Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1984, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1984, Blaðsíða 6
Ný vopn í baráttunni viö hjartasjúkdóma ótt dánartíðni af völd- um hjartasjúkdóma og áfalla fari enn lækkandi, halda vis- indamenn á sviði læknisfræði áfram að finna nýjar leiðir með lyfjum og tækjum til að leita uppi, meðhöndla og stöðva óvin vestrænna þjóða númer eitt. Á hinni árlegu vísindaráðstefnu „Hjartaverndar" í Bandaríkjun- um fyrir nokkru ræddu sérfræð- ingar um þróun þessara mála. Þjálfunarpróf Ákveðnar þjálfunarprófanir þremur vikum eftir hjartaáfal) geta gert læknum kleift að segja fyrir um líkurnar á öðru áfalli og þekkja úr þá sjúklinga, sem er svo lítil hætta búin, að þá þarf ekki að meðhöndla með lyfjum eða skurðaðgerðum, svo að þeim er óhætt að hverfa aftur til vinnu sinnar. Tíu ára könnun, sem gerð var á vegum læknadeildar Stan- ford-háskóla á þúsund karl- mönnum, sem höfðu lifað af hjartaáfall, leiddi í ljós, að þeir sem gátu tekið stigmyllupróf og stóðust það — en það var um helmingur þeirra — áttu ekki á hættu að deyja af öðru áfalli nema því sem nam tveimur af hundraði. Könnunin sýndi einnig, að um 45 af hundraði þeirra, sem höfðu lifað af áfall, voru ófærir um að taka prófið, og það voru 25 pró- sent líkur á því, að þeir dæju innan árs. Sjúklingar, sem gátu farið í þjálfunarprófið, en „féllu", en það voru um 5 prósent af heildinni, lifðu við 10 prósent líkur á því að deyja innan árs. „Við þurfum alls ekki lengur að sitja auðum höndum og láta náttúruna hafa sinn gang,“ segir dr. Robert DeBusk, sem starfar að hjartaendurhæfingarkönnun- um við Stanford-háskóla. „Hvað varðar sjúklinga, sem eru í mik- illi hættu, ættum við að taka fljótt til okkar ráða með lyfjum eða skurðaðgerðum. En hvað hina snertir, sem eru í lítilli hættu, ættum við ekki að fram- kvæma dýrar prófanir vegna sjúkdómsgreininga. Með því mætti spara mikil útgjöld." INNBYGGT TÆKI Tölvustýrt tæki, sem væri komið fyrir í sjúklingnum, svip- að gangráði, getur komið í veg fyrir bana af völdum lífshættu- lega óreglulegs hjartsláttar með raflosti, sem kemur hjartslætt- inum í eðlilegt horf á ný. Þetta tæki, defibrillator, hefur verið reynt á 250 sjúklingum á 20 sjúkrahúsum, og það lækkaði dánartíðni þessara sjúklinga niður fyrir 5 af hundraði sam- anborið við hið venjulega hlut- fall sem var 60 eða þar yfir. forðað frá Heilaskemmdum Nýtt lyf, prostacyclin, hefur reynzt vel til að koma í veg fyrir skemmdir í heila af völdum hjartaáfalls, segja rannsókn- armenn við Texas-háskóla. Lyfið, sem leysir upp blóð- tappa, er enn á tilraunastigi, en það hefur verið gefið í æð 20 sjúklingum innan 24 stunda, frá því að þeir fengu hjartaáfall. Sum fórnarlömbin fengu „stórkostlegan og reyndar ævintýralegan bata“, að því er skýrslur herma. Eitt þeirra, 33 ára gamalt, gat ekki talað eða hreyft sig hægra megin, en náði sér innan 5 mínútna eftir að hafa fengið lyfið. Álls fékk um helmingur sjúklinganna ein- hvern bata vegna prostacyclins. „Það er engin góð sjúkdóms- meðferð til við bráðu hjarta- áfalli, svo að notkun prostacycl- ins sem hugsanlegs meðals í slíkum tilfellum vekur mikla eft- irvæntingu," segir dr. Frank Yatsu, sérfræðingur í taugasjúk- dómafræði við háskólann. „Sá dagur kemur, er ég viss um, þeg- ar hægt verður að beita tafar- lausri sjúkdómsmeðferð með lyfjum til að forða heilanum frá skemmdum. Þjálfunarpróf á stigmyllu gerir læknum kleift að segja fyrir um hættu á öðru hjartaáfalli. Sumir sjúkiinganna fengu stór- kostlegan og reyndar ævintýra- legan bata, að því er skýrsiur herma. Einn þeirra gat hvorki tal- að ná hreyft sig hægra megin, en náði sér innan fimm mínútna eftir að hafa fengið lyfið prostacyclins — og alls fékk um helmingur sjúklinganna einhvern bata vegna þess. ERFÐAVÍSAR KÓLESTERÓLS í fyrsta sinn hefir vísinda- mönnum tekizt að finna erfða- vísana, sem stjórna þeirri gerð af kólesteróli, sem verndar fólk gegn æðakölkun. Dr. Jan Breslow og sam- starfsmenn hans við Rockefell- er-háskólann í New York hafa fundið aðalerfðavísinn að apolipoproteini A-l, hvítuhluta hins svokallaða „góða kólesteróls — HDL (high-density lipoprot- ein) — sem vinnur gegn myndun fitulaga á innveggjum æðanna. (Density = þéttleiki, lipo = fita, protein = hvíta.) Þar sem HDL-magn er tengt heilbrigðu hjarta og meiri lífs- líkum — sérstaklega hjá fólki yfir fimmtugt — eru vísinda- menn að leita leiða til að „hafa sem mest áhrif til eflingar HDL-kerfinu með erfðafræði- legum ráðum“, segir dr. Breslow. Vísindamennirnir við Rocke- feller-háskólann fundu einnig galla á þessum sama erfðavísi hjá fólki, sem þjáðist af æða- kölkun fyrir aldur fram og hafði vart mælanlegt magn af HDL-kólesteróli í blóðinu. Talið er, að um 2 til 3 af hundraði þjóðarinnar hafi erfð- agalla, sem leiði til æðakölkun- ar. „Þegar við höfum komizt að því, hvernig þessir erfðavísar starfa, getum við fundið upp að- ferðir til að lagfæra þá, sem gallaðir eru,“ segir dr. Breslow, prófessor í lifefnaerfðafræði og efnaskiptum. Boðað Hjartaáfall Þá hafa vísindamenn fundið hvítuhluta hins svokallaða „slæma kólesteróls" — LDL (low-density lipoprotein) — sem kann að skýra dauða af völdum hjartaáfalls meðal ungra manna, sem hafa eðlilegt magn af kólesteróli í blóði. í könnun á vegum McGill- háskólans í Montreal á 100 manns — þar sem helmingurinn var hjartasjúklingar, en hinir heilbrigðir — reyndist enginn marktækur munur vera á kólest- eróli eða LDL-kólesterólmagni hjá hópunum tveim. Það var fyrst þegar læknarnir mældu magn LDL-hvítu — apolipoprot- ein B — að hjartasjúklingarnir reyndust hafa umtalsvert meira magn en aðrir, sem þátt tóku í könnuninni. Líklegt má telja, að heilbrigðisyfirvöld muni mæla með því að visst fólk verði rann- sakað, hvað varðar þetta „laus- mála“ efni. Dr. Antonio Cotto við Baylor- læknaskólann í Houston segir: „Við vitum ekki nógu mikið til að fara að flokka alla, en ef mikið er um hjartveiki í fjölskyldu manna og kólesterólmagnið hjá þeim er eðlilegt, væri skynsam- legt af þeim að láta mæla bæði LDL-hvítuna og HDL, til að vita, hvort þeir séu í miklum áhættu- flokki, svo að þeir gætu notið góðs af breyttu mataræði eða lyfjameðferð. Leitað Með Huóðbylgjutæki Nýlega hefur verið tekið í notkun nýtt tæki, sem byggir á últrahljóðbylgjum og getur fundið myndun fitulaga í þeim slagæðum, sem liggja til höfuðs- ins, áður en nokkur sjúk- dómseinkenni hafa gert vart við sig. f könnun, sem gerð var á 40 mönnum, sem höfðu engin ein- kenni hjartveiki, og voru á ald- rinum 50 og 65 ára, kom á dag- inn, að hálsslagæðar höfðu þrengzt um 10 til 40 prósent. Könnun þessi var gerð á vegum Wake Forest-háskóla í Win- ston-Salem. Þegar svo er komið, að siagæð hefur þrengzt um meira en 50 til 60 prósent og sjúkdómseinkenni koma í ljós, er hætta á, að viðkomandi fái slag. „Þetta er greiningartæki, sem getur leitt í ljós, að fjöldi fólks, sem virðist fullkomlega eðlilegt, er í rauninni í hættu," segir Gene Bond, aðstoðarprófessor í samanburðarlæknisfræði við há- skólann. U R MINU HORNI Sannleikurinn í lífi okkar og list úsundir manna standa í gagnstæðum fylking- um. Allir eru jafnör- uggir í trú sinni á rétt- an málstað. I heiminum eru mörg allsherjar trúarbrögð, öll með sinn eina sanna guð. 011 eru svo þessi trúarsamfélög klofin í ótal smærri afbrigði. Áhangend- ur þeirra eru í aðalatriðum sam- mála um það að heimssýn þeirra sé hin eina rétta, — sama máli gegnir um alla pólitísku flokk- ana. En á öllum tímum hafa svo þeir verið til sem spyrja: Hvað er sannleikur. Einnig þeir eru margir. Fyrir tvö þúsund árum spurði valdsmaður í Gyðinga- landi þessarar spurningar á mikilli alvörustund, sjálfur Pontíus Pílatus, sem líka varð frægastur dómara fyrir það að þvo hendur sínar og láta raddir múgsins svæfa efa sinn. Hann vissi þá örugglega ekki hve ör- lagarík orð hans voru. — Hann dæmdi eins og hann vissi að fjöldinn ætlaðist til. En hver lagði fólkinu orð á tungu? Á hverri öld halda menn efans að sannleikurinn sé ekki einn heldur margir. Stundum er það orðað svo að margar hliðar séu á hverju máli. Lýðræði og frelsi eru falleg orð. Fyrir peninga er hægt að kaupa sér fylgi, fyrir atkvæði vald. Og með valdboði opinberu eða dulbúnu er hægt að móta og lögfesta hinn eina sannleika. Gegn þessu hljóta riddarar efans að stríða, þeir verða sjaldnast vinsælir. I þeim hópi hef ég alltaf viljað vera. Ingmar Bergman Við erum búin að sjá myndina hans Ingmars Bergman. Fanny og Alexander heitir hún og svík- ur ekki aðdáendur þessa mikla nútímameistara Svíanna í kvikmyndalistinni. Ég þarf ekki að hafa mörg orð um hann, því jafnvel þeir sem allt hafa á hornum sér þegar á Svía og Sví- þjóð er minnst, eins og lengi hef- ur verið til siðs í háværustu fjöl- miðlum hér, geta ekki lofsorða bundist eða setur hljóða þegar verk hans eru annarsvegar. Persónuleg kynni mín af sænskum kvikmyndum hófust fyrst að ráði rétt eftir síðasta heimsstríð, en þá var stórveld- istíð Svía hin fyrri á sviði kvikmyndanna raunar langt að baki og hafið skemmtiiðnaðar- tímabil, sem varla var samboðið fortíð þeirra og ágætu leikara- vali. En einmitt á þessum árum, áður en Ingmar Bergman varð frægur, veitti ég honum fyrst at- hygli sem rithöfundi. Ég hlust- aði þá á hann lesa upp skáld- sögukafla á ungskáldasamkomu í Stokkhólmi. Og höfundarnafn- ið festist mér strax í minni, þótt ég muni hvorki orð né efni þess sem þessi ungi maður las, svo sérstæður var stíll hans og framsetningarmáti. Enn get ég líka séð fyrir mér ungan mjó- sleginn pilt, í fyrstu nokkuð feiminn og hlédrægnislegan í pontunni. En fljótt sópaðist allt slíkt burt og hann gleymdi öllu nema eigin ágæti og áhuga á hraðstreymandi söguefninu. Eftirstríðsstefnur Segja mætti að eftir fyrri heimsstyrjöldina, og þó fyt-ir al- vöru eftir þá síðari, hafi raunsæ- isstefnan í bókmenntum, mynd- list og kvikmyndagerð hlotið dauðadóm sinn, þótt honum verði auðvitað aldrei með öllu fullnægt. Gamla rómantíkin gat að sjálfsögðu ekki á ný hrósað fullum sigri í hinum svokallaða menntaða heimi, til þess vorum við öll um of merkt af hörmung- um síðustu áratuga og vonsvikin vegna allra hugsjónanna, sem reyndust varla annað en reykur þegar á átti að herða. Hinar nýju stefnur eftirstríðsáranna ein- kenndust af hrottaskap, klámi, ýkjum og fáránleika, raunsæis og rómantíkurblandan varð fjar- lægari trúverðugleikanum en nokkru sinni fyrr. Það var þessi tími sem skapaði Ingmar Bergman og gaf honum byr und- ir vængi. Hugmyndaflug hans og myndauðgi er ótrúlegt. Ótrúlegt er einmitt rétta orðið. Best er að hætta hverjum leik þá hæst hann fer, segir í gömlu danskvæði. Ég vil hætta að gera kvikmyndir áður en halla fer undan fæti. Þetta verður síðasta myndin. Þetta hefur Bergman nokkrum sinnum sagt síðustu árin, enn á góðum listamanns- aldri, jafnan látið undan eigin löngunum og háværum kröfum aðdáenda sinna. Síðustu árin hefur hann starfað í Þýskalandi, einkum við leikhús sem leik- stjóri. í undirbúningi þar, segja sænsk blöð, eru nú þrjár sjón- varpsmyndir eftir helstu leikrit- um Ibsens. Þegar því er lokið flytur Ingmar Bergman aftur endanlega til Svíþjóðar. En eng- inn trúir því að hann setjist í helgan stein. JÓN ÚR VÖR 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.