Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 10
Fjórar ræður eftir ræðusnillinginn Georg Brandes Sveinn Ásgeirsson þýddi Ræ5a fyrir minni * Islands flutt árið 1900 1 seinni tíð höfum við oft verið minntir á það, að við höfum haldið Islandi 1814 fyr- ir tilviljun eða gleymsku, og einnig að íslenzka sé fornnorska, en ekki forn- danska. í dönskum bókmenntum frá því um miðbik 19. aldar voru gerðar örvæntingarfullar til- raunir til þess að sýna fram á, að tunga vor og bókmenntir ættu rætur að rekja beint til hinna íslenzku. Norðmenn hafa mótmælt þessu, þótzt yfir okk- ur hafnir og rétt Islend- ingum höndina sem hinir einu sönnu bræður þeirra. íslendingar ættu samt ekki að taka þetta óstinnt upp fyrir Dönum. Getur nokkuð ver- ið þeim til meira lofs en þess- ar tiiraunir til að telja til frændsemi við þá? Það sýn- ir þó aðeins, hversu mikil upp- hefð okkur finnst að því að geta talizt skyldir þeim. Eins og allir íslendingar eru senni- lega komnir af gömlum, norsk- um konungum, - sem hugsan- legt er vegna hinna mið ur ströngu siða sumra eins og til dæmis Haralds hárfagra, - eins vill dönsk menning rekja ætt sína til íslands. Sleppum því, hvort skyld- leikinn sé rétt rakinn, en þetta er þó stolt okkar! Margt hæfileikamikið fólk er stundum hreykið af ímynd- aðri frændsemi. Sjálfur Michelangelo var engan veg- inn stoltur af gáfum sínum, en hann var hreykinn af því að vera skyldur markgreifanum af Canossa, sem var hrein ímynd- un. 1 skjaldarmerki sitt setti hann hund með bein, — hann hefði átt betra skjaldar- merki skilið — af því að Canossa merkti samkvæmt orð- skýringu miðalda Canis Ossa, þ.e. bein hundsins. En það er þó engin hugar- burður, að dönsk menning sé komin af hinni fornís- lenzku. Systkinabörn eru einnig skyld. Það er ekki sök þeirra, sem nú lifa, að á þeim 500 árum, sem ísland hefur til- heyrt Danmörku, skuli ein- göngu hafa verið litið á eyjuna með augum arðræningjans. Verzlun Islands var undirokuð með veitingu einkaleyfa. Þvi miður er það svo enn í dag, að ríkisstjórnin svarar oft ekki einu sinni hinum sanngjörnustu kröfum og óskum landsins. En við getum ekki að því gert, og við viljum fá því breytt. Á tímum arðránsins var settur saltfiskur í skjaldarmerki hinnar gömlu, stoltu eyjar. Á vorum dögum hefur í stað hans verið settur veiðifálki. Okkur er það ljóst nú, að íslenzk menning er aðalsbréf vort meðal þjóða Evrópu. Virðingar okkar vegna getum við alls ekki án íslands verið. Það sem enn greinir á milli íslands og Danmerkur, verða íslendingar og Danir að leysa í sameiningu. fslendingar eru eins og Fær- eyingar af hreinu kyni, hrein- ræktaðir. Allt fólk, sem er hreinkynja, hefur samúð með þeim. Þetta er þjóð, sem ekki er fjölmennari en íbúarn- við Adelgade og Borger- gade. En berið þessa íbúa sam- an. Lítið á veslings Danmörku á heimskortinu! Það er varla hægt að greina hana með ber- um augum. Alltaf hefur hún verið að missa. Og loks er hún orðin svo vön að missa, að hún reynir sjálf að selja það, sem enginn tekur frá henni. Hin öflugu veldi köllum við ránfugla. Mættum við sjálfir hafa meira af ránfuglseðlinu í okkur! Afl, sem aldrei eykst, hefur tilhneigingu til að dvina, unz það er horfið með öllu. Hið danska ljón er nú nánast safngripur. Það hafa heldur aldrei verið til nein ljón í Danmörku önnur en uppstoppuð. I hinum Is- lenzka fálka er villtara blóð. Og það sem við þörfnumst nú, er hömiuieysi, það er að segja djörfung og áræði fremur en hina blessuðu fræðslu. En einnig á fslandi eru menn oft kjarklausir. Sumir af íslands beztu sonum, eins og til dæmis landsins ágæt- asta skáld, Matthías Jochums- son, hefur sagt í bréfum til mín: Hvað stoðar þetta allt! Við er- um of smáir, of fáir! Og oft verður vart kjarkleysis á hinu andlega sviði. Sumir hinna efnilegustu, eins og Hannes Hafstein, draga sig snemma í hlé vegna skorts á hvatningu. Það sem íslendingum er verst, er að tilheyra svo litlu og framtakslausu ríki. Ef þér viljið gera Danmörku vel þokkaða á fslandi, þá skulum við taka að okkur að gera ís- land vinsælt í Danmörku. Og þá munuð þér fá það símasam- band við Evrópu og Ameríku, sem þið þarfnist. Og hinir litlu bæir ykkar munu ekki lengur híma í hálfrökkri. Við munum breyta hinu geysilega vatns- afli ykkar í rafljós og raforku. Og auk þess hefur ísland alls ekki verið nægilega rannsak- að. Væri eyjan ensk, hver myndi vita, hvað búið væri að finna þar margs konar málma? í framtíðinni verðum við að starfa í enskum anda. Og þá verður einnig að nýju gróður- settur skógur á íslandi. Og Njála mun verða á hverju dönsku borði í við- hafnarútgáfu. Hvaða norræn bók á betur skilið að verða myndskreytt en hún! Mynd- skreytingar í Njálu, það væri hlutverk, sem fremstu lista- menn okkar ættu að keppast um að leysa. Þá verða einnig nýjar, íslenzkar bókmenntir lesnar engu síður en danskar og norskar. Hvað gerir það sem sagt til, þótt þið séuð svo fáir! Að vísu eruð þið ekki mjög marg- ir. Það eru fleiri sauðir en fólk á íslandi. En þannig er það einnig í Danmörku, þótt á annan hátt sé, samt komumst við af. íslenzk náttúra' hefur allt, sem okkar hálfvolga land þarfnast með sína hálf- volgu íbúa: Hinn eilífa snjó, sem í þrjózku sinni bráðn ar aldrei. Hina heitu hveri, sem aldrei kólna. Eldfjöll, sem eru ekki slokknuð. Lifi sú þrjózka, sem lætur aldrei undan! Lifi sú ástríða, sem aldrei dofnar! Lifi það eldfjall, sem enn getur eldi spúð! Island lifi! Kveðjuræða í Berlín 1. febrúar 1883 Ég man glöggt þá tilfinn- ingu, sem gagntók mig, þegar ég fyrir meira en fimm árum gekk niður eftir Unter den Linden í fyrsta sinn eftir komu mína til Berlínar á kyrru októberkvöldi í úðarigningu. Verzlanirnar voru lokaðar og Ijósin slökkt. Mér fundust húsin öll framandi og lokuð og fannst ég vera einmana. Þá komu mér allt í einu í hug orð einhverrar skáldsagnahetju: „1 þessum bæ á ég eng- an óvin.“ Eigi ég engan vin hér, á ég heldur engan óvin, og ég dró andann léttara. Þeg- ar ég nú held frá Berlín eftir nokkra daga, þá er það með hinni sömu, notalegu til- finningu, sem að visu sá einn getur fundið, sem hefur lifað kyrrlátu lifi sem áhorfandi og skipað allt of lítilfjörlegan sess til að geta vakið öfund eða óvild. Og þó lít ég nú Berlín allt öðrum augum, því að ég nýt þeirrar ánægju að vera öruggur um að hafa eign- azt vini, og mér hefur verið sýndur mikill velvilji, óvæntur og varla verðskuldaður. Þessi borg, sem var mér lokuð, er nú opin fyrir augum mér, og í kvöld er ég mér til undrunar miðdepillinn í vinsamlegum hópi úrvalsmanna, sem fylgja mér til brottfarar með góðum óskum og vilja telja mér trú um, að ég, sem svo lítið hefur farið fyrir í þessari borg, muni skilja eftir autt rúm. Ég tek það ekki allt bók- staflega, sem hefur verið sagt hér í kvöld. Ég veit, hvað má skrifa á reikning veizlugleð- innar og skilnaðarkveðjunn- ar. Ef ég væri hégómlegur, — eða öllu heldur auðvitað er ég það — en ef ég væri heimsku- lega hégómlegur, þá myndi mér batna við svo mikið lof. Þið þekkið eflaust hina skemmtilegu sögu Voltaires um Irax hinn hégómlega, og hvernig konungurinn lækn- aði hann af þeim veikleika. Hann sendi yfirmatreiðslu- mann til hans ásamt sex mat- sveinum og fjórum hirð- þjónum, hljómsveitarstjóra með tólf söngvurum og tuttugu og fjórum fiðluleikurum og hélt honum stórveizlu, þar sem hinir fjórir hirðþjónar héldu hjartnæmar ræður honum til heiðurs, og þar var einnig sung in kantata undir fiðluleik, en viðkvæðið var þetta: Que son mérite est extreme! Que de grace, que de grandeur! Ah! Combien monseigneur doit étre content de lui-méme! ( Hve verðleikar hans eru frábærir! Hvílíkar dyggðir, hvílík tign! Ó! Hversu mjög hlýtur ekki sá hái herra að vera ánægður með sjálfan sig! ) Smám saman þvarr hin- um hégómlega Irax öll löngun til að heyra á mikilvægi sitt. Rómverjar sögðu, að það væri ánægjulegt ab viro lau- dato laudari, að vera hrósað af manni, sem væri rómaður. Þess vegna þótti mér vænt um að hlusta á ræðu Scherers, prófessors, og hljóta viður- kenningu meistara í minu fagi. Þegar ég ber þann skóla, þar sem hann hlaut menntun sina, saman við þann, sem ég hef að baki, þá finn ég þá bölvun, sem því fylgir að tilheyra lítilli þjóð og vera háður sjálfs- menntun í hinum veiga- mestu atriðum með fáimi og mistökum. Svo lítið vissi ég, þegar ég var ungur, um þýzk vísindi samtímans, að 19 ára gamall braut ég heilann um 42 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.