Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 28
Gaddavír 75. Frá vinstri: Bragi Björnsson, bassaleikari, Vilhjálmiir Guðjónsson, g-ítarleikari, og Bafn Sigurbjörnsson, trommuleikari. (Ljósm.: Þorst. Gunn.) Túngirðingaefni? — Rafn í Gaddavír 75 segir frá maður umgengst eintómar popstjörnur alla daga og þekkir þær persónulega og svo framvegis. En eftir nokkurn tima verður þetta að vana eins og öll önnur störf og maður gerir ekki lengur neinn grein- armun á Led Zeppelin og Leapy Lee. Kaupið okkar er ágætt, en vinnutíminn er oft langur og leiðinlegur; stjörn- urnar eru helzt til viðtals á kvöldin og á nóttunni." — „Við göngumst árlega fyrir kosningum beztu lista- mannanna í popheiminum og í jassheiminum. -— Popkosn- ingarnar hefjast í júní, þá eru atkvæðaseðlarnir birtir. 1 júlí- byrjun rogast póstmennirn- ir hingað inn með fjölmarga poka, fulla af bréfum. Við höf- um tvo náunga, sem annast talninguna og hún tekur nokkrar vikur, en um miðjan ágústmánuð liggja úrslitin fyr- ir. Þau eru þó ekki birt fyrr en um miðjan september- mánuð.“ — „Þessir sömu strákar sjá um að reikna út vinsældalist- ann á hverjum mánudags- morgni. Við fáum senda sölu- lista frá 150-200 hljómplötu- verzlunum viðs vegar um Bret- land og eftir þeim er farið, þegar vinsældalistinn er reiknaður út. Það lag, sem er efst á hverjum sölulista fær 30 stig, næsta lag 29 stig og svo framvegis. Síðan eru öll stigin lögð saman og það lag, sem er stigahæst að lokum, er í efsta sæti vinsældalistans. Við fáum sölulistana á hverjum mánu- dagsmorgni og taka þeir til sölu næstu viku á undan. Það hefur komið fyrir einstaka sinnum, að plötur, sem hafa verið gefnar út á föstudegi, hafa selzt svo vel þann dag og laugardaginn, að þær hafa komizt I efsta sæti vinsælda- listans undir eins. En þetta hefur bara gerzt með Bítla- plötur og Presley-plötur." Ég fór nú að munda mynda- vélina og ætlaði að taka mynd af Chris Charlesworth með hina blaðamennina í baksýn, en þá stóð hún eitthvað á sér og engin mynd fékkst. Ég verð því að nota gamla bragðið: Að klippa mynd af Chris Charles- worth úr Melody Maker. „Heyrðu", sagði Chris um leið og ég var að fara. „Heldurðu að þú sendir okkur ekki eins og eina úrklippu með grein- inni þinni þegar hún hefur birzt. Við höfum nefnilega gríndálk í hverju blaði, Raver, þar sem við hefðum gaman af i ð minnast aðeins á þessa J eimsókn þína og greinina ■ - greinina um Melody Maker ) dagblaði á íslandi!" Stefán Halklórsson. RAFN Sigurbjörnsson, trommuleikari hljómsveit- arinnar Gaddavír 75, ræðir hér um hljómsveitina sína, hljómsveit, sem hefur átt ört vaxandi fylgi að fagna síðustu mánuði. „Addi bróðir (Arnar i Ævin- týri) var mikið búinn að tala um þetta hljómsveitalíf, svo að mig langaði til að kynnast þessu af eigin raun. En ég var þó alveg ákveðinn í þvi að verða ekki lifandi eftirmynd hans, og þess vegna lét ég git- arinn eiga sig, en settist þess í stað við trommurnar." „Hljómsveitin var stofnuð fyr ir rúmu ári og hét fyrst „Gröf- in“, en síðan var nafninu breytt í „Frið“. Við vorum þá fimm saman og lékum á nokkr- um dansleikjum, en í vor vor- um við aðeins þrir eftir og á- kváðum þá að halda áfram sam an undir nafninu Gaddavír 75“. „Það má hver og einn leggja sína merkingu i nafnið, en við höfum orðið að leiðrétta það æ ofan í æ, að talan á að vera 75 en ekki 70 og það á ekkert prósentumerki að vera á eftir. Þetta getur alveg eins þýtt tún girðingarefni eins og vodka.“ „Annars er þetta útbreiddur misskilningur með vodkað. Við höfum verið að leita fyrir okk- ur með vinnu kvöld og kvöld á vínvéitíngastöðum og for- ráðamenn þeirra hafa ekkert viljað með okkur hafa, vegna þess að þeir telja, að þetta nafn verði túikað sem áfengis- auglýsing, ef það kemur á prenti i dagblaðaauglýsingun- um.“ „Við sendum þátttökutilkynn ingu í hljómsveitakeppnina í Húsafellsskógi um Verzlunar- mannahelgina, en sú tilkynning týndist. Við fengum þó að vera með — og unnum. Verðlaunin voru heilar 20 þúsund krónur, sem var mikill peningur í þá daga, og einnig réttur til að leika tvö lög inn á hijómplötu hjá S.G . Hljómplötum. Ef af því verður, verður platan tek- in upp milli jóla og nýárs og við höfum samið tvö lög, sem við viljum nota á plötuna." „Við erum allir í skóla. Ég er í landsprófi í Vogaskóla, Bragi er í Menntaskólanum i Reykja- vík (þessum gamla við Lækjar- götuna) og Villi er í Mennta- skólanum við Tjörnina. Þetta er því einungis tómstundastarf hjá okkur og námið gengur allt af fyrir. Mér hefur ekki reynzt neitt erfitt að einbeita mér að náminu, tónlistaráhuginn hefur ekki leitt hugann frá skólabók unum og lestrinum. En þegar ég hef verið búinn að lesa, þá hef ég auðvitað strax farið að hugsa um trommusláttinn og allt það." „Það heíur vissa ókosti í för með sér að hafa hljómsveitina aðeins þriggja manna. Við get- um til dæmis ekki flutt vinsæl lög hljómsveita eins og Chicago og Crosby, Stills, Nash & Young, þvi við erum hreinlega of fáir. Við höfum þvi haldið okkur við gaddavírstónlistina, eins og hún er kölluð á hinum Norðurlöndunum, og við höfum flutt mikið af lögum hljómsveit anna Deep Purple og Steepen- wolf — þunga rokkið, það á bezt við okkur. En annars vant Rafn Sigurbjörnsson. ar okkur söngvara og við er- um að leita að einum slíkum núna.“ „Við höfum haft alveg nóg að gera, höfum mikið spilað í Las Vegas og einnig nokkuð úti á landi. Mér finnst skemmti legra að spila úti á landi en hér í bænum, fólkið er vin- gjarnlegra í framkomu og tek- ur betur á móti hljómsveitinni og tónlist hennar." „Ég hef ekki áhuga á að gera þetta að ævistarfi. Ég ætla að læra það sem ég þarf að iæra, en hafa trommuleikinn svona í hjáverkum. Það er þá frekar hann Villi, sem ætti að halda þessu áfram. Hann er búinn að spila á gítar í ein tíu ár, byrj- aði með kassagitar heima í stofu og hefur síðustu árin ver ið í mörgum hljómsveitum." „Við höfum nú ekkert sér- stakt á prjónunum i bili, ætl- um bara að halda áfram á þess- ari braut og sjá hvernig geng- ur. Við erum jú fyrst og fremst námsmenn, en tónlistin er i öðru sæti.“ 60 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desamber 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.