Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 5
Stefán: Er íslenzkt popp í öldu- dal núna? Er það slakara en það hefur áður verið eða kannski betra? Sigurjón: Poppið er raunveru- lega að greinast mjög.mikið. Þær plötur, sem hafa komið út að und- anförnu, lofa mjög góðu, en aftur danshúsatönlistin hefur færzt niður á við. Það stendur náttúru- lega þeim hljóðfæraleikurum, sem byggja atvinnu sína á því að koma fram opinberlega, mjög mikið fyrir þrifum. Þeir geta ekki spilað nema að mjög takmörkuðu leyti, nema þeir spili þessa drykkjutónlist fyrir öldurhúsa- fólkið. Guðmundur: Mér finnst þetta ekkert vera svo ægilega erfitt. Persónulega finnst mér aldrei meira gaman að spila en þegar fólkið skemmtir sér. Ég finn aldrei fyrir þessum leiða, sem sumir virðast vera haldnir; eru bara alveg hundleiðir á einhverj- um hlutum, þykjast fá gæsahúð og uppköst, ef þeir heyra eitt- hvert ákveðið lag. — Minn tónlist- arsmekkur hefur víkkað alveg rosalega undanfarin tvö ár. Sigurjón: Ég er alveg sammála þessu, en það er bara þessi spurn- ing, hvort íslenzkar hljómsveitir séu að skapa eitthvað. Og þessi öldurhúsamenning dregur úr allri sköpunargleði. Guðmundur: Það er náttúru- lega staðreynd, að t.d. hljómsveit- ir eins og Roof Tops, þar sem við erum allir saman að vinna alian daginn og erum að spila kannski tvö og þrjú kvöld í viku, við höf- um ekki tíma til að gera meira en að æfa prógrammið. Þetta hefur staðið okkur alveg djöfullega fyr- ir þrifum. Sigurjón: Þetta er bara aumingjaháttur íslenzkra popp- ara. Fyrst og fremst er þetta peningakapphla'Up. Það er ekkert annað, sem hefur staðið okkur fyrirþrifum. Guðmundur: Já, lífsgæðakapp- hlaupið . . . Okkar þjóðfélag er bara orðið alveg svona og við erum bara hluti af því. Sigurjón: Það, sem íslenzkir popparar hafa aldrei viljað viður- kenna, er, að þeir hafa beztu að- stöðu í heimi til að gera eitthvað, af því að þeir hafa svo mikla peninga. Erlendis hafa menn á okkar stigi, með okkar getu, enga peninga, en við vöðum í pening- um, til þess að gera. Því ættum við að hafa aðstöðuna til að gera eitthvað, en þar höfum við nefni- lega brugðizt okkar skyldum. Algjörlega. Guðmundur: Jæja, vinur minn? Eigum við að lita á stúdíómálin? Hvenær höfum við haft aðstöðu til að geta tekið upp plötu hérna? Sigurjón: Það skiptir ekki máli, eða mjög litlu. Guðmundur: Jú, það skiptir ntáli. Við í Roof Tops getum ekki farið til Englands til að taka upp plötu. Við erum bundnir i vinnu . Sigurjón: Það er einmitt það. Þið viljið ekki fórna ykkur fyrir starfið. Guðmundur: Við teljum okkur ekki geta lifað af þessu eingöngu og viljum þess vegna ekki fara út í það. Það kemur ekki til af ein- hverri eiginhagsmunasemi hjá oKKur, nelclur tyrst og fremst af þvi, að við erum farnir að sjá fyrir fjölskyldum. Sigurjón: Mín hljómsveit er á sama plani. En þetta er ófyrirgef- anlegur aumingjaháttur. HVER ER STAÐAN í ÍSLENZKA POPPINU ? VIÐ settumst niður eitt kvöldið fjórir sam- an og ræddum um stöðuna f fslenzka poppheiminum, vítt og breitt, um allt og ekki neitt, — við Guðmundur Haukur, söngvari Roof Tops, Sigurjón Sighvats- son, bassaleikari Brimklóar, Magnús Þrándur Þórðarson, umsjónarmaður Popphorns í útvarpi og starfsmaður Tóna- bæjar, og sá er þetta skrifaði, Stefán Halldórsson, blaðamaður Morgunblaðsins. Guðmundur: Ef þú værir í þeirri afstöðu, að konan þín heimtaði viss lífsgæði, þá gætirðu ekki bara staðið upp i hárinu á henni og sagt: — Nei, vina mín, nú ætla ég bara að fara til Eng- lands og dunda mér þar í stúdíói . Magnús: Getur ekki! Getur ekki! Það er þetta, sem gerir gæfumuninn. EKKI SANNIR í LISTINNI? Sigurjón: Við erum bara ekki sannir í listinni. Við erum að tala um að fá þetta viðurkennt sem listgrein. Getum við það, meðan við erum í því að vinna allan daginn. Æfum á kvöldin og spil- um á fylleríisböllum um helgar? Við höfum aldrei tíma til að skapa neitt, af því að við erum allir í því að græða peninga. Magnús: Annaðhvort ertu í músikinni og gerir einhverja merkilega hluti eða ekki. Sjáðu hann Jóa (G. Jóhannsson). Iíann er alveg talandi dæmi um þetta. Hann hefur fórnað öllu. Sigurjón: Hann uppsker líka eins og hann sáir. Stefán: En er Jói með fjöl- skyldu? Magnús: Nei, en hann verður þó að sjá fyrir sjálfum sér. Guðmundur: Söngvari getur ekki gert þetta. Rokksöngur er ekkert til áð byggja á. Sigurjón: Góður rokksöngvari getur lifað góðu lífi hvar sem er. Magnús: Spurningin er bara hvað viðkomandi hefur mikla trú á sjálfum sér, hvað hann er ein- arður og ákveðinn í að slá í gegn, hvort hann veit að hann ergóður. Stefán: Er þetta spurning um það, hvort menn ætla að vera iðn- aðarmenn eðalistamenn? Magnús: Þetta er spurning um það. Sigurjón: Við áttum hljómsveit- ir, við áttum Náttúru, sem var skapandi hljómsveit. Við áttum svona toppa, sem maður gat litið upp til með virðingu og kannski verið stoltur af þessum bransa. Við eigum þær ekki lengur. Peli- can er eina hljómsveitin, sem er í áttina. Magnús: Ég held, að ef gerð er nákvæm úttekt áþessu, þá sé popp- ið hérna allavega í töluverðum öldudal, vegna þess að þeir, sem eru i hita leiksins og standa í eldlínunni, eru búnir að vera dá- litið lengi í þessu og eru orðnir þreyttir. Það háfa komið út úr þessari kynslóð mjög ljósir punkt- ar og slíkir punktar hafa komið fram i sumar fyrir framtak fárra manna. — Þetta er líklega komið undir áhrifum frá dýrlingum íslenzkrar popptónlistar, þeim, sem skipa núverandi Hljóma. Þeir gáfu út Mandala og sýndu, að þetta var hægt, og siðan hafa hin- ir fylgt á eftir, nteð eigin útgáfu. Þetta sýnir það, að við eigum góða krafta. Sigurjón: Þannig, að ég er ekki sammála um það, að poppið sé í öldudal. Aftur á móti hefur það mikið breytzt. Við höfum ekki fengið betri plötur en í ár. Við höfunt ekki fengið betra einstakl- ingsfranitak, bæði hvað plötuupp- töku snertir og frá hendi lista- mannanna sjálfra. Aftur á móti held ég, að þær hljómsveitir, sem eru að spila hér, geti ekki talið sig listamenn á neinu sviði. Þetta eru bara iðnaðarmenn. Enda erum við í ASÍ — við erum bara verka- menn. Magnús: Við höfunt ekki fengið plötu frá þessum hljómsveitum, sem eru mest i þessu, sem eru að spila á böllum. Þær plötur, sem við höfum fengið og eru afger- andi góðar plötur, eru frá þeim, sem i raun og veru standa utan við „show businessinn". Guðmundur: Ég þori að full- yrða það, að þegar stúdío er kom- ið upp hér á landi, með átta rásum eða meira og miklu betra. Ég veit það af eigin reynslu. Við vorumað taka upp plötu þarna í gær i Klúbbnum við svo frumstæð skil- yrði. Pétur Steingrimsson var i fatahenginu, við vorum í básnum í neðsta salnum . . . Sigurjón: En Guömundur, það hættir enginn málari að mála bara af því að hann vantar striga. Guðmundur: Það er bara ekki hægt að bera það saman. Sigurjón: Ég hef unnið við þessi skilyrði. En það er bara ekki það dýrt, miðað við tekjur, að það sé ekki leikur einn að fara út að kaupa sér 100 timá í stúdíói. Ef þú vilt einhverju fórna fyrir það, sem þú ert að gera. Guðmundur: Já, ég er alveg sammála því. Þetta er ekki spurn- ing um að tapa peningum á þvi að fara út og gefa út plötu. Annars væri þetta ekki gert. E.NGI.N SAMKEPPNI? Stefán: En nú hefur orðið sú breyting í íslenzka poppinu, að ekkert er lengur til, sem heitir samkeppni milli nokkurra beztu hljómsveitanna. Aður fyrr var þetta heilagt stríð, Flowers, Hljómar o.s.frv. Þær áttu sína hópa fólks, sem fylgdi þeim og studdi. Nú er ekkert svona. Er þetta ekki af þvi, að það eru enn þá sörnu poppararnir og aðdácnd- urnir eru bara orðnir gamlir líka — komnir með fjölskyldur og eru ekkert að standa í þvi að elta? Sigurjón: Já, Rolling Stones selja ennþá plötur, þótt þeirra fyrstu aðdáendur séu orðnir gamlir ... En þetta felst líka í þvi, að hljömsveitirnar núna eru ekki með neinn sérstakan stil. Þessir ■ menn eru búnir að vera í þessu i mörg ár, eru þreyttir, greinilega, og flestir viðurkenna þeir það ábyggilega. Og fólkið er fullt, bara komið i leit að dægrastytt- ingu. Og jafnvel flestar hljóm- sveitirnar spila sömu lögin. — Ég held, að það þurfi að skipta þessu, skapa aðstöðu fyrir tvennt: fyrir þá, sem vilja spila svona öldur- húsatónlist, en ekki gefa þeim tækifæri til að þéna svona mikla peninga á auvirðilegan hátt, heldur ætti að reyna að plægja jarðveginn fyrir þá, sem eru að reyna að skapa. Guðmundur: Það má alveg líta á þetta frá öðru sjönarhorni. Lít- um t.d. á frystihúsafólkið, sem vinnur alla daga og öll kvöld og á kannski fri annaö hvert laugar- dagskvöld. Er hægt að'ætlast til, að þetta fólk komi á ball til að hlusta á einhverja þunglamalega popptónlist, sem popparar ætla að reyna að mata það á? Erum við ekki að þjöna þessu fólki með því að lofa því að skemmta sér, finna fyrir lífsgleði og vera hamingju- samt eitt kvöld, gleyma helvítis frystihúsinu? Sigurjón: Jú, en við erum ekki listamenn þá, heldur bara menn i þjónustustörfum. Guðmundur: Þarf maður að skammast sin fyrir að taka þetta starf að sér? ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.