Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 19
lust milli himins og jarðar, óháð þyngdar- igmálinu og tímanum. Þess vegna lifa lög- i hans og það er alltaf jafngaman að hlusta þau. Gáfa Gershwins var af sama toga. Meistarar tónlistarinnar hafa mismunandi íikia laglínugáfu og leggja mismikla herslu á hana í verkum sínum. Schubert r einstakur, einnig Chopin. En það eru kki margar hendingar sem tónlistarunn- ndur kunna eftir Berlioz, þann stórsnilling; tyrkur hans lá á öðru sviði. Hann kunni lanna best á hljómsveitina og notfærði sér ður óþekkta möguleika hennar. Ég held ð Prókoffieff sé betri melódíker en Sjos- akóvíts, sem að mínu mati er stórum merki- egra tónskáld. Mörg fleiri dæmi má nefna. III. Það er eins og góð lög þurfi engrar mark- iðssetningar við. Þau kynna sig sjálf. Litla lugan hans Sigfúsar Halldórssonar var einu linni flutt í útvarpinu og næsta dag söng lana öll þjóðin, og hefur sungið síðan. Þetta rar öll markaðssetningin. Og Maístjaman íans Jóns Ásgeirssonar var sungin á sviði í ijóðleikhúsinu og í leikskrá var lagið að finna léttri útsetningu. Það var allt og sumt. sömu sögu er að segja um „í Skólavörðuholt- ð hátt... “ og „Snert hörpu mína... “ íftir mig. Og „Heyr himnasmiður... “ eftir ?orkel Sigurbjörnsson og „Hvert örstutt spor. . . “ eftir Jón Nordal voru ekki mikið narkaðssett. Þrennt er athyglisvert í þessu sambandi: ilest þessara laga urðu til í leikhúsi, höfund- írnir em ekki lagasmiðir, þ.e. slagarahöfund- ir, heldur tónskáld sem semja fagurtónlist, Dg textarnir em úrvals ljóðlist. Sveini Einars- syni var annt um tónlist á leikhússtjóraferli sínum. Margreynt hefur verið að gera lög vin- sæl, sem ekki höfðu lífsneistann í sér og ekki tekist þrátt fyrir útpældar markaðssetn- ingar. Við munum fjölmiðlafárið í kringum samkvæmisleikinn Júróvísjón; hvernig reynt var að kýla Hægt og hljótt og Gleðibankann inn í þjóðina á öllum rásum samtímis. Þjóðin lét þetta yfír sig ganga, en gleymdi lögunum jafnskjótt og látunum linnti. Það var allt og sumt og enginn skaði hlaust af. Þess má minnast að þrátt fyrir Gleðibankadelluna, em sum önnur lög Magnúsar Eiríkssonar merki- lega lífseig enda hefur hann laglínugáfu langt fram yfir aðra kollega sína í dægurlaga- bransanum. Um þessar mundir er ekki mikið af nýjum fallegum lögum í gangi. Afrakstur sam- keppna er rýr. Og þrátt fyrir mikla markaðs- setningu, og mikið áreiti verða lög ekki svo mjög vinsæl (hvað sem það annars merkir). Lagasmiðir detta ekki niður á smelli í stórum stíl. Var þetta alltaf svona, eða er þetta bara illt árferði í bransanum? Á bítlatíman- um voru alltaf að koma fram falleg lög sem allir sungu og syngja enn. Og síðan? Ég veit það ekki. Mér finnst stundum eins og að sándið hafi skyggt á laglínuna, melódíuna. Hún skiftir kannski minna máli en áður. Og sándið er afsprengi tækninnar. Það merkir eitthvað svipað og tónblær í klassíkinni. Kannski er sándið litur hljóðsins og áferð þess. Hljóðritunartækni hefur tekið miklum framförum, nú má búa til hvaða hljóð og hljóðblæ sem til er. Það má sampla allan hljóðheiminn og setja hann í tónstiga, og það má framleiða hvaða riþma og takt sem er. Útkoman verður ekki endilega lag, sem maður lærir og syngur sér til yndisauka, heldur síbylja eða jukk, sem maður kann ekki, syngur ekki, gleðst ekki yfir, þykir ekki vænt um, heldur venst við. Og um leið hættir maður að geta hlustað á þögnina. Hún verður beinlínis óþægileg. Síbyljuúðinn er settur af stað og þá líður fólki betur um stund. Þetta er vanabind- andi, verður fíkn. Margir geta ekki verið án síbylju, frekar en reykingamaður á tóbaks. Ég held að síbyljan sé sljóvgandi og for- heimskandi. Því er hún skaðleg, og um leið ákaflega hvimleið. Þögnin er sá jarðvegur sem tónlistin og göfugar hugsanir spretta úr. í nútímasamfé- lagi er mikil hljóðmengun alls staðar, og hún er óvinur fagurrar tónlistar. Bæði er alltof mikill hávaði í umhverfí okkar þéttbýlisfólks, og svo læðir síbyljan sér alls staðar inn. IV. Fallegt lag er annað en tónverk á mæli- kvarða fagurtónlistar. Stórbrotin sónata eða sinfónía er annað og meira en runa af falleg- um lögum. Vissulega koma fyrir grípandi stef í stærri klassískum verkum. En fagurtón- listin gengur út á annað í bland: uppbygg- ingu, úrvinnslu, dramatík og ýmislegt fleira. Oft er um flókið ferli að ræða sem ekki verð- ur numið við fyrstu heym. Þess vegna verð- ur stundum að hlusta oft á fagurtónlist eða klassík. En eftir því sem gaumgæfilegar er hlustað þeim mun meiri verður uppskera hlustandans. Þetta er einn munur á dægur- lögum og klassík. Efniviður fúgu er ein lítil tónhending eða stef. Það er ekki endilega fallegt í sjálfu sér, en það verður að vera auðþekkt, og umfram allt hafa úrvinnslumöguleika. Stefið verður fyrst stórkostlegt í úrvinnsluferlinu sjáifu. Fúgulistin eftir Bach er eitt merkasta verk í vestrænni siðmenningu samanlagðri. Allt verkið grundvallast á einu litlu stefi, eða lagbút. Og hann er hvorki fagur né ljótur, stórbrotinn eður léttvægur, þegar hann heyr- ist í einni rödd í upphafi verksins. Fyrst þeg- ar maður hefur heyrt allt verkið, og það mörgum sinnum, gerir maður sér grein fyrir því hversu stórfenglegt þetta litla stef er (tón- dæmi II). Sama er að segja um sumar sinfóníur, eins og þá Fimmtu - Örlagasinfóníuna - eftir Beethoven. Efni fyrsta þáttarins er fjög- urra tóna fram eða mótív. Mótívið er gríp- andi: þrítekinn tónn og þríundarstökk niður á við. Riþminn er eftirminnilegur. Framið er hvorki falleg né ljótt, heldur algjörlega hlutlaust. Það er heldur ekki sjálfstæð heild, eða hugsun; það krefst einhvers konar áfram- halds eða endurtekningar (tóndæmi III). Beethoven sá í því ótrúlega vaxtarmögu- leika. Það var hluti snilldar hans. Hann kunni öðram betur að notfæra sér þá og gefa tón- listinni þar með nýja dýpt. En seint mundum við kalla þetta fram „fallegt lag“. í loka- þætti fyrstu sinfóníu Brahms er stefíð áþekkt stefínu í lokaþætti níundi sinfóníu Beetho- vens. Og þegar Brahms var bent á þetta sagði hann: „Það getur hver asni séð“. Hann var ekki að taka neitt frá Beethoven, út- gangspunkturinn var svipaður, en úrvinnslu- ferlið allt annað. Lag, í algengustu merkingu, kallar tón- fræðin períódu: það sem alltaf kemur aftir. Lagið Gamli Nói byggist á þessu. Fyrst kem- ur ein hending, síðan önnur og loks upphafs- hendingin aftur. Formið er ABA. Lög eru stundum byggð á framum sem endurtekin era í hendingunum. Enn er Gamli Nói gott dæmi. Fyrst er sungið: Gamli Nói - þrítekinn tónn og þríundarstökk uppá við. Ög aftur er sungið: Gamli Nói, sama framið en byrjað á öðram tóni: þrítekinn tónn og stökk upp á við. Þetta heitir sekvens. Svo kemur: guð- hræddur og vís. Þríundarstökk' niður á við: guðhrædd-. Og svo aftir annað þríundarstökk niður á við frá öðram tóni: -ur og (tóndæmi IV). Þannig getum við haldið áfram að greina lög í framparta sína. Lög hníga líka og rísa. Gott dæmi er prýðilegt lag Björgvins Guð- mundssonar: Heyrið vella á heiðum hveri. Hendingamar rísa og hníga tignarlega og áreynslulaust. Og lög stefna á hápunkt (og stundum lágpunkt) eins og lesendur fínna er þeir raula lagið með sjálfum sér. Hápunkt- urinn fellur vel að ljóðinu: íslands er það lag. Annað gott dæmi um fagurlegt ris og hnig er stefíð úr miðkafla Pathetique-sónötu Beethovens. Laglínan rís í fyrri hendingunni og fellur eins og laufblað til jarðar í þeirri síðari (tóndæmiV). Kannski má nálgast leyndardóminn með þessum aðferðum en þær duga undarlega skammt þegar upp er staðið. Fegurðina er erfitt að höndla, og lærðar skilgreiningar duga skammt. V. Það er erfitt að koma orðum að því, sem mestu máli skiftir í tónlistinni, Og ég held að seint muni takast að finna óbrigðula formúlu að hinu fallega lagi. Sé fegurðin stöðluð hættir hún að vera fegurð. Það er eins og hún gufi upp ef maður kemur of nálægt henni, og ef maður snertir hana breytist hún í andhverfu sína. I öllu upplýs- ingasteyminu og áreitni nútímans er hætt við að fegurðin og tónlistin verði hversdags- leg vegna ofnotkunar. Og þá er hætta á andlegri gengisfellingu. Mér finnst stundum að öll falleg lög séu sorgleg, en ég veit ekki hvort öll sorgleg lög séu falleg. En Einar Ben. lýkur kvæðinu I Dísarhöll með þessum hendingum: ... Mín hæsta sorg og mín æðsta gleði þær hittast í söngvanna hæðum. Og kvæði þýska skáldsins August v. Plat- en hefst á þessum línum, í snilldarþýðingu Helga Hálfdanarsonar: Sá sem eitt sinn eygði fegurð hreina er frá þeirri stundu dauða merktur ... Höfundur er tónskóld • • MOLUR, RYÐ OG VÍSINDI TONIIST Sígildir diskar BACH J. S. Bach: Jólaóratóría, BWV 248. Anthony Rolfe Johnson (guðspj.m.), Nancy Argenta (S), Anne Sofie von Otter (MS), Hans Peter Bloc- hwitz (T), Olaf Bar (B); Monteverdi kórinn og The English Baroque Soloists u. stj. Johns Eliots Gardiners. Archiv 423 232-2. Upptaka: DDD, Abbey Road hljóðverinu, Lundúnum 1/1987. Lengd (2 diskar): 140:02. Verð: 3.199 kr. HÁTÍÐ fer að höndum ein, og hátíð fylgir tónlist. Þeim sem jólin eru bara gleði og gaman nægir að hlusta á “léttu jólalög- in,“ sem flestum tekst annars að fá heil- brigðan leiða á vel fyrir Þrettándann, þökk sé ljósvakamiðlum. J.S. Bach En svo eru líka þeir sem nota vetr- arsólhvörf til að bregða á fóninn tveim gimsteinum kirkjutónmennta sem hvorki mölur né ryð fá grandað: Messíasi Hándels og Jólaóratóríu Bachs. Engin önn- ur sígild tónverk af sömu stærð- argráðu eru jafn óijúfanlega tengd jólun- um í vestrænni mótmælendatrú, enda að sama skapi tíðfundin í hljómdiskamynd undir jólatrénu. Fáir eru þeir sem á annað borð hafa verið í blönduðum kór sem ekki hafa sungið í það minnsta einhverja kórk- afla úr öðru hvoru verkinu. Þar sem við Norðurlandabúar höfum verið að færast frá þýzku menningarsvæði yfir á enskt undanfarna áratugi, er hætt við, að þýzkur textinn í þessum sex sam- hangandi kantötum Bachs (helguðum 1., 2. og 3. jóladegi, umskurðarhátíð Krists, 1. sunnudegi nýars og þrettánda degi jóla) höfði ekki jafn beint til okkar nú og alþjóða- málið í verki Hándels, en flestum ætti þó að vera viðfangsefnið kunnugt. Svo mikið er víst, að innblástur Bachs stendur fyrir sínu, jafnvel þótt sungið væri á swahili. Óratórían er talin frá 10. kantorsári Bachs í Leipzig (1733), og, nema mig mis- minni, var hún það verk sem kom burgeisa- frú einni í háskólaborginni til að kvarta yfir, að meðferð guðsorðs leiddi hugann um of að óperuhúsum. Sem sagt poppmessa síns tíma. Að vísu nær óratórían ekki alveg sömu dulúðardýpt og hápunktar H-moll mess- unnar, en þó má finna perlur eins og Jauc- hzet, frohlocket! (afsteypu úr eldri verald- legri kantötu, Tönet, ihr Pauken!), Grosser Herr, Herrscher des Himmels, Herr, dein Mitleid, Fallt mit Danken, “Bergmáls“- aríuna frægu Flösst, mein Heiland, sveiflu- tenóraríuna Ich will nur dir zu Ehren le- ben, kórana Ehre sei dir Gott (ekki síður con swing) og Herr, wenn die stolzen Feinde schnauben, auk dansaríunnar tif- andi Nur ein Wink von seinen Hánden, svo stiklað sé á stóru. Síðan er að velja og hafna úr því sem i boði er á geisladiski. Úr vöndu er að ráða, því þótt ekki skorti fjöldann - a.m.k. 11 heildarútgáfur eru til á hérumbil jafn mörgum plötumerkjum - þá er hins vegar takmarkað hvað borizt hefur á okkar fjör- ur. Því miður virðast innkaupastjórar hér- lendra plötubúða, sem að vísu eru háðir litlum markaði og takmörkuðu lagerplássi, taka alfarið mið af niðurstöðum gagnrýn- enda tímaritsins Gramophone, þegar valið er úr, og trónir því Gardiner (sem endra- nær í seinni tíð) í efsta sæti. En þótt ritið sé virt, er það ekki eitt í heiminum, og þó að Gardinersútgáfan hafi hlotið mikið lof og prís á þeim bæ, er ekki þar með sagt að skotheld sé í einu og öllu, allra sízt þegar málið berst að flutnings- máta. Yngri plötukaupendur í dag fara margir varhluta af því sem áður var, áður en “upp- haflegur" (þ.e. sagnréttur, “authentic") flutningsmáti fór að verða nær einráður eins og nú er um eldri tónlist. Vissulega hefur sú stefna gert margt gagnlegt, því í rómantíkinni var flutningur barokkverka oft sligaður af t.d. of stórum hljómsveitum og að sumu leyti brenglaður af hugarfari þess tíma, og eimdi eftir af ýmsum misskiln- ingi fram yfir miðju 20. aldar. Síðan, eink- um eftir 1980, hefur dæmið svo snúizt við, að í hugum margra er nú orðið sáluhjálpar- atriði að fylgja söguheimildum út í æsar um upphafleg hljóðfæri og túlkunarstíl, og jafnvel geta í eyður og setja á oddinn. Þessu fylgir hins vegar sú hætta, að ný brenglun taki við af hinni rómantísku. Vísindaoftrúin verði heilbrigðri skynsemi yfirsterkari. Þó að Gardiner fari í sumu bil beggja, er hann óhjákvæmilega litaður af boðorði nútímans, og atriði eins og hratt tempóval og “klukkudýnamík" aftan úr fagurfræði gömbutónlistar (öðru nafni messa di voce, eða bratt ris og hnig í styrk á hveiju stroki) eru ekki einhlítt til blessun- ar, frekar en styrkmisvægið milli inn- og útradda í hinum annars frábæra Monte- verdi kór, sem er ein aðferðin (en varla sú æskilegasta) til að ná “léttleika.“ Gott dæmi um ýkta klukkudýnamík er hinn nærri klígjuvekjandi flutningur á Fallt mit Danken, þar sem 3. slag hvers takts (í 3/8) dettur nánast út. Fylgiraddaspilendur (obbligati) eru hins vegar fyrsta flokks, og hvergi heyrist votta fyrir erfiðri inntónun hinna frumstæðu barokkhljóðfæra. í mínum huga er meginviðmiðunin hin ótrúlega lífseiga upptaka Karls Richters á Archiv frá 1965 (endurútgefin ágeisladisk- um), og væri óskandi að sem flestir héfðu aðgang að henni, áður en þeir gefa sig “upphafsstefnunni" endanlega á vald. Þótt ekki sé hún gallalaus, þá fínnst manni ekki sízt einsöngvarar (og, hvað jafnvægi milli radda varðar, Múnchener Bach-kórinn) bera af. Því þó að einvalalið sjái um einsöng hjá Gardiner, er tilfinningaþrungi og raddfeg- urð Richter-söngvaranna, einkum Gondulu Janowitz og Fritz Wunderlichs, engu að síður sem gull hjá eiri miðað við framlag þeirra Argenta og Blochwitz, og einstaka rúbató-tiktúrur Gardiners (hversu “upphaf- legar“ sem þær geta nú verið, þar eð nú- tíma stjórnandamótun tíðkaðist ekki á bar- okktíma) jaðra við tilgerð, þrátt fyrir afar nákvæma spilamennsku. VON OTTER Wings in the Night. Sænsk sönglög eftir Peterson-Berger, Stenhammar, Rangström, von Koch, Alfvén og Sjögren. Anne Sofie von Otter mezzó-sópran; Bengt Forsberg, pianó. DG 449 189-2. Upptaka: DDD, Jíirna, Svi- þjóð, 9/1995. Lengd: 73:36. Verð: 1.899 kr. ANNAÐ hvort er það til marks um aukinn áhuga á norænni tónlist utan okkar heims- hluta, eða þá að Anna Soffía hin sænska hefur náð þeirri stöðu, að hún getur skipað heimsfyrirtæki eins og Deutsche Grammo- phon fyrir um verkefnaval. Nema hvort tveggja sé. Það er allavega (enn þá) fremur nýlundalegt að sjá síðrómantísk sænsk söng- ljóð bregða fyrir á jafn alþjóðlegum vett- vangi, en vissulega ber sízt að harma ný- breytni, ef áfram heldur sem horfír. Það þarf eiginlega ekki að hafa mörg orð um þennan disk. Þau von Otter og Forsberg hafa ekki aðeins gert sjálfum sér og sænskri tónlist greiða með afburða velheppnuðu verkavali og túlkun, heldur einnig annarri tónlist Norðurlanda, þegar til lengri tíma er litið. Það er ekki ofsagt, að Svíar áttu sér gullöld á áratugunum kringum síðustu alda- mót, því hvert lag á fætur öðra beinlínis löðr- ar af ljóðrænni andagift og er ómenguð unun af í þessum stjömuflutningi. Eftir situr óhjákvæmilega spumingin: Gætu “topplög" íslenzku gullaldarinnar - í sambærilegri túlkun - hugsanlega átt séns á heimsplötumarkaði í fyrirsjáanlegri framtíð? Ríkarður O. Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.