Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1984, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1984, Blaðsíða 13
Hlutir fara á stjá. Teikning frá síðustu öld af mögnuðum draugagangi. miðilsins, en ekki með áhrifum frá látnum. Andmælti hann hinni spíritísku kenningu en var eindreginn stuðningsmaður raun- verulegra sálarrannsókna (6). Guðmundur Hannesson (1866—1946) var prófessor í læknisfræði og gerði um- fangsmikla rannsókn á Indriða Indriða- syni en hann var eitt aðalumtalsefni Reykvíkinga á fyrsta og öðrum áratug þessarar aldar. Guðmundur ritaði ýtarleg- ar greinar um rannsóknir sínar í Norður- land (7), Journal of the American Society for Psychical Research (8) og í Morgunn (9). Hann leiddi hjá sér að taka afstöðu til ofannefndra kenninga, þótt rannsóknir hans sannfærðu hann um raunveruleika fyrirbæranna. Guðmundur Hannesson var framkvæmdasamur og áhugamikill um margs kyns rannsóknir og einn frum- kvöðla að stofnun Vísindafélags íslend- inga. T.d. var hann upphafsmaður mann- fræðirannsókna hérlendis. Ráða má af skrifum ritstjóra Fréttabréfs í 4. tbl. 5. árg. að hann telji dulsálarfræði til hjáfræða. Samkvæmt því telur hann væntanlega sálarrannsóknir Guðmundar Hannessonar til hjáfræða en mannfræði- rannsóknir hans til vísinda, þótt Guð- mundur beitti við hvorutveggja raunvís- indalegum aðferðum („hinni vísindalegu aðferð") eftir því sem best var við komið. Samkvæmt þessum skilningi eru það við- fangsefni fremur en aðferðir sem greina sundur vísindi og gervivísindi og mun mörgum koma sá skilningur á óvart. Eða getur hugsast að ritstjórinn telji ákveðna rannsókn til vísinda þegar Guðmundur Hannesson framkvæmir hana en gervivís- indi þegar einhver annar gerir hana á sama hátt? Falla Haraldur Níelsson, Ág- úst H. Bjarnason og Guðmundur Hannes- son í hóp gervivísindamanna — sem sam- kvæmt ritstjóra „starfa að því að rugla almenning, slæva dómgreind manna og forheimska" — við það eitt að dirfast að rannsaka þau fyrirbæri sem sálarrann- sóknir, og nú dulsálarfræðin, fæst við? Er ekki fyllsta þörf rannsókna á þessu sviði til að reyna að „greina á milli þess sem talist getur „rétt“ þekking og „röng“, sannleikur og lygi“ (S.St) einmitt þegar „jafnvel verkfræðingar telja jafnmikið mark takandi á skoðunum „konu með svartan kassa" á því sem sé að gerast við Kröflu og á skoðunum jarðvísindamanna sem þarna hafa stundað rannsóknir um árabil", eins og ritstjórinn bendir á? Mér sýnist bæði á dæminu um verkfræð- ingana sem trúa á „konu með svartan kassa“ og á skrifum ritstjórans, að þessir ektavísindamenn séu næsta ófróðir um vísindalegar rannsóknir sem varða þessi svokölluðu dulrænu fyrirbæri. Ég tel þá hafa orðið illilega fyrir barðinu á dóm- greindarlitlum og ýkjukenndum skrifum um þessi efni. Því má bæta við að slík rit — megnið af þeim bókum og greinum sem líklegt er að almenningur rekist á — gera þeim sem reyna að stunda rannsóknir á þessu sviði ekki síður oft gramt í geði en ektavísindamönnum. Að lokum skal þess getið fyrir fróð- leiksfúsa menn að þrjú fræðileg og vís- indaleg tímarit koma í Háskólabókasafn um þessi efni, Journal of Parapsychology, Journal of the Society for Psychical Re- search og Journal of European Para- psychology. Ef verkfræðingar og aðrir ektavísindamenn tækju að lesa þessi rit að staðaldri, þykir mér með ólíkindum að þeir fari fleiri ferðir á fjöll með „konu með svartan kassa“. Ritstjórinn myndi heldur ekki lengur spyrja hvort Sai Baba væri guð. í Háskólabókasafni eru einnig tvö vönduð yfirlitsrit um þessar rannsóknir: Handbook of Parapsychology ritstýrt af Benjamin B. Wolman og Advances in Parapsychological Research í tveimur bindum ritstýrt af Stanley Krippner. Þegar jafnvel valinkunnir heiðursmenn og ektavísindamenn vaða í feni fávísi og hleypidóma á einhverju sviði, sýnir það ekki að einmitt þar sé nauðsyn vísinda- legra rannsókna og fræðslu? ( 1 ) Haraldur Nlelsson: Poltergeist pheno- mena in connection with a medium, observed for a lenght of time, some of them in full light. Psychic Science, 4, 1925, 90—111. ( 2 ) Haraldur Nlelsson: Reimleikar I Tilrauna- félaginu. Morgunn, 11, 1930, 171 — 198. ( 3 ) Haraldur Nlelsson: Wonderful boy medi- um in lceland. Light, 25. okt., 1. og 8. nóv., 1919. ( 4 ) Agúst H. Bjarnason: Drauma-Jói. Sannar sagnir af Jóhannesi Jónssyni frá Asseli, tilraunir o.fl. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavlk 1915. ( 5 ) Agúst H. Bjarnason: An lcelandic seer. Report on a supposed case of travelling clair- voyance. Journal of the Society for Psychical Research. 17, 1915, 53—76. ( 6 ) Agúst H. Bjarnason: Trú og sannanir. Iðunn, 6, 1920—21, 103—121, 215—236, 294—308. ( 7 ) Guömundur Hannesson: ( Svartaskóla. Sjö framhaldsgreinar I Noröurlandi 21. des. 1910 til 18 marz 1911. ( 8 ) Guömundur Hannesson: Remarkable phenomena in lceland. Journal of the American Society for Psychical Research, 18, 1924, 233—272. ( 9 ) Guðmundur Hannesson: Tvelr fundir hjá Tilraunafélaginu. Morgunn, 5, 1924, 217—226. Svargrein Þorsteins Sæmundsson- ar, önnur grein Erlendar Haraldsson- ar og grein eftir Reyni Axelsson birt- ast síðar. s V 1 p M Y N |d| Demantakóngurinn HARRY OPPENHEIMER arry Oppenheimer — nafn hans táknar orðið hið sama og gull og gimsteinar. Hann er sonur þýzks gyðings frá Hessen í Þýzkalandi, sem árið 1904 gerðist inn- flytjandi í Suður-Afríku, þar sem honum tókst að ná fótfestu í demantaverzluninni. Sonurinn, Harry, gerði svo fyrirtæki föður síns að því stórveldi í fjármálaheiminum, sem það er í dag. Velgengni hans og auð- ævi byggjast að verulegu leyti á því kyn- þáttamisrétti, sem ríkjandi er í Suður- Afríku, en núna er Oppenheimer orðinn einn af hvassyrtustu gagnrýnendum apartheid-stefnunnar í heimalandi sínu. Kemur það þá ekki við kauninn að vera þegn lands, sem umheimurinn meðhöndlar eins og einhvern limafallssjúkling? Harry Oppenheimer hikar ekki eitt ein- asta andartak, áður en hann svarar: „Auð- vitað er það sárt. Sérhver maður vill að öðrum þyki vænt um hann.“ En Suður- Afríku, þessu landi, sem faðir hans fluttist til frá Þýzkalandi fyrir áttatíu árum, er ekki auðsýnd mikil ástúð eða vinahót. Harry er fæddur þar, börn hans og barna- börn eru fædd þar. Fjórir fimmtuhlutar allra helztu viðskiptahagsmuna þess stór- iðjufyrirtækis í gull- og demantavinnslu, sem Harry Oppenheimer hefur byggt upp og ræður yfir, eru bundnir við Suður- Afríku. En Harry Oppenheimer hefur alltaf bor- ið kápuna á báðum öxlum að vissu leyti. Hagur hinnar risavöxnu fyrirtækjasam- steypu hans hefur blómstrað í Suður- Afríku, en af siðferðilegum ástæðum hefur hann hins vegar fordæmt opinbera stefnu stjórnvalda varðandi aðskilnað hinna mis- munandi kynþátta landsins eða apartheid eins og þessi stefna er kölluð á afrikaans, móðurmáli Búanna. Hann álítur, að að- skilnaðarstefnan sé auk þess til trafala í efnahagslegri framþróun landsins. Hann heldur uppi vörnum fyrir Suður-Afríku og gagnrýnir hana í sömu andránni. „Það er margt, sem teljast verður slæmt í Suður- Afríku, en þar ríkir þó frelsi til að gagn- rýna stjórnvöld, og það meira frelsi en í nokkru öðru afrísku landi." í allri afstöðu hans fléttast greinilega saman sú viðleitni hans að viðhalda fjármálalegum og við- skiptalegum hagsmunum sínum, við óskina um að koma pólitískum framförum í kring í landinu. Oppenheimer er á sífelld- um ferðalögum um allan heim og heldur ræður, þar sem hann færir rök að því, „af hverju þjóðir heims ættu einnig að halda áfram að fjárfesta í Suður-Afríku," hann bendir á hinar bjartari hliðar, þar sem aðrir sjá eiginlega ekkert nema skugga. KYNÞÁTTASAMSTAÐA VEGNA ÍÞRÓTTA- Og VIÐSKIPTAB ANNS Harry Oppenheimer telst fulltrúi hinna frjáslyndari afla í stétt kaupsýslumanna í Suður-Afríku — einn úr hópi hinna ensku- mælandi suður-afrísku þegna, sem við- halda nánum tengslum við Evrópu, en eru borgarar lands, sem stjórnað er með harðri hendi af afkomendum Búanna. Þeg- ar „hinn góði Suður-Afríkani" í árslok 1982 lét loks af störfum sem stjórnarfor- maður mikilvægasta stórfyrirtækisins, það er að segja The Anglo American Corp- aration of South Africa, eftir að hafa verið Harry Oppenheimer LESBÓK MORGUNBLAOSINS 1. DESEMBER 1984 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.