Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1984, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1984, Qupperneq 3
E 1-BgHfW SSSSSlNlSBaSSBSli] Úlgefandi: Hf. Awakur, Reykjavlk. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthlas Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Glsli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Slmi 10100. Forsíðan Sólarlag — eftir Snorra Svein Friðriksson og ein af myndum hans á sýningu í Norræna húsinu. Sjá nánar á bls. 14. Heilsuræktin bezta er að taka annan fótinn framfyrir hinn úti undir beru lofti. Svona er það einfalt Sumsé: Hæfilegar gönguferðir eru fínn lífs-elexír og skerpa hugsunina líka. Muggur var hvers manns hugljúfi og „í sannleika eins og stórt barn" svo sem Björn Th. Björnsson segir í texta sinum í nýrri listaverkabók um Mugg, sem út kemur senn. Hér er birtur kafl- inn, sem segir frá för listamannsins til New York. Gervivísindi eða alvöruvísindi? Menn eru ekki á eitt sáttir í Háskóla íslands um dulræn fræði ýmiss- konar og þykir sumum, að fátt hafi á unnizt eftir áratuga rannsóknir. Fjórir doktorar úr Háskólanum hafa haldið fram mismunandi skoðunum um þessi efni og fyrri hlutinn birt- ist hér. JÓNAS GUÐMUNDSSON Kvæði Húsið var orðið gamalt og þú gast ekki lengur greint það frá jörðinni. Samt var það úr eik. Og einn daginn tóku þeir sig til og rifu það og það blæddi lengi úr sárinu. Úr Bryngerðarljóðum Svo er okkar ást í milli sem hús standi hallt í brekku, svigni súlur, sjatni veggur, sé vanviðað; völdum bæði. Jónas Guömunsson er rithöfundur og blaðamaður I Reykja- vlk. Höfundur Bryngeröarljóöa er ókunnur. Fjárfestingar í gáfnalandi Krísuvíkurskólinn var hannaður og fram- kvæmdir hafnar vegna þess að Svíar töldu að tilteknir hópar nem- enda skyldu vera í fjar- lægð frá öðrum nem- endum. Það stóð svo á endum að jafnskjótt sem skólahúsið var fokhelt voru Svíar búnir að skipta um skoðun. Þá voru framkvæmdir stöðvaðar. Nú vill enginn nýta þetta húsræksni, ekki einu sinni fyrir svínastíu. Dæmi þetta, svo grátbroslegt sem það nú er, hefði þó ekki eitt sér valdið slagsíðu á þjóðarskútunni. Offjárfesting og röng fjárfesting í gervöllu skólakerfinu nemur örugglega mörgum Krísuvíkurskólum. Örlítið meira um það: Fyrir fáeinum áratugum þótti húsmæðraskóli nauðsyn- legur í hverri sýslu. Húsmæðraskólarnir þurftu sín hús. Og fengu þau. En þegar svo var komið að sérhver heimasæta landsins átti kost á skólavist í húsmæðraskóla var þess konar nám allt í einu talið óþarft og skólarnir dæmdir úreltir. Eftir stóðu hús- in sem minnismerki um hugsjón sem einu sinni var. Nú er ekki útilokað að líkt fari fyrir héraðsskólunum. Þar er þó um sýnu meiri fjármuni að tefla. Héraðsskólunum var í upphafi komið á fót af stórhug og glæsi- brag. Með vaxandi kröfum var svo upp- bygging þeirra haldið áfram á áranna rás, gömul mannvirki endurbætt, ný reist. I fyrstunni var skólum þessum ætlað alveg sérstakt hlutverk. Það breyttist að vísu með breyttum tímum. En skólarnir héldu velli og komu að notum hver á sínum stað. Þar til nú að ýmsir virðast telja að þeir hafi ekki lengur hlutverki að gegna. Kennslu- og heimavistarhúsin, mörg og stór, sem reist voru fyrir skattpening al- mennings, eru ekki lengur fullnýtt meðan heimtuð eru önnur hús á öðrum stöðum fyrir annars konar stofnanir. Er nokkurt vit í þessu? Einstaklingur, sem stjórnaði málum sínum á líkan hátt og hið opinbera hefur stýrt fræðslukerfinu íslenska, væri talinn í meira lagi ráðlaus. Meira að segja er ég ekki frá því að honum yrði brugðið um heimsku. En þvílík ásökun telur hinn dæmigerði íslendingur að sé hin háðulegasta sem á hann verði borin. Ekki hefur þeim þó verið frýjað vits sem farið hafa með íslensk fræðslumál á und- anförnum árum, að minnsta kosti ekki öll- um. En þekking þeirra og áhugi hefur oft reynst vera í öfugu hlutfalli við vald það sem þeir hafa tekið sér. Eins og endranær hlusta þeir á þá sem hæst hafa; þrýstihópa — auk kenningasmiða ýmiss konar sem hafa lesið erlend rit en þekkja ekki ís- lenskt þjóðlíf nema af bókum. Og langar ekki að þekkja það, telja sig yfir það hafna. Fyrir nokkru kom ég í skólahús úti á landi, reist fyrir eða um 1930. Enn bregður það stórum svip yfir umhverfið og ber ald- ur sinn með reiun. Engu virðist þar ofauk- ið; ekkert sem ekki kemur að notum. Formfast og hreint svipmót þess skyldi hafa þau áhrif að þeir, sem stigju þar inn fyrir dyr, hyrfu þaðan aftur menn að meiri og betri Islendingar. Skólahús, sem reist hafa verið hin síðari ár, hafa ekki vaxið að reisn með auknum byggingarkostnaði; þau sýnast kuldaleg og stíllaus, mörg hver. Ekki vantar samt prjál af ýmsu tagi sem vant er að sjá að komi að minnstu notum. En fyrst og fremst vitna þau um stefnuleysi íslenskra fræðsluyfirvalda. Stefnuleysi! Einmitt! Sem dæmi um stefnuleysið má minna á frumvarp til laga um framhaldsskóla sem legið hefur fyrir Alþingi í mörg ár, óaf- greitt. Frumvarp þetta er ámóta gáfulegt og önnur slík frá seinni árum sem því mið- ur hafa flestöll orðið að lögum og ríða nú fjárlögum íslenska ríkisins á slig, ár hvert. En hvað um það — þó frumvarp þetta hafi ekki verið staðfest og verði vonandi aldrei að lögum hefur í mörgum greinum verið farið eftir því, t.d. lagt í hinar furðu- legustu áætlanir með frumvarpið að leið- arljósi. Hvað yrði sagt ef Ölgerðin Egill eða Sanítas færu að brugga og senda á markað áfengt öl — út á frumvarp sem ef til vill yrði að lögum eftir fimm ár eða tíu? EKLENDUR JÓNSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. DESEMBER 1984 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.