Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 17
að hífa búðarstúlkurnar uppúr sætum sinum því að þær sátu yfirleitt á víð og dreif um búðirnar og sátu fast. Þær voru greinilega þvi fegnastar að geta sagt að hluturinn væri ekki til enda var þaðoftast svo. Eitt sinn sátu þær þrjár, blessaðar dúfurnar, á einhvers konar syllu í búð einni sem ég kom til að verzla í. Þegar ég spurði um tiltekinn hlut, benti ein þeirra mér með vísifingri í hvað hvaða átt ég skyldi halda til að finna hann, en engin þeirra hreyfði sig. Þetta mig á sögu frá dögum krambúðanna hérlendis um aldamótin. Sagan er ættuð frá Sauðárkróki, en gæti hafa átt við víðast hvar hérlendis í þá daga og hún átti mæta vel við rúmensku afgreiðslustúlkurnar. Það kom inn viðskiptavinur í verzlun á Sauðárkróki og spurði um spöndur. — Þær hanga þarna neðan í loftinu, svarar búðarstúlkan þar sem hún situr á kassa í búðinni. — Hvað kosta þær, spyr maður- inn — Verðið er skrifað neðan á botninn á þeim, segir stúlkan. — Get ég fengið að skoða eina? — Já, taktu tröppuna þarna og klifraðu upp. í þessari sögu höfum við af- greiðsluhættina í Neptún, hvernig svo sem það er annars staðar í Rúmeníu. En það var samt enginn högull á afgreiðslu- fólki, mér sýndist það oftast fleira en viðskiptavinirnir. Stimpil- kassar voru þarna víða, en annars sýndist mér blýanturinn aðaltæk- ið. I löndum ríkisverzlana verður manni fyrst ljóst, hvað fjörug verzlun lífgar mikið upp á mann- lífið. En það fólk, sem aldrei hefur kynnzt öðrum verzlunar- máta en ríkisverzlana hefur vita- skuld ekki þessa viðmiðun, og un- ir því bærilega bæði afgreiðslu- háttunum og vöruskortinum. Og það 'sýndust mér Rúmenarnir gera. Og nú l.oma þeir að vestan Rúmenar hafa lagt geysilega áherzlu á að auka ferðamanna- strauminn og uppbyggingin á tveimur eða þremur árum að mér skildist, þarna á ströndinni við Svartahaf, er feikileg. Það er þarna hvert risahótelið við annað. Þetta eru svo sem engin lúxus- hótel og margt einkennilega gamaldags í byggingu þeirra miðað við, að um nýbyggingar er að ræða. Pípulagnir liggja víða innan á herbergisveggjum, og þar sem við notum palisander eða eitthvert annað fint efni, eru þeir með furu, stólar, bekkir og borð gjarna rekin sterklega saman úr sverum viðum, líkt og afar okkar gerðu, en allt er þarna hreinlegt og snyrtilegt og i rauninni ekki á neinn hátt aðfinnsluvert. Það er bara einfaldlega laust við allan okkar íburð og kannski mætti bæta við, að smekkurinn væri dálítið fornfálegur. Þeir þrælka mæður sfnar — kommarnir — Það veldur mér stundum heila- brotum á ferðalögum, að mér finnst, að konur í sunnanverðri Evrópu, eldist mjög illa og snemma í útliti. Nú kann margur að segja, að í austantjaldslöndum kunni þetta aðstafa af þvf, að þær séu látnar vinna átakavinnu, sem geri þær vöðvamiklar og tröllsleg- ar. Vöðvabygging kvenna er náttúrlega illa fallin til púls- vinnu, sem krefst mikils vöðva- afls. Slik vinna hlýtur að aflaga sköpulag konunnar. Ég efast þó um, að þetta sé nema ein af mörg- um orsökum til þess, að konur í suðlægum löndum og að sögn i öllum kommúnistaríkjum, þó norðlæg séu, eldast fyrr en ís- lenzkar og skandinaviskar konur í útliti. Þessar konur, sem strita þarna við að sópa götur og ýms önnur skítaverk, eru allar við ald- ur, sumar að sjá fjörgamlar. Og þær eru allar barkarlitaðar og jafnbrunnar af sól og útiveru og ungu stúlkurnar voru ósnortnar af sól. Eins og áður segir, er ekki óliklegt að ungu stúlkunum hrjósi hugur við, að sólin leiki þær eins og mæður þeirra á miðj- um aldri. Auk J)ess að vera skorpnar af sól eru miðaldra kon- ur og eldri keismiklqr og allar hinar ferlegustu. Mér skilst þett,a sé svo svo um konur í rómönsku löndunum og austantjaldslöndun- um, enda viðlika þrælkaðai-. Heilsufarið gæri ég trúað að væri gott hjá þessum holdugu stólpa- gripum, sem beitt er ótæpilega í stritvinnu. Ekki sá ég rosknum konum eða aldurhnignum beitt fyrir vagna. Eins og áður segir, sýndust mér jafnan tveir menn um hvert eins manns verk, og síðan allur eftirlitsmannaskarinn með hvitt um háls og hendur í vösum. Ef karlmennirnir þarna nenntu að vinna örlítið hraðar og örlítið röskar þá þyrftu þeir ekki að óvirða mæður sínar með þess- um hætti að láta þær sópa götur og vinna öll óþrifalegustu verkin á efri árum sínum. Ætli það finnist einhver klausa í ritum Karls Marx um soddan kommún- isma? Janus kallinn Hótel Dóina var einskonar sam- bland af hóteli og vistheimili (boarding house), og var rekið í tengslum við heilsuræktarstöðina sambyggða. Þar var nuddstofa og leirböð (leirinn sóttur á botn Rauðahafsins). Herbergis- þjónustan var ekki önnur en sú, að tekið var til að herberjum gesta daglega. Það var tyrknesk stúlka, sem tók til hjá okkur, ákaflega elskuleg stúlka og vann verk sittliðlega. Hana vanhagaði um margt, sem hún sá í föggum konu minnar og horfði á það eins og vanhaldinn niðursetningur á veizlu.borð í sveitum fyrrum. HUn gladdist hjartanlega af hvað litlu, sem að henni var vikið. Þjónninn, sem þjónaði okkur, þessum fáu tslendingum, sem voru á þessum stað, til borðs, var vingjarníegur náungi, sem rækti starf sitt vel, en laus við öll hátíð- legheit. Ef maður kallaði á hann, þá kallaði hann á móti da-da, sem mér var sagt að merkti já, já, en getur vel verið lygi — en tónninn var í þá veru, að fólk ætti ekki að vera með neitt óðagot við mat- borðið, sem er aldeilis rétt. Hann hét Janus, þessi náungi, og honum virtist hlýtt til mín og sýndi það oft. Þegar ég veiktist af kveisunni, því að auðvitað veiktist ég af kveisu, eins og skylt er i Rúmeníuferðum, og vík ég að því fyrirbæri síðar — þá færði Janus mér sjálfur súpu uppá herbergi, þegar ég gat komið einhverju glundri niður, enda þótt rúmenski leiðsögu- maðurinn eða konan, sem þarna var þá enn með okkur, fortæki fyrir að slíkt væri gert. Til nvarks um, hvað Janus vinur minn tók starf sitt á annan veg en tíðkast á Vesturlöndum, má nefna, að hann ávítaði mig eitt- sinn upp yfir alla, með þeim hætti, að ég hefði líkasttil roðnað, ef ég væri ekki búinn fyrir löngu að missa þann hæfileika. Janus talaði nokkur orð í ensku. Það var einn morgun, að honum þótti ég taka lítið til mín á diskinn. Hann styður þá hendi á öxl mér, horfir framan i mig og segir af þunga: — Eat rnore — drink less — Borðnautum mínum brá. Við erum nú ekki vön því hér á ís- landi né Vesturlöndum yfirleitt, að þjónarnir taki til að leggja gestum sinum slíkt heilræði við matborðið, en þetta var svo vel meint, og reyndar einnig önd- vegisheilræði, að ég lét mér nægja að segja Janusi að halda sér saman uppá islenzku. Janus var reyndar ekki sjálfum sér fyllilega samkvæmur, Með matnum var borið vín, þetta horn- grýtis múrfatla, sem ég fjalla um síðar, og af stafar öll ógæfa Rúmeniufara — en einnig var borið vatn, sem þeir kölluðu uppá ensku — mineralwater — eða einskonar sódavatn og var það i stærri glösum en vinið. Nú kom það iðulega fyrir, ef Janusi Sýndist ég dapur, að hann skenkti víni í vatnsglasið mitt en vatninu í vínglasið, og tryggði mér þannig meiri skammt en öðrum af víninu. Mjög gott samkomulag virtist ríkja með starfsfólkinu, undir- mönnum sem yfirmönnum, og aldrei heyrði ég þarna orði hallað, nerna Janus ussaði eitt sinn á hjálparstúlku sína, þegar hún byrjaði að tina með höndunum af stóru fati, tómatana á diskana okkar. Starfsdagur er langur hjá þjönustufólkinu, og vinnuvikan þessir sjö dagar, sem er í þeirra viku eins og okkar, sem sagt engin vaktaskipti né helgarfrí — samfellt puð. Fólkið byrjaði að puða kl. 7 á morgnana, fékk eitt- hvert smáhlé um miðjan daginn, vegna þess, að ekkert miðdegis- kaffi var framreitt, og svo var það að til kl. 9 á kvöldin, að það var búið að ganga frá eftir kvöldverð. sem var framreiddur til kl. 8.30 eða svo. Ekki virtist mér þó, að það væri staðið svo mjög á þeirri tímasetningu, enda hafa Rúmenar nægan tíma, gott ef hann stendur ekki kyrr. Ekki sýndist mér fólkið neitt þjakað undan þessum langa vinnudegi enda var það margt og vann sér hægt. Mér skildist að almennt væri mánaðarkaupið hjá þjónustufólkinu sem svaraði 5—7000 krónum íslenzkum á mánuði. Allur samanburður á kaupgjaldi í löndum eins og Rúmeníu og íslandi er náttúru- lega úti hött. Aðstæður eru svo gerólíkar. Neyzluvenjur fólks á þessum slóðum, kröfur og eyðsla, eru mjög frábrugðnar því, sem hér gerist. Vöruúrval sýndist mér mjög fábreytt og litið, utan þess sem fólk þarf til nauðþurfta sinna og ég held að nauðsynjavarningur svo sem matvæli sé ódýr. Kven- fólk, t.d., hvort heldur á veitinga- húsum eða verzlunum er i slopp- um, mismunandi að lit. Þannig Þórarinn Eldjárn Lítt vanur reiðhjóli* litt vanur reiðhjóli rauk ég einsog fleygur með rasandi fart um austurstraetið breitt í höfði minu og hjarta rikti geigur þvi hjól og maður þurfa að vera eitt þargatan endar aðalstræti skorin yfirveg minn flótti í mannþröng brast er ég kom sem vængjum væri borinn varð að beygja, datt og lamdist fast í strætið hart. já fjenda minna flokkur felldi mig af hjólsins tignarsess og hönd mín brotin — bólgin einsog stokkur ber ég ávallt síðan merki þess en jóhannes minn, nú vitum við það öll hvað varð þér að falli: ósýnileg höll ★ Sjá Jóhs. Birkiland: Slysabálkur. Harmsögu œvi minnar 1, 1945. bls. 103. (2 iliu 1ÍM8. bls. 99).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.