Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 13
UM HOFUNDINN Dr. Peter M. Molton er fæddur í Wolverhampton, Englandi, 21. ágúst, 1943. Hann lagSi stund á efnafræði og Iífefnafræði við Háskólann í Manchester og Iauk B.Sc. prófi þaðan 1964. Doktorsgráðu i lífrænni efnafræði hlaut hann við Londonarhá- skóla 1967, og hann lauk einnig framhaldsnámi f sýklafræði og geimeðlisfræði við sama háskóla 1971. Dr. Molton vann fyrst ýmis störf sem rannsóknavísindamaður og Kennari í Englandi, en fór til rannsókna hjá Bandarísku geimrannsóknastofnuninni (NASA) 1971. Síðan 1972 hefur hann unnið við Háskólann í Maryland við rannsóknir á eðli og uppruna Iffsins hjá hinum heimsfræga prófessor Cyril Ponn- amperuma. Aðalrannsóknaviðfangsefni dr. Moltons eru möguleikarnir á lífi í vatnssneyddu umhverfi, þ.e. þar sem önnur upplausnar- efni en vatn koma við sögu. Sérstaka rækt hefur hann lagt við Hkön af lofthjúpi Júpfters, eins og meðfylgjandi grein ber raunar greinilega vitni. Dr. Molton hefur skrifað hátt á fjórða tug greina um hin margvfslegustu efni, bæði hreint vfsindaleg svo og alþýðleg. Ritverk hans einkennast af þvf að vera frumleg, heiðarleg og hleypidómalaus, auk þess sem frábærri faglegri innsýni geislar frá þeim. Það ber hiklaust að skoða hann sem einn hinn færasta vfsindamann á sviði uppruna Iffsins, sem til er nú (þýð.). Þegar síðustu skrautljós gamlárskvöldsins hafa slokknað í næturhimninuni, virðir þú ef til vill fyrir þér stjörnurnar — þennan skara fjarlægra hnatta. Þá vaknar sú spurning, hvort við séum hér ein, — eða ER EINHVER ÞARNA ÚTI ? JtrjljLAw-L^IxV U JL JL • Eftir Dr. Peter Molton.Reynir Eyjólfsson, lic.pharm þýddi Formáli þýðanda Eitt af þvf fyrsta, er ég minnist frá bernskuárunum, er tindrandi stjörnuhiminninn. Það var þvf ekki nein smáræðissæla, sem fylgdi því, er ég, þá 6 eða 7 ára patti, gat stautað mig gegnum bók Agústs H. Bjarnasonar, Himingeimurinn. Þetta opnaði mér dyrnar að þeim furðuheimi. sem við lif- um í, ómæiisvíddum hans og ekki sfzt möguleikunum á tilvist vits- munavera annars staðar en á jörðu hér. Eitt var vfst á þeim árum, að stjörnufræðingur skyldi ég verðá, þegar ég yrði stór. En margt fer öðruvísi en ætlað er, stjörnufræðingur varð ég ekki, en sú fræðigrein mun aldrei sleppa mér úr greip sinni. Á menntaskólaárunum Ias ég víst almennar bækur um þessi efni á kostnað annarra greina, en úr þessu dró allmjög eftir að lyfja- fræðin varð fyrir valinu. Eftir- lætið vanræktist þá meir en vilji minn stóð til og það var ekki fyrr en í licentiatnámi, að ég komst að efninu aftur og þá raunverulega bakdyramegin. Aðalverkefni mitt voru nefnilega rannsóknir á blá- sýrusamböndum þeim, sem finnast í jurtaríkinu. Fannst mér, eins og fleirum, að það væri í rauninni alveg stórfurðulegt að nútímalffverur skyldu framleiða þetta banvæna eiturefni. Það hlaut að liggja einhver ástæða að baki þvf, en lausnin var og er ekki auðfundin. Ég rakst á tímarits- greinar og bækur, er fengust við vandamálið um uppruna lífsins og ekki þurfti að lesa lengi unz ljóst var, að blásýran hlaut að hafa haft lykilþýðingu f samteng- ingunum á efnum þeim, cr urðu fyrirrennarar lífsins. Blásýru- samböndin f plöntunum eru þvf mjög sennilega e.k. efnafræðileg fótspor löngu liðinnar þróunar. Á sfðustu 5—6 árum hefur spurningin um uppruna Iffsins og möguleikana á lífi annars staðar en á plánetunni okkar nánast gagntekið mig. Stjörnufræðin hefur því aftur komizt í hásætið, að vísu á talsvert afmörkuðu sviði, sem engu að sfður er geysi yfirgripsmikið og flókið. Ég hefi alllcngi verið að velta þvf fyrir mér að skrifa alþýðlega grein um þetta efni, en nú í sumar rakst ég á grein eftir dr. Peter M. Molton í tfmaritinu Spaceflight (Geimflug). Mér varð ljóst í einu vetfangi, að hann hafði tekið af mér ómakið. Gald- urinn var bara sá að fá leyfi til að þýða greinina og birta. Sem betur fór hafði ég áður haft kynni af dr. Molton og samþykki hans var því auðfengið. Ég vil nota tækifærið til þess að færa dr. Peter M. Molton alúðar- þakkir fyrir leyfi hans svo og Brezka geimrannsóknafélaginu (The British Interplanetary Society), en Spaceflight er mál- gagn þess. Tækifærið skal einnig nýtt til þess að benda áhuga- mönnum um geimrannsóknir hér á þetta ágæta félag, sem öllum er opið. Heimilisfangið er: The Brit- ish Interplanetary Society, 12 Bessborough Gardens, London, SWIV 2JJ. Grein Moltons er frábærlega vel skrifuð og ég hefi reynt eftir mætti að láta stíl hans njóta sfn eins vel og mér hefir verið unnt í þýðingunni, en sitthvað hefði sjálfsagt mátt betur fara. Sé um óskýrleika eða vankanta að ræða eru þeir allavega ekki honum að kenna. Það er mín einlæga von, að þýð- ing þessi verði sem flestum til fróðleiks og ánægju. Þegar allt kemur til alls erum við afsprengi stjarnanna í bókstaflegum skiln- ingi — og áreiðanlega erum við ekki einir um það f alheiminum. Ég vil minna á orð Agústs H. Bjarnasonar f umgetinni bók: „Sveppur, er lifði í sætmetis- krukku og héldi sig vera einu Iffveruna á jörðu hér væri ekki nærri því eins drembilátur og sá maður, er héldi mannkynið vera einu vitsmunaveruna f allieim- inum.“ Hér með gef ég svo dr. Molton orðið. Inngangur Þegar við lítum upp í heiðan næturhimininn sjá um við stjömur. Þessi fremur augljósa staðreynd veldur því, að við spyrjum: Hversu margar stjömur í stjörnukfki sést margt.sem ann- ars er huiið. í Palomar at- hugunarstöðinni í Kaliforníu hafa menn tekið þessa mynd af Dumbbell stjörnuþokunni, sem hefur fjólubláan blæ.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.