Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 23
KÓR Prestsbakkakirkju. Altaristafla Lucie Marietil hægri í kórnum. PRESTSBAKKAKIRKJA. LUCIE MARIE Ingemann, eiginkona danska skáldsins og listmálarinn sem málaði Kristsmyndina f Prestsbakkakirkju. í sandinn, en síðan flutt á hestum austur að Prestsbakka. En víkjum nú sögunni um stund frá Síðu til Sóreyjar. Árið 1822, sama árið og Ingemann skáld var ráðinn lektor við Akademíuna í Sórey, kvæntist hann Lucie Marie Mandix, dóttur Jakobs Mandix sekretera og konferensráðs og konu hans, Margrétar Elísabetar Hvist- endahl, tiginnar konu, eins og sagt var í þá daga. Hjónaband þeirra varð ákaflega far- sælt og aðeins eitt, sem skyggði á: þau voru barnlaus. Heimili þeirra í Sórey, þar sem þau bjuggu til dauðadags, var árum saman menn- ingarmiðstöð bæjarins, þar sem haldin voru boð og dýrlegar veislur fyrir skáld og mennta- menn, sem sumir hveijir höfðu fast herbergi í húsinu, eins og t.d. ævintýraskáldið H.C. Andersen, enda heimagangur þar árum sam- an. Gaman hefði verið, ef Jónas Hallgrímsson hefði að einhveiju getið húsfreyjunnar, sem svo oft tók á móti honum á heimili sínu í Sórey, þegar hann var boðinn þangað í góð- an fagnað. En sennilega hefur honum fund- ist það jafn fráleitt, að hún skyldi fást við myndlist, eins og hann taldi það mikinn harm fyrir vin sin, skáldið Carsten Hauch, að kona hans skyldi skrifa novelle, en slíkum ósköpum jafnaði hann við dótturmissi, eins og fram kemur í áðurnefndu bréfí hans til Páls Melsted. Lucie Marie var menningarkona og mikill listunnandi og myndlist sína fór hún einkum að iðka eftir að hún giftist Ingemann og flutt- ist með honum til Sóreyjar. Árið 1826 var hún nemandi hins þekkta málara C.W. Ec- kersberg (1783-1853), en hann var einn af eftirtektarverðustu málurum Dana á sinni tíð og þótti m.a. mjög góður andlitsmálari. Má í því sambandi geta þess, að hann málaði þá mynd af Bertel Thorvaldsen, sem þekkt- ust er. Eckersberg kunni þó ekki að meta list Lucie Marie. Honum fannst rómantíkin og tilfínningasemin of yfírþyrmandi og skyggja á hinn persónulega stíl, sem jafnan er aðal góðs listamanns. Hinir átakalitlu hvunndagar smábæjarins í Sórey hefa heldur ekki skerpt glímu hennar við listræna sköpun, enda kem- ur fram í bréfum Ingemanns, að einangrunin kvelur þau, þótt þau hjónin reyni með heim- boðum kunnra lista- og menntamanna að bijóta þá ijötra, sem smábærinn hneppti þau í. Þau voru bæði miklir náttúruunnendur, svo að segja má með sanni, að fagurt umhverfi Sóreyjar ásamt fomri sögu staðarins hafí samsamað hin rómantísku viðhorf og þá fort- íðardýrkun, sem afar oft endurepeglast í verkum Ingemanns þar sem trúin og þjóðem- ið tvinnast saman. Eitthvað líkt má segja um list Lucie Marie, en í myndlist sinni flétt- ar hún líka oft saman kristinni trú og þjóðem- isrómantík. Sem listamaður galt Lucie Marie þess ekki svo lítið að vera kona. Á hennar dögum var ekki litið á konur, sem fengust við listræna sköpun, sem alvöru listamenn. Þær máttu láta sér lynda, að frægir málarar af sterkara kyninu niðurlægðu þær og gerðu lítið úr list þeirra, eins og sagan um Bertel Thorvaldsen sýnir best, en hann var einn þeirra lista- manna, sem oft voru boðnir í Ingemannshús, enda höfðu þeir Ingemann kynnst á Ítalíu, þegar báðir dvöldu í Róm. Sagan segir, að eitt sinn sem oftar var boð inni hjá þeim Ingemannshjónum. Einn gestanna var Bertel Thorvaldsen. Meðan beðið var að sest væri að borðum skoðaði Thorvaldsen myndir húsfreyjunnar, sem prýddu veggi stofunnar á heimili þeirra. Á einni biblíumyndinni þótti honum englabörnin allt of grönn og guggin - og þegar Lucie Marie brá sér fram í eldhús til að líta eftir matreiðslunni, tók hann litkrít úr vasa sínum og breytti englabömunum, málaði þau feit og pattaraleg með ijóðar kinnar og holdmik- inn bossa. Þegar Lucie kom inn og sá hvað hann hafði gert tóku gestirnir eftir því, að henni brá. Það leyndi sér ekki, að hún átti erfítt með að taka þessari „fyndni" vinar síns. Samt lét hún gott heita og umbar lítilsvirð- ingu hins heimsfræga listamanns, enda var hún víst í augum flestra gestanna aðeins konan hans Ingemanns skálds, sem föndraði við list í frístundum sínum. Lucie Marie mun tvisvar hafa átt myndir á listsýningu í Charlottenborg, fyrst árið 1924, síðar árið 1926. í bæði skiptin sýndi hún einkum blómamyndir, en á yngri árum hennar voru blóm mjög oft mótív í málverk- um hennar. Seinna varð Biblían henni óþijót- andi myndefni og þá fór hún að mála altari- stöflur, sem voru fremur litlar. Þessar altari- stöflur gaf hún síðan kirkjunum í grennd- inni. Vitað er um nær 30 altaristöflur, sem hún hefur málað. Þær eru flestar í Dan- mörku. Ein er þó á Grænlandi, önnur í Fær- eyjum - síðan ein á íslandi, í Prestsbakka- kirkju á Síðu, en það er sú altaristafla, sem er kveikja þessarar samantekar, sem áður segir. En hvemig stóð á því, að Lucie Marie gaf væntanlegri kirkju úti á íslandi altaristöflu? Þeirri spurningu hefur ekki tekist að svara að sinni. íslenskum mönnum hafði hún kynnst, heimsfrægum myndhöggvara af ís- lenskum ættum og ágætu skáldi og náttúru- fræðingi. Eins og fram hefur komið voru þeir báðir heimilisvinir og tíðir gestir í Inge- mannshúsi. Þá er ekki að efa, að ýmsa háttsetta menn í danska fjármálaráðuneytinu hefur hún þekkt, en þar starfaði faðir hennar árum saman. Kannski hefur einhver þar leitað til Lucie Marie og sagt henni frá kirkjunni, sem stóð til að reisa norður á íslandi og beðið hana að gefa henni altaristöflu eins og svo mörgum kirkjum í Danmörku, en ekkert verð- ur þó fullyrt um, hver hvatinn hafi verið að gjöf hennar. En víkjum nú sögunni heim til íslands, heim í jökulkringda sveit, sem enn ber merki þeirrar ógnar, sem yfír dundi, þegar Skaftár- eldar geisuðu og eyddu landi og byggð. í Skaftáreldum urðu tvær kirkjur, í Hólma- seli í Meðallandi og í Skál á Síðu eldinum að bráð. Gamla klausturkirkjan á Kirkjubæj- arklaustri slapp í það sinn og er meira að segja fræg í sögunni vegna þess, að í henni söng séra Jón Steingrímsson (1728-1791) hina svo kölluðu Eldmessu hinn 20. júlí 1783, þegar útlit var fyrir, að hraunelfan, sem þá vall fram Skaftárfarveginn, myndi eyða byggðinni á Kirkjubæjarklaustri. En þótt „drottinn þyrmdi þá þessu sínu húsi“, eins og séra Jón Steingrímsson kemst að orði, var sagan ekki öll. Afleiðing Eldanna, breytingin, sem nýju hraunin ollu á farvegum fljótanna, sér í lagi Hverfisfljóts, varð ekki síst til þess, að slíkur sandburður tók nú að sverfa að gömlu kirkj- unni, að til auðnar horfði. í prófastsvisitasíu séra Þórðar Brynjólfssonar (1763-1840) á Mýrum í Álftaveri hinn 19. júní 1810 kemur fram, að hann telur nauðsynlegt að flytja kirkjuna „... vegna sandfoks, vatns að og-.' innrennslis í rigningum á vetrardaga“, eins og segir í visitasíunni. Enn er þó þess frei- stað að endurbyggja hana á sama stað, en sandstormurinn lætur ekki að sér hæða. Árið 1821 var bærinn á Kirkjubæjar- klaustri, sem öldum saman hafði staðið í nágrenni kirkjunnar, rifínn og fluttur vestar undir fjallinu, vestur fyrir iækinn á þann stað, sem gamli burstabærinn stendur nú. Stóð þá kirkjan ein eftir á sandberangrinum, þar sem sandskaflamir hrönnuðust að henni í austanveðrunum svo að „veggi hennar hyl- ur og ei verður við komið að hlaða neinKtn kirkjugarð, svo að grafír framliðinna liggja sandorpnar svo sem á bersvæði", eins og H.G. Thordersen biskup kemst að orði í visi- tasíu sinni 3. ágúst 1848. Kom því brátt að því, að ekki þótti stætt að hafa hana þama lengur og varð niður- staða þess máls að „áliti hinna bestu bænda“ að taka hana niður og reisa nýja kirkju á Prestsbakka, aðsetursstað sóknarprestsins. Þar sem hér átti hlut að máli kirkjan, sem tengdist hinum foma klausturstað, bar Dana- konungi eða danska ríkinu skylda til að end- urbyggja hana. Prestsbakkakirkja var því teiknuð í Kaupmannahöfn og kom kirkjuvið- urinn tilsniðinn til Vestmannaeyja þaðan sem hann var fluttur upp að söndunum og skipað í land í Mýrdal og við Dyrhólaey. Sú kvöð var síðan lögð á sóknarbændur að flytja - kirkjuviðinn austur að Prestsbakka. Allt var þetta þó býsna þungt í vöfum, bændur illir yfír kvöðinni og Landbrytlingar og flestir Utsíðumenn andvígir flutningi hennar að Prestsbakka. Og meðan bréfa- skriftir spunnust um málið leið tíminn, timbr- ið ódrýgðist í fjörunni og margt laskaðist þar í vondum veðrum. Fiest komst þó austur á sinn stað nema gluggarnir, sem reyndust svo þungir, að þá gat enginn hestur borið. Þeir hurfu því í fjörusandinn þar sem þeirra er að ieita. Altaristaflan komst hins vegar óskemmd á sinn stað, enda vel frá henni gengið. Og nýja kiriqan reis, smiðimir unnu sitt verk. Hinn 21. apríl 1859 var kirkjan vígð. Þá var kaldur landnorðanvindur með svolit|u §úki, segir í samtímaheimild. En setjum okkur nú fyrir sjónir, að við séum stödd við vígsluna þennan frostkalda fyrsta sumardag. í augum kirkjugestanna er nýja kirkjan mikið stórhýsi, því að flestir búa þeir í litlum torfbæjum, hinum svoköll- uðu fjósbaðstofum, sem þá voru algengust hús í Skaftafellssýslu. Sú saga er sögð, að bam hafi verið skírt i messunni, en svo kalt hafi verið í kirkjunni að bijóta varð hem af skírnarskálinni, en vatnið hafði verið sett í hana kvöldið áður. Má því geta, að nokkur hrollur hefur verið í kirkjufólkinu, þótt ýmsu væri vant og léti sér ekki bregða. Þetta voru böm og barnáP böm fólksins, sem þraukaði í Eldi og væntu nú betri tíðar. Héraðsprófasturinn, séra Páll Pálsson (1797-1861) í Hörgsdal vígði kirkj- una, en hann hafði tekið við embætti í Kirkju- bæjarklaustursprestakalli árið 1923, þegar LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.