Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 29
SPORGÖNGU- MAÐUR KRISTS EFTIR HEIMI STEINARSSON Frans fann köllun sína morgun einn árió 1208. Hann gaf frá sér þær fáu eignir sem hann átti, geróist fátækur þurfa- maóur, fór um og boó- aói Guósríki. SAGT hefur verið um heilagan Frans frá Assisi, að þar hafi farið sá maður er næst hefur komist því að lifa og starfa í anda þess boðskapar sem Kristur flutti mannkyninu. Víst er að fáir hafa markað jafndjúp spor í sögu kristinn- ar kirkju og „litli bróðirinn", eins og heilag- ur Frans kaus að nefna sig. Hann fæddist árið 1181 eða 1182 í bæn- um Assisi, skammt_ sunnan Perugia, í Úmbríuhéraði á mið-ítalíu. Faðir hans var auðugur kaupmaður, og móðirin af frönsku aðalsfólki komin, að talið er. Fátt bendir til að Frans hafi alist upp í mikilli trú. Faðir hans var að líkindum ekki mjög kristinn, og um trúhneigð móðurinnar er Iítið vitað. Frans var augasteinn foreldra sinna, sem voru honum eftirlátir. Lítt hneigðist hann til bókar í æsku en nam þó nokkuð hjá prestum bæjarins og þó frekar í skóla trúbadora, eða farandsöngvara, sem þá nutu vinsælda á Ítalíu. Æskuárin voru gleðirík og vegna æskufjörs, greindar, og eðlislægs örlætis varð Frans snemma forsp- rakki meðal jafnaldra sinna í Assisi. Ber Tómas frá Celano, fyrsti ævisöguritari hans, þessu skeiði ævi hans illa söguna og víst er að áhyggjulaus og alvörulítil æsku- og unglingsár heilags Frans vitna lítið um þá umbreytingu sem varð á manndómsárum hans. Ekki bar á trúhneigð hjá hinum unga Frans og er líklegt að hann hafí frekar leit- að fyrimynda í riddarasögum, sem þá voru mjög vinsælar á Ítalíu, sem víðar. Eins og venja var hóf Frans snemma að starfa með föður sínum, en hneigðist þó lítt til kaup- mennsku. Árið 1202, er Frans var nálægt tvítugu, brutust út væringar milli íbúa Ass- isi og nágrannaborgarinnar Perugiu og bauð hann sig þegar fram til hermennsku. Ass- isibúar urðu að lúta í lægra haldi og var Frans tekinn til fanga og dvaldi heilt ár í fangelsi. Næstu ár voru umbrotaár í Iífí heilags Frans; hann fann ekki sömu lífsfyllinguna meðal æskuvina sinna en var óráðinn um hverju hann ætti að helga sig. Árið 1205 ákvað hann að reyna aftur fyrir sér í her- mennsku, en veiktist og varð að hætta við áform sín. Víst er að hér urðu umskipti í lífí hans. Smám saman tók hann að draga sig í hlé frá vinum og fjölskyldu. í stað áhyggjulausrar glaðværðar komu bænir og íhygli, og meinlæti í stað veraldlegra lysti- semda. Hann fann til löngunar til að helga sig Kristi, en skynjaði ekki enn hver köllun hans var. Hann sá sýnir og heyrði raddir sem boðuðu hann til starfa fyrir kirkjuna en vissi ekki í hvaða farveg hann átti að veita þjónustu sinni. Þessi leit hans leiddi loks til uppgjörs við fyrra. lffemi, og svo afdráttarlaus voru þau skil að hann kaus að afsala sér arfí sínum, og yfírgaf fyrir fullt og allt heimili sitt og fjölskyldu. Morgun einn, árið 1208, urðu svo önnur kaflaskil í lífí heilags Frans. Hann fór sem oftar til messu og heyrði þar predikað guð- spjallið um sendingu lærisveina Krists, þar sem segir „En á ferðum yðar skuluð þér HEILAGUR Frans prekikar yfir fuglunum. Freska f kirkju f Assissi. FRANS FRÁ ASSISI SÓLARSÖNGURINN TORFIÓLAFSSON ÞÝDDI. Þú hinn æðsti, almáttugi, góði Drottinn, þín er öll lofgerð, vegsemd, heiður og blessun öll, allt ber þetta þér einum, þú hinn hæsti og enginn maður er þess verður að nefna þig. Lofaður sért þú, Drottinn, og allt sem þú hefur skapað, einkum þó systir vor, sótín, sem daginn gjörir, og hana lætur þú lýsa oss, og fögur er hún og Ijómandi í geislagtíti, og hún endurspeglar þig, hinn æðsti. Lofaður sért þú, Drottinn, fyrir bróðir vorn, mánann, og stjörnumar sem þú hefur himninum skapað, með skærum Ijóma, skínandi og fögur. Lofaður sért þú, Drottinn, fyrir bróður vorn, vindinn, fyrir loftið og skýin, veðurblíðu og veður af öllu tagi, þú viðheldur með þeim ötíu sem þú hefur skapað. Lofaður sért þú, Drottinn, fyrir systur vora, vatnstíndina, sem er oss svo gagnleg, auðmjúk, ágæt og hrein. Lofaður sért þú, Drottinn, fyrir bróður vorn, eldinn, sem þú lætur lýsa um nætur, fagur er hann og fjörlegur, voldugur og sterkur. Lofaður sért þú, Drottinn, fyrir systur vora, móður jörð, sem viðheldur oss og ber oss uppi og framleiðir ýmiskonar ávexti, títfögur blóm og jurtir. Lofaður sért þú, Drottinn, fyrir alla þá sem fyrirgefa óvinum sínum af kærleika til þín og þola þjáningar og veika burði, sætír eru þeir sem standa stöðugir í friði, því að þú, hinn æðsti, munt krýna þá. Lofaður sért þú, Drottinn, fyrir bróður vorn, líkamsdauðann, sem enginn tífenda fær umflúið. Vei þeim sem í dauðasynd deyja. Sælir eru þeir sem óvæntur dauði fínnur vinnandi að vilja þínum, því að þeim getur hinn síðari dauði engan skaða unnið. Lofið og vegsamið Drottin og þakkið honum og þjónið honum í allri auðmýkt. predika og segja: Himnaríki er í nánd. Lækn- ið sjúka ... hreinsið líkþráa, rekið út illa anda; ókeypis hafíð þér meðtekið, ókeypis skuluð þér af hendi láta. Fáið yður eigi gull né silfur né eirpeninga í belti yðar; eigi mal til ferðar, né tvo kyrtla né skó né staf... “ (Matt 10 ). Á þessari stundu og í þessum orðum fann Frans köllun sína. Hann gaf frá sér þær fáu eigur sem hann átti eftir, gerðist fátækur og þurfamaður, fór um og boðaði Guðsríki og seldi sig und- ir náð Guðs. Þessi varð síðan uppistaðan í lífí hans og starfí þeirrrar reglu sem hann stofnaði. Orð hans og verk vöktu fljótlega athygli og brátt tók að safnast kringum Frans hóp- ur manna sem vildi fylgja kenningu hans og fordæmi. í þeim hópi var að finna þann kjama, sem síðar varð að Fransiskanaregl- unni. Helgunarorð þeirrar reglu hafa frá upphafi verið auðmýkt og fátækt. I frásögnum af þessum upphafsámm trú- ^ boðsstarfs hans birtast þau eðliseinkenni heilags Frans sem hafa unnið honum svo ríkan stað í hugum kristinna manna æ síð- an; hreinlyndi, fölskvalaus manngæska og auðmýkt og, sem ef til vill er óvenjulegra um þeirra tíma mann, umhyggja og elska að öllu sköpunarverkinu. Þessi afstaða hans kemur hvað sýnilegast fram í fallegum kvæðum sem hann orti til náttúmnnar, og er Sólarsöngurinn þeirra þekktast. Um kær- leika og einlæga trú þessa óvenjulega manns era til margar helgisögur, og era margar hveijar varðveittar í fallegri bók er læri- sveinar dýrlingsins tóku saman eftir lát hans og nefnist Smáblómin (Fioretti ). Einna þekktust er sagan um það, er heil- agur Frans prédikaði yfír fuglum himinsins. Svo segir frá að eitt sinn, skömmu eftir stofnun Fransiskanareglunnar, hafi áhyggj- ur gripið dýrlinginn um hvort honum bæri að helga sig bænalífi og íhugun eða boðun Guðsorðs. Reglubræðram hans vitraðist að vilji Guðs væri að hann færi út í heiminn og prédikaði. Skömmu síðar, er heilagur Frans var á leið í trúboðsferð sá hann stór- an fuglahóp í tijáþyrpingu. Sneri hann sér þá frá fylgdarmönnum sínum og hóf að boða fuglunum náð og kærleika Drottins. Segir helgisagan að eftir að hann hafði blessað þá og gert krossmark yfír þeim hafí fuglahópurinn flogið af stað mót himni og skipst í fjóra flokka i líkingu við kross- markið. Margar aðrar álíka sögur era til sem bera vitni heilagleika dýrlingsins. Þeim hópi sem kaus að fylgja þessum óvenjulega manni, „bræðrunum litlu" eins og heilagur Frans kallaði þá, óx brátt fískur um hrygg, og árið 1209, er þeir vora orðn- ir tólf að tölu, fengu þeir blessun páfa og samþykki fyrir þeim reglum sem heilagur Frans hafði samið þeim til eftirbreytni. Þessi atburður markar opinberlega upphaf Frans- iskanahreyfingarinnar og á næstu áram og áratugum breiddist hún hratt út um hinn kristna heims, svo hratt reyndar að furðu sætir. Ung aðalskona frá Ássisi, Klara að nafni, varð, ásamt heilögum Frans, snemma framkvöðull að reglu fyrir konur, reglu Fransiskanasystra, sem nú ber nafn henn- ar. Hefur hreyfíng Fransiskana um síðir náð til íslands, en það vora hjúkranarsystur af reglu heilags Frans sem völdust hingað til starfa er kaþólski spítalinn í Stykkishólmi var opnaður árið 1935. Heilagur Frans hélt áfram trúboðsstarfí sínu og ferðaðist meðal annars til Egypta- lands, en aukin umsvif hreyfingarinnar reyndu æ meir á krafta hans. Það sem eft- ir var ævinnar jók hann smám saman við reglur Fransiskana, uns þær komust í end- anlegt horf 1223. Dýrlingnum varð ekki langra lífdaga auð- ið. Veikindi heijuðu á hann síðustu æviárin og eftirlét hann þá öðram að mestu yfír- stjórn reglunnar. Frá síðustu æviáram heilags Frans eru hvað merkilegust sáramerkin sem tóku að birtast á líkama hans. Vora þau í líkingu við sárin sem Kristur hlaut á krossinum. Reyndi hann eftir bestu getu og af eðlis- lægri auðmýkt að leyna þeim, en haft var á orði að Guð hefði veitt honum þá náð, að verða lifandi eftirmynd hins krossfesta Frelsara, sem hann hafði prédikað um með svo mikilli ástundun. Heilagur Frans lést, rúmlega fertugur, hinn 3. október 1226, í heimabæ sínum, Assisi, þar sem hann hafði beðið um að hann væri grafinn. Tveimur áram síðar, þann 16. júlí 1228, var hann tekinn í dýrlingatölu af Gregoríusi Dí páfa. Messudagur hans er haldinn hátíðlegur hinn 4. október ár hvert. Höfundurinn er leilcmaður i kaþólsku kirkjunni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996 29'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.