Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Qupperneq 6
EFNI Fásts er þýzkt að upp- runa, frá 16. öld. í fyrstu gerð- um sögunnar er fjallað um mann, sem gerir samning við Djöfulinn. í sjálfu sér gamalt efni frá miðöldum, en þá var þessi samningur gerður til auðs og valds. 16. öldin gefur efninu nýtt innihald, sá, sem samning- inn gerir, gerir hann af þekk- ingarþorsta. Öldin er orðin önn ur og menn langar til að skilja veröldina: skilja hugsanir Guðs, leysa lífsgátuna. Leiðin til þess hlaut að vera að skilja efnið, skilja þann hluta sköpun arverksins, sem menn höfðu aðgang að, en um leið var hon- um gefið meira gildi en liann hafði áður haft. Paracelsus, höfuðfulltrúi þessara skoðana, kenndi, að náttúran væri einnig guðleg opinherun og hana gæt- um við skynjað ef við skoðuð- um náttúruna með skynfærum okkar og anda. Slíkar hug- myndir þóttu goðgá, nánast vakandi þótt ekki fengl það í Þýzkalandi meðferð sem skyldi fyrr en hjá Göthe. Hins vegar ber þess að geta, að einmitt þekkingarþorstinn var vaki mikilla hræringa á 16. og 17. öld, upphafs raunveru- legra náttúruvísinda, Bruno og Kepler og einnig heimspeki á vísindalegum grundvelli Leibn- iz. Hin stóra stund þýzkrar skáldlistar var enn ekki runn- in upp. Fást-bókin frá 1587 er verk lítils anda, sem blandar saman ýmiss konar skopsögum og frómum vísbendingum. En þessi bók varð mjög vinsæl, kom út í mörgum útgáfum og var þýdd á önnur mál og síðar fengust ýmsir við að umskrifa hana og laga til. Bókin mun hafa borizt til Englands og Christopher Marlowe, samtíma maður Shakespeares, sem varð því miður ekki langlífur, tók efninu fegins hendi og gerði úr því fyrsta leikritið, sem kunn- ugt er. Fást Marlowes er óhræddur veraldarmaður með stóra skapgerð illmennanna í verkum Shakespeares. Púkarn- ir verða að láta hann fá mikil- virkar stríðsvélar og hina feg- urstu alla fagurra kvenna. Lífs þorsti hans er takmarkalaust, hann vill verða guð á jörðu, hvað gerist cftir það lætur hann sig litlu skipta. Leikrit Marlowes barst til Þýzkalands á 17. öld eftir að leikhúsunum hafði verið lokað í London af trúrækni og enskir leikarar Róbert Arnfinnsson leikur Mefistófeles, Gunnar Eyjólfs- son leikur Fást. Göthe tók hana sér í hönd og formaði úr henni nýtt og stórt verk í anda hins nýja tíma. Hvað sýnir þetta verk okkur nú? Það sýnir okkar viðskipti Guðs og Mefistófelesar hvað einum manni viðkemur. Reynd- ar er sá maður enginn hvers- dagsmaður hvað viðkemur við- leitni hans og vilja og einnig afbrotum og sökum. En ein- mitt vegna stöðu sinnar er hann gott dæmi um eðli manns ins. Verkið liefst með formála á himni og með honum fær at- burðarásin, sem á eftir kemur stórt samhengi og Mefistó- felesi er fenginn sá staður, sem honum er ætlaður. Drottinn kallar Mefistófeles skálk— eða greindan neitanda. Og það hlutverk leikur hann allt verk- ið. Hann talar um veðmál við Drottin, en Drottinn veðjar ekki við undirmálsanda, sem ekki eru forvitrir eins og hann sjálfur. Mefistófeles Göthes er mögnuð persóna, ekki dæmi- gerð hins illa, heldur einstakl- ingur. Á sínu sviði er hann vit- ur og víða kunnugur, skopskyn hans er næmt, en hunzkan er Valentin, bróðir Margrétar, fell- ur fyrir sverði Fásts. Sigríður Þorvaldsdóttir, Klemenz Jóns- son, Brynja Benediktsdóttir, Geirlaug Þorvaldsdóttir og Hákon Waage. Hver kynslóð, jafnvel hver ára tugur, sér í nýju ljósi þessa goðsögu hvíta mannsins sem upphaflega var ekki skrifuð fyrir leikhús, en hefur orðið síungt leikhúsverk Eftir Þorvarð Helgason heint frá Djöflinum. Paracelsus varð þjóðsagnapersóna og það var um hann sagt, að hann hefði haft púka sér til aðstoðar. í þjóðsögunni blönduðust sögurn ar af honum og nemendum hans við sögur af öðrum manni: Jóhanni Fást. Jóhann þessi Fást mun ekki hafa verið mik- ill fræðimaður en yfirborðs- kcnndur glamrari, sem fékkst við að sýna töfrabrögð á manna mótum. Það mynduðust um hann ýmsar sögur, sem sam- timamönnum hans þóttu óhugn anlegar, t.d. á hann að hafa riðið á víntunnu út úr knæpu í Leipzig og i Erfurt á hann að hafa magnað fram persónur Hómers fyrir stúdentana þar. Þessar sögur tvinnuðust sam- an við það sem sagt var um Paracelsus. En það voru ein- mitt viðhorf hans, sem áttu framtíð fyrir sér. Samkvæmt gamalli trú hlaut sá, sem samning gerði við Djöfulinn, að vera vondur. En ef við látum samninginn liggja milli hluta, en lítum á orsakir hans, þekkingarþorstann, er ekki hægt að segja að hann sé illur í sjálfu sér. Og einmitt það atriði gerði verkið hug- tækt, hélt áhuganum á efninu urðu að leggja land undir fót til að iðka list sína í friði. Seinna varð það svo brúðuleik- rit, en í því formi mun hafa verið auðveldara að fást við ýmis atriði sögunnar og það er einmitt sem brúðuleikrit sem Göthe sér það fyrst. Upplýsingaöldin leggur aftur mikla áherzlu á þekkingar- þorsta mannsins. Mönnum var að vísu orðið ljóst, að það var ekki á færi mannsins að höndla allan sannleikann, en það var sjálfsagt að unna honum þess sem vit hans leyfði. Og þó menn trúðu því ekki lengur, að þeir gætu skynjað samræm- ið í sköpunarverkinu, þá voru þeir samt sannfærðir um það, að með því að skilja veröldina betur nálguöust þeir Guð meir um leið. Þeir litu á veröldina, sem tákn, sem líkingu eilífðar- innar. En til þess að skilja þennan líkingaeiginleika heims- ins, þurfti þrá mannsins að vera mjög djúp og sterk Aðeins fyrir tilstill hennar var von um skilning. Þar með var ekki leng ur aðeins spurt ' um heiminn heldur einnig um manninn, um leitina innra mcð mannin- um. Og einmitt liér var sagan af Fást eins og undanfari og eitt af höfðuðeinkennum hans, en þótt hugarsjónir hans séu oft skarpar og leiftrandi ber hann ekkert skynbragð á verðmæti mannlegrar tilveru. Hann kynnir sjálfan sig sem þann sem neitar, sem vill minnka lilut hins góða. Hann skynjar þrá Fásts en hann skil- ur hana aldrei. Hann skilur heldur ekki val Margrétar. Hann sér aðeins að hún hefur fyrirgert heiðri sínum, „hún er ekki sú fyrsta", er það eina sem hann licfnr um hana að segja. Hann sér ekki að leiðin til glötunarinnar getur verið ástæða til að snúast á veg hins góða, og um leið vegur til náð- ar, sem hún verður svo aðnjót- andi. Mefistófeles er nauðsynlegur þáttur í veraldarsmiðinni, það skilur hann auðvitað ekki sjálf ur og því heldur hann alltaf áfram að leika sinn leik, stund- um vinnur hann litla sigra, en töp hans eru alltaf stór. í sam- tali við Drottin hefur hann fengið leyfi til að reyna sig á Fást. Fást er sá sem leitar. Maim- legu lifi hlýtur að fylgja starf, hreyfing, takmark. 'En Fást er að þessu leyti ofstopamaður. Þrá hans og löngun eru mjög sterkar, þær getur Mefistó- feles aldrei lamað, þær reka Fást stöðugt áfram í hinar ýmsu áttir, þær hafa knúiö hann til að afla sér þeirrar þekkingar, sem mannleg vizka getur veitt, þær knýja hann síðar til að reyna ástarævin- týrið með Margréti og siðan hin önnur ævintýri seinni hlut- ans. Fást þroskast seint, verk- ið sýnir ekki þróun persónu- leika í þeim skilningi, en hins vegar vandamál mannsins með þessa sterku þrá, sem helzt vill komast út fyrir tak- mörk hins mannlega. En löng- unin vísar honum ekki veg trúarinnar, sem þó hefði mátt búast við eftir upphafinu, en rekur hann á jaröarvegu og festir hann þar. Hin sterka þrá hans og örvæntingin, sem fylg- ir í kjölfariö, fá hann til að gera samninginn við Djöfulinn og sá samningur ákvarðar líf hans upp frá því. Til þess að öðlast hina æðstu þekkingu velur hann galdur og verður fyrir vonbrigðum. Mefistófeles býðst til að hjálpa honum. Þekkingarleitin hefur ekki megnað að veita Fást þá innri ljómun sem hann óskaði eftir. Og nú skal reyna hvort ástin er þess megnug. En ástarævin- týrið gerir hann að sekum manni. í seinni hlutanum vill hann líka alltof mikið og býður því alltaf skipbrot. Hann er háður Mefistófelesi og honum tekst alltaf að gera allt, sem Fást tekur sér fyrir hendur verra en ætlunin var. Fást vill gefa móður Margrétar svefn- lyf, en Mefistófeles gefur henni eitur, í deilunni við Valentin, bróður Margrétar, kemur Mefistófeles honum til hjálpar og drepur Valentin. í seinni lilutanum endurtekur sig sama sagan. En alltaf þegar Fást veröur sekur og Mefistó- feles virðist sigra, gerist eitt- hvað óvænt og Mefistófeles fær ekki allt sem hann vill. Mefistófeles vill samning þar sem Fást er lofuð lífsnautn, en Fást gerir úr því veðmál og er þannig áfram hinn leitandi andi. Mefistófeles vill leiða hann á veg hreinnar og ómeng- aðrar girndar, í stað þess vakn- ar ást í brjósti Fásts. AtriÖi eins og Valborgamóttinni beitir Mefistófeles til að gera Fást meyran fyrir girndinni. Þó að Mefistófeles á sinn hfttt beiti sér fyrir Fást og ætli að 38 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.