Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 12
Mynd: Sigurður Valur GREINARHOFUNDURINN ásamt skáldinu Wole Soyinka. ) \ SKRAFAÐ OG ÞINGAÐ MEÐ SKÁLDUM EFTIRTHOR VILHJÁLMSSON Þarna var Thorkild Björnvig, Desmond O’Grady frá Irlandi og Wole Soyinka, Nóbelsverðlaunahafi frá Nígeríu sem lengi sat í fangelsum í heimalandi sínu. Skáldunum var skipt í þrjár umræóudeildir og ég var svo heppinn aó lenda þar sem Wole Soyinka var í forsæti. OKKUR var safnað í langan bíl þegar við komum úr flugvélinni, skáldum og fylgifisk- um sem áttum boð til skáldastefnu í Sintra. Þetta var í Portúgal og við höfðum flogið þangað frá íslandi, og vorum ennþá með Vatnajökul og skriðjöklana og sandana og hafíð fyrir framan í sálinni, og stigum út úr flugvélinni með þann farm og annan, og það var heitt suðrænt vor sem faðmaði okkur og lét okkur geyma í sálinni ævintýrasýnimar þegar við flugum um morguninn út úr skýja- hjúpi og fengum þá glæstu kveðjusýn við land okkar, svalt og eyðilegt, tröllslegt og óskipt- andi fyrir annað. Og það kom á daginn þegar stóri bíllinn lagði af stað út úr Lissabon með það sem hafði safnazt að þama var í flokknum þeim danska skáldið Thorkild Bjomvig og Birg- it og það var orðið dimmt úti og dimmt í bfln- um sem fór með okkur til Sintra, þann fagra sumardvalarstað fomfrægan og flóandi í ferða- mannaflokkum sem skvettust út úr langferða- bílunum í stórum slumpum. En við voram vist- uð á hóteli við aðaltorgið og safnast nú óðum skáldin. Og þar hitti ég aftur Wole Soyinka Nóbelsverðlaunahöfundinn frá Nígeríu, þennan dökka höfðinglega mann sem ljómaði í tign sinni f afrískum búningi í gráum litum á Nó- belshátíðinni þegar Toni Morrison hlaut þessi sömu verðlaun síðar en hann, ég kynntist hon- um þar og þá. Og hittumst nú aftur þar sem hann var nú kominn með konu sinni, og sagði mér að hann hefði ekki átt að sleppa úr landi því hann er enn ofsóttur af stjómvöldum þrátt fyrir sinn mikla frama: Þeir vissu ekki annað en ég væri heima hálfum mánuði eftir að ég laumaðist úr landi, hafði engan passa, sagði hann. Hann flýði Kaupmannahöfn vegna kulda en var brátt staddur á laun í London og kom þaðan yfír til Portúgals á þetta skáidaþing í ferðamannabænum á fomu frægðarplani, Sintra. Við stóðum f anddyri hótelsins og fyrir utan blöstu við döðlupálmar með þéttum klasa, og nú laufgast óðum trén öll og grannur meið- ur teygir sig upp úr rauðleitur með þykku grænu gljálaufi og rauðum blómum sem líka gljá einsog væra rósir úr leðri og utan á hús- um era azuleas, bláar smeltar plötur sam- kvæmt fomri hefð, og virki á hamrinum yfir bænum í rústum gnæfír hæst. Wole Soyinka sat lengi í fangelsum síns heimalands einsog lesa má í bókinni eftir hann: The man who died. Og það var fyrir löngu að PEN-samtökin sendu Peter Elstop þáver- andi aðalritara sinn til að koma tauti við sijóm- völdin undir fullum kastljósum þessara einu samtaka rithöfunda sem hafa áhrifsmátt til þess að hræra við valdföntum víða í veröldinni sem ofsækja skáld. En þá fór reyndar svo að sendiboðanum var líka varpað í fangelsi fyrir afskipti sín. Þá hertu samtökin enn sóknina með því að samstemma deildir sínar um heim- inn allan, og náðu þá báðum úr tugthúsinu. í slíkum samtökum má aldrei slaka á. Þar mæðir mest á framkvæmdaforystunni, aðalrit- aranum sem nú er Alexander Blokh, marg- tyngdum manni sem skrifar á frönsku undir nafninu Jean Blot. Forsetar koma og fara og einn þeirra sem verður lengi minnzt fyrir kost- gæfni og ötula forystu er Svíinn Per Wástberg sem lagði á sig mikil ferðalög víðsvegar um heiminn og erfíði. Þar skiptast náttúrlega á sigrar og svo hins vegar vonbrigði einsog til | dæmis í Rushdie-málinu þar sem þó hefur þokazt án þess að hinum skelfilega fatwa-dómi frá Khomeini hafí verið létt. En hugsum ekki " um það í bili heldur litumst um hæðir og ása umhverfis þennan vinsæla griðastað ferða- manna sem stendur á hæðum og um ásana kring vefst þéttur skógur með fjölbreyttum gróðri þar sem háar furar teygjast upp úr öllu grannar á stofninn með himingnæfum lauf- krónum spenntum einsog sólhlíf og horfa niður á hitt sem vex fyrir neðan og hrærist frá blá- folu heiði himins, og sums staðar era holt á milli með klöppum og smágerðum gróðri og flög á milli. Sólin seilist niður á skógarþykkn- | in og glitar laufklasana hér og þar, gyllir grein * og grein langan veg í dökku þykkni. Þama var kominn Elio Filippo Accrocca gamall kunningi frá Ítalíu sem sat í gamla daga í dómnefnd Taormina verðlaunanna og riflast upp fyrir mér minning um þegar skáld- blómi safnaðist í stóra herbergið mitt í Al- bergo San Domenico á hátíðinni til heiðurs ! 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996 !

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.