, en hann hefur lagt það fram á hverju þingi nokkur und- anfarin ár. Mansfield sagði þetta stafa af þvi, að ástandið i heiminum væri nú mjög óvisst eftir sigur komm- únista i Suðaustur-Asiu. Barry Goldwater, öldunga- deildarþingmaður, taldi að fækk- anir i herliði Bandarikjanna er- lendis gætu reynzt mjög hættu- legar núna. „Þetta er hættuleg- asta timabil, sem þetta land hefur nokkru sinni staðið andspænis,” sagði Goldwater. Bardogar milli frelsishreyf- inga í Angóla Bardagar brutust út meðal skæruliða þriggja frelsishreyfinga i Angola í gærkvöldi og vitað er að a.m.k. þrír biðu bana þeg- ar gerð var árás á háskóla- sjúkrahús höfuðborgarinn- ar Luanda, með sprengju- vörpum og eldflaugum. Portúgalskur yfirmaður Lu- anda hersveitanna skipaði her- mönnum allra hreyfinganna að vera um kyrrt i búðum sinum. Hann hótaði þvi að ef einhver þeirra sæist á götu úti, yrði hann þegar handtekinn og skotinn. Hundruð Portúgala biða þess nú að komast úr landi og eru sum- ir þeirra félausir, þvi að þeim hefur ekki tekizt að koma eign- um sinum i verð. Portúgalska stjórnin hefur greitt fargjöld fyrir um 1500 manns, sem hafa viljað fara til Portúgals en ekki átt fyrir farinu. 1 Þúsundir Egypta flykktust niöur að höfninni I Port Said, þegar fyrsta farþegaskipið lagöi af staö f gegnum Suezskurð f morgun. Mörg hundruömanns klifu upp f mastrið, sem stendur á hafnarbakkanum, til að sjá betur. SKIPULEGGJA VARNIR OLÍU- BORPALLA í NORÐURSJÓNUM ótti við hryðjuverk gegn sig saman um að finna landi, Hollandi og Noregi olíuborpöllum á Norðursjó leiðir til að verja þá. Emb- hafa nýlega fundað um hefur leitt til þess, að sjö ættismenn frá Belgíu, þetta mál í Haag. lönd, sem liggja að Bretlandi, Danmörku, Embættismennirnir voru sam- Norðursjónum, hafa tekið Frakklandi, Vestur-Þýzka- máia um, að tiltöiulega auðvelt Kaupskip sigla nú aftur um Suezskurðinn Kaupskip hófu i dag ferðir um Suezskurð að nýju eftir hátíðlega opn- unarathöfn í gær. Sadat, forseti Egyptalands var í brúnni á tundurspillinum „6. október", þegar hann fór fyrstur skipa um skurðinn við opnunina. Nafn skipsins er til minn- ingar um daginn sem Yom Kippur striðið hófsti 1973. Sadat bar lof á Israela fyrir að hafa fækkað til muna i herliði sinu við Suezskurð. Hann sagði, að Concorde í notkun á nœsta ári Flugfélögin Air France og British Air- ways ætla að taka hljóðfráu Concorde f arþegaþoturnar í notkun á flugleiðum sinum á næsta ári. Þessi flugfélög voru tvö þau fyrstu, sem pöntuðu Concorde. Franska stjórnin til- kynnti í dag, að hún hefði lánað Air France um 40 milljónir ster- lingspunda til að að- stoða við kaupin. Frakkland hefur pant- að fjórar Concorde, sem samtals kosta um 150 milljónir sterlings- punda. væri að vinna skemmdarverk á pöllunum eins og nú er málum háttað. Þeir töldu þvi nauðsyn- legt, að gert yrði eitthvað þeim til varnar. Ekki voru teknar endan- legar ákvarðanir en málið verður áfram i könnun hjá viðkomandi rikisstjórnum. Bretland hefur þegar tvö skip til varnar sinum borpöllum og hyggst fjölga þeim upp i sjö. Norski flotinn hefur einnig gert varnaráætlanir og miöað við að beita hraðskreiðum eldflaugabát- um. þetta væri greinilegt skref i friðarátt og ef Israelar héldu áfram á sömu braut, myndu Egyptar koma til móts við þá. Sadat vildi ekki gefa beint svar við spurningum um, hvort isra- elsk skip fengju að sigla um skurðinn. Israelar halda þvi fram, að i vopnahlésviðræðunum eftir Yom Kippur striðið hafi Egyptar meðal annars lofað að leyfa israelskum skipum að sigla um skurðinn. Bandariska utanrikisráðu- neytið hefur staðfest að gert hafi verið leynilegt samkomulag varðandi skurðinn, en vildi ekki skýra efnislega frá þvi. 'ÚtÍit fyrir stór- sigur EBE manna Allt útlit er fyrir, aö stuöningsmenn á- framhaldandi aöildar aö Efnahagsbanda-\ lagi Evrópu hafi unnið stórsigur í þjóöa ratkvæða- greiðslunni, sem fram fór í gær. Borizt hafa úrslit úr einu kjördæmi, Scilly-eyjum og þar voru 802 með en 272 á móti. Kjörsókn var um 70 af hundraði. Sér- fræðingar hafa spáð því að „já" menn muni vinna stóran sigur og fá allt að 68 af hundraði atkvæð- anna.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.