Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Side 13
Mynd úr íerðabók Gaimards. Myndin er af jarðarför á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Prestnrinn á myndinni er séra Tómas Sæmundsson. heimkomu Tómasar og ferð þeirri, sem harm fer norður í land til heitkonu sinnar Sigríöar Þórðardóttur og för þeirra suður Sprengisand i nýja heimil- ið á Breiðabólstað. Þegar Tómas kom til Hafnar úr Suð- urgöngunni voru öll kaupför til Islands farin, og gat jafnvel dregizt, að hann kæmist heim, fyrr en með haustinu. Að visu hafði dönsk freigáta verið send til íslands i júni með danskan prins, þann, sem síðar varð Friðrik konungur VII, en þar var engum ætlað pláss nema prinsi og fylgdarliði hans. En stuttu síðar frétti Tómas, að annað danskt her skip færi til íslands á næstunni til að sækja þennan sama prins, léttisnekkj- an Najaden, og með leyfi flotamálastjórn arinnar fékk hann að fljóta með. Á skipinu var annar farþegi auk Tómasar, Dillon lávarður hinn enski, sem frægur er hér á íslandi fyrir margt, og nú síð- ast kominn inn í bókmenntirnar í leik- riti Lárusar Sigurbjörnssonar, Sire. Til Reykjavíkur kom Tómas 31. ágúst 1834 eftir þriggja vikna ferð. Dvelsf hann í tæpan mánuð i Laug- arnesi hjá velunnara sínum, Steingrími biskupi, en heldur hinn 25. september áleiðis norður í land til unnustu sinnar. Á leiðinni stanzaði hann um stund i Reykholti, Gilsbakka og í Frikriks- gáfu á Möðruvöllum hjá Bjarna amtmanni, og kemur að Garði í Aðaldal hinn 4. október. Faðir Sigríðar, Þórður kancelliráð, hafði andazt veturinn áður, og þótti mæðgunum þeim mun vænna um þangaðkomu Tómasar. Var siðan undinn bráður bugur að brúðkaupinu, sem stóð 24. október, en þá gek'k á með hörkubyljum, svo að boðs'gestir, sem langt áttu að, eins og Bjarni amtmaður, gátu ekki komizt, en hann sendi þeim i stað þess „Brúðkaupsvísu" sina, sem svo byrjar: „Kóngsþrælar íslenzkir aldregi voru.“ Tómas var um kyrrt í Garði um veturinn, og leið vel, sem að líkum lætur. Hafði hann nægan tíma til skrifta, og byrjar á Ferðabók sinni, siendir Fjölni efni, m.a. „Bréf frá Is- landi,“ sem birtist í 1. árgangi ritsins. Um vorið heldur hann einn suður sveit- ir til vigslu, og var vígður af Steingrimi biskupi vini sínum, 24. máí. Heldur hann síðan austur að Breiðabólstað til að láta afhenda sér staðinn að lands- vísu. —★—- Stuttu síðar lagði hann af stað norð- ur um Sprengisand til að, sækja konu sína að Garði. Gekk ferðin frámunalega vel, og afréð þá Tómas að halda sömu leið suður aftur, ásamt meðreiðarmönn- um og farangri sínum. Munaði engu, að honum yrði hált á því ráðlagi, og kem- ur nú þar að sögu, þegar haginn, sem nafn hans ber, bjargaði nánast lífi hans. Sú leið, sem Tómas fer með brúði sina, með allan farangur sinn, búslóð og fylgdarmenn, telur Þorvaldur Thor- oddsen hafa verið þá, „að hann hafi fyrst haldið til Eyjafjarðar, þaðan upp Fnjóskadal og Timburvalladal, það- an yfir fjallið að Mýri í Bárðardal og svo suður Sprengisand." En ekki eru Tómas og förunautar hans komnir nema sem svaraði þingmannaleið úr Bárðardalsbyggðum, þegar á er skoll inn svartabylur. E.t.v. hefur hann ekki orðið var við Kiðagil. Á þessum slóð- um gerist einmitt hið kunna kvæði Gríms Thomsen, en óvíst er að það hafi þá verið til, en ef til vill gætu líkar hugsanir hafa sótt að þessu ferðafólki uppi á reginfjöllum, þegar þoka og svartabylur voru skollin á. Að vísu ger- ir Grímur ráð fyrir, að þeir, sem hann hugsar sér á ferð í kvæðinu, hafi farið frá suðri til norðurs, en samur myndi óhugnaðurinn verða, sami kvíðinn fyr- ir þvi að ná ekki til byggða, verða e.t.v. útilegumönnum eða álfum að bráð, íinnast ekki einu sinni, og því birti ég hér kvæði Grims, þótt kannski ílestir kunni: „Ríðiuti, ríðum og rekiim yíir sandinn, rennur sól á bak við Arnarfell, hér á reiki’ er margur ólireinn andinn, úr þv£ fer að skyggja’ á jökulsvell; drottinn leiði drösulinn minn, drjúgur verður síðasti áfanginn. l?ei, þei! þei, þei! þaut í liolti tóa, þurran vill hún blóði væta gónt, eða líka einhver var að hóa undariega digrum karlaróm; útilegunienn í Ódáðahraun eru kannske’ að smala fé á Iaun. Ríðuni, ríðuni, rekuin yfir sandinn, rökkrið er að síga’ á Herðubreið, áifadrottning er að beizla gandinn, ekki er gott að verða’ á liennar leið; vænsta klárinn vildi’ eg gefa til að vera kominn ofan í Kiðagil.“ En áfram heldur hópurinn, sést ekki út úr augum fyrir svartabyl, og sjálf- sagt hefur þokan verið grá og skugga- leg, hafi bylnum slotað einhverja stund. Einstök Grettistök veröa á vegi þeirra, eins og tröll og forynjur i þok- unni, ekki stingandi strá, enginn stað- ur, þar sem hestarnir gátu borið niður, og var nú Tómas orðinn rammviiltur, og einhvers staðar á Fjórðungsöldu hefur hann borið af leið og haldið aust- ar en leið venjulega var farin yfir sand inn, en áfram var haldið í von um, að upp stytti, svo að hægt væri að átta sig. Allt í einu vissi hann ekki fyrr til, en hestarnir voru sjálfkrafa farnir að taka niður. Þeir höfðu fundið graslendi undir snjónum, en Tómas hafði aldrei heyrt slíks graslendis getið svo austar- lega á sandinum. Vafalaust hefur þessi, heppni, eða guðs varðveizla yfir Tómasi og ferðafélögum hans, orðið þeim til lífs, ekki sízt honum, sem var svo heilsulít- ill af tæringunni og illa undir langdvöl í óbyggðum búinn með marga hesta. Var því það ráð tekið að slá upp tjöldum og biða birtu. —★— Og svo rann þá upp morgunninn, bjart- ur og fagur, og sást þá til fjalla, svo að loiðin var greið til byggða. Fara rná því nærri um fögnuð þeirra hjóna og fylgdarmanna þeirra, þegar þau vöknuðu í tjöldum sínum þennan sumarmorgun í þessari grænu vin í eyði mörkinni. Fram undan breiddist Sprengisandur, eins og eyðimörk, í fjarska sást blika á Þjórsárkvíslar, en ^ þar á bak við reis Hofsjökull, ísgrænn og ljómandi, og við fætur þeirra lá hag- inn grænn, hestarnir á beit skammt und an, tjöldin bærðust ekki í blíðunni. Sjálfsagt hefur ungi presturinn sent hljóða bæn og þakkargjörð til guðs fyrir varðveizlu hans og björgun. Hann hefur gengið til sinnar ungu brúð- ar, tekið utan um axlir hennar, og sam- an hafa þau horft hljóð yfir landið Framli. á bls. 62 22. desember 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS45

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.