Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 12
Friðrik Sigurbjörnsson Hluti af landakorti, þar seni sést afstaðan til Tómasarliaga. „Veit ég áðnr hér áði einkavinnrinn niinn. Aldrei ríður liann oftar npp i f.jallhugann sinn,“ kvað Jónas Hallgrimsson nm Tómasar- haga, og einkavinurinn, sem liann nefn- ir, er sá, sem haginn var nefndnr eftir, séra Tómas Sæmnndsson á Breiðaból- stað í Fljótshlíð, nieðútgefandi hans að Fjölni. Frá vináttu þeirra, tildrögum kvæðisins og ástæðnnni fyrir nafngift Tómasarliaga, langar mig að skrifa stutta grein, en strax vil ég taka frain, að það er eins með mig og Jónas, að ég lief aldrei í Tómasarhaga komið, en það kemnr glöggt fram í kvæðinn, og vík ég að því siðar. —★— Óþarft mun með öllu í grein þessari að rekja nákvæmlega æviatriði þessara vina, svo vel eru þau kunn velflestum landsmönnum, en fæddir voru þeir báð- ir á sama árinu 1807, og skv. prest- þjónustubókum munar ekki nema fáum dögum á þeim. Jónas fæddist fyrir norð- an, að Hrauni í Öxnadal, en Tómas fyr- ir sunnan, að Kúhóli í Austur-Landeyj- um. Leiðir þeirra liggja ekki saman fyrr en í Bessastaðaskóla árið 1824, en þá hafði Jónas setið í skólanum í eitt ár, en Tómas notið framúrskarandi kennslu séra Steingríms Jónssonar i Odda, áður skólameistara Bessastaða- skóla og síðar biskups, svo góðrar kennslu, að hann þótti þá þegar tækur í efri bekk, og þannig urðu þeir Jónas bekkjarfélagar. Jónas skrifaði um Tómas (Tuma, eins og félagarnir nefndu hann) frá Eyvindarholti svo i æviágripi í Fjölni VI: „Þegar í skóla mátti sjá vott þeirra skapsmuna og hug- arfars, er síðar leiddu hann til svo mik- illa framkvæmda, að fá eður engi eru dæmi til á landi voru um svo stuttan aldur. Hann var þá ákafamaður í geði, kappsamur og framkvæmdasamur, og stórvirkur og fijótvirkur og yfirtaks ráðagóður hvað sem í skarst.“ —★— Ljóst er af öllum heimildum, að beztu skólafélagarnir í Bessastaðaskóla þá, voru Jónas og Tómas, og voru þeir tryggðavinir óslitið frá fyrstu kynnum til dauðadags. Tókst snemma með þeim vinátta og fuilur trúnaður af beggja hálfu. Talið er þó, að Jónas hafi orðið fyrir meiri áhrifum fyá Tómasi, þótt þeir væru jafnaldrar, því að Tómas hafði þá þegar meiri lærdómsþroska. Lítið mun hafa borið á skáld- gáfu Jónasar í Bes'sastaðaskóla, enda ekki víst, að Jónas hafi þorað að bera hana á borð fyrir einkavin sinn af ótta við dóm hans. Talið er, að sameiginleg- ur norskur vinur þeirra, sem var þá við íslenzkunám í skólanum, og til að kynn- ast íslenzkri sagnritun, hafi haft góð áhrif á þá báða. Hann hét Rudolf Keyser, og var samskipa Tómasi til Kaupmannahafnar 1827. Nú skilja leiðir vinanna um stund, en alltaf skrifast þeir á. Árið 1829 kemur Tómas aftur heim til íslands. Ekki er vitað, hvernig á því ferðalagi hefur staðið, og verður óljóst ráðið af bréfum hans til Jónasar, en fyrir Tómas varð för þessi til hins mesta happs, því að í ferð þessari hitti hann konuefni sitt, „stúlku, sem mér leizt reglulega vel á,“ segir hann í bréfi til Jónasar vinar síns, ,,og er það sú fyrsta af ógiftum sem ég hefði viljað eiga af öllum, sem ég hefi séð, bæði hér og heima, svo ég er nú af þeirri trú, sem ég hafði þar til, að ég gæti aldrei gifzt, því ég sæi enga, sem mér líkaði.“ Þetta var Sigríður Þórðardóttir, kan- celliráðs Björnssonar í Garði í Aðaldai, og kemur hún við sögu hér síðar. Þess má geta i þessari sömu andrá, að árið áður hafði Jónas riðið norður fjöll og var þá í fylgd með séra Gunnari Gunnarssyni i Laufási og Þóru, dóttur hans. Jónas felldi hug til Þóru, og var það gagnkvæmt, og bað hann hennar að leiðarlokum, en séra Gunnar synj- aði honum ráðahagsins. Þóra var þá 16 ára, og sáust þau aldrei framar, en um skilnað þeirra, sem blómálfarnir í laut- inni skildu og grétu vegna hans, orti Jónas síðar eitt sitt fegursta kvæði, Ferðalok, svo að sá skilnaður hef- ur ekki orðið til einskis. Einnig varð Sigríður Þórðardóttir að föðurráði að sitja í festum í 5 ár, og þótti Bjarna amtmanni Thorarensen það mikil trú- mennska, enda orti hann svo i brúð- kaupsvísu til þeirra: „Fór hann um Vallland og fór hann að Púli, fór hann í Grikkland og Asíulönd, þaðan til Englands og aftur að Túli, ekki þó loforðin sleit hann sín bönd.“ —★— Svo líða árin og vinirnir sjást ekki, nema í anda gegnum bréfaskriftir. Þó var Jónas sá skólafélaganna, sem Tómas þráði mest að kæmi utan. í nálega hverju bréfi hafði hann hvatt hann far- arinnar, en allar þær hvatningar voru unnar fyrir gýg. Ekki var það þó vegna þess, að Jónas skorti áhugann, heldur fremur vegna fjárskorts, en hann hafði í millitíðinni ráðizt skrifari hjá Ulstrup bæjarfógeta í Reykjavík, gerðist sam- kvæmismaður, elskaði jafnvel danska stúlku i Landakoti, barst á i klæða- burði, en kom sér ekki utan. Var þessi töf til mikilla leiðinda fyr- ir vin hans, Tómas, og þegar loks utan- ferðin var ráðin árið 1832, var Tómas vinur hans hvergi nærri; hafði lagt af stað í Suðurgöngu sína, sem fræg varð, og ekki segir af í þessari grein frekar, -— og gat þess vegna ekki heilsað sínum hjartansvini, þegar hann bar á Hafnar- slóð. Jónas lagði stund á náttúrufræði, en Tómas á guðfræði, og verður ekki hér rætt frekar um nám þeirra, enda flest- um kunnugt, en aðeins lítillega minnzt á samstarf þeirra að stofnun og útgáfu Fjölnis, einhvers merkasta timarits, sem íslendingar hafa nokkru sinni gefið út. —★ Tveimur árum eftir komu Jónasar til Kaupmannahafnar, 1834, birtist Tómas aftur i þeim stóra stað eftir Suðurgöng- una miklu, að vísu þá orðinn tæringar- veikur og skuldum vafinn. En þrátt fyr- ir erfiðleika, var þó sá vinurinn mættur til Ieiks, sem hann hafði þráð mest þar á Hafnarslóð, sjálfur einkavinurinn •Jónas, enda varð sannkallaður fagnað- arfundur með þeim, þegar þeir hittust. —★— En ekki var samt til setunnar boðið, því að frá föður hans, Sæmundi í Eyvindarholti, beið hans bréf með þeim tíðindum, að Breiðabólsstaður í Fljóts- hlíð væri laus, og fyrir fæddan Rangæing, eins og Tómas var, gat ekk- ert brauð landsins verið ákjósanlegra, og því fremur, sem forfaðir hans, séra Högni Sigurðsson prestafaðir, hafði þar áður setið. Friðrik VI Danakonungur veitti honum brauðið 26 ára gömlum, og gekk Tómas þá fyrir konung til að þakka honum veitinguna. Spurði þá há- tignin nánar um SujSurgöngu hans og lauk að lokum máli sínu með því að víkja að tæringarveiki hans, klappaði á öxl Tómasi og sagði: „Saa maa Deres Höjværdighed passe paa, at De ikke mere spytter Blod.“ Þegar hér var komið sögu var Baldvin Einarsson allur og með honum hans fræga tímarit, Ármann á Alþingi. Og þótti ungu íslendingunum í Höfn það vera skarð fyrir skildi. Því ákveða 3 ungir námsmenn í Höfn að stofna til árlegs tímarits, eins og seg- ir í boðsbréfinu: „sem ekki verður bund ið við neitt, nema það sem skynsamlegt er og skemmtilegt," og þessir þrír eru þá allir lögfræðistúdentar, Brynjólfur Pétursson, Konráð Gíslason og Jónas Hallgrimsson. Þegar svo fyrsti árgang- urinn sér dagsins ljós, er nafn J'ómasar Sæmundssonar komið þar ásamt þeirra á titilblaðið. Ekki er meiningin að staldra hér við útgáfu Fjölnis, — en svo nefndist tímaritið, sérstaklega, og gerist þess sízt þörf, svo einstæðu og merku hlutverki, sem það gegndi í sjálf- stæðisbaráttu Islendinga, og öllum ís- lendingum er um kunnugt. En á þessu sviði lágu leiðir einkavinanna aftur saman. —★— Enn á ný skilja leiðir. Tómas heldur til íslands, tekur við sínu brauði, sækir heitmey sína norður að Garði, og kem- ur að því síðar. Jónas heldur líka til Islands 1839, ferðast vitt og breitt um landið, rannsakar náttúrur þess, hefur vetursetu í Reykjavík í fjögur ár til úrvinnslu rannsóknanna. Árið áður en hann hélt til íslands, árið 1838, nánar tiltekið á fundi í Hafnardeild Bók- menntafélagsins, bar Jónas fram þá til- lögu, að félagið tækist á hendur undir- búning og útgáfu á lýsingu Islands og Islendinga. Tillagan var samþykkt, send voru út spurningabréf, og ákveð- ið var að lýsingunni skyldi skipt í tvo hluta, annan um landið og skyldi Jónas rita hann, en hinn um þjóðina, og skyldi Jón Sigurðsson rita hann. Þau sjö ár, sem Jónas átti ólifuð, eftir þessa sam- þykkt, vann hann að undirbúningi þessarar íslandslýsingar, en að lokum fór svo, að af engu varð. —★— Er þá næst komið þessum skrifum að rifja upp tildrög nafngiftarinnar á Tómasarhaga, því að það liggur utan sviðs þessarar greinar að gera nánari grein fyrir öllum atriðum í lífshlaupi þessara einkavina, heldur mun ég ein- skorða mig hér eftir við Tómasarhaga, nafnið, tildrög þess, og þar með tildrög kvæðis Jónasar. Er þá fyrst að taka að lýsa nánar 44 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.