Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 30
Guðlaugur Jónsson Leitað höfundar Kvæði það, sem hér fer á eftir, fann ég handritað meðal ýmissa smárita, er ég fékk úr fórum móður minnar látinnar, Solveigar Þórhallsdóttur (f. 1852, d. 1944). Það er ókunnugt hvenær móðir mín eignaðist þetta kvæði, og með hvaða hætti það barst henni í hendur, og blaðið ber enga vísbendingu um skrifar- ann né höfundinn. Kvæðið ber það með sér, að það er ort í tilefni af brottflutningi Péturs J. Thorsteinssonar og fjölskyldu hans frá Bíldudai í Arnarfirði, sem mun hafa orðið 1903—4. Þess skal getið, að kona Péturs Thorsteinssonar var Ásthildur Guðmundsdóttir prófasts að Breiðabólstað á Skógarströnd, Einarssonar og konu hans, Katrínar Ólafsdóttúr. Móðir mín ólst upp hjá þeim hjónum á Breiðabólstað, og var í ævilöngu vináttusambandi við Ásthildi og systur hennar, Theódóru skáldkonu Thor- oddsen. Ég hef talsvert lagt mig fram til þess að finna höf- und kvæðisins, en aiveg án árangurs, þess vegna er nú valin sú leið til upplýsinga, að birta kvæðið hér i þeirri von, að það verði lesið af einhverjum sem þekkir það og höfund þess. Jafnframt er þess vin- samlega vænzt, að sá hinn sami veiti mér þær upp- lýsingar á þann hátt, sem honum bezt hentar. Guðlaugur Jónsson, Rauðalæk 50, Rvík. Sími 32497. 1. Nú hnipinn er dalur og hljóður er bær, þó héraðið sumarblómin skrýði. því héðan nú flytur sú fjölskyldan kær, sem færði heill og gieði vorum lýði. 2. Og saknandi lítum vér berast á braut á bráðfleygum hröðum tímans straumi þann kaupmann, er vinsæld og virðingu hlaut, og vakti oss til starfa sem af draumi. 3. Þvi litil var þjóðin og lítill vor bær, er leitaði hingað forðum daga með húsfreyju sinni, vor kaupmaður kær, með komu þeirra byrjar dalsins saga. 4. Og saga þess dalsins berst síðan um iönd, og seint gleymist nafn hans meðal þjóða, er starfaði þraiutgóður styrkri með hönd, og stórum prýddi Bildudaiinn góða. 5. Um dáðrekki vitnar sá dalurinn kær, og dugnað má ekkert fremur boða, en fólksauðugt hérað og fjölmennur bær, og fjölda margt sem þar má sjá og skoða. G. Og þeim syni ættjörð vor þakklr skal tjá, er þennan dalinn prýða vildi og laga, því frægð hans og orðstír mun lifa lýðum hjá, ef letruð verður Bíldudalsins saga. 7. Þótt mörg gleymist húsfreyjan merkum á stað, þá man þær samt ástvinur sá góður, er telur að vinir sér gjöri gjörvallt það, er gjöra þeir hans vegna, minnsta bróður. 8. Og hann man því einnig vel húsfreyju þá, er heimilið fögrum blómum skrýddi. Og aldrei oss gleymast frú Ásthildur má, er öðrum fremur Bildudalinn prýddi. 9. Þvi hana vér kveðjum með harmþrungri brá, er hjarta svo gott og viðkvæmt átti, að allt vildi bæta og engan hryggan sjá, og aldrei nokkuð sorglegt hta mátti. 10. Vors kærleika sól hvergi skærar þó skín en skrautlegum undir silfurhárum, þvi jafnan, frú Katrín við minnast munum þín, er mörgum léttir harmi vorum sárum, 11 Sem læknis oft bæjarmenn leituðu þín, er liðsinnis engum vildir neita. Nú héðan þú flytur og hjálpin góða dvin. Hvar hjálpar sjúkum eigum vér að leita? 12. En börnin þau eru það blessaða ljós, er brautina ljóma skærum prýðir, svo vaxa þar iítum vér gulina gleðirós, er götu vora fögrum blómum skrýðir. 13. Því söknum vér barnanna bliðri með lund í burtu frá ættlandinu kæra. Nú halda þau ánægð að heilsa Danagrund, er hyggja þau sér muni blessun færa. 14. Og vaxið og dafnið vel blessuðu börn á blómreitnum ykkar nýja og góða, þar alvaldur Drottinn sé ykkar vernd og vörn, og veiti siðan orðstír meðai þjóða. Tindrar úr Tungnafellsjökli Framh. af bls. 45 fríða, sem þeim báðum var svo hjarta- kært, og sem Tómas unni framar öilu. Og skáldið Jónas sér þessa sýn, þegar hann yrkir síðar um Tómasarhaga, og segir: „Tindar úr Tungnafellsjökli, Töniasarhagi þar algrænn á eyðisöndum er einn til fróunar.“ Og áfram er ferðinni haldið heim að Breiðabólstað. —★—1 Löngu siðar kemur Björn Gunniaugs- son, „spekingurinn með barnshjartað," sá er Njólu orti, í Tómasarhaga. Það var árið 1841, raunar sama árið og Tómas deyr, en hann var þarna á land- mælingaferð, og segir Þorvaidur Thoroddsen í Landafræðisögu fslands, að Björn hafi tekið á sig krók af Sprengisandi til þess að leita að Tómas- arhaga, sem hann fann og telur gras- blett þennan dýrmætan fyrir ferða- menn, er fara Vatnajökulsveg eða Sprengisand. Segir Björn þetta um Tómasarhaga: „Mitt undir þeirri síðu Tungnafeils- jökuls, er snýr að Arnarfellsjökli, stendur fell nokkuð hnöttótt, hæst af öllum hnjúkum þar, og þétt við jökul- inn með þröngu skarði á milli. Undir fellinu þeim megin, sem snýr frá jökl- inum, eru sléttir melar og á þeim miðj- um er grasflötur framundir kýrvöll að stærð, sem er Tómasarhagi. Fyrlr sunnan hann og fellið er lækur, og fyr- ir sunnan lækinn er annar blettur minni. Þegar ég og lagsmaður minn fór- um hér um sumarið 1841, var hagi þessi loðinn nokkuð, en sinumikiil.“ Ekki er vitað, hve lengi séra Tómas var á leiðinni að norðan, en hann er kominn heim á Breiðabólstað fyrstu dag ana í júlí um sumarið. Eins og Björn Gunnlaugsson sagði, að haginn væri til þæginda fyrir ferðamenn, þá glöddust menn yfir fundi þessa graslendis á eyði- sandinum, og þótti, sem nú væri fund- in hættuminni leið yfir sandinn. Séra Jón á Grenjaðarstað skrifaði séra Tómasi bréf 18. janúar 1836 og segir þar: „Yður er alla æfi héðan af að þakka fund og uppgötvun hins nýja vegar yfir Sprengisand, er kveikja má nýja communication milli Sunnlend- inga og Norðiendinga samt stórum hag- ráða þeirra viðskiptiwn, sér í lagi Þing- eyinga og Rangvellinga sín á millum." —★— En víkjum nú talinu að hinum „einkavininum", Jónasi Hallgrímssyni. Eins og áður var að vikið, varð ekkert af því, að íslandslýsing hans yrði að veruleika, og enginn getur sagt um þann skaða, sem þjóðin varð fyrir, að íslandslýsing hans og Jóns Sigurðsson- ar, varð aldrei skráð. Tillaga hans um Islandslýsinguna var merkilegt nýmæii á þeirri tíð. Hann stóð nú á þrítugu. En þegar athuguð eru sum hans beztu kvæða, kemur í ljós, að þar er raunar hin merkilegasta „íslandslýsing" á ferðinni. Kvæðafiokkurinn Annes og eyjar ber einmitt sterkan keim af þessu, en í hon- um er Tómasarhagi. Tildrög kvæðisins eru auðvitað fréttin um ferðalag einka- vinarins um Sprengisand og fund Tóm- asarhaga, en jafnframt drög að fslands- lýsingu. Þennan kvæðaflokk yrkir hann iiklega í Sórey á Sjálandi. Þá er Tómas einkavinurinn dáinn. í bréfi dagsettu í Reykjavík, 5. júlí 1841 til J. Steenstrups í Sórey, skrifar hann neðanmáls þessi orð til þessa vin- ar síns og stéttarbróður: „Ved du, kære Ven! at Landets bedste Mand er borte? — Provst Sæmundsson döde, jeg tror den 24. Maj af tæring. En sörgelig efterretning!" Og ef Jónas átti ekki að yrkja um einkavin sinn látinn, þá hvern? Og frá djúpi hjartans eru þessi fleygu stef um Tómas, sem féll frá í blóma lífsins fjór- um árum áður en Jónas sjálfur. ,Ðáinn, horfinn! — Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit, að látinn lifir. Það er hnggun harmi gegn.“ Eða þá þessi síðar í kvæðinu: „Lengi nmn hans lifa rödtl, hrein og djörf, um hæðir, lautir, luisin öll og víðar brantir, ef ísafold er illa stödd.“ —★— Að lokum skulum við aftur snúa til Tómasarhaga, þessa vinar í sandeyði- mörk Sprengisands. Eins og sagt var strax í upphafi þessarar greinar, kemur það i ljós í síðustu ljóðlinu kvæðisins, að Jónas var ókunnugur á þessum slóð- um, sá þetta aðeins fyrir hugskotssjón- um sínum, og i fyrstu fannst mönnum undarlegt, að í kvæðinu stóð: „Það hallar norður af.“ En i Tómasarhaga hallar ekki norður af, því að þar falla öll vötn til suðurs, og einasta ástæðan til þess, að Jónas segir þetta er sú, að hann hefur aldrei farið Sprengisand og hafði aldrei í Tómasarhaga komið. Og að lokum kemur svo þetta um- talaða kvæði Tómasarhagi, eins og það er i heild sinni, hugljúft, þokkafullt, en þó mikil náttúrulýsing, eins konar brot af íslandslýsingunni, sem aldrei varð: „Tindrar úr Tungnafellsjökli, Tóniasarhagi þar algrænn á eyðisöndum er cinn til fróunar. Veit ég áður hér áði einkavinurinn minn. Aldrei ríður hann oftar upp í fjallliagann sinn. Spordrjúgur Sprengisandur, — og spölur er út í haf. Hálfa leið lmgurinn ber mig. Það liallar norður af.“ 62 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.