Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1984, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1984, Side 14
Snorri Sveinn 1 Norræna húsinu Snorri Sveinn Priðriksson listmálari og forstöðumaður leikmyndadeildar sjónvarpsins opnar í dag sýningu á vatnslitamyndum í Norræna húsinu. Þessar myndir eru sérstæðar í þá veru, að þær eru allar unnar í tengslum við ljóö úr nýrri ljóðabók eftir Sigvalda Hjálmarsson, sem út er komin í 300 tölu- settum eintökum og heitir Víðáttur. Ljóð Sigvalda eru svo sem vænta má tilraun til að tjá andlega reynslu og myndirnar eru því einnig af mystískum toga. Hvern- ig þessi tengsl ljóðs og myndar geta ver- ið, sést með því að bera saman ljóð Sig- valda, sem birtist hér á síðunni og for- síðumynd Snorra Sveins, sem er í tengsl- um við þetta Ijóð. Snorri stundaði framhaldsnám í myndlist í Svíþjóð og hefur haldið marg- ar einkasýningar. Myndefni hans hafa lengst af verið á mörkum hins afstrakta, þó út af því geti brugðið, bæði á þessari sýningu og eins í myndröð þeirri, sem Snorri vann á þessu ári sem baksvið fyrir upptöku sjónvarpsins á Gullna hliðinu. Það verður á dagskrá á jólum og verða því gerð nánari skil í jólablaði Lesbókar. SIGVALDI HJALMARSSON Sólarlag Eldský hnígur yfir bræðir mig og breytir í mökk úr engu Hlátri er slöngað innanúr engu Hann breytist í óteljandi alheima sem þjóta um í mér einsog vindur gegnum gras mesti áhrifamaður þess fyrirtækis í 25 ár, bar eftirmaður hans, hinn 56 ára gamli Gavin Relly, mikið lof á forvera sinn: „í augum margra varð Harry Oppenheimer ímynd þeirra vona, sem menn bera í brjósti um framtíð Suður-Afríku; hann varð táknmynd trúarinnar á hæfni okkar við að vinna sjálfir bug á þeim vandamál- um, sem að þjóð okkar steðja, og koma fram eðlilegum breytingum með friðsam- legu rnóti". Harry Oppenheimer gegnir í senn hlut- verki verjanda Suður-Afríku og gagnrýn- anda á þann hátt, að ummæli hans og álit á þróun mála í landinu virðast byggð á staðgóðri þekkingu og laus við hleypi- dóma. Hann er fylgjandi því, að þjóðir heims haldi áfram að hunza suður-afríska íþróttamenn og bjóði þeim ekki til þátt- töku í alþjóðlegum íþróttamótum, vegna apartheid-stefnu suður-afrískra stjórn- valda. Þetta þátttökubann umheimsins á íþróttaiðkanir með suður-afrísku íþrótta- fólki fer þó yfirleitt mjög í taugarnar á hinum hvítu þegnum landsins. En svo er líka önnur hlið á þessu máli: Bannið hefur leitt til þess, að fólk af mismunandi kyn- þáttum í Suður-Afríku hefur allt í einu öðlast alveg nýjan samstöðuvilja, og menn eru teknir að sýna samheldni sína í svo ríkum mæli, að óhugsandi hefði mátt telj- ast fyrir svosem tíu eða jafnvel fimm ár- um. „Það er skynsamlegt að viðhalda þessu þátttökubanni," segir Harry Oppenheimer, „á meðan haldið er uppi aðskilnaði kyn- þáttanna hjá okkur í viðkomandi íþrótta- grein. En þeir aðilar, sem standa á bak við þetta íþróttaleikjabann í Suður-Afríku, ganga þó ennþá lengra. Þeir vilja með því breyta öllu stjórnmálakerfi landsins, og það er nokkuð sem þessir menn hafa alls engin tök á.“ Stóriðjuhöldurinn álítur ekki, að erlendt viðskiptabann og efnahagslegar þvinganir gegn Suður-Afríku séu skynsamlegar að- gerðir. Og hvað þá með bann við vopnasölu til landsins? „Það bann hefur einungis leitt til þess, að Suður-Afríka er nú þegar búin að koma sér upp hergagnaiðnaði, undir eftirliti stjórnvalda, og þessi iðnaður er orðinn svo öflugur, að landið getur nú orð- ið flutt út vopn að auki. Ég álít þessa þróun að vísu ekki beinlínis æskilega, en ég get í þessu sambandi ekki ásakað stjórnvöld landsins um neitt.“ STAÐA mála engu AUÐVELDARI, EFTIR ÞVÍ Sem tímar líða Oppenheimer veit ofurvel, að tíminn vinnur ekki með Suður-Afríku. „Ungt rót- tækt fólk í borgunum krefst ríkisstjórnar á grundvelli almenns kosningaréttar í ein- ni ríkisheild," segir hann. Þess beri auk þess að gæta, að Suður-Afríka verði stöð- ugt fyrir miklum þrýstingi að utan. Ríkis- stjórnin okkar hefur að miklu leyti með sinni eigin fákænsku skapað ástand, sem kommúnistar eiga afar auðvelt með að færa sér rækilega í nyt til þess að koma af stað ókyrrð meðal almennings í landinu." Hvað getur framfarasinnaður iðjuhöld- ur aðhafst við slíkar aðstæður? Harry Oppenheimer er strax í essinu sínu. „Mín skoðun er sú, að við ættum að viðurkenna verkalýðssamtökin, hefja smíði íbúða fyrir blökkumenn, en framar öllu að koma á almennu starfsfræðslukerfi og framfylgja þeirri stefnu, að allir þegnar landsins eigi jöfn atvinnutækifæri, án til- lits til þess af hvaða kynþætti þeir eru. Þannig ættu blökkumönnum að opnast leiðir í ábyrgðarstöður." Sem sagt svartur stjórnarformaður í risafyrirtæki Oppenheimers Anglo Amer- ican Corporation? „Það er fræðilegur möguleiki," er svarið. Vel á minnst einungis fræðilegur. „Það eru vissir fordómar til staðar," bætir hann við, „og okkur tekst ekki að hafa uppi á réttu mönnunum." Harry Oppenheimer ætlar sér ekki að gefast upp við að framkvæma það áhuga- mál sitt að mennta úrvalshópa meðal blökkumanna, jafnvel þótt hann hyggist brátt draga sig í hlé og láta af öllum valdastöðum innan risafyrirtækisins. Hann hefur þegar sagt af sér stöðu stjórnarformanns hjá Anglo American Corporation, en hefur hingað til þó ekki viljað sleppa stjórnartaumunum hjá demantafyrirtækinu De Beers. Demanta- iðnaðurinn á sem stendur við mikla örð- ugleika að stríða, og hinn „gjafmildi einok- unarhringur" hefur misst þau heljartök, sem fyrirtæki Oppenheimers hafði áður á heimsmarkaðnum. Afturkippurinn, sem orðið hefur í efnahagsmálum í heiminum að undanförnu, hefur leitt til minnkandi sölu á demöntum. Fyrirtæki Oppenheim- ers hefur orðið að hætta starfrækslu náma og neyðst til að leggja hina stærri, fínni og dýrari geimsteina sína til hliðar í öruggar fjárhirzlur, en sú ráðstöfun hefur aftur á móti reynt mjög á fjármagnsgetu fyrir- tækisins. 250.000 MANNA Starfslið Harry Oppenheimer verður hugsað hálfa öld aftur í tímann, þegar föður hans tókst að ráða vel fram úr málum fyrirtæk- isins í miklu erfiðari kreppu og gat svo að lokum skapað þann einokunarhring dem- antaframleiðenda, sem ræður nú á dögum lögum og lofum í framleiðslu og sölu um það bil 80% allra þeira demanta, sem á heimsmarkaðinn koma — þar á meðal rússneskra demanta. Sonurinn vildi ekki gefast upp og lýsa sig sigraðan við aðstæður, sem faðir hans hafði áður sigrast á. Harry ber mikla virð- ingu fyrir föður sínum og dáist mjög að þeim dugnaði og hæfileikum, sem hann hafði til að bera. „Já,“ segir hann, „það er víst óhætt að segja, að þarna blandist viss hégómagirnd inn í. Ég vildi ekki draga mig í hlé, fyrr en hlutirnir væru farnir að ganga svolítið betur.“ Hann álítur, að verstu örðugleikarnir séu nú yfirstignir, enda þótt hin fágæta, dýrmæta framleiðsluvara hans seljist enn heldur treglega. „Ég verð 76 ára hinn 28. október næst- komandi. Það er víst tími til kominn, að ég fari að draga mig í hlé; en mér er hins vegar ennþá ekki alveg ljóst, nákvæmlega hvenær það verður." Oppenheimer er þeirrar skoðunar að sú fyrirtækjasamsteypa, sem hann lætur eft- ir sig, sé rekstrarlega vel á vegi stödd. Öll skipulagning starfseminnar er miðstýrð og helzt í hendur við ákvarðanatöku, sem aftur dreyfist á marga aðila innan fyrir- tækisins. Þetta risafyrirtæki hefur um tvöhundruð og fimmtíu þúsund manns í þjónustu sinni, og það teygir orðið arma sína um allan heim. Arðurinn, sem fyrir- tækið gefur af sér ár hvert, þætti góð heildarvelta hjá evrópsku stórfyrirtæki. Gull er langsamlega þýðingarmesta framleiðsluvara fyrirtækisins, því næst kemur langur listi af málmum og öðrum dýrum efnum unnum úr jörðu; það á iðn- fyrirtæki út um allan heim, verzlunarfyr- irtæki, banka, tryggingarfélög. Hið öfluga eignarhaldsfélag, Minorco, sem skráð er á Bermundaeyjum, annast umsjón með vax- andi viðskiptahagsmunum í Norður- Ameríku. Stendur ef til vill fyrir dyrum að losa um tengslin við Suður-Afríku? „Ó, nei. Við eigum allt of mikið í húfi í Suður-Afríku." En Oppenheimersamsteypan og fjöl- skyldan raunar sjálf viðheldur mjög nán- um tengslum við Evrópu og alveg sérstak- lega við Bretland. Tíu af alls 28 fram- kvæmdastjórum í stjórn Anglo American Corporation eru brezkir. Oppenheimer- fjölskyldan kemur alitaf með reglulegu millibili til Englands til þess að halda sambandi við ættingja sína og vini þar- lendis og til þess að njóta þess, sem brezkt menningarlíf hefur upp á að bjóða. Harry Oppenheimer man aðeins óljóst eftir hinum þýzka föðurafa sínum, gyðingi, sem rak tóbaksverzlun í bænum Friedber í Hessen. Harry kom einu sinni í stutta heimsókn til afa síns, skömmu eftir fyrri heimsstyrjöldina. „Sem fjórtán ára göml- um dreng þótti mér langa, hvíta skeggið hans afar tilkomumikið, en það skiptist í tvær tjúgur, sem náðu langt niður á bringu," segir hann og lætur um leið hend- urnar strjúkast niður um bringu sér til að Iýsa skegginu nánar. En svo rofnuðu öll tengsl við ættingjana í Þýzalandi. Enn ein styrjöld skall á, og þá barðist Harry Oppenheimer með brezkum liðssveitum í Norður-Afríku. í KJÖLFAR auðjöfurs- INS CECIL rhodes Af alls tíu börnum Oppenheimers tóbakskaupmanns í Friedberg fluttust fimm synir skömmu fyrir síðustu aldamót frá heimkynnum sínum til Lundúna og hófu þar hver af öðrum verzlun með dem- anta. Þaðan héldu þeir svo í kynnisferðir til Suður-Afríku, þar sem þessir gimstein- ar voru einmitt þá teknir að finnast í stór- um stíl fáum árum síðar, og Cecil Rhodes hafði þegar lagt grundvöllinn að hinu volduga demantaveldi sínu. Þeir Opþen- heimer-bræður höfðu þó ekki ýkja langa viðstöðu í Suður-Afríku heldur sneru brátt aftur til Lundúna — allir nema Ernest Oppenheimer, sem settist að þar syðra og komst síðar inn í einokurnarhring dem- antaframleiðend. Oppenheimerfjölskyldan hefur svo smátt og smátt öðlast mun meiri áhrif innan einokunarhringsins heldur en eignarhluti hennar, sem nemur 8,5%, segir til um. Ernest Oppenheimer gerði son sinn, Harry, að meðeiganda í demantafyr- irtæki sínu, eftir að ungi maðurinn hafði lokið háskólanámi í Oxford, Lét faðirinn Harry strax í upphafi „fá miklu meiri áhrif innan fyrirtækisins heldur en ég átti :í rauninni skilið". Hann hefur verið í framkvæmdastjórn Anglo American Corporation í hartnær fimmtíu ár, þar af 25 ár sem stjórnarfor- maður fyrirtækisins. Þegar hið viðamikla eignarhaldsfélag Minorco var stofnað, valdi Harry Oppenheimer hinn 49 ára gamla Julian Ogilvie Thompson til að gegna starfi aðalframkvæmdastjóra þessa þýðingamikla fyrirtækis. Ogilvie Thomp- son er fyrrum Rhodes-styrkþegi frá Ox- ford-háskóla og Oppenheimer ber mikið lof á hann fyrir „hið nákvæmlega hnitmið- aða, skapandi fjármálavit," sem hann hafi til að bera. Ogilvie Thompson er líka greinilega ætlað að taka við starfi stjórn- arformanns hjá De Beers eftir Harry Oppenheimer. Það er bræðrungur Harrys, sir Philip Oppenheimer, og sonur hans, Anthony, sem annast rekstur demantaverslunarinn- ar í London. Fyrrverandi tengdasonur Harrys Oppenheimers, Skotinn Gordon Waddell, kom fyrst til S-Afríku sem rugby-leikari og giftist Mary Oppenheim- er. Þau hjón eru nú skilin en Gordon Waddell hefur þó haldið framkvæmda- stjórastarfa sínum hjá Anglo American Corp., þar sem platínuverzlunin er orðin sérsvið hans. Sonur Harrys, Nicholas, 38 ára, hefur verið gerður varastjórnarfor- maður Anglo American Corp. og hefur þar með tekið sér örugga bólfestu rétt við há- tind valda og áhrifa innan fyrirtækisins. Sonur Nicholas, það er að segja fjórði ættliður Oppenheimera í S-Afríku, hefur nýlega verið innritaður í einkaskólann Harrow í Englandi til þess að verða að- njótandi sömu eftirsóttu fágunar ensks uppeldis, sem faðir hans og afi hlutu þar í landi á sínum tíma. Fjölskylduklíka? Ættarhöfðinginn bros- ir. „Var það ekki brezki aðmírállinn Fish- er, sem sagði: Viturleg ívilnun er einasta leiðin til að ná fram mikilli afkastagetu"? Og hefur kerfið þá reynzt vel? „Ég er helzt á því, en annars verða aðrir að leggja dóm sinn á þá hlið málsins. Vitanlega er ekki unnt að stjórna svo risastórri sam- steypu fyrirtækja eins og fjölskyldufyrir- tæki, þótt öll þessi fyrirtæki séu, á vissan hátt, málefni fjölskyldunnar í mínum aug- um. Ég hef sjálfur aldrei fjárfest nema í okkar eigin fyrirtækjum." WILFRIED KRATZ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.