Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 6
Magnús: Það er enginn að tala um það. Sigurjón: Mér finnst maður bara ekki geta gagnvart sjálfum sér talið sig vera að gera einhvern hlut, þegar maður er að stæla aðra og gefur svo ekkert af sjálf- um sér í þetta. JOHN MILES SKT Stefán: En ef við tökum dæmi af óþekktri brezkri hljómsveit, sent var hér urn dagínn, John Miles Set. Þeir hafa, samkvæmt því sem Jonni segir, hvað pening- ana snertir haft miklu minni möguleika en íslenzkar hljóm- sveitir, en þó stóðu þeir, að mín- um dómi, flestum íslenzkum hljómsveitum talsvert framar. Guðmundur: Þeir voru góðir. Magnús: Sem hljóðfæraleikar- ar, en þeir voru ekki að gera neitt merkilegt. Sigurjón: Ég varð fyrir mjög miklum vonbrigðum, ætlaðist til mikils af þessum mönnum. Þetta var ntjög góð hljómsveit, miðað við íslenzkar; hún var að flytja lög, sem íslenzkar hljómsveitir eru búnar að sþila, og gerði flest betur, en hún var ekki að gera neitt merkilegt. Enginn viðburð- ur. Magnús: Það var viðburður, þegar Seeret Oyster kom. Sigurjón: Já, það var mjög góð hljómsveit. Stefán: En ættu þá ekki íslenzk- ar hljómsveitir, sem spila á böll- um, t.d. fyrir frystihúsafólkið, að geta náð á sama plan og John Miles Set? Sigurjón: Jú. Það er bara einn munur: John Miles er atvinnu- maður, við erum trésmiðir, út- varpsvirkjaro.fi. Þannig að miðað við fólksfjölda (hlær) og aðstæð- ur erum við ekkert aftarlega. Við erum ekki í þessu eingöngu. Sá, sem starfar við tvennt, sumir jafnvel við þrennt, getur ekki gef- ið sig óskiptur að tónlistinni og varla orðið mjög afgerandi á því sviði. Stefán: En er þetta brölt okkar þátil nokkurs? Magnús: Þjóna fyrshúsafólk- inu. Slefán: En er hitt þá mögulegt? Sigurjón: Er það ekki að koma í ljós, árangur þessara manna, sem hafa stritað? Magnús og Jóhann, Jöhann G., og Magnús Kjartans- son að hluta, þó kannski ekki eins sterkur og hinir fyrrnefndu. Það virðist vera að nást smáárangur. — En starfandi popphljómsveitir hafa aldrei verið á lægra plani en einmitt nú. Eina hljómsveitin, sem er að gera einhverja hluti, er Pelican. Þeir spila að einhverju leyti sína tónlist á böllum og eru mjög þroskaðir jammarar. Magnús: Og frjóir — djamma helvíti vel. Stefán: En hvernig gengur þeim f jármálalega séð? Sigurjón: Þeim gengur ágæt- lega. Þeir spila líka „Kalla kvennagull" og það . . . Guðmundur: Það er Iíka komin miklu meiri breidd í þetta. Maður getur spilað flóknari músík núna á böllum en fyrir tveimur árum. Sigurjón: Égefa það. Við björg- um hverjunt dansleiknum hjá okk ur á fietur öðrum með ..Einsa kalda úr Eyjununf' og „Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig“. Það eru okkar bjargvætlir. þau tvö lög, sem við liöfunt spilað. höfum lagl okkur niður við, því að maðttr telur sig enn þá hafa svo- lítið stolt. Þau lög bjarga okkar dansleikjum. Guðmundur: Eru þetta nokkuð verri lög en önnur? Sigurjón: Þetta er ekki spurn- ing um gott eða vont — þetta er spurning um sköpun eða ekki sköpun. BORGAR PLÖTUtJGAFA SIG ? Stefán: Ef við lítum nú á hlið- arþætti poppsins, t.d. plötuút- gáfu og fjölmiðla. Hvað finnst ykkur um íslenzka plötuútgáfu? Guðmundur: Landið er lítið — og markaðurinn lítill. Stefán: Setjum svo, að hljóm- sveit setjist niður og skapi, mikið og flókið verk, sem ekki er hægt að taka upp hérna. Hún fer utan, og kaupir sér stúdíótíma, ræður aðstoðarmenn. Er grundvöllur fyrir því að gefa plötuna út hérna? Sigurjón: Ja, Náttúra tapaði á þessu. Magtyis: Eg held, að markaður- inn sé svo lítill hér, að þetta sé útílokað, að platan ein standi undir sér. Hins vegar getur kynning hennqr gefið af sér pening. Sigurjón: Tökum plötuna eina sér. Hljómsveitin er kannski búin að þéna svo og svo mikla peninga. sér, en þó svo að hver maður þurfi að borga kannski 10-20 þúsund til að geta komið þessu á framfæri, hvað er það? Miðað við þann þroska, sem það veitir að gera þennan hlut. Stefán: Þetta krefst þá bara hugfarslegrar ögunar. Ef þú átt möguleika á að gera stóra plötu, en veizt, að þú þarft að borga með henni úr eigin vasa 20-30 þús. kr., heldurðu að þú færir þá út í það? Sigurjón: Fram til þessa hef ég ekki gert það og er þannig í mót- sögn við sjálfan mig. Ég er ekkert að bera af mér blak, en ég hef alltaf haft fjóra aðila með mér, sem hafa ábyggilega haft einhver áhrif á sinn hátt, eða þá að ég hef ekki talið mig það skapandi lista- mann að geta þetta. Én ég hef alltaf talið, að það skipti engu máli, þótt maður fórnaði einum tíunda af af árstekjunum til að gera einhvern hlut, sem maður getur verið stoltur af og ánægður með að einhverju leyti, heldur en að kaupa sér sjónvarpstæki fyrir þennan tíunda hluta. Ég treysti mér til að standa við þetta. Stefán: Ef íslenzkar hljómsveit- ir vilja gera þetta, verða þær að gera þetta sjálfar. Ekki fara út- gáfufyrirtækin að borga með ykkur? Sigurjón: Ámundi hefur boðið okkur að gefa út plötu. Við meg- um ráða algjörlega efninu, fáum vissan stúdíótima, takmarkaðan, þó ekki óviðunandi, og losnum við allan kostnað, en fáum auðvitað ekkert fyrir vinnuna, eins — tveggja mánaða vinnu, nema e.t.v. STEF-gjald, ef við semjum tón listina. Guðmundur: Hann hefur líka boðið okkur þetta. Stefán: En er það ekki alveg ljóst, að enginn íslenzkur lista- maður getur lifað af því að skapa tónlist og setja á plötur fyrir íslenzkan markað eingöngu? Magnús: Jú, það er alveg ljóst. Stefán: Og harla hæpið fyrir hann að gera sér vonir um að lifa á plötum, fáeinum sjónvarps- og útvarpskynningum, hljómleikum og samkomum, þar sem hlustað er. Getur hann lifað af þessu? Sigurjón: Alveg hiklaust. Stefán: Þannig, að hann þyrfti ekki að selja sig, eins og brenni- vínshljómsveitirnar? Sigurjón: Fjarri því. Hann gæti lifað ágætu lífi, haft góðar meðal- tekjur, tel ég. Búinn að reikna þetta dæmi svona 76 sinnum. Ég er sannfærður unt það. Ef hann hefur eitthvað fram að færa. Og vill fórna sér fyrir þetta. Hann og hans menn æfa upp efni, á eina stóra plötu og meira til, l'A tíma prógramm. Með þessu efni ættu þeir að geta fyllt Háskólabíó einu sinni eða tvisvar. Haft sæmilega upp úr þvi. Síðan tækju þeir upp plötuna og þegar hún kæmi út, væri að kynna hana og síðan ætti að vera auðvelt að fá tónlistar- kynningar í skólum flestum. Og það er allsæmilega borgað. Þann- ig gengi þetta í hring, Siðan væri að nýju setzt niður til að skapa. Ef hljómsveitin er sífellt fersk, þá vill fólkið heyra í henni aftur, ef hún er með nýtt og nýtt efni. Þetta er að vísu þröngur hópur, en hann er opinn fyrir nýjungum. ISLENZKIR TEXTAR EÐA ENSKIR? Guðntundur: Hver er ykkar af- staða til þess, þegar íslenzkir popparar vinna að einhverju verki, gefa út plötu og hafa alla textana sína á ensku? Sigurjón: Við getum ekki miðað við þennan þrönga markað. Það er sama hvaða listamaður er, Sigurjón: Háskólabfóið snobbar fyrir þessu. nokkurs? Magnús Þrándur: Þetta er bara spurning um fórn. Guðmundur Haukur: Ef ég les poppfrétt í blaði hérna, þori ég aldrei að trúa henni. hann ætlar sér áreiðanlega að gera list sína viðurkennda hvar sem er, ekki bara miða við eitt land. Það er svo erfitt að vera að miða við þessar kannski innan við eitt þúsund hræður hér, sem mað- ur fengi til að hlusta. Guðmundur: Það er skrítið, að það er verið að tala um, að ís- lenzkan falli svo illa að þessari poppmúsík og það er rétt. Sigurjón Það er ekki rétt. Guðmundur: Ja, alla vega þessi tvö lög, sem við ... ég reyndi að búa til íslenzkan texta, að vísu voru þeir dálítið skrítnir, ég reyndi líka að hafa þá skrítna — og þeir féllu bara ekki nærri því eins vel að laginu og þegar við settum bara enska texta. Þá var þetta allt í lagi. Sigurjón: Af hverju skyldu ekki íslenzkir textar falla að tónlist, sem íslenzkir menn hafa samið? Guðmundur: Það er vegna þess, að þegar menn eru að semja lag, þá koma alltaf enskir textar, lagið er alltaf upphaflega hugsað á ensku. En þegar ég samdi mína plötu, var ég alltaf með Islending- inn inni i hausnum á mér. Sigurjón: Litum á Megas. Hann er kannski ekki poppari, en hann gerir bara merkilegan hlut. Guðmundur: Hann er Ijóðskáld. Sigurjón: Mér finnst músikin hans hundleiðinleg, en hann kem- ur þarna fram með nýjan iið.. . Guðmundur: Hann er bara þrælgóður. Sigurjón: . . ,og hann skýtur okkar alveg ref fyrir rass. Auðvit- að kemur snobbið þarna inn i, hvað platan hans vekur mikla athygli. Háskólafólkið snobbar fyrir þessu, sem mér finnst ömerkilegt. En Megas gerir þarna alíslenzkan hlut, tekur alíslenzk viðfangsefni og platan hans vekur athygli. Hví skyldu þá plöt- ur annarra íslenzkra poppara, ef þær eru góðar, þótt þær séu með eigin efni, ekki vekja athygli? Guðmundur: Hann er nútíma ljóðskáld, sem mér finnst hafa náð helviti góðri tilfinningu í mál- ið. Það er bara það, sem háir okkur, að malsmekkur hins al- menna borgara er bara svo djöfulli þröngur. Máltilfinningin svo brengluð. Ef það kemur eitt- hvert nýtt orð, þá andhverfast alÞ ir gegn þessu. Ef við tökum hérna Ömar Ragnarsson og Halldór Kiljari Laxness og fleiri góða menn, sem yrkja texta. Eg man eftir því, að ég varð alveg stein- hissa, þegar ég las í ljöði eftir Kiljan, ,,Þingvallavegurinn“vÞar kemur: ,,Nú ekur sál mín södd af útlands gný, i sælli bifreið austur yfir Heiði.“ Hver er þessi ,,sæla“ bifreið? Þetta er orð, sem er ofsa- lega skringilega notað þarna. í sælli bifreið. Vitið þið ekkert um hvað ég er að tala núna, kannski? (Mikill hlátur) Guðmundur: Svo kemur Megas og segir: „Spáðu í mig, þá skal ég spá í þig.“ Þetta er ofsalega góð ástarsetning, Það, sem bara vant- ar, er svolítið þroskuð ljóðskáld inn í okkar poppmúsik. Sigurjón: Eða þá bara stöndum við ekki undir þeim kröfum, sem til okkar eru gerðar. VERÐUGUR SESS POPPSINS 1 SJONVARPI? Stefán: Ef við litum nú á fjöl- miðlana, fyrst sjónvarpið. Veitir sjónvarpið íslenzkri popptónlist verðugan sess í sinni dagskrá? Sigurjón: Ég held það. Magnús: Ja, það er auðvitað spurning um það, hvað sé verðug- ur sess. Það er t.d. mikil spurning

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.