Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1984, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1984, Page 9
Kafli úr nýrri listaverkabók um Mugg sem Listasafn ASI og Bókaútgáfan Lögberg gefa út. Eftir Björn Th. Björnsson Við stekkinn, 1913. „Hairn var í sannleika stórt bam“ Enda þótt skipaferðir milli Danmerkur og íslands legðust ekki að öllu niður sökum stríðsins, varð æ erfiðara um aðdrætti. Það var því tekið til ráðs að senda skip vestur um haf, og hafði „velferðarnefndin“ svo- kallaða forgöngu um það. í októberlok þetta haust, 1915, þurfti ólafur Johnson stórkaupmaður, mágur Muggs, að fara verslunarerinda til New York, og bauð honum með sér. Sumir hefðu eflaust kosið annað fremur en að velkjast á gömlu Botníu fram og aftur yfir þvert Atlants- haf, og það um miðjan vetur, með þýska kafbáta í hverri skipaslóð, en Muggi þurfti ekki að bjóða tvisvar. Það lýsir Guðmundi mjög vel, hvernig hann bregst við þessari heimsborg hrað- ans og tækninnar. Það eru ekki mannvirk- in sem vekja aðdáun hans, né öll hin nýju lífsþægindi sem hún hefur að bjóða. „Eitt er hjer afar skemtilegt," segir hann í bréfi þaðan, „og það er þessi gegnumsimpla am- eríkanska negramúsík, — henni er voða gaman að.“ Þegar þessi orð voru skrifuð, ríktu enn þýskir sálmar yfir tón- listarvitund Norðurálfu; þeir voru spilaðir á heimilisharmóníið í blúnduskreyttum stofum borgaranna, og eflaust hefði sá maður talist hættulegur siðmenningunni sem fyndi skemmtun, hvað þá fegurð, í frjálsri sönggleði svertingjanna. En þetta er Muggi líkt. í hljómlist þeirra finnur hann eitthvað af sjálfum sér, eitthvað barnslegt og hrifnæmt og örlátt. Hann fer kvöld eftir kvöld í söngleikahús til negr- anna, og þegar „forestillingin" blandast saman við fjölskyldulíf leikaranna og allt gengur á tréfótum, er honum hjartanlega skemmt. í einu bréfinu til Kristínar segist honum svo frá: „Jeg var í leikhúsi um dag- inn með nokkrum ameríkönskum strákum. Leikararnir voru allir negrar og helming- urinn af Publikum. Við sátum í fyrstu röð. Stykkið var „spöj", — það hét „Happy Love“ eða „Græsenken með Trebenet“ [varla hafa negrarnir þó leikið á dönsku!], — endalaust slúður með innlögðum döns- um og söngvum. í þriðja þætti sá maður næstum því Elskerinduna eignast þríbura í scenunni. ... Svoleiðis var, að Prima- donnan er gift (privat altsaa), og á sex krakka. Þeir eru altaf í kúlissunni þegar LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 1. DESEMBER 1984 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.