Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 16
•>-.«1 mT'*. • "tm*V 'iiK’UU 'fi'' r /1Í*iV'(s?>'iri kV'H UflO>- O f: ,«»o(i ? f | ft‘U>JÖ?.V> |«-l f J rrr^ffT'r a«^«r-^wx,«r>Km Spegilmyndin sýndi, aSég hafði ekki komizt f burtu frá sjálfum mér. Ásgeir Jakobsson Velaenc mi v & & mín M M i x wUTtxa Ferðasaga IIU ÞÚ tekur þig upp einn dag og flýgur i suður, að forða þér burtu frá önn og amstrinu heima, rign- ingu landsins og sífelldu gnauði vinda, og sefjuðum múg i landi Egils og Snorra. Svo vaknarðu sólbjartan morgun í fjarlægu landi, þú heldur til strandar að busla í volgum sjónum, sólar þig síðan til þerris í mjúkum sandi, sækir þér glas af múrfatla að drekka við þorsta. Og sólin og vínið og sandurinn ylja likama þínum, niður sjávarins og þytur- inn i laufi trjánna gleðja eyru þín, hinir sólbrúnu kroppar í bikini gleðja augu þín og segirvið sjálfan þig: — Hvílíkur munur á veröld— En svo undarlegt sem það er, búa allir við tvær veraldir, eða fleiri, sem renna hver inn í aðra. Þú finnur það situr einhver hjá þér að heiman. Þú sérð skuggann af honum, en hvernig, sem þú gáir í kringum þig, sérðu ekki hann sjálfan. Hver hafði fylgt þér að heiman? Hugsanir þínar líða fram, myrkar, bjartar, spakar, heimskar, koma og fara — eins og heima. — Hver hafði fylgt þér að heiman? Af hverju kemur þessi fræga setning í hug þinn mitt í sóldýrðinni: — Something is rotten in the State of Denmark — Þegar kvöldsett er orðið heldurðu heim á hótelið og þú gengur fram á búðarglugga, þar sem lífið á götunni speglast í glerinu. Innan við rúðuna stend- ur maður og þann mann þekkirðu og kannski var ))elta maðurinn. sent þú varst að flýja að heiman. nema þú segir utan viðglerið. — Ég mátti svo sem vita það værir þú — Hann horfir á þig á móti með nokkurri vorkunnsemi, en svo glottir hann kuldalega og svarar: — Því átturðu nú að geta gert þér grein fyrir strax af langri reynslu. Fljúgðu burt úr rigningu lands þinsog gnauði vinda þess, fljúgðu hátt, fljúgðu hratt, fljúgðu norður á heimskaut, fljúgðu suður í dýrð sólarlanda, horfðu á fagrar konur í bikini, bakaðu þig i sandinum, baðaðu þig í sjónum, hlustaðu á þytinn i laufi trjánna og nið sjávarins, drekktu gullnar veigar — ef þú hefur ætlað að losna við mig — gaztu allteins setið heima — Þar sem þetta verður að veru- legu leyti einkasaga mfn, er rétt að geta þess, að ég er þess konar ferðamaður, sem ýmist er að lenda í vandræðum eða losna úr vandræðum. Þar sem ferð mín endaði loks með síðari hættinum, þótti mér rökréttara að kenna fremur frásögnina við velgengni mína en hrakfarir. Allt það, sem henti mig í ferðinni, byggðist á sérhæfileika mínum ofan- nefndum sem ferðamanns. Rúmenar áttu þar enga sök á. Það var nú eitthvað annaö. Þeir létu mig ekki einu sinni gjalda þess, að vegabréfið mitt sýndi, að ég gæti verið eilítið hættulegur mað- ur. I Rúmeníuferðinni sagði reyndur ferðalangur, sem kynntist lítillega ferðaháttum mínum og ráðslagi, rétt þessi orð við konu mína: Lfttu ekki af hon- um andartak, ef þú vilt taka hann með þér í heilu lagi heim — Eins og að líkum lætur, kemur ekki til mála, að ég leggi í skrifum mínum neinn dóm á lifnaðarhætti Rúmena, þó að ég dveldi þriggja vikna tíma á baðströnd þar í landi. Menn kynnast nú sennilega lifnaðarháttum þjóða einna sízt á baðströndum þeirra, en svo var ég heldur ekki þarna kominn til að vasast í háttum Rúmena. Ég skildi auk þess ekki orð í máli þeirra, svo að við al- þýðu manna gat ég lítið talað. Þö svo ég hefði getað spurt eitt- hvað um lifið í landinu, hefði ég látið það ógert. Mér finnst það alltaf heldur smekklaust af ferða fólki, sem kemur til skammdvalar í einu landi, að vera sífellt að þýfga landsmenn um þeirra eigin hagi. Ég læt það nægja, sem fyrir augunt ber og sjón er þannig, að það getur verið, að ég sjái ekki stóra og fræga byggingu þó að ég sjái vel skrýtinn kall, sem stendur á torginu framán við hana. Rúmenar eru sagðir skyldastir Rómönum. Rómverjar lögðu undir sig landið á sínum sokka- bandsárum og þá hét það Dacia og það nafn bar hótel eitt á strönd- inni. Mér fannst fókið, á hótel- um og í verzlunum einkennilega fölleitt. Ég sá ekki sólbrennda rúmenska stúlku á þessum slóðum heldur voru þæf flestar snjakahvítar. Það yrði leit að súlku hér jafn hvítri á hörund og þær voru sumar. Sjálfsagt telja þær það fegurðarauka að vera fölar, og forðast þvl sól eftir megni. Þar sem okkar konur þrá sól, finnst mér að tímabundin kvennaskipti gætu vel komið til greina milli okkar og Rúmena. Sólin leikur konur í Rúmeníu sennilega all- hart ef þær verjast henni ekki, eða svo var að sjá af miðaldra konum. Þær voru furðulega skorpnar, og gamlar konur eins og krypplað bókfell. Það var ekki aðeins litaraftið, sem kom mér á óvart, heldur einnig fram- koma og hegðan fólksins. Það var hæglátt og stillilegt i framgöngu og tali og laust við málæði Rómana. Þetta hæglæti kom einnig átakanlega fram í vinnu- brögðunum. Það er ekki gott að vita, hvort þetta er fólkinu eðlislægt eða silahátturinn á sér orsök í „kerfinu". Engan mann sá ég þarna á ströndinni, né i Constanta, helztu hafnarborg Rúmeníu, sem ég gæti ætlað að væri slavneskur að ætt og aldrei heyrði ég talaða rússnesku. Ég var svo ekkert að rekast i því, hvort þetta væri svo í raun og veru, að þarna talaði enginn mað- ur mál þessarar nágrannaþjóðar, eða ástæðan væri sú, að fólk vildi alls ekki tala það. Mér var sagt af ferðalangi, kunnugum á þessum slóðum, að svo væri, og fólkið vildi ekki einu sinni meðganga að það gæti talað rússnesku, þó að það kynni hana prýðilega. Ég varð þessa var tvívegis fyrir tilviljun. Þýzkan rann hins vegar uppúr öllum þarna, og Þjóð- verjar, sem okkur er sagt, að leik- ið hafi Rúmena, eins og nágranna þeirra yfirmáta hart, virtust þarna öllum mönnum vinsælli, og öllu ráðandi sem ferðamenn og allt miðað við þeirra háttu og ósk- ir. Einkennisbúningur borgara- legra yfirmanna virtist mér vera svört jakkaföt og hvít skyrta og bindi. Það gilti einu, hvað sólin var heit, að þeir voru jafnan þannig búnir. Fremur virtust mér yfirmenn eða eftirlits- menn vera lausir við þá áráttu að taka til hendi við verk. Yfirmann á skyrtunum með uppbrettar ermar og baðandi bægslunum gef- andi ordur i allar áttir, bar hvergi fyrir mín augu. Vinnuhraðinn virtist líka draga nokkurn dám af þessum rólegheitum þeirra. Það er ekki líklegt, að þjóð, sem hefur tamið sér þann vinnuhraða, sem þarna virtist ríkja, nái skjótum efnahagslegum árangri. Auk þessa dundurs við verk, virtust jafnan tveir a.m.k. um hvert eins manns verk og síðan eftirlits- mennirnir stiklandi í kring. Það er náttúrlega ekki vandi að losna við atvinnuleysi með þessu lági. Haf ið með ykkur kranabfl .. . Afgreiðslumátinn í verzlununum fór afskaplega i taugarnar á sumum Islendingum og voru þeir þó yfirleitt ekki að flýta sér. Ef ég hefði séð einhvers staðar svo háþróað tæki sem kranabíl, þá hefði ég reynt að hafa hann með mér í verzlanir til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.