Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 22
V, BONUÐ GOLF Mjög mun vera fátítt að sjá glansandi bónuð gólf á heimilum nútil- dags. Langalgengust eru teppi út í hvert horn eða lökkuð parkettgólf. Auð- vitað erum við húsmæð- urnar fegnar að vera lausar við erfiðið, sem fylgdi bóningunum, en skyldi samt ekki leynast ein og ein í hópnum. sem saknar bónlykt- arinnar og glansandi gólfanna, þegar hún hef- ur lokið við að taka til? Því að þótt bónlyktin væri ekki góð, rak hún smiðshöggið á velunnið verk eða var það ekki vaninn hjá okkur að fara seinast yfir gólfin eftir að þvegið hafði verið í kring og þurrkað af og hús- gögn og teppi ryksuguð? Alltaf er einhver Ijómi yfir gömlum heimilum, þar sem skínandi bónuð röndin umhverfis gólf- teppið ber vott um stolta snyrtimennsku húsmóð- urinnar. í gamla Menntaskóla- húsinu á Akureyri ríkti mikil bónmenning á minni tíð (á árunum 1947—51) og má vera, að svo sé enn. Á skóla- stofum og göngum minnirmig, aðgólfþvott- ur væri látinn nægja dagsdaglega, en alltaf var bónað a.m.k. einu sinni í viku. Ég minnist þar tröllaukinnar bón- vélar, mikils apparats, sem nemendur báru virð- ingu fyrir, en einstaka reyndi þó að fá lánaða til að bóna sitt heimavistar- herbergi. Og ekki man ég betur en ég sæi hana í höndunum á Rúnu gömlu sjálfri, sem þó var frægari fyrir að hand- leika kúst og tusku. Þetta var á dögum skömmtunarseðlanna og stofnaukanna og stund- um kom fyrir, að vöru- tegundir vantaði alveg, svo sem til dæmis tann- krem — og bón. Það man ég, að heimavistar- ráðskonan var þá stund- um í miklum leynum að gauka aðsumum ofurlít- illi mjólkurlögg til að strjúka gólfin upp úreftir þvott til þess að fá þó á þau ofurlítinn gljáa. Þegar við fluttum í nýja heimavistarhúsið haustið 1949, fluttum við bónmenninguna með okkur þangað. Auðvitað sáu hverjar tvær stúlkur um að þrífa eitt herbergi, en auk þess vorum við látnar skiptast á um að þrífa ganga og stiga og stóran stigapall, sem var tilvonandi setustofa. Þar var þó ekki svo mikið sem einn stóll fyrstu árin og engin tjöld fyrir gluggum. En við lögðum metnað okkar í það að bóna þessa „setustofu” og var nokkur keppnium að gera það sem bezt. Það man ég, að Krossa- nessystur báru þar af. Aldrei var gólfið jafn- spegilfagurt og þegar þær bónuðu. En hvergi reis þó bón- menningin í æðra veldi en í heimavistarherbergj- u'num í „gömlu vist- inni". Þar kepptust allir við að skúra og bóna sín herbergi sjálf á laugar- dögum, þegar kennslu- vikunni var lokið. Jafn- vel sóðalegustu strákar, sem lítið hirtu um góða umgengni hversdags- lega, létu ekki sitt eftir liggja á laugardögum. Og svo voru rauðu per- urnar skrúfaðar í lamp- ana og róslitur bjarminn glampaði á gólfunum og rómantík kvöldsins lá í loftinu . . . Anna María Þórisdóttir. BRIDGE Eftirfarandi spil er frá tvímenningskeppni og við eitt borðanna fann einn spilaranna skemmtilega lausn á vandamáli varðandi lokasögnina. Norður. S: 6-5-4 H: 3-2 T: S-7-6-4-2 L: 5-3-2 Vestur S: 9-8-7-3-2 H: Á-K-D-9-8-7 T: D L: 9 Suður S: Á-K-D-G-10 H: — T: Á-K Við eitt borðanna opnaði suður á 2 spöðum og síðan var það hugmynd hans að segja 7 lauf og láta félaga-sinn velja um lit. Honum til mikillar undrunar sagði vestur 3 hjörtu, norður sagði pass og austur sagði 3, spaða, sem vafalaust þýddi, að hann var spaðalaus. Suður var nú í vandræðum, því segi hann 7 lauf og félagi hans láti þá sögn slanda, þá lætur vestur út spaða og austur trompar. A sama hátt benti allt til að vestur hefði 5 spaða og eftir útspil í hjarta er suður aðeins með 4 spaða. Ekki kom þvi til greina að segja 7 spaða. Suður fann skemmtilega lausn á þessu vandamáli. Ifann sagði 4 grönd, félagi hans svaraði þessari ása-spurningu með 5 laufum og þá sagði suður 7 lauf. Nú á austur að láta út og sama er, hvað hann lætur út. sjjílið vinnst alltaf. Austur S: — H: G-10-6-5-4 T: G-10-9-5-3 L: 10-8-6 GuSmundur Haukur r Islenzkt popp Framhald af bls.7 glæsta framtíð, en raunin hefur orðið sú, að danshúsapólitíkin hefur verið í algjöru hásæti. Ég held að þetta verði jafnvel ennþá verra. Diskótekin eru alls ráðandi f skemmtanaiðnaðinum erlendis. þar sem menn koriia drekka brennivín og dansa. og það er ekki nema tímáspursmál þar til þetta verður allsráðandi hér. Þess vegna held ég að borgi sig ekkert að vera að segja um það. hvort það eru gðð ár framundan eða ekki. Sigurjón: Við höfum alltaf sagt: Við popparar, á næsta ári gerum við eitthvað. Við segjum aldrei: Núna kemur það. Það er það, sem hefur staðið okkur fvrir brifum. SKIPTINGIN ALGJÖR? Stefán: En ef við lftum til fram- tíðarinnar, kemur þá ekki að því, að skiptingin verður algjör, þeir, sem hafa áhuga á að skapa eitt- hvað, þeir fá ekkert að gera og verða að gera þetta bara heima og fyrir sjálfa sig, í algjörri áhuga- mennsku. Hinir geta verið at- vinnumenn f brennivínsmúsík- inni. Verður þetta þá ekki bara hollara og heppilegra? Þá eru Sigurjón Sighvatsson menn búnir að sætta sig við þetta, nú bpra gerum við þetta heima á kvöldin og um helgar, þegar við höfum okkar frítíma frá þessari vinnu, sem við byggjum allt okkar á. Þá geta menn farið að skapa. Nú kemur hvorki fugl né fiskur út úr þessu, því að þeir eru alltaf að eltast við böllinn. Sigurjón: Einmitt. Guðmundur: Það er alveg réit. Magnús: Þetta er miklu hollara. Þá eru þeir, sem leika fyrir dansi, bara í einum flokki, enda eru þeir það. Það er ekki hægt að sjá mik- inn mun á lagavali á Hótel Sögu og annars staðar. Sigurjón: Flestar þessar hljóm- sveitir spila sömu tónlist. Magnús: Hún þjónar alltaf sama tilgangi. Sigurjón: Það er þessi skipting, Þeir, sem spila fyrir fólkið, geta ekki kallað sig listamenn. En hin- ir, sem eru að skapa, það þarf að skapa þeim aðstöðu. Stefán: En ef þessi þróun held- ur áfram þar til komin er algjör skipting, kemur þá ekki að því einhvern timann, að fólk fer að taka eftir því, hvað þetta er virki- lega gott, sem þeir eru að gera þessir, sem eru að reyna af innri þörf að skapa heima hjá sér i tómstundum? Fara þeir þá ekki að fá meira að gera og er þetta þá ekki komið í hring? Sigurjón: Nei. Meðan menn eru trésmiðir, útvarpsvirkjar, þá verða þeir aldrei samkeppnisfær- ir við þá, sem eru bara í tónlist- inni. Þess vegna þarf að skapa þeim mönnum, sem eru fúsir að vera eingöngu við þetta, aðstöðu. Og þeir geta skapað sér hana sjálfir meira að segja, ef þeir eru frambærilegir og ef þeir vilja. Þetta þarf ekki að ganga þennan vítahring. Magnús: Þessir íslenzku hljóm- listarmenn, sem hafa verið lengi í þessum bransa geta ekki sætt sig við það að fá ekki gott kaup. Sigurjón: Ef svo væri, þá væru þessir menn ekki starfandi tón- listarmenn hérna á islandi. Þeir byggju í einhverju úthverfi i Lon- don og spiluðu einu sinni í viku. Ef þeir vildu fórna einhverju. Eg hef alltaf litið á það sem lögmál hins sanna listamanns, að hann verður að þekkja sultinn, til þess að geta náð einhverju merki. Hann verður að þekkja stritið. Stefán: Sem sagt, íslenzkir popparar þekkja ekki sultinn. Magnús: Ekki nógu vel. Sigurjón: Þeirþekkja hann alis ekki. Guðinundur: Jújú, blessaður vertu. Manstu eftir hljómsveit- inni Ástarkveðja? Hvað voru þeir að gera? Sigurjón: Eik. Við skulum ekki gleyma henni. Þeir eru með góða viðleitni, sem því miður fer fram- hjá öllum. Stefán: Þannig er sá sultur, sem íslenzkir popparar þekkja, hann er þessi stigsmunur og hafa ekki lengur efni á að fara allra sinna ferða i leigubílum og verða að fara í strætó endrum og eins? Sigurjón: Já. Þetta er punktur, sem við þekkjum. Þvi miður. Magnús: Það er allt í lagi að nota þessa samlikingu. Það þekkja hana margir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.