Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1984, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1984, Qupperneq 10
Konur 6 stakkstædinu á Bíldudal. Teikning med blýanti og bleki, — dæmigerð fyrir búmorinn, sem kemur sro víða fram í myndum Muggs. Ein af teikningum Muggs rið Búkollu. Á næturkránni, olíukrítarmynd frá 1921. Alútur ríður hann nú, blessaður. móðirin leikur. Svo vildi svo illa til þetta kvöld — í alvarlegustu scenunni, — þar sem Elskerindan er að segja Elskaranum hvað hrærist í hennar sál — Tunglsljós — að krakkarnir fara aö rifast í kúlissunni og hávaðinn heyrist um alt leikhúsið. Móðirin verður rasandi — stansar og fer út og skammar þá, — kemur svo inn aftur og heldur áfram. En þá var Elskarinn orðinn leiður að bíða og var að fá sjer bjór í hinni kúlissunni —. Tableau? Forresten meðan jeg er við negra. — Jeg má til að segja þjer eitt æfintýri sem jeg upplifði hjer um dag- inn. Jeg var í lítilli Varieté — með þessum sömu strákum —, og við sátum líka þar í 1. röð (fínir menn, bílætin kosta 25 aura). Þar söng negrastelpa. Við vorum að fjolla við hana, en alt í einu stansar hún mitt í vísu, bendir á mig og segir: ,Oh, I love you, long man!’ Svo þegar vísan var búin, kom hún niður og settist hjá mjer og sagðist ,killa’ mig ef jeg vildi ekki elska hana — (Þá stakk jeg af).“ Til er saga af því, að nafngreindur ís- lendingur kom eitt sinn á Palads Hotel Kaupmannahöfn, illa til reika eftir lang- ferð, með fóðrið út úr hattinum og ferða- töskuna njörvaða saman með snærum. Hann bað umsvifalaust um herbergi á fyrstu hæð. Móttökumaðurinn á hótelinu leit niður eftir honum með hrollkaldri for- akt og þótti ekki ómaksins vert að svara svo ósvífinni beiðni. En skyndilega áttaði hann sig, laut að manninum og spurði: „Er De Islænding?" Sá aðkomni játti því, og óðar breyttist kuldi móttökumannsins í brosljúfa stimamýkt. Um leið og hann kallaði á vikadreng að bera hattinn og töskuna upp á fyrstu hæð, hvíslaði hann að gestinum, svo sem til afsökunar: „Det er nemlig kun tre slags mennesker som bor pá förste sal i Palads: millionærer, inter- nationale svindlere — og Islændinge." Á Hotel Astor við Times Square í New York býr síst ófrægara fólk, og það var því aðeins eftir reglunni að þeir Ólafur settust þar að. En komu menn ekki frægir í þetta ágæta gistihús, verða þeir það gjarnan áð- ur en þeir kveðja. Vanti blaðamenn New York-borgar eitthvað til skemmtunar les- endum sínum, leggja þeir tíðum net sín í fordyri Hotel Astors og matreiða veiðina eftir sínum smekk. í stórblaðinu Evening Sun birtist hinn 3. nóvember langt samtal við Mugg, skreytt teikningum og klipptri mynd. Fyrirsögnin nær yfir fjóra dálka og hljóðar svo: „From Iceland’s frigid shore, where women vote, come wondrous fairy- tales“ — Frá köldum íslands ströndum, þar sem konur eiga atkvæðisrétt, koma undursamleg ævintýr. — Blaðamaðurinn hefur grein sína á því, að enda þótt New York sé „staðurinn eini“, verði menn samt öðru hverju varir við það, að til séu aðrir staðir á jarðríki, þar sem „genius burns, inspiration flickers and ambition bursts into flame". síðan segir hann frá komu Botníu, beint frá íslandi, með 5000 tunnur af síld og listamanninn Guðmund Thor- steinsson innanborðs. „Þessi ungi maður, sem hefur menntun listamanns og er þeg- ar byrjaður á starfi sínu, er hingað kom- inn ásamt mági sínum, eftir fimmtán daga sjóferð, og ætlar að nota tímann til þess að skoða New York með listamanns- augum sínum. Hinsvegar ætla íbúar New York og Chicago að nota tímann, meðal annars til þess að gæða sér á íslenskri síld.“ Þessu næst er lesandinn leiddur inn í forsal Hotel Astors, þar sem heyra má vikadrenginn ganga um, hrópandi hið langa og annarlega nafn: ,G-u-d-m-u-n-d- u-r T-h-o-r-s-t-e-i-n-s-s-o-n! „Hann gefur sig fljótt í ljós, hávaxinn, herðibreiður og karlmannlegur piltur, á að giska tuttugu og eins árs að aldri, og hann talar lýta- lausa ensku. — Hverskonar list fáist þér helst við? — O-h!, svarar hann feimnis- lega, — ég hef svo sem ekki gert mikið; raunar ekkert að kalla. Ég er rétt að byrja. Helst hef ég reynt við efni úr biblíunni, skreytingar og myndir við ævintýr. — Væri hægt að fá að sjá eitthvað af því? Hann skreppur frá, og innan skamms kemur hann aftur með svolítinn hlaða af lausum blöðum, teiknuðum með blýanti. En jafnvel í þessum lausu frumköstum má sjá athyglisverða fjölhæfni, bæði hvað snertir efnisval og getuna til þess að túlka það ... “ Síðan telur blaðamaðurinn upp nokkrar myndirnar og lýsir þeim, en sér- staklega verður honum staldrað við hið þunglimaða risafólk íslenskrar þjóðtrúar, með stóra hnúana, hendur og fætur eins og kerhlemma og góðlátlegan aulasvip á and- litunum. Hann biður Guðmund að segja lesendunum eina af þessum sögum. Það gerir hann viðstöðulaust, enda er mér ekki grunlaust um að þau tröll hafi bæði byrjað líf sitt og dagað uppi í .Kvöldsólinni’ í New York! „Hvar hafið þér lært list yðar?, er hinn ungi íslendingur spurður. — í Antwerpen, svarar hann.[!] Þeir hafa góða listaskóla þar. Næsta vetur býst ég við að fara til Parísar og verða þar í tvö ár! — Hvernig er það, hafa konur ekki kosningarétt í landi yðar? — Jú; síðan í júní 1 sumar hafa þær kosningarétt til Alþingis. Áður kusu þær aðeins til sveitastjórna og þessháttar. — Finnst yður það ekki valda glundroða feita þeim atkvæðisrétt? — Nei, alls Ég sé ekki að það hafi neinu breytt! i er auðheyrilega mjög undrandi á ningunni. — Hvaða störf eru það helst konur velja sér á íslandi, — utan ilisins? — Um það bil þau sömu og hér; hraðritarar, skrifstofustúlkur, síma- stúlkur, málarar ... — Þér eigið við list- málara. — Nei, nei! Húsamálara. — Þér ætlið þó ekki að segja mér að konur stundi þar húsamálun sem atvinnugrein! — Vit- anlega. En húsin eru smá hjá okkur, og þær þurfa ekki að klifra upp í ofurháa stiga. Hinsvegar mála þær mjög vel.“ „New York er staðurinn", segir blaðamað- urinn að lokum, — „en það virðast líka vera til aðrir!“ Á leiðinni vestur teiknaði Muggur all- margar myndir, og meðan hann dvaldist í New York gerði hann nokkrar, svo sem af söngkonum og frá næturkrám. í þeim eru áhrifin frá Degas-Lautrec greinileg, þótt fyrirmyndirnar séu óefað sprottnar af reynslu hans, er hann pældi næturkrárnar niðri á Manhattaneyju. Viðstaða þeirra Ólafs varð ekki aðeins vika, eins og sagði í viðtalinu, heldur hart- nær tveir mánuðir. Undir lok dvalarinnar skrifar Muggur Kristínu og segir henni það helst í fréttum, að nú sé Gerda Nyrop gift. „Nú verður víst eitthvað sagt: Aum- inginn hann Muggur, svona fór hún með hann, — en það er ekki við öðru að búast, hann fjollaði við svo margar! Altsaa, 20. desember förum við heim. Hugsaðu til mín á jólunum, þá erum við að veltast úti í Atlantsha£Líl_ Fjórum dögum áðqr en þeir Muggur létu í haf gerðust þau ynenningartíðindi í Reykjavík, að boðað v^r til undirbúnings- fundar um stofnun „Listámentafélags", og hafði Þórarinn B. Þorlákssop einkum for- göngu um það. Félagið, sejsrínú hlaut nafn- ið Listvinafélag íslands, var síðan form- lega stofnað þann 3. febrúar 1916, og var Guðmundur einn hinna 27 stofnenda, en það voru um það bil allir listamenn bæj- arins og ýmsir áhugamenn um myndlistir. Ekki var vel fyrir félaginu spáð; ísafold segir: „Að stofna félög — á því hefur sjaldnast staðið í þessu landi. En að halda þeim við og láta þau vinna gagn, — um þá hlið hermir sagan minna." Samt reyndist félagið hið þarfasta, gaf út rit um listir, gekkst fyrir mörgum opinberum fyrir- lestrum og hélt sjö almennar listsýningar á árunum 1919 til 1927.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.