Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 17
5u myndröð. Nöfn þeirra eru skráð á fótstailinn. HORFT niður íkórinn. T.h. er predikunarstóllinn sem Lauritz Gottorp gaf kirkjunni 1696. - . '' H Rv- JH myndir af postuiunum tólf standa í röð undir stjörnum prýddri hvelfingu. hurfu allir ísar og jörð skipaðist svo skjótt til gróðrar að búfénaði var sleppt til beitar aðeins örfáum dögum eftir að ákvörðunin var tekin um kirkjubygginguna. Fleiri dularfullir atburðir tengjast Þingeyrum og margir telja enn þann dag í dag að meiri gæfu sé vart hægt að öðlast í lífinu en að fylgja manns eigi rætur á Þingeyr- um. Kirkja reis því á Þingeyrum strax í upphafi kristni og mun guðshús hafa staðið þar allar götur síðan. Munkaklaustur var stofnað á Þing- eyrum árið 1133 og var staðurinn eitt af mestu menntasetrum á Islandi næstu aldir á eftir. Var það fyrsta klaustur sem stofnað var á landinu. Þar voru skrifuð ýmis fornrit sem varðveist hafa. Þeirra á meðal er Sverris saga konungs, meistaraverk að máli og talin auk þess sann- fræðileg heimild. Fylgdi klaustrið munkareglu Benedikts af Nurcia en kirkjan var helguð hei- lögum Nikulási. Munkar urðu að heita því að dveljast ævilangt í klaustrinu, halda klausturs- iði alla og hlýða yfirboðurum. Þeir máttu ekki kvænast og ekkert eiga, stórt né smátt. Jafnframt því sem andleg menning og rit- störf blómguðust í Þingeyraklaustri varð það auðugt á veraldarvísu. Margir gáfu þvi jarðeign- ir sér til sálubóta og aðrir gerðust próventu- menn. Um siðaskipti var svo komið að klau- strið átti flestar jarðir í Þingeyrasveit, Vatnsd- al, Asum og fjöldamargar í öðrum byggðarlög- um auk hlunninda og ítaka. Klaustrið stóð frá árinu 1133 til siðaskipta eða í rúmlega 400 ár og á þeim tíma munu ábótar hafa verið tuttugu og fjórir að tölu. Með hinum nýja sið voru dag- ar Þingeyraklausturs taldir. Konungur tók und- ir sig eignir þess og setti umboðsmann yfir sem greiddi árlegt gjaid til konungs og innheimti landskuldir. Flestir klausturhaldaranna urðu efnaðir menn og sumir stórríkir á þeirra tíma vísu. Lauritz Gottrup (Lárus Gottrúp) lögmað- ur, danskur að ætt, fékk staðinn árið 1683 og sat af mikilli reisn. Arið 1695 lét hann reisa nýja kirkju að Þingeyrum, stafakirkju úr timbri, og fékk til hennar ágæta gripi sem sumir hverj- ir eru enn í kirkjunni. Ásgeir Einarsson (1809-85) alþingismaður fluttist að Þingeyrum vorið 1860 en þá var þar torfkirkja hrörleg. Ákvað hann að byggja upp kirkju á staðnum úr íslensku gijóti þrátt fyrir að hvergi væri stein að fá í mýrunum umhverf- is Þingeyrar. Veturinn 1864-65 lét Ásgeir flytja gijót vestan úr Nesbjörgum að kirkjustæðinu þar sem kirkjan stendur nú og var gijótið dreg- ið á sleðum yfir Hópið sem þá var ísi lagt. Er leiðin um átta kílómetrar. Var hestum beitt fyrir sleðann yfir Hópið en þaðan og heim að kirkju drógu uxar ækin. Valdi Ásgeir kirkjunni stað þannig að hún sæist sem víðast frá og mun hún sjást úr sjö hreppum sýslunnar en alls voru þeir tólf. Sverrir Runólfsson steinhöggvari sá um veggjahleðsluna og munu þeir Ásgeir saman hafa lagt á ráðin um gerð hússins en steinamir í veggjum hennar eru límdir með kalki í hleðsl- unni og hafa ekki haggast frá því Sverrir lagði þá á sinn stað. Byggingin stóð yfir í þrettán ► LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.