Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 4
Þegar Eckersberg kom til Rómaborgar 1813, hitti hann þegar Thorvaldsen, og þeir bjuggu í sama húsi, Casa Buti í Via Sistina. Thorvaldsen keypti mörg málverk af hinum unga listmálara og sat fyrir hjá honum um svipaðleyti og hjá þýzka málaranum Vogel von Vogelstein. Mynd Eckersberg var betri, og í þakklætisskyni gerði Thorvaldsen brjóstmynd af honum. Eckersberg gaf Listaháskólanum í Kaupmannahöfn myndina. Thorvaldsen situr fyrir framan hluta af Alexandersveggmynd- inni og er klæddur einkennisbúningi rómversku listaaka- demíunnar, Accademia di San Luca. Síðan er einnig nýtt leikrit, „Gris- eldis“, í Konunglega leikhúsinu." ,,Já, Wilckens,'1 spurði Thor- valdsen, „og hvert viljið þér ráða mér að fara?" Ég svaraði því, að þar sem hann væri ekki vel hress né heldur áhugasamur, og þar sem senni- lega væri kalt í kirkjunni, þá héldi ég, að bezt væri fyrir hann að fara f leikhúsið. „Já, þá fer ég að yðar ráðum," sagði Thorvaldsen, „og svo getið þér tekið minn miða og farið og verið viðstaddir hátíðina í Sunnu- dagaskólanum og náð síðan í mig i leikhúsinu og sagt mér frá hátið- inni í kirkjunni. En munið það, að ég vil borða heima." Tveimur timum eftir þetta sam- tal kom þjdnn Stampes og bauð Thorvaldsen í ökuferð með bar- ónsfrúnni og um leið að koma við hjá einhverri frú Smith. Thor- valdsen svaraði mjög stuttara- lega: „Nei, ég er búinn að segja, aðég ætla að vera heima." Stuttu síðar kom barónsfrúin sjálf og tókst að fá hann til að fara í áðurnefnda heimsókn og siðan að borða kvöldverð með þeim Oehlenschláger, H. C. Andersen, Ernst Meyer og leiri góðum vin- um. Þegar ég var að hjálpa Thor- valdsen í fötin, sagði hann: „Og gleymið nú ekki að segja konu yðar, að ég hafi ekki fengið að vera heima og borða kvöldverð hér." Þegar Thorvaldsen var kom- inn upp í vagninn, heyrði ég, að barónsfrúin gaf skipun um, að fyrst yrði ekið til frú Smith. Og þess vegna sagði ég við Thorvald- sen: „Vildi konferenzráðið muna að afsaka það, að þér komuð ekki siðast. Thorvaldsen brosti og lofaði því, að hann skyldi muna það. Þau orð voru hin síðustu, sem húsbóndi minn mælti við mig. Oehlenschlagers og heilsaði vin- samlega þeim, sem næstir sátu. En um leið og hann dró vasaklút sinn upp, sennilega vegna þess að hann hafi fundið til svima, og áður en hann hafði náð að segja eitthvað við yngsta son Oehlenschlágers, William, hné hann niður á aðra hlið með lukt augu. „Það hefur liðið yfir Thorvald- sen," sagði William, „við skulum bera hann út.“ Það var gert á augabragði, en mönnum var þegar ljóst, að hann var allur. Dauða hans bar að höndum 11 mínútur yfir 6 og svo skyndilega, að forleikurinn, sem var byrjaður, áður en Thorvaldsen kom inn í salinn, var enn leikinn, þegar hvíslað var milli bekkja í fullsetnu húsinu: „Thorvaldsen er dáinn!" Hann lézt við dynjandi tóna hljóm- sveitarinnar. í hvert skipti, sem ég fór að heiman, lét ég vita, hvar mig væri að hitta, og einnig í þessu tilfelli hafði ég látið dyravörðinn við hirðstúkuna vita, hvar hann gæti náð í mig, ef á þyrfti að halda. Þess vegna fékk ég strax að vita, að Thorvaldsen hef ði veikzt i leik- húsinu. Ég hraðaði mér þvi heim á samri stund, og þegar ég sá vagn frá torginu, sem beygði inn að Charlottenborg, hljóp ég, eins og fætur toguðu, og sá, að Thorvalds- en var borinn inn og lagður á sófann. Ég kom nægilega snemma til að losa um föt hans, og mér og öðrum viðstöddum til mikillar undrunar lyftist maginn á hon- um hátt á loft. Honum var þegar í stað tekið blóð, þar sem margir læknar voru viðstaddir, en ekkert blóð kom fram, og mér var sagt, að hann væri látinn, en því gat ég ekki fyllilega trúað strax, þvi að hann varvolgur og mjúkur. Ég afklæddi húsbónda minn og Þegar hann sá, hversu ör- væntingarfullur ég var, mælti hann mörg hughreystandi og hlý- leg orð til min. Mér var ógerningur að skilja, að húsbóndi minn væri látinn. Hann var volg- ur og mjúkur til klukkan fimm um morguninn, og ég sat hjá mín- um kæra látna húsbónda, unz læknarnir komu nokkru seinna um morguninn. Það var tekin dánargríma af honum, og hún er í safni mínu. Nokkrum dögum síðar var Iík Thorvaldsens krufið heima, og þá kom í ljös, að hann hefði haft líffræðilegan galla við hjartað, og hann hefði skyndilega valdið dauðanum eftir að hafa í 27 ár herjað á líkama hans, sem að öðru leyti var svo heilbrigður og sterk- ur. Þegar ég var á göngu með Thorvaldsen, sagði hann mjög oft: „Hinkrum við augnablik!" Þá þrýsti hann hendinni að hjartastað og sagði: „Þetta brjóst verður minn dauði." Þegar ég andmælti honum, sagði hann: „Ég hef verið búinn undir þetta af lækni, sem sagði mér, þegar ég bjó í Róm, að þetta yrði mér að aldurtila." Föstudaginn 29. marz komu hinir ungu listamenn og báru minn kæra húsbónda í hátíðasal Akademíunnar og allir prófessorar hennar. Krónprins- inn skipaði svo fyrir, að fjórir af listamönnunum skyldu halda vörð við líkbörurnar og þjónn hans til hægri handar. Þessi sorgarvörður var haldinn dag og nótt. Ég stóð minn vörð, þangað til prinsinn neyddi mig til að leita hvíldar, svo að ég væri vel hress, þegar jarðarförin færi fram. Ég átti að halda stöðu minni við hlið kistunnar, þegar líkfylgdin færi um borgina til kirkjunnar. Þegar sjálfri sorgarathöfninni var Iokið, komu konungurinn og Síðustu ár Thorvaldsens.. Wilckens þjónn hans segir frá á þeim forendum, að hann væri á leið til krónprinsins og þyrfti síð- an að fara' á ýmsa staði; Síðan kvaddi hann barónsfrúna og hélt áfram til krónprinsins, en Hans konunglega tign var þá nýgeng- inn út. Thorvaldsen skrifaði þá nafn sitt í bók þá, sem lá þar frammi. Það var hið síðasta, sem hann skrifaði. Þegar við héldum þaðan, datt húsbónda mínum í hug, að gaman væri að lita á safnið og sjá, hvern- ig þar gengi. Er þangað var kom- ið, gengum við lengi um salina, og Thorvaldsen ræddi lengi við mig um niðurröðun verka sinna og alla tilhögun. „Bara að sú stund væri nærri, að ég gæti komið verkum mínum fyrir," sagði hann að lokum. „Síð- an væri ég þess albúinn að kveðja." Klukkan var tólf á miðnætti, þegar Thorvaldsen kom heim. Hann hafði greinilega ekki haft neina ánægju af boðinu, sem hann kom frá. Hann var jafnal- varlegur og hann hafði verið allan daginn og settist þögull á sófann. Eg spurði: „Vill konferenzráðið nú ekki fara að hátta?" Þá bað hann mig að hjálpa sér úr fötun- um og bauð mér um leið og ég fór, hlýlega góða nótt. Þegar ég var farinn fró húsbónda mínum, hafði ég áhyggjur vegna hans og sagði við konu mína, að mér hefði fundizt hann svo undarlega þög- ull og alvarlegur allan daginn, og að hann hefði ekki, eins og hann væri vanur, sagt mér neitt frá kvöldverðar- eða síðdegisboðun- um. Ég var mjög hræddur um, að Thorvaldsen væri að verða veik- ur, en þó grunaði mig ekki, að dauði hans væri svo nálægur. Síðasta daginn, sem Thorvald- sen lifði, hinn 24. marz, hringdi hann bjöllunni um 5 leytið að morgni. Þegar ég kom inn til hans, kvartaði hann yfir því að hafa ekki getað sofið. Ég reyndi að róa hann og fá hann til að hvíla sig svolítið lengur, en það vildi hann ekki. Þegar hann varbúinn að klæða sig, settist hann í sófann og fór að lesa, en sofnaði þá rétt á eftir og svaf f tvo tíma. Þegar hann vaknaði, færði ég honum morgunmjólk hans ásamt tvíbökum. Síðan spurði ég hann, hvort hann héldi ekki, að hann hefði gaman af að sjá Luthers- myndina, sem Thiele hefði komið með daginn áður. Thorvaldsen tók myndina með sér inn í vinnu- stofuna og tók að vinna að brjóst- mynd Luthers. Hann breytti henni á ýmsan hátt og vann við það mestan hluta morgunsins fram að hádegi. Hann ákvað að vera heima allan daginn og sagði við mig: „Viljið þér biðja konu yðar um að sjá um kvöldverð fyrir mig, því að ég ætla ekki til Stampe-hjónanna." „En, herra konferenzráð," leyfði ég mér að andmæla, „þér hafiðlofaðaðkoma þangað." „Það veit ég vel, en ég vil það ekki," svaraði Thorvaldsen. „Konferenzráðið hefur einnig lofað að vera viðstaddur hátíðina i Sunnudagsskóla Massmanns," bætti ég við, „og sem heiðursfé- lagi getið þér víst varla sleppt því. Það var undarlegt, að þennan sama dag — hans síðasta dag — sagði hann í spaugilegum tón við matarborðið hjá Stampe barón,: „Sjáið þið nú til! Nú get ég þó gjarnan dáið, því að Bindesböll er tilbúinn með gröfina mína." Ekki er það heldur síður undarlegt, að á^leiðinni til leikhússins hitti Thorvaldsen Bindesböll, sem varð honum samferða þangað. Þegar hann kom inn í leikhúsið, var forleikurinn þegar hafinn. Sá fyrsti, sem Thorvaldsen hitti þar, var Collin, leyndarráð, sem hann skiþtist á orðum við og gekk sfðan til sætis við hlið fjölskyldu mér var hjálpað að koma honum i rúmið. Collin spurði mig, hvort ég vildi einhverja aðstoð um nóttina, en ég svaraði: „Nei! Kona min og ég munum verða við dánarbeð hans." Um klukkan 11 héldu þeir allir burt, sem verið höfðu við- staddir þennan hryggilega at- burð, og ég og kona mín vorum ein um okkar djúpu sorg. Við sátum bæði við rúmið. Um klukkan 1 kom Wilhelm af Hessen, landsgreifi, og August Bournonville inn til okkar. Þeir virtu fyrir sér hinn látna , og landsgreifinn sagði: „Guð minn, þar hvílir stolt Danmerkur." krónprinsinn til mín og spurði mig, hvort ég treysti mér til að standa áfram við kistuna um stund, þar sem þess væri óskað, að allir þeir, sem væru fyrir utan kirkjuna, fengju að ganga fram- hjá kistunni. Ég játti því, og þar sem mannfjöldinn var gífurlegur, tók það þrjár klukkustundir. Eftir að kistunni hafði verið lokað, báru listamenn hana inn í kapelluna, þar sem hún var til ársins 1848. Ég lifði það að vera vísað til sama staðar við gröfina f tilefni af 100 ára afmæli Thor- valdsens, en sú hátíð var jafn- fögur og virðuleg sem sjálf jarðar- förin. Vinnustofa Thorvaldsens f Róm. Þetta mál- verk sýnir þann merka atburð í lífi listamannsins, þegar Leo páfi 12. kom í heimsókn í vinnustofu hans. Verkin eru svo risa- stór, að mennirnir sjást varla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.