Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1984, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1984, Blaðsíða 12
tímanum heillega mynd af framlífinu." Hver miðilsfundur er þá tilraun að hætti eðlisfræðinnar. Orð hafa streymt af vörum miðla, en — að fróðra manna yfirsýn — varla nægilega sannfærandi til þess að til- gátan megi heita staðfest. En sé svo, þá er það viss árangur, sem ritstjóra Fréttabréfs ætti að líka vel. Vísindahyggjumenn 19. aldar trúðu því, að leysa mætti allar gátur með aðferð vís- inda. En í ljós hefur komið að aðferðin hæfir ekki öllum gátum. Menn leysa t.d. ekki spurninguna um eilíft líf sálarinnar með vettvangskönnun eða tilraunaaðferð. Frumspekilegar spurningar gefa sér ákveðnar forsendur og um þær er hægt að rökræða. Ég álít að það sé varla nógu skýrt að segfa að vísindi sé þekkingarleit sem skil- ar árangri. Það er viðtekin venja að líta svo á, að vísindi sé fróðleiksleit sem notar vísindalega aðferð, og er þá undirskilið að fyrirbærin, sem rannsökuð eru, séu ann- aðhvort mælanleg að endurtakanleg eða hvorttveggja. Út frá þessari mælistiku ná margar rannsóknir í dulsálarfræði máli sem vísindi, a.m.k. í sama mæli og sálfræði og önnur félagsvísindi, og ef við neitum því, þá verðum við að neita félagsvísindum um að heita vísindi. Og með því að beita þessum mælikvarða fellur líka margt utan garðs vísinda, sem brallað er undir hattin- um dulsálarfræði. Arnór Hannibalsson, doktor í heimspeki. „Vísindahyggjumenn 19. aldar trúðu því, að leysa mætti allar gátur með að- ferð vísinda. En í ljós hefur komið að aðferðin hæfir ekki öllum gátum. Menn leysa t.d. ekki spurninguna um eilíft líf sálarinnar með vettvangskönnun eða til- raunaaðferð.“ Segjum sem svo að með hinni vísinda- legu aðferð leitist menn við að koma upp lögmálum á grundvelli athugaðra sam- kenna og orsakasamhengis. En er allt óvís- indi, sem er utan þessarar viðleitni? Ef svo er, þá er sagnfræði ekki vísindi. Hún fæst nefnilega við fyrirbæri sem gerast í tíma, einu sinni og ekki aftur. Saga lýsir slíkum fyrirbærum og skýrir þau með aðdraganda og ástæðum (og kannski orsökum, ef vel tekst til). En þar sem fyrirbæri sagn- fræðinnar eru ekki endurtakanleg (ekki einu sinni með tilraunum) er frekar lítið um almenn lögmál í sagnfræði (í merkingu eðlisfræðinnar). Er þá sagnfræði ekki vís- indi? Húmanísk fræði eru það ekki, ef við höldum fast við að öll fræði, sem ekki beita aðferð raunvísinda sensu stricto, séu ekki vísindi. Slíkur einstrengingsháttur er nú að ganga úr tízku. Viðleitni er í þá átt að finna það sem er sameiginlegt í aðferð- um beggja fræðasviða, og margir líta svo á að aðferðir beggja skarist verulega. Með þessu er ég einungis að segja að þekking, sem aflað er á fyrirbærum sem gerast einu sinni í tíma, og ekki aftur, er ekki nauðsynlega óvísindi. (Hvað yrði þá um eldgosafræði?) Það er e.t.v. erfitt að finna um þau lögmál, en það er a.m.k. hægt að skrásetja þau, lýsa þeim, og setja fram um þau tilgátur. En staðfesting á tilgátum er aldrei endanleg, í hvaða vís- indum sem er. (Norbert Wiener var eitt sinn spurður: Hversu mörg tilfelli telur þú að þurfi til að staðfesta tilgátu? Wiener svaraði: Tvö er ágætt, en eitt er nóg.) Þar með er ekki sagt, að allt sem rit- stjóri Fréttabréfs kallar hjáfræði sé virðu- leg vísindi. (Þess má geta innan sviga að fyrirbærafræði Helga Pjeturss. er sprottin upp af pósitívisma, en ritstjórinn virðist aðhyllast afbrigði af sömu hugmynda- fræði.) Sögur af miðlum eru bráðmikil- vægur þáttur í þeim fræðum sem lýsa þjóðarvitund okkar. Og þjóðleg fræði eru ágæt fræði, þótt þau séu ekki eðlisfræði. Erlendur Haraldsson dr. Enn um vísindi og gervivísindi Itveimur nýlegum tölublöðum Frétta- bréfs hafa ritstjórinn og Arnór Hannibalsson gert að umtalsefni vís- indi og gervivisindi, spíritisma og sálarrannsóknir. Langar mig að bæta nokkrum orðum við þau skrif. Spíritismi hefur aldrei verið vfsindi, heldur fyrst og fremst kenning eða skýr- ingartilgáta — ein af' fleirum — til túlkun- ar ákveðinna fyrirbæra sem verið hafa viðfangsefni sálarrannsókna (psychical research). Svo nefndu nokkrir bresicir vís- indamenn — aðallega við Trinity College í Cambridge — rannsóknir sínar þegar þeir tóku að beita raunvísindalegum aðferðum við rannsókn á hæfileikum sem einstaka menn virtust búa yfir þar sem annaðhvort var talin koma fram vitneskja sem ekki varð séð að viðkomandi hefði getað aflað sér með eðlilegum skýranlegum hætti, eða þar sem óútskýranlegar hreyfingar áttu að gerast í návist ákveðinna einstaklinga sem oft voru nefndir miðlar. Hér á landi varð þróunin sú að í huga landsmanna urðu sálarrannsóknir næstum lagðar að jöfnu við spíritisma og ef til vill mest vegna þess að lítið varð um rannsóknir í anda Trinity College manna, en þess meiri áhersla lögð á boðun hinnar spíritísku kenningar. Sálarrannsóknir í hinum upprunalega skilningi — nú oft nefnd parasálfræði eða dulsálarfræði — eiga sér samt nokkra sögu við HÍ. Þrír mætir menn lögðu hönd á plóginn á fyrri hluta aldarinnar, prófess- orarnir Haraldur Níelsson, Agúst H. Bjarnason og Guðmundur Hannesson. Auk þess kom lítillega við sögu Guðmundur Thoroddsen prófessor í læknisfræði. Allir voru þessir menn áhugamenn um sálar- rannsóknir en aðeins einn þeirra, Harald- ur Níelsson, var yfirlýstur spíritisti að því er ég best veit, þ.e. aðhylltist þá kenningu að látnir menn yllu sumum þeim fyrirbær- um sem sálarrannsóknir beindust þá mest að. Haraldur Níelsson (1868—1928) var prófessor í guðfræði og slíkur afburða kennimaður og mælskusnillingur að hann mótaði heila kynslóð presta. Hann gerði nokkrar merkilegar athuganir, sérstaklega á Indriða Indriðasyni miðli (1, 2, 3) en var afkastamestur við að útbreiða hina spírit- ísku kenningu enda lágu eilífðarmálin honum nærri sem guðfræðingi. Ágúst H. Bjarnason (1875—1932) var prófessor í heimspeki og sá fyrsti sem kenndi sálarfræði við HÍ. Hann gerði merka rannsókn á Drauma-Jóa, réttu nafni Jóhanni Jónssyni frá Langanesi, sem varð þjóðkunnur maður fyrir að vísa með tali í svefni á týnda hluti og skepnur. Rit- aði Ágúst um þetta lítið kver (4) auk þess að skrifa fræðilega grein í þekkt erlent tímarit (5). Hvað miðilsfyrirbærin varðaði aðhylltist Ágúst hina „animísku" kenn- ingu, þ.e. að skýra mætti fyrirbærin að fullu — að svo miklu leyti sem þau væru raunsönn — með sérstökum hæfileikum Erlendur Haraldsson, doktor í sálfræði. „Mér sýnist bæði á dæm- inu um verkfræðingana sem trúðu á „konu með svartan kassa“ og á skrifum ritstjórans, að þessir ekta- vísindamenn séu næsta ófróðir um vísindalegar rannsóknir sem varða þessi svokölluðu dulrænu fyrir- bæri.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.