Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1984, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1984, Síða 2
Rolf JACOBSEN brautryðjandi nýs tíma í norskri ljóðlist Eftir Knut Ödegárd Oft er því haldið fram, að þáttur norskra nútímaljóðlistar hefjist með Rolf Jacob- sen. Þetta er sennilega að gera hlutina einfalda því ekki hefur Rolf Jacobsen raust sína í tómarúmi. Hann er ekki sá Matthías Johannessen, Rolf Jacobsen og Knut Odegaard. fyrsti, sem skrifar í svokölluðum frjálsum óbundnum stíl í norskri ljóðlist. Það höfðu skáld eins og t.d. kristofer Uppdal gert áður en fyrsta ljóðabók Rolfs Jacobsen „Jord og jern“ kom út árið 1933. En þegar hann samt sem áður er álitinn brautryðj- andi nýs tíma í ljóðlistinni, er það ef til vill öllu fremur af því að hann kom fram með nýjar myndir, nýtt lífsskyn í norskri ljóðlist. Það var borgarlíf nútímans, sem hann krafðist að fengi pláss, það var tækn- in, vélarnar, járnbrautin í landslaginu, hljóðfall vélvæðingarinnar. Mörgum fannst hann hylla og dýrka tæknina og hrynjandi borgarinnar og þetta var sann- arlega áfall svo nýtt var það í samfélagi, sem alveg fram að þessu hafði litið á sig sem bændaþjóð og þar sem hin hefð- bundnu form ljóðlistar höfðu algjörlega haft yfirhöndina ásamt viðurkenndum ljóðrænum myndum og öðru líku, sem ljóðskáldið skyldi ná yfir í sínum skáldlega alheimi. Með þessu er ekki átt við að öll ljóðlist hafi áður verið íhaldssöm i skoðun- um sínum, til var sterk vinstri hreyfing í norskum skáldskap frá tíma Wergelands Kona Rolfs Jacobsen hét Petra. Hún dó í fyrra, það var vetur og frost þegar hún var lögð til hvílu í kirkjugarðinum í Hamar. Ljóðið, sem Matthías Johannessen hefur ís- lenskað og birtist hér í blaðinu, er ort eftir andlát Petru og tileinkað henni. Frú Petra Jacobsen var ein hin hlýjasta, gáfaðasta og tryggasta manneskja, sem ég hef kynnst. Hún var einnig ein afþeim fórnfúsu eiginkonum skálda, sem bók- menntasagan fer fáum orðum um, en sem eiga sinn stóra hlut íþeim bókmenntum, sem er árangur auðugs samlífs. Persónu- lega fékk ég stóran skerf af hjartagæsku hennar. Hún útnefndi mig e.k. fósturson sinn á erfiðu skeiði ævi minnar — og það hlutverk sitt tók hún alvarlega, bæði hún og Rolf. Þegar éggiftist Þorgerði Ingólfsdótt- ur sumarið 1981 fór Petra í fyrsta skipti ein til útlanda, Rolf lá veikur heima í Hamar. Hún var kaþólsk eins og Rolf en fór til altaris í Dómkirkjunni í Reykjavík eftir hjónavígsluna. Ég minnist hennar í bláu, í lit Maríu. Petra kom aftur heim til síns kæra Rolfs með mikla ást á íslandi, bæði landi og þjóð. Eftir að hún var hrifin brott frá honum, ákvað Rolf að hann yrði að sjá þetta land, sem Petru þótti svo vænt um, hann yrði að sjá það sama og hún hafði séð, fara sömu leiðir og hún hafði farið hér á íslandi. Það gerði hann á liðnu sumri. Sá sem hefur elskað er aldrei einn, dauðinn er engin lokakveðja. K.0. og Bjornsons og fram til skálda 3. og 4. áratugsins eins og Rudolf Nilsen og Nor- dahl Grieg, og Arnulf Overland var lifandi talsmaður verkalýðsflokksins og sósíal- ískrar hugmynda. Hið róttæka element í ljóðlist Rolfs Jacobsen er fremur til að líkja við þá bylt- ingu, sem atómskáldin hófu 20 árum síðar í íslenskri ljóðlist. Það var hinn ljóðræni heimur, universið, sem hann breytti í norskum skáldskap. Tæknivæðingin með vélmenningunni er einn hluti af þessu. Annað atriði, sem var álitið álíka fjarri ljóðrænni hugsun, var að hann færði þessa litlu hversdagslegu hluti inn í Ijóðið; allt þetta, sem var of nálægt og venjulegt til að komið hefði verið auga á hvaða gildi þessir hversdagslegu hlutir höfðu og hvers virði þeir eru. Rolf Jacobsen gaf hversdagsleg- um, venjulegum hlutum innihald og merkingu, jafnvel táknrænan kraft; alltaf sem mynd af okkar siðmenningu, sem lýs- ingu á lífsaflinu eða dauðanum. Pyrsta ljóðabók Rolfs Jacobsen kom út 1933. Hann er fæddur í Osló árið 1907 en hann hefur búið meiri hluta lífs síns í Hamar, borg í Austur-Noregi, en þar var hann blaðamaður þar til hann komst á eftirlaun. Önnur ljóðabók hans, „Vrimm- el“, kom út 1935. Síðan heyrðist ekki frá honum sem skáldi í 16 ár en hann skrifaði alltaf sem blaðamaður. En árið 1951 hófst nýr og afkastamikill þáttur í skáldskap hans með „Fjerntog". Hann hefur gefið út 11 ljóðabækur, 2 bækur með úrvali ljóða sinna og 3 útgáfur af „Dikt i samling". Auk þess hefur hann séð um útgáfu á úr- vali af ljóðum Bjornsons. Það segir töluvert um stöðu Rolfs Jacob- sen að ljóð hans eru þýdd á meira en 20 tungumál og sérstakar útgáfur með ljóð- um hans hafa komið út í fjölmörgum lönd- um þ. á m. Bandaríkjunum og Sovétríkjun- um. Ljóð hans er að finna í ljóðasafninu „Norræn ljóð“ í þýðingu Hannesar Sig- fússonar en því miður hefur enn ekki verið gefin út sérstök Ijóðabók á íslandi með þýðingum á ljóðum hans. Þrátt fyrir þessa stöðu sína sem best þekkta ljóðskáld Noregs í dag og sá, sem færði hljóðfall og myndir Samtímans í ljóðlistina, auk þess sem hann var fjöl- miðlamaður, þá hefur hann forðast feit- letraðar fyrirsagnir um sjálfan sig og líf sitt. Stóru tíðindin hafa alltaf verið ljóða- bækurnar hans, skáldskapur hans, textinn sem hann skrifar, og skáldið lifir sínu góða fjölskyldulífi langt í burtu frá nær- göngulum myndavélum vikublaðanna og hneykslistímaritanna. Þó maðurinn Rolf Jacobsen kunni að virðast hlédrægur og feiminn í ljósi fjöl- miðlanna þá hefur hann sem skáld þekkt æðarslög samtíðar sinnar betur en nokk- urt annað norskt skáld. Skáldskapur hans er afar hnitmiðaður og felur i sér allt; ekkert er of stórt eða of lítið til að vera gegnumlýst í ljóðinu, bókstaflega sagt allt frá brenndum eldspýtum, götusteini, út- blásturslofti, til jarðarinnar sem fer ferð sína um himingeiminn án stýrimanns með sína þungu byrði af blómum og börnum. Það hefur verið sterklega undirstrikað að Rolf Jacobsen er skáld vélmenningarinnar, skáld tækninnar öðrum fremur, og fljótt var litið á hann sem mikinn og einlægan aðdáanda tækniþróunar nútímans. En svo einfalt er það ekki, skáldskapur hans er bæði skýr í myndmáli sínu en um leið flók- inn, skoðanir hans eru hvorki einfaldar né grunnhyggnar. Allt kemur þetta fram í fyrstu ljóðabók hans, „Jord og jern“, og þar kemur jörð á undan járni. Þegar Rolf Jacobsen skrifar um stál og hjól og vélar, er gildi þeirra ávallt metið út frá því mannlega, — eða þeim er gefið gildi eftir því hvað þjónar manneskjunni og þeirri jörð, sem er undirstaða fyrir allt mannlegt líf. Hann er ekki blindur fyrir því að vélarnar sem þjóna manninum geta snúist gegn lífinu og jörðinni. Þýðingar- mikið atriði er það, hvað tengir manneskj- ur saman og hvað gerir okkur ókunnug hvert fyrir öðru og ókunnug lífinu sjálfu. I þessum skáldskap er aðskilnaðurinn milli náttúrunnar og þess sem maðurinn hefur skapað að engu gerður. Þannig má líta á hrifningu Rolfs á járnbrautinni; járn- brautin er eins og æðakerfi, sem tengir saman land og fólk, þessi gífurlegi kraftur sem brýst um landið, ófær fjöll og dali og myndar samband milli þess sem áður hef- ur verið sundrað, einangrað. Járnbrautar- lestin fer um hverja ljóðabókina af ann- arri og skáldið sjálft býr í raun og veru alveg við brautarsporið, — í húsinu hans í Hamar má greina titringinn frá lestinni sem er á ferð, hann býr eins nálægt járnbrautinni og mögulegt er og það er ekki tilviljun. ,í skáldskap Rolfs er hlutur dulhyggju stór. Hrifning hans á öllu því sem áður var óþekkt í skáldskapnum er tengd þessu. Sá skilningur að um allt sköp- unarverkið fari kraftur sem sameinar og tengir, en þar fer líka annað afl sem sundrar og eyðir lífi. í öllum skáldskap Rolfs Jacobsen er leit að heild, að sam- ræmi, leit að því afli sem getur tengt allt sem er sundrað og einangrað. Þessi leit hans byggir á trúarstyrk og trúarfestu. í mörgum ljóðum hans verður fyrir okkur sundraður heimur þar sem menn og hlutir eiga hvergi heima, eru rofin úr öllum tengslum. Það eru hin gömlu tengsl, sem hann vill skapa að nýju, hann vill sýna okkur, áður en það er of seint, að við erum hluti af samhengi sem felur í sér allt. Þannig stendur nútímaskáldið með vélar sínar og hljóðfall stórborgarinnar í klass- ískri, mystísk-kristinni hefð: sársaukinn að vera slitinn úr samræmi og frá upphafi sínu og þráin eftir að allt hið sundraða finni stað sinn, gildi sitt og samhengi. Því þrátt fyrir allt það sem við svo auðveldlega skynjum sem modernitet hjá Jacobsen, má skýrt greina sögulega vitund í bókum hans og nálægð náttúrunnar; hann yrkir líka um fjöll, haf, skóga og landsbyggðina. Við skulum heldur ekki gleyma því sem hann hefur sjálfur sagt, að hinn gamli norræni kveðskapur hafi verið sér sem skáldi upp- spretta innblásturs. í einu af seinustu ljóð- um hans, „Den lille bonden" úr ljóðabók- inni „Tenk pá noe annet“ (1979), segir „Det er den lille bonden/ sem er taperen í verd- en“, það var hann sem féll í öllum styrjöld- um, það var hann sem þeir tóku jörðina frá, hann sem varð að flytja úr dalnum sínum og inn í verksmiðjurnar. En það var hann sem vissi hvernig á að sá korninu, hvernig kálfarnir urðu til, hann sem þekkti skýin og vindinn og hnegg hest- anna. Nú þekkir hann dráttarvélina og vextina af láni. En það segir í ljóðinu ... doren har han enná litt pá klem, den lille bonden. Hann horer nár graset gror og nár jorden pánytt skal fede. Han som har tapt. Til ná. Men som vi kanskje má sparre snart om veien. Dit vi kom fra. Der det gror. Den lille bonden, litlu hlutirnir, það sem við tökum ekki eftir venjulega, fær mikinn þunga í þessum skáldskap af því að þessir litlu hlutir, hið einfalda, bera með sér hin földu tengsl ólíkra tíma og tengsl milli hluta. Það sem getur virkað sem andstæður, — það að Rolf Jacobsen er bæði gagntekinn af „stillheten mellom strá“ og af stáli og rafmagni og risastórum vélum — þessar andstæður mætast í því sem er hlutverk skáldsins, að sameina það sem er sundrað, að gegnumlýsa sína samtíð, að sjá falin munstur, og umfram allt að vera opinn fyrir gömlu og nýju merkjamáli samtím- ans. Því það skáld sem stífnar í gömlum myndum huga síns og afstöðu er dautt skáld. Það væri rangt að halda því fram að Rolf Jacobsen væri pólitískt skáld. Hér eru engir plakat-textar, engin orð um að mars- éra hingað eða þangað, og trúarviðhorfin sem ég hef nefnt verða aldrei að prédikun. Skáldið er sá sem sér, eins og skáldið hefur verið á öllum tímum, hann sér og hann spyr. Einn gagnrýnandi hefur gagnrýnt Rolf Jacobsen fyrir að hann hafi ekki látið í ljós reiði yfir óréttlæti né barist fyrir að breyta kjörum manneskjunnar. Ljóð hans bera ekki blæ þjóðfélagsbaráttu eða reiði vegna óréttlætis samfélagsins, skrifar gagnrýnandinn. Gagnrýnandinn hlýtur að hafa skilið lít- ið af þessum ljóðum. Því ekkert skáld í norskum bókmenntum hefur bent svo greinilega á þennan hættutíma sem okkur sivilisasjon er í. Hann hefur ekki bent á þetta með áróðri og slagorðum en með sýn. Með því að gegnumlýsa, elskandi og hæðn- islega, vísindalega nákvæmt og viðkvæmn- islega skynjandi, fingurgómanálægt og fjarlægt þannig að samhengi stígur fram — sjónauki og smásjá. T.d. samhengið milli vélmenningar og nútíma styrjalda, samhengið milli aukins þéttbýlis og slit- inna róta — en fyrst og fremst með sterkri, þroskaðri vitund um að allt — þot- an, stráið, rafmagnslínan, barnið, tölvurn- ar, sá gamli sem var fæddur á annarri öld, katedralen og súpermarkaðurinn — allt á það heima á sömu jörð. Og þessi jörð er stjarna í himingeimnum og öll erum við farþegar. Sjá þýðingu Matthíasar Johannes- sen á Ijóði Rolfs Jacobsen á bls. 5.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.