Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 7
hvort t.d. hljómsveitinHaukaráað skipa meira rúm í sjónvarpinú en t.d. hljómsveit Ragnars Bjarna- sonar. Sigurjón: Ég skal að vísu viður- kenna, að fram að þessum þætti (Brimklóar) hef ég alltaf gengið óánægður út úr sjónvarpinu. Mér finnst það hafa verið fyrir neð- an allarhellur.Maðurhefurekki fengið neinn tíma. . .Eg gleymi því ekki þegar Ævintýri tók einu sinni upp sjónvarpsþátt. Þá tóm- um við eitt „live“-lag (hljóð cg mynd tekin upp samtímis). Þetta var á fimmtudegi og var kominn sæmilegur hljómburður tiu mínútur fyrir fimm. Lagið var í 12-13 mínútur. Þegar við ætluðum að fá að heyra lagið eða taka það upp aftur, þá voru allir farnir. Svonavinnubrögðþekkjast auðvit- að hvergi. — en aftur á móti er sjónvarpið mjög peningalítið og þetta, sem íslenzkir popparar hafa verið að gera og bera fram i sjónvarpi, hefur verið lítt merki- legt í flestum tilvikum. Ég held að sjónvarpið geri því alveg skít- sæmileg skil. Magnús: Ég held nú samt, að það væri hægt að gera þessu betri skil, t.d. með þvf aðgefa mönnum tækifæri á að tjá sig í öðru en tónlistinni. Stefán: Þarf poppið skýringar við? Magnús: Nei. Við t.d. gerðum viðtalsþátt, þar sem við ræddum við einn ágætan listamann og þar var jafnvel minnst rætt um tón- list. Tónlistin stendur alveg sem slík. Þetta er bara til þess að áhorferidur og hlustendur fái að kynnast manninum sem slikum, ekki endilega sem popptónlistar- flytjanda. Sigurjón: Ef það á sér stað sjálfstæði og eðlileg sköpun á góðri popptónlist, þá hlyti það að gerast, að sjónvarpið og útvarpici og blöðin tækju þetta upp á sína arma, eins og t.d. bókmennta- kynningar o.fl. o.fl., ef það væri einhver veruleg gróska í þessu. En poppið hefur bara ekki gefið tilefni til þess. FYRST EINN POPPÞATTUR — SIÐAN ENGINN Stefán: En hvað þá uni út- varpið? Guðmundur: Ef við lítum á mis- muninn, þegar ég var pottormur. Þá man ég eftir því, að það var einn þáttur, sem spilaði popp- músík — og hann var felldur nið- ur um tíma! Og núna í dag tel ég útvarpið þjóna poppinu mjög vel. Sigurjón: Mér finnst poppið hafa svo margar hliðar. Ég tel sjálfsagt að þjóna þessari þörf, að fólk þurfi að hafa eitthvað dynjandi í eyrunum. En ég vil líka, að séu gerðir merkilegir og betur unnir þættir en útvarpið gerir nokkurn tíma, um popp, því að það er margt mjög merkilegt að gerast í poppinu. Magnús: Útvarpið er náttúru- lega ágætt, en þar er samt sem áður allt og mikill timi, sem fer til spillis. Allt of mikill tími, sem fer í ókynnta tónleika. Sigurjón: Það er eitt, sem mér hefur verið hugstætt lengi og ég fæ ekki skilið. Hvað er á móti þvi, að gerð sé tilraun með það að reka hér útvarpsstöð með léttara efni, kannski 2-3 tíma á dag, og sjá hvernig hún kemur út. Þetta er t.d. enginn tfmi, sem er útvarpað. Almenningur myndi ekki sætta sig við þetta, ef hann hefði ekki Kanann eða Luxemburg. Hugsið ykkur bara næturvinnufólkið, vaktavinnufólkið. Magnús: Svo er þetta meira og minna þjónusta við erlenda lista- menn. Sigurjón: Svo finnst mér eitt: Útvarpið er að reyna að poppast, en það eyðir engum peningum í poppið. Það reynir að sleppa eins ódýrt og það getur og þar af leiðandi er poppið í útvarpinu alls ekki nógu gott. — Svo er annað: Af hverju er ekki útvarpað beint, eins og alls staðar? Magnús: Það ert.d. alveg hlægi- legt, að Popphorninu skuli ekki vera útvarpað beint. Vegna þess að þátturinn ber þess engin merki að vera virkilega tækniunninn. Að vera að eyða kaupi tækni- manna í að standa þarna hinum megin við glerið hjá dýrmætum tækjum, láta segulbandið ganga setja plöturnar á s.s.frv. Þetta getur kynnirinn alveg gert sjálf- ur. Stefán: En er ekki hlutur islenzku popptónlistai'innar alltof rýr miðað við þá erlendu. Það kemur út stór plata með ís- lenzkri hljómsveit eða söngvara og hún heyrist aldrei í útvarpi, nema eitt lag verði vinsælt og komist í óskalagaþættina. Er hún kynnt sem heild? Eru það ekki bara vinsæl lög? Aftur á móti kemur út plata með einhverjum köppum.i útlandinu og henni eru gerð skil í útvarpi hér. Guðmundur: Það var merkilega mikið spilað af minni plötu. Sigurjón: Það er lika þessi hlut- ur: Það má ekki auglýsa. Útvarpið er svo hrætt við þetta, þetta er ráðandi sjónarmið. Guðmundur: Yfir höfuð er'það með stórar plötur, að þeim eru ekki gerð mikil skil. En ég get ekki kvartað sjálfur. Mfn plata var tiltölulega oft spiluð á morgnana. Kannski fjögur lög i röð. POPPSKRIF BLAÐANNA A BYRJUNARSTIGI Stefán: Eru poppskrif blaðanna ekki bara fikt? Magnús: Jú. Þetta er náttúru- lega á byrjunarstigi í flestum blöðum, byrjunin á þvi að fjöl- miðlar á íslandi, þar með talin blöðin, viðurkenni þetta sem list- grein og menningu. Blöð erlendis eru löngu búin að átta sig á þessu. Og ég sá meira að segja úti í fínasta bíói í London, þar sem drottningin kemur á frumsýningu einu sinni á ári, þar sá ég á pallin- urn, þar sem hún kernur inn, æðis- lega stóra auglýsingu frá Times eða einhverju af þessum stórblöð- um ensku, þar sem verið var að grobba af einhverjum ungum poppskrifara i blaðinu. — En hérna eru þessi skrif á lágu plani. Sigurjón: íslenzkt popp hefur ekki gefið til þess tilefni, að það væri hægt að skrifa um það reglu- lega. Það hefur verið svo mikil deyfð í því. Ef það væri gróska i þessum málum, þá væru blöðin hér uppfullaffréttum. Égget ekki betur séð en að það hafi verið rnikið skrifað um Jóhann og þess- ar plötur, sem hann hefur verið að gera, Magnús, Magnús og Jó- hann, þessa, sem eitthvað hafa verið að gera. Blöðin hafa gert þeim fyllileg skil. Að vísu hafa þeir þurft að leita eftir þessu sjálfir. En það hefur lfka ekki verið nein gróska, þetta er ekki menning. Þetta er á lágu plani og Ameðan finnst mér við ekki geta farið fram á það að sé skrifað um það. Guðmundur: Ef ég les popp- frétt f blaði hérna, hvort sem hún er um innlenda eða erlenda popp- aðila, þá þori ég aldrei að trúa henni. Ég hef svo oft rekið mig á það, þegar ég hef vitað sannleik- ann f málinu, að blaðamenn mis- túlka eða segja bara hreinlega rangt frá. Magnús: Enda finnst mér þetta bera keim af því að það sé gert á hlaupum. Stefán: I heildina finnst ykkur lítið á poppskrifum blaðanna að græða? Sigurjón: Ég held líka að popp- ið hafi ekki gefið tilefni til þess, að það ætti reglulega sfðu viku- lega. Það gæti enginn blaðamaður fyllt vikulega síðu með íslenzku poppi, þótt hann reyndi. Þá yrði lopinn orðinn teygður. — Mér finnst ekki hægt að gefa okkur þessum mönnum, sem erum að stæla annarra manna efni á dans- leikjum, heila síðu í dagblaði. Við erum ekki mehining. GETA DRAUMARNIR RÆTZT? Stefán: En snúum okkur að öðru, sem eru þessir draumar fslenzkra poppara um að slá f gegn úti í stóra poppheiminum. Eiga þeir nokkurn möguleika á því? Guðmundur: Ekki nokkurn. Magnús: Vissulega eiga þeir það. Kannski ekki allir. En ég er alveg sannfærður um það, að á þessu tónlistarsviði. hér hafa Magnús Þrándur: Búinn á hverju ári að sjá hilla undir glæsta fram- Sigurjón: Skiptum okkur í tvö trfó og förum að græða. komið upp hæfileikamenn, sem fyllilega gætu Verið stórstjörnur á erlendan mælikvarða. Ég veit sjálfur um eitt dæmi, sem ég gæti nefnt, og það var Gunnar Jökull. Það munaði ekki nema bara svona, að hann sæti núna við trommusettið í YES eða einhverri annarri stórhljómsveit. Stefán: En ef við lítum bara á gæði íslenzkra popptónlistar- manna: Hafa komið hér fram menn, sem hafa haft jafn mikla hæfileika og topptónlistarmenn úti? Sigurjón: Já, sérstaklega sem hljóðfæraleikarar. Sem tónlistar- höfundar... Guðmundur: Það hefur ekkert reynt á það, vegna þess að þeir hafa aldrei einbeitt sér að þessu að semja tónlist og flytja hana. Stefán: En hver áhrif hefur íslenzki markaðurinn, þessi þröngi markaður á þá sem tón- listarmenn? Springa þeir eins vel út sem listamenn hér og erlendis? Magnús: Nei þaðhefurnúsýnt sig, að svo er ekki. En þeir fórna sér ekki, þeir helga sig ekki list- inni. Við sjáum dæmi um þetta hérna í sígildri tónlist, við höfum Hafliða Hallgrímsson o.fl. og fleiri, sem eru í háum gæðaflokki erlendis. Þetta hlýtur að vera eins á þessu sviði og á öðrum, að við getum átt hæfileikamenn. Þetta er bara spurning um fórn. Sigurjón: Við höfum ekki átt neinn ennþá, ekki einu sinni Jói, því að Jói skiptir sér á milli tveggja greina, hann er málari líka, ekki einn sem hefur fórnað sér í 5-6-7-10 ár fyrir tónlistina, ekki einn einasti. Stefán: Það hefur sem sagt ekki reynt á það. Magnús: Nei, en ég er alveg sannfærður um að það gæti það einhver. Það er öruggt mál. Sigurjón: Svo er eitt, sem Rún- ar Júlíusson benti á, sem íslendingar hafa ekki komið auga á, það er iðnaðurinn. T.d. CBS, árleg velta þess er lfklega svona tvöfalt hærri en íslenzku fjárlögin og kannski þrír fjórðu af því er popptónlist, Þetta er það, sem íslendingar hafa ekki gert sér grein fyrir. Varðandi fjár- málahliðina, ef það væri stutt svo- lítið við bakið á þessum mönnum, sem væru vænlegastir til árang- urs á þessu sviði, þeim gefinn t.d. þriggja mánaða styrkur til að semja verk, frí upptaka i góðu stúdfói, þeir fengju topp- stjórnanda. . .sjáið t.d. hvað kæmi út úr þessu. Magnús: Sjáið t.d. eyjuna Jamaica, þar sem búiðerað byggja upp fullkomin stúdíó, þar sem hver topplistamaðurinn á fætur öðrum fer til að taka upp, enda er eyjan orðin vel þekkt og þeirra einkenni. Sigurjón: Ég veit um eilt dæmi þess, að popplistamaður hér samdi 45 minútna verk á 10 dög- um, af því hann var fenginn til þess, honum var gefið svigrúm til þess. Honum var borgað fýrir það og hann komst rnjög vel frá þvi. Það eru líka fjármálin. Eg er hissa á því, að fjármála- spekúlantarnir hérna hafi ekki gert sér grein fyrir þessu. Að reyna bara að krækja t þessa menn og segja bara við ])á: Þið fáið fínt kaup. svo hirðum við bara þetta stóra prósentu, þegar vel er farið að ganga. Guðmundur: Ja, djöfullinn! HVAÐ ER FRAMUNDAN Stefán: En ef við förum að slá botn í þetta, með spurningunni: Hvað sjáið þið framundan? Fer poppið niður, drukknar það, eða fer það upp? Guðmundur: Það fer mikið upp á við næstu tvö ár. Ég hlakka mikið til að fylgjast með fram- vindu þessara mála næstu tvö ár. Því framundan er „betri tíð með blóm í haga.. .og sæta langa sumardaga“. — Ég tel að stúdió hafi mikil áhrif á þetta til góðs. Það hefur verið talað um, að það yrði bara meiri massi, fram- leiðslan, en í þessum massa fáum við miklu betri tækifæri. — Ég veit, að okkar hljómsveitlkemurtil með að gera þetta aftur. Við reyndum það núna, að Amundi hringir til okkar á þriðjudags- kvöldi og segir við mig: — Nú gerið þið plötu, sem þið takið upp á sunnudaginn. Já, sagði ég, og hló bara að honum, þvi að þetta er ofsa grin- isti. En égbara settist niður, setti sáman texta á tiu mínútum, bara svona bla-bla-texta, fór og hafði lagið svona da-ræ-di-dí-di-din-, bara svona nokkurn veginn, beint niður á pianóið og setti það saman og bjó til svona millikafla, sem var dálitið skritið stef, fer með þetta áæfingu varferlega sundur- laust hjá mér, þeim leizt ekkert á þetta, þá var bara ákveðið að taka tvö lög, sem voru næstum tilbúin, kláruðum þetta á þremur æfing- um og fórum svo bara og tókum þetta upp. Þannig að platan getur ekki orðið góð. Bæði það að vinn- an fyrir hana er ofsa lítil, algert lágmark, og svo unnin á þennan hátt. En þetta sýnir, að þið gæt- uð gert þetta líka, ef þið bara hefðuð einhver lög. Þið gætuð bara eytt fjórum kvöldum í það, tekið fri eina helgi og bara pælt í því allan laugardaginn og allan sunnudaginn, og eftir það væri hægt að fara i stúdióið eftir kannski bara hálfan mánuð. Þetta verður svo auðvelt, að búa til plötu, það þarf ekki að hugsa til Englandsferðar o.s.frv., heldur bara að búa til plötu, taka kannski frí frá vinnunni i einn-tvo daga og búa til tveggja laga plötu. Sigurjón: Það er alveg á hreinu hjá okkur, þó að það komi ein- hvern tíma stúdió, að ef við ger- um ekki plötu núna fljótlega á næsta ári, þá ætlum við ekkert að vera að standa í þessu. Þá ætlum við bara að skipta okkur niður i tvö tríó og fara að græða. Við ætlum ekkert að fara að standa í þessu, að telja okkur vera að gera eitthvað, en vera svo aldrei neitt. Ég er búinn að lifa í slikri sjálfs- blekkingu í fjögur- fimm ár — Eg -tel, að stúdióin muni verða örv- andi fyrir þá, sent eru búnir að spila í mörg ár, búnir að gefa út plötur. En aftur á móti með þess- ari öldurhúsamenningu er algjör- lega kippt grundvellinum undan endurnýjun í poppinu. Því, að það þarf svo og svo mikla reynslu og þjálfun í að spila á böllum og um leið og er búið að kippa þessum stoðum undan því, að ungir strák- ar geti komið og gert einhverja hluti, þá er verið að kippa grund- vellinum undan þróuninni. Magnús: Maður er nú búinn á hverju ári að sjá hilla undir Framhald á bls. 22. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.