Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Síða 1
JOLABLAÐ II Hallgrímur Pétursson, Dúkskurðarmynd cftir Baltasar. Þessi rœða Vilhjálms Þ. Gísla- sonar var flutt í útvarpi 1934, nokikru styttri en hér, en hefur ekki verið prentuð fyrr. Höfuðrit um Hallgrím Pétursson eru: Hall- grímur Pétursson, ævi hans og starf I-II, eftir Magnús Jónsson, prófess- or, dr. theol. Rvk. 1947. — Arne Möller: Hallgrímur Pétursson Passionssalmer Kbh. 1922. — Sig- urður Nordal: Hallgrímur Pétursson og Passíusálmarnir, Rvk. 1970. Vilhjálmur t>. Gíslason Hallgrímur Pétursson Hallgrimur Pétursson er fyr- ir löngu orðinn þáttur úr ís- lenzkri sögu, hluti úr íslenzku þjóðerni. Hvorugt verður skil- ið til fulls án Hallgríms Pét- urssonar. Hann hefur verið þreklausri og þjakaðri þjóð huggun í krossferli og kröm. Hann hefur verið vaknandi og vonandi þjóð hugsvölun og styrkur. Hann hefur verið trú- aðri þjóð imynd þess guðs- manns sem „fyrir blóð lambs- ins blíða, búinn er nú að stríða, og sælan sigur vann.“ Hann hefur verið trúarveikri þjóð ímynd þess áuðmjúka og hrjáða manns, sem fyrir kraft stoltr- ar og hreinnar listar sinnar hefur beygt efandi kynslóð til virðingar fyrir þeirri trú, sem hún trúir þó ekki. Hann hefur kynslóð fram af kynslóð verið sá kennifaðir, sem kennt hef- ur hverju barni þessa lands fyrsta heilræði lífc þeirra í trú og siðfræði: að v,era dyggur, trúr og tryggur og lítillátur, ljúfur, kátur og að geyma vel æru sína. Það eru hans orð, sem seinast hljóma yfir moldum hvers fslendings, hvar sem hann ber beinin og hafa lofað þessari þjóð, sem meira og bók staflegar en margar aðrar, hef- ur orðið á dauðans valdi, að ganga burt úr þessum heimi með það stolta orð, að dauði, ég óttast eigi — afl þitt né valdið gilt. Flestir vita eitthvað um það litla, sem vitað verður með vissu um ævi Hallgríms Péturs- sonar. Hann er fæddur 1614, af góðu bergi brotinn og átti stór menni að og naut þeirra nokk- uð. Faðir hans var klukkari á Hól’um. og Halligrímur hóf þar skólagöngu. Úr henni varð samt ekki ýkjamik- ið. Hallgrímur flosnaði úpp úr skóla að því er sagan segir, af því, að hann orti níð um staðar- fólkið. Eftir þetta hefjast hrakningsár hans. Hann fer ut- an, fyrst til Gliicksborgar, svo til Kaupmannahafnar og leggur þar fyrir sig góða iðn, gerist járnsmiður. Þá segir sag- an, að Brynjólfur Skálholts- biskup rakst þar á hann, tók eftir honum af þvi að hann heyrði hann bölva hressilega á islenzku. Biskup kom honum I góðan, strangan skóla, en ekki undi Hallgrímur lengi þar. Þegar fslendingarnir, sem kóngurinn keypti úr hernámi Tyrkja og heiðindómi, komu til Hafnar, var Hallgrímur feng- inn til þess að kenna þeim kristinn sið. Þá feldi hann hug til einnar konunnar, Guðríðar Símonardóttur úr Vestmanna- eyjum. Hún var fönguleg frið- leikskona, eldri en Hallgrímur og hafði verið seld mansali rik- um fyrirmanni. Ekkja hans seldi hana nú aftur heim fyrir hátt verð, 200 rikisdali. Það voru þá fimmtiu kýrverð, eða nú upp undir milljón krónur. Þó að matið sé óvíst og ekki eigi að meta svo fagrar konur var það samt forn skáldasiður að virða þær á landvisu í ástakvæðum. Svo gerði Kor- mákur er hann mat augu Stein- gerðar til fimm hundraða og hár hennar til þriggja hundr- aða, en hana alla á við fimm þjóðlönd. í þessum svifum hætti Hall- grímur Pétursson námi og fór heim til íslands með Guðríði. Þar bjuggu þau um skeið við skarðan hlut og litla virðingu. Hann var kallaður púlsmaður um Suðurnesin og hún Tyrkja- Gudda og vísast á hana hall- að af. óvinsemd. Brynjólfur biskup skaut aftur skjólshúsi yfir Hallgrim og gerði hann að presti á Hvalsnesi og seinna, 1651, að Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd. Þar var hann nokkur ár ævi sinnar, unz vaxandi holdsveiki, eða einhver þess kyns sjúkdómur hrakti hann úr embætti. Settist hann þá að á Kajlastöðuim og svo á Fer- stiklu og dó þar 27. okt. 1674 og hafði verið prestur i aldarfjórð ung. Guðríður kona hans dó 1687 og eru bæði jörðuð í Saurbæ. Hvers konar maður var Hall- grímur Pétursson og hvers vegna hefur hann orðið sáþjóð ardýrlingur, sem hann hefur verið í islenzkri kirkju og hjá íslenzkum almenningi? Hallgi'ímur Pétursson lifði lengi í ævintýraheimi þjóðsagn- anna likt og Sæmundur fróði forðum. En Passiusálmarn- ir gnæfa yfir allt annað í fari hans, eitt af öndvegisritum ís- lenzkra bókmennta og höfuðrit sr. Hallgrims. En hann er samt engan veginn allu:r i þeim ein- um. Það er gaman að fylgjast með því, hvernig myndin af Hallgrími Péturssyni hefur breytzt með kynslóðunum, en er líka eftirtektarverð til skiln ings á íslenzkri menntasögu. Það er i raun og veru ekki sá sami Hallgrímur Pétursson, sem menn tigna nú og sá, sem alþýðuhyllinnar naut á sautjándu öld. Það hefur um skeið verið verkefni þeirra, sem um hann skrifa, að af- klæða hann þeim þjóðsagna- búningi, sem um hann hafði sveipazt og að sýna fram á að sagnirnar væru rangar. Samt eru ýmsar sögurnar skemmtileg ar til skilnings á þeim skiln- ingi, sem fyrri tíðar menn höfðu á sr. Hallgrími, og ég held að sá samtími hans, sem bjó til sögui’nar eða hélt þeim á loft hafi að sumu leyti haft réttari skoðun á sr. Hallgrimi, en ýmsir þeir, sem á eftir fóru. Þessar sögur eigna sr. Hall- grimi ákvæðavísur og skamma- vísur um höfðingja. Þær segja frá því, að eitt sinn kom gat á kaleikinn hjá honum i Hvais- nesi og setti hann þá oblátu yf- ir gatið, en hún bilaði og vínið fór til spillis. öðru sinni vant- aði hann Grallarann við messu og fannst hann eftir langa leit 22. desember 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 33

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.