Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 16
ÞINGEYRAKIRKJA er hlaðin úr steini sem sótt var um langan veg og dreginn á ísi yfir Hópið. FJÓRIR postulanna úr hinni sérstæi EFTIR BJÖRN HRÓARSSON Ásgeir Einarsson alþingismaður fluttist að Þingeyrum •-----—.. ....................................7---- vorió 1 860 en þó var þar torfkirkjg hrörleg. As- geir ákvaó aó byggja upp kirkju á staónum úr ís- lensku grjóti og var þaó flutt vestan úr Nesbjörgum og dregió á sleóum yfir ísi lagt Hópió. Kirkjan er í senn fögur7 svipmikil og sérkennileg. HIMNAFÖR Krists. Tréskurðarmynd yfir alt- arisbríkinni eftir Guðmund Pálsson bíldskera. ALTARISBRÍKIN í Þingeyrakirkju er með merkustu kirkjugripum hér á landi. Á minni myndinni sést miðhluti hennar í smáatriðum. SKÍRNARSÁRINN er íburðarmikill og prýddur litfögrum málverkum. AFÖR um þær sveitir Húna- vatnssýslna sem liggja inn af Húnaflóa vekur athygM dökkleit kirkjubygging á ávölum hól úti við ysta sæ. Svo flatt er landið á þessum slóðum að húsið stendur þó aðeins í um þijátíu metra hæð yfir sjó, suðaustan í Þingeyrabungu, og þótt það virðist úti við ysta sæ frá hringvegi séð eru rúmir fímm kflómetrar frá kirkjunni niður í ijöru. Þessi dökka þúst sem þannig lað- ar, kallar og jafnvel seiðir til sín huga ferða- langa er allrar athygli verð enda um að ræða eitt merkasta guðshús á íslandi, Þingeyrakirkju. Afleggjarinn frá hringvegi að Þingeyrum er um sjö kílómetrar og er sveigt inn á hann við skógarreit og áningarstað við mynni Vatnsdals þar sem nyrstu Vatnsdalshólamir hvíla á víð og dreif. Skammt vestan við skógarreitinn og áningarstaðinn eru Þrístapar þar sem síðasta aftaka á íslandi fór fram. Þar féllu þau Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson fyrir hendi böðulsins 12. janúar 1830. Höggstokkurinn og öxin eru varðveitt í Þjóðminjasafni. Bærinn Steinnes stendur skammt austan afleggjarans að Þingeyrum. Þar er stundum hægt að fá fylgd að kirkjunni en alla jafna er hún læst sem flest önnur guðshús á Islandi. Steinnes var prestsetur Þingeyrasóknar um langan aldur en það var flutt til Blönduóss árið 1968. Núverandi prestur Þingeyrasóknar er séra Ámi Sigurðsson. Vestan Þingeyra er Hóp- ið, sjötta stærsta stöðuvatn landsins, en austan kirkjustaðarins er Húnavatn sem talið er þrítug- asta stærsta stöðuvatn landsins. Vötnin standa bæði aðeins í um eins metra hæð yfír sjó og eiga þannig sinn þátt í því hversu myndarlegt er að sjá heim að Þingeyrum og hversu þaðan er víðsýnt. Sér þaðan norður um Strandir, aust- ur á Skaga og suður til jökla. Þingeyrar em eitt kunnasta stórbýli í Húna- þingi. Taiið er að enginn bær á íslandi hafí verið jafn stór og vel hýstur sem Þingeyrar enda sátu þar auðmenn og höfðingjar öld fram af öld. í Landnámu er þess getið að Ásmund- ur, förunautur Ingimundar gamla, hafi numið land frá Helgavatni út um Þingeyrasveit. í Heiðarvíga sögu segir að Barði í Ásbjamamesi hafí farið á mannamót milli Hóps og Húna- vatns til að leita sér liðveislu til bróðurhefnda. Hafa rnenn því safnast saman til þinga á þess- um stað allt frá því um aldamótaárið 1000 eða frá fyrstu kristni í landinu. Frá því segir í sögu Jóns helga Hólabiskups að eitthvert vorið á fyrsta tug elleftu aldar hafí verið ákaflega kalt. Hallæri þrengdi að mönnum og gróður hafði ekkert tekið við sér þegar komið var að vor- þingi. Biskup fór til vorþings að Þingeyrum og með samþykki þingheims var ákveðið að þar skyldi reisa kirlq'u. Markaði biskup sjálfur grundvöll undir kirkjuna og i þeirri sömu viku 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.