Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1984, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1984, Blaðsíða 7
Ingimar Erlendur Sigurðsson: Oddur og orðið Oddur bók guðs bar í Skálholtsfjós, bjartast kotum þjóðar varð hún ljós. Þýðing orðsins hóf upp tungutak, tónsins birtu huldi myrkraþak. Mál sem fyrrum mærði kóng í höll, messa skyldi guðs um dýrðarspjöll. Bölþung orð svo yrðu himinfleyg, andi hljóður væng með niður steig. Andinn hafði áður stallinn gist, orðið þegar varð að holdi fyrst. Þegar guðsorð fæddist frónskt á mál, fjósið varð sem kirkja þrungin sál. Viðstödd burðinn voru ómálg dýr, valdsins tungur undrið hljóðlátt flýr. Kraftaverk íkimum aðeins vinnst, kirkjan eitt sinn ljóssins fræ var minnst. Versleg dró að Skálholtskirkja ský, skein með Oddi trúarsólin ný. Drottins himni krossinn viðar kot, kaltré valdsins timbra loftleg slot. Frómur púki fjóss á bita hékk, fremst í kirkju átti hefðarbekk. Fyrr við Sæmund fróða þreytti stríð, fyrnd var máttarklerksins sigurtíð. Andans förunauti nýtt bar við, norðurljósin gengu Krists í lið. Skýlaust guðsorð skapar endalok skratta vöfðum inn í hefðarsprok. Þegar guðsorð tungum yrði tamt, trúin brauði deila myndi jamt. Stéttin myrka missti eignarhald, makt og upphefð, jarðneskt trúarvald. Myrkum anda útlegging var nauð, orðið vígði læsan trúarsauð. Björt var þessi biskupssonar hönd, bókuð augum frelsar trúin lönd. Milli ljóssins lína púkinn stökk, langt upp fyrir horn í djúpið sökk. Leiðir margt í myrkan efahug, magnar rök og vísar trú á bug. Oddur Gottskálks grunlaus þessa var, guðsorð frelsað út í ljósið bar. Fingra milli fjöðurstafur lék, flugið hvergi skýjum undan vék. Brandur guðs er bækur helgar sneið, bita fjóssins gjörði Krists að meið. Andans vígslu viður málsins tók, vængjuð listin flaug með trúarbók. Trúin hverri tungu risti kross, til þess málið heilagt geymdist oss. Tungumál og trú varð lýðum eitt, tálgröf púkans gamla fékk því breytt. Hví á nútíð hvergi lausnarson ? hendur orðsins snara fleyga von. Frelsun andans fjötrar hagsýn trú, fjölmiðlun í hennar stað er nú. Má þar dulið greina sigurglott, gefur tóninn loðið framaskott? Lóðrétt jafnt sem lárétt krossinn smeið, ljós sem aldrei breiða veginn skreið. Istnar Mujezinovic: Hundurinn, 1983, — kröftugur expressjónismi. MEÐ SINU LAGI Júgóslavnesk myndlist er dálítið á sér parti, ekki sízt fjöldi naivista — en júgóslavneskir myndlistar- menn virðast meiri náttúrubörn en gengur og gerist og fantasían stendur þeim nærri. Júgóslavnesk list hefur verið kynnt hér í haust og nú er í ráði að fara með stóra íslenzka sýningu til Zagreb Miroslar Sutej: AppoIIo i Zagreb, 1983. Sutej vinnur íanda popplistar- innar og bér með hland• aðri tækni. Nokkru eftir að blöðin hættu að koma út í september síðastliðn- um, var opnuð júgó- slavnesk myndlistarsýning í Listamiðstöðinni við Lækjartorg eins og ekkert hefði í skorizt. Það fór um þá sýningu eins og fleiri á þeim tíma, að hún fékk ekki þá umfjöllun, sem hún átti skilið, því hér var vissulega at- hyglisvert framtak. Nokkru áður hafði Listamiðstöðin staðið að kynningu á nokkrum ítölskum listamönnum og var þess reynd- ar getið í Lesbók, — en það er markmið Jóhanns G. Jóhanns- sonar, sem stýrir Listamiðstöð- inni, að koma á samskiptum milli erlendra myndlistarmanna og íslenzkra. Nú er svo að sjá, að sýning Júgóslavanna hér dragi þann dilk á eftir sér, að haldin verði á næsta ári allstór íslenzk mynd- listarsýning í Zagreb, sem er mikil sýninga- og menningar- borg með hátt í milljón íbúa. Er það raunar ákveðið og vonandi stendur ekki á framkvæmdinni. Kona er nefnd Sarka Kolin frá Zagreb í Júgóslavíu, en býr í Noregi, þar sem hún rekur um- boðsfyrirtæki og hefur staðið að gagnkvæmum sýningum á milli Noregs og Júgóslavíu. Sarka er mikill forkur eins og margar konur í viðskiptalífi og hún beitti sér fyrir sýningu landa sinna hér. Fór hún í því augna- miði til síns heima fyrr á árinu og safnaði saman verkum þeirra Radislar Trkulja: Þegar kirsuberin eru borðuð, 1980. Myndefni bans er oftast fantasía, en útfærslan expressjónísk. LESBÖK MORGUNBLAOSINS 1. DESEMBER 1984 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.