Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Síða 3
Siðfræði sína fékk sr. Hall- grimur Pétursson úr tveimur áttum, úr kristinni kirkju og úr norrænni fornöld og heizt úr Hávamálum. Þar falla sam- an kenningar um meðalhófið, Um gildi mannvits og lærdóms. Þetta er eitt hið merkilegasta í fari sr. Hailgríms Pétursson- ar, samruni kenningafasts krist indóms og hins lærða norræna humanisma í lifi hans og skáld- skap. Hallgrimur Pétursson lif- ir á merkilegri lærdómsöld í evrópiskri menningu. Einn þátt ur hennar var endurvakning islenzkra eða norrænna fræða. Hallgrímur Pétursson var ekki einungis snortinn af þessari stefnu, heldur var hann að vissu leyti einn af aðalmönn- um hennar hérlendis. Það var oft sagt áður fyrr, að sr. Hall- grímur hafi ek'ki verið lærdóms maður og hann var kannski ekki harðsnúinn sérfræðingur í neinum fræðum, ekki heldur guðfræði. Hann var öllu held- ur fundvis og fróðleiksglaður fjölfræðingur og kunni vel fyr ir sér i biblíuskýringum og guð fræði, fornfræði og málfræði, bragfræði og söngfræði. Hann gat verið samverkamaður Brynjólfs biskups og Þormóðs Torfasonar um sögu og vísna- skýringar. 1 sáimum sínum er hann mjög bibliufróður og biblíufastur og þekkti erlend guðfræðirit og samdi sjálfur ís- lenzk rit um guðfræði. Lagboð- ar hans við Passíusálmana og önnur kvæði bera vott söng- laga þekkingar hans og tóntii- finningu og brageyra. Sérfræðileg vísindamennska sautjándu aldar í fornfræði og málfræði er nú ekki öli ýkja mikils virði umfram þá vakn- ingu og það framtak sem hún hafði í för með sér. Skáldskap- urinn í Aldarhætti Hallgríms Péturssonar er oft meira virði. Kvæðið sýnir, að sr. Hallgrim- ur hefur vissulega verið fróð- leiksmaður á fornan skáldskap, auk þess sem hann var iista- maður sem kunni að sveigja hið forna form og myndir að smekk og lagi samtima síns. Kenningar voru oft veikleiki skáldskaparins þó að andinn væri reiðubúinn og þær gátu einnig verið það hjá sr. Hall- grimi í rímum hans og víðar. Hann notar samt líka vel forn 'leiti og kenningar, oft í nýjum 5g iéttum háttum. Hann herm- ir þá ekki eftir fornum skáld- skap, heldur endurnýjar hann. Þrátt fyrir fyrnsku sína er Aldarháttur eitt ágætasta kvæði sr. Hallgríms, betra en margir sálmarnir, þó að hann hafi þokað fyrir þeim, bæði vegna fyrnskunnar í skáldamál inu og af þvi að sá kristin- •fómur, sem sálmarnir túlka, varð áhrifameiri en lærdóms- stefnan og fornfræðin. Aldar- háttur og fleiri veraldleg kvæði sr. HalLgríms höfðu samt mikil áhrif. Þau voru þáttur í þróun íslenzkrar þjóðernishreyfingar á grundvelli nýrrar söguskoð- unar, sem reist var á rökum gamallar sögufrægðar, sem mjög er túlkuð i Aldarhætti: „fsland má sanna ■— það átti val manna — þá alt stóð í bióma." Sú stefna náði svo há- marki sínu í kvæðum Eggerts Ólafssonar og siðan hjá Bjarna Thorarensen og einkum Jónasi Hallgrimssyni, sem var ættingi sr. Hallgríms. Jafnvel náttúru- kveðskapur seinni alda á sér nokkum frumgróður í kvæðum sr. Hallgrims. Sálmar sr. Hallgrims eru mis jafn kveðskapur eins og sálma flóð aldanna var yfirleitt, þó að þess sé ekki heldur að dylj- ast að sálmabækur hafa verið meðal merkustu ljóðabóka og ýmsir sálmar meðal beztu kvæða sem til eru á íslenzku. Hallgrímur Pétursson er þar höfuðskáld. Hver sálmurinn af öðrum er öndvegisskáldskapur — ýmist fyrir mildi auðmýkt- ar sinnar, dýpt vitsmuna sinna eða fyrir kraft einfaldrar trú- ar sinnar og viða útsýn um riki guðs og eilífðarinnar. 1 Passíu- sálmunum verður þessi kveð- skapur að stórbrotinni og vold ugri samfelldri sögu, píslar- sögu í fimmtíu sálmum. Sálma og söngvisur kallar sr. Hall- grímur þá sjálfur og segist ætla þeim að flytja „lærdómsáminn- ingar og huggunargreinir, ásamt bænum og þakkargjörð- um.“ Sumt i mynda og likinga- máli þeirra er á borð við mikil málverk og uppbygging þeirra og kveðandi eins og voldug tónlist. Mál Hallgrims Péturssonar er eitt hið mikilfenglegasta í fari hans. Það er fyrst merki- iegt um mál hans, að hann skrif ar mjög lifandi nútimamál, sem þá var alþýðlegt og þó virðu- legt, en sumt i þvi er nú úrelt. Hispursieysi var sérkenni á málfari hans, það getur verið mjúkt eða kröftugt, létt eða með þungu falli, barnslegá ein falt eða rammrimað. Það má finna mörg önnur tilbrigði og fleiri tegundir máls hjá öðr- um höfundum, sem á sína vísu eru glæstari og sterkari, en mér er til efs að nokkurt ís- lenzkt skáld hafi farið með auð ugra, fjölbreyttara og frjósam- ara, hispurslausara og ljóðlétt- ara mál en Hallgrímur Péturs- son. Hagmælska hans er óþrjót andi, bragleikni hans undur- samleg og smekkur hans fyrir kveðandi, söng og lögum hreinn og merkilegur. Hann skrifaði einnig athygl- isverða og fallega hluti í óbundnu máii, bæði uppbyggi- legan og iærðan stil. Ýmislegt af þvi sem hann skrifaði og örti er að visu iil læsilegt nú orðið og ekki merkilegt, nema þá fyrir það, að það skuli vera eftir sr. Hailgrim. En beztu verk hans, og þau eru ófá, hafa fyrir verðleika sjálfra þeirra, fyrir hitann og kraft- inn i persónu skáldsins og fyr- ir rás viðburðanna orðið önd- vegisrit í islenzkum bókmennt- um, fyrst og fremst Passiu- sálmarnir. Þó er það kórónan á sögu Haiigrims Péturssonar, hvernig þeir eiginleikar hans, sem ég hef reynt að lýsa, alþýðlegt hispursleysi hans, auðnuleysið, þjóðfélagsskoðanir hans, höfð- inglegur islenzkur og evrópsk- ur lærdómur hans og list hans gengur á séinni árum hans upp í 'nýja og æðri einingu trúar- innar, þá, sem Passiusálmarn- ir spretta úr. Það er eins og að á þessum tima hafi orð- ið breyting á lífi hans og lífs- skoðun, jafnvel afturhvarf, ef svo mætti segja um hann og er það sennilega í sambandi við heilsutjón hans, þó lítt hafí hann það i frammá. Það er lik Legast að mörg innilegustu trú- aríjóð sr. Halilgríms séu frá efrí árum hans og það er sjáanlegt á ýmsu, að hann hefur lagt við þau mikla rækt og fágað þau og þau eru dýpri og innilegri én Bibliuljóð fyrri ára hans. Hann hefur lagt i þau sára reynslu lífs síns og gleði trú- ar sinnar. Hallgrímur Pétursson er ekki einungis mikill af afrek- um sjálfs sín, af því að hann söng sig inn í huga þ5óðarinn- ar, heldur líka af því að þjóð- in hefur lifað með honum og lifað sig inn i list hans. Það samband er leyndardómur mik- illar listar og stórra skálda og aldarandans. Margir nútíma- menn hafa aðra skoðun en Hallgrímur Pétursson hafði á lifinu og á dauðanum. Hallgrím ur Pétursson er samt dýrling- ur af því að hann er ímynd þjóðar sinnar og þjóðarein- kenna, ímynd hennar í gleði hennar og hörmum hrösun hennar og viðreisn og í von hennar og trú á lifið. Hrafn Gunnlaugsson FORMÁLI (Þetta Ijóð á ekki að lesa í liljóði, heitlur öskra af ölhim kröftuni). Öskra þú angist svo ég aerist og springi út í ljósið og ofboðslegt Ijósið sem talar og emjar og syngur og ískrar. Út í ijósið sem svælir út myrkrið og færir mér sárþreyttar sápur og krem klístrað í taugum og sveittri sæng. Ég engist eins og ormur á steini. I>rái að grafa mig djúpt í hörund og finna Ijúfsárar varir strjúkast yfir andlit mitt útmáð og grafið í orðum sem vitja mín aftur og klingja og klingja. Orðum sem bæld voru niðri en brutust í gegnum vínið og sögðu til syndanna öllum. Öllum sem ég hef bölvað á laun og langað að segja sannleikann stóra og sannleikann stóra sem týndist í orðum sem slefuðu og slógust og ældu. Öskra þú angist. Ég finn mig fljóta upp á yfirborð dagsins. Reyni að grafa mig ofan í svefninn og sængina og svefninn. Finn mig koma í fókus og fljötsi út i daginn svo glaðan og Iieimskan sem læst ekki þekkja og vill ekki muna. Út í daginn svo tóinan og fullan al' ljósliærðum búkbreiðum konum sem láta sig fífla í flaustri og sverja af sér syndir á morgun: Gvöð — ég var svo full að ég man ekki livað ég gerði. Þyrmið mér luigsanir og framkallið ekki í óljósri vitund myndir og athafnir nætur — svo ég sjái mig sjáll'an fara i fínu fötin bláu sem anga aí brilljantín draumum. Hnýta dökkmjótt bindi við hvítgula nælonskyrtu og stinga mér ofan i ilmvötn sem yfirgnæfa svitann. Sjái mig sjálfan velkjast um veitingahúsin og leita baki brotnu að einhverju sem að ég átti eða átti víst aldrei en langaði að eiga og ekki eignast. Velkjast og vilja sökkva í hafið mannliafið lina. Berast með straumum frá glasi að glasi sem leysir í sundum timann og lætur mig sökkva. Sjái mig sokkinn í útþvældu atriði dansa við þig dansinn síðasta dansinn. Braga þig heim um lirollbitnar götur og lofsyngja leigubíla. Tosa af þér fötin og slíta tijlur. Þaniba varir eins og vínsósa tóbak. Finna liörund þitt mjúkt auðmjúkt. Hörund sem gefur sig aldrei aldrei og upplifir athöfn án inntaks í öryggi pillu og dauða. Þyrmið mér hugsanir ég vil ekki nuina þá morgna á morgun — þegar ég vona að þú sért farin. Og ef þú ert ekki farin þá flýta mér að fá þig að fara. Finna örvinglun þina og angist æta mig inn í kviku og kvelja úr mér liranaleg orð og andsvör. Hrekja þig burt og burt burt til að leita i frlði að mér sjálfum á flótta undan sjálfum mér sjálfur. Öskra þú angist. Á geggjuðum klikkuðum klístruðum morgni. 1 emjandi iskrandi ærandi Ijósi. Þyrmið mér dagar og bugsanir í volgri grautmjúkri þvögu sem gutlar í félagsskap véla. Meðal fólks á ferð í svefni fálmandi livert ei'tir öðrn. Fólk sem er eins og frunuir á tilraunaskífu — og ef horft er ofan í sjána eru allir að kvelja alla. Allir að éta alla allir alla. í volgri grautmjúkri þvögu ég svo einmana meðal ykkar allra. 22. desember 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 35

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.