Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 25
„EG ÞAGÐI EN HJARTAÐ BRANN“ EFTIR GILS GUÐMUNDSSON Um Jóhannes L. L. Jóhannsson, blósnauðan pilt sem Matthías Jochumsson leiddi ó menntabraut og varð síðar prestur ó Kvennabrekku. SÉ LITIÐ yfír þann hóp íslenskra æskumanna sem settir voru til mennta á 19. öld, er auðsætt að langflestir voru þeir synir embættismanna. Þegar á leið öldina fjölgaði nokkuð sonum sterkefnaðra bænda og kaup- manna. Hitt var alger undan- tekning hvað sem námshæfileikum og öðrum gáfum leið, - að afkomendur fátækra bænda ættu þess kost að ganga menntaveginn. Einn hinn kunnasti úr þeim hópi var Matthías Jochumsson, skáldklerkurinn mikli, sem átti þess loks kost hálfþrítugur að komast í skóla. Hitt mun fáum kunnugt, að það var fyrir frum- kvæði Matthíasar skálds að annar gáfumaður blásnauður, sem alist hafði upp á kostnað sveitarinnar, gat loks fengið ríkri menntaþrá sinni svalað. Þar átti í hlut Jóhannes L.L. Jóhannsson, síðar prestur á Kvennabrekku. Er náms- saga hans merkileg aldarfarslýsing. Auk Matthíasar kemur þar og mjög j við sögu annar merkismaður, Sig- urður Lynge, barnakennari á Akra-! nesi. Er hann, ásamt Jóhannesi, : aðalheimildarmaður þeirrar frá- sagnar, sem hér fer á eftir. Það er haustið 1876, fyrir 120 árum. Á bóndabýlinu Miðfossum í Andakílshreppi í Borgarfirði getur að líta pilt, 16 ára gamlan, grann- vaxinn og fátæklega til fara. Hann heldur á nýkomnu bréfi, og er í þann veginn að brjóta það upp og lesa. Hann er með hjart- slátt af eftirvæntingu. Með fallegri skrift stendur nafnið hans utan á bréfinu. Þar er letrað: „Ungur maður Jóhannes Lárus Lynge á Miðfossum“. Þessi ungi maður, sem opnar bréfið sitt, er sonur séra Jóhanns heitins Tómassonar á Hesti og Arnbjargar, seinni konu hans. Séra Jóhann á Hesti, bláfátækur gáfumaður og skáld, hafði eignast átta böm með fyrri konu sinni, en misst hana og gengið þá að eiga Am- björgu Jóhannesdóttur Lynge frá Bræðraparti á Akranesi. Þegar þau giftust var séra Jóhann 64 ára, en Ambjörg 37 ára. Böm þeirra urðu tvö, Jóhannes og Elín, hún varð húsfreyja á Skógarströnd. Jóhannes hafði misst báða for- eldra sína er hann var enn bam að aldri. Var hann réttra sex ára þegar faðir hans dó, blá- snauður, og þegar hann var á áttunda ári andað- ist móðir hans. Það var þá hlutskipti hans að hrekjast til vandalausra. Ólst hann upp á Miðfossum, og gaf sveitin með honum fram um fermingaraldur. Hefur Jóhannes Lynge sjálfur sagt frá þeirri vist í æviágripi sínu merkilegu, sem hann skráði þegar hann varð stúdent. Þar segir meðal ann- ars: „Á þessum bæ var ekkert fróðleiksfólk, heldur gamaldags og fákunnandi, en þar á móti bar snemma á því hjá mér, að ég var fremur ónáttúraður fyrir hversdagslega vinnu sem tíðkast hjá bændum, en aftur mjög hneigður til bóka. Öll þess konar tilraun var óðara bæld niður hjá mér, því að húsbóndinn hélt að bókvitið væri eigi í askana látið, og bý ég enn að því, því að ég get eigi sagt að ég lærði að draga til stafs fyrr en ég var far- inn þaðan, og sést það á hönd minni, að hún er eigi falleg. Þessi latning heimilisfólksins, þar sem enginn var sem ýtti undir, heldur dró úr, eyddi mjög framfarahug hjá mér, en samt var ég aldrei ánægður með lífið. Ég var látinn smala, sem ég var minnst náttúraður fyrir og var hið versta sem ég gerði. Og þegar ég svo fann eigi féð, sagði húsbóndinn oft með ófögr- um orðum, að ég svikist um, en það var eigi satt, því að ég var, undir vitni samviskunnar dyggur og húsbóndahollur. Sárnaði mér því mjög þessi rangindi og storkunaryrði hans, eins og einu sinni er ég var að kasta mó upp úr gröf og var nú táplítill og ónýtur, þá sagði hann að ég þyrfti aldrei að hugsa til þess að verða skólagenginn. Ég þagði, en hjartað brann. Nú get ég vel minnst á þetta, þegar spádómurinn hefur brugðist.“ Þegar Jóhannes stóð þarna á hlaðinu á Miðfossum sextán ára gamall með nýfengið bréfið í hendinni, kviknaði hjá honum dálítil vonarglæta. Löngun hans til að öðlast ein- hverja menntun var ekki slokknuð, þótt útlitið væri dökkt. Ungur hafði hann sýnt ótvíræð merki þess að hann var mjög hneigður til bókar og hafði hinar bestu námsg- áfur. Sjálfur segir hann þannig frá: „Kristindóminn gekk mér mjög vel að læra og í þá tíð las ég svo ritninguna, að ég kunni heila kafla úr henni, enda var það helsta bók- in, er ég náði í. Ég var þá líka svo heppinn, að merkispresturinn Páll Jónsson, er þá var prestur í Hests- þingum, var einhver hinn besti barnafræðari, er land vort hefur átt og það að dómi merkismannsins Þórð- ar prófasts Þórðarsonar í Reykholti. Mér þótti mjög gaman að ganga til prestsins; lét hann mig oft þylja og svara út úr greinum er hin börnin kunnu ekki; ég var líka mjög hugsandi um Guð og trúar- brögðin þann vetur er ég var staðfestur, og fræðari minn taldi mig fyrirtak í kristnum fræðum við húsbændur mína. Um vorið 1873 var ég staðfestur með besta vitnisburði. Þetta sama sumar kom Þórður prófastur að vísitera á Hvanneyri; hann var fornvinur föður míns, en þekkti mig eigi. Það var vani séra Þórðar er hann vísiteraði að láta prestinn sjálfan spyrja, en hlusta aðeins á spurningar hans, og er séra Páll hafði spurt mig, snýr hann sér að honum og spyr hver ég sé, og lítur til mín er hann hafði fengið að vita það. Þegar allt var búið lætur hann kalla mig og gefur mér fjórar krónur og kveðst engan prest hafa heyrt er hafi spurt barn eins þungt og séra Páll hafi spurt mig.“ Á heimili Jóhannesar var enginn skilningur á því, að pilturinn ungi þráði ákaft að afla sér einhverrar menntunar, heldur barði húsbóndi hans allt slíkt niður. I hans augum var það eins og hver önnur fjarstæða, að þessi sveitaró- magi, sem var nú loksins orðinn fær um að vinna fyrir sér, skyldi láta sig dreyma um ann- að en að vera brúklegur vinnumaður. En skyndilega hafði lostið niður í huga Jó- hannesar sá þanki, að ef til vill fælist lausnin í því að komast burt og freista gæfunnar í nýrri heimsálfu. Þetta ár, 1876, voru tveir umboðsmenn Kanadastjórnar á íslandi, skrif- uðu í blöð og buðu ýmis fríðindi og fyrirgre- iðslu hveijum þeim sem flýja vildi fátækt, óstjórn og harðindi og flytja vestur. Þar biði þeirra framtíðarlandið með útbreiddan faðm- inn. Jóhannes hafði með einhveijum hætti frétt af þessu, ef til vill einnig af því, að margt fátækt fólk hafði fullan hug á að halda til vesturheims. Og nú spurði hann sjálfan sig: Var ef til vill helsta úrræðið það að freista þess að komast til Ameríku? Þessum vangavelt- um sínum hafði hann fyrir skömmu lýst í bréfi til þess manns, sem einn skyldmenna hafði sýnt honum áhuga og reynt að greiða götu hans. Frá honum var nú svarbréf komið. Mað- Jóhannes á yngri árum. JÓHANNES L.L.Jóhannsson á fullorðinsárum. urinn var móðurbróðir hans, Sigurður Lynge, bamakennari á Akranesi. Sigurður Lynge var mikill merkismaður, víð- lesinn og fjölþættum gáfum gæddur. Um meira en 40 ára skeið hélt hann uppi barnakennslu á Akranesi. Varðveittar eru í handritadeild Þjóðarbókhlöðu merkilegar ritgerðir, heim- spekilegar og trúfræðilegar, eftir Sigurð. Þar er einnig að finna dagbækur hans frá 1837- 1881, er hann andaðist. Hef ég grun um að þær séu merk heimild um margt, og væru þess virði að vera kannaðar rækilega. Bréfið góða frá Sigurði, sem borist hefur að Miðfossum og í hendur Jóhannesi, er dag- sett á Heimaskaga 4. október 1876. Þar segir meðal annars á þessa leið: „Hvernig svo sem allt fer, verð ég að ítreka það aftur, sem ég hefi sagt þér um löngun manna að fara til Ameríku, að ég hef ekki neitt gott álit á þvl, það hefur af flestum sem farið hafa verið ráðlauslega stofnað. Þeir hafa ekki hirt um að læra málið, sem þeim hefði þó mest af öllu riðið á, en hafa yfir höfuð væntanlega haldið að þeir mundu geta ausið upp auðæfum, eins og þegar menn ausa vatni af brunni, en þetta hefur þeim brugðist sumum hveijum. En þó Ameríka sé gott land, þá er þar eins og hvar annars staðar eitthvað að. Forfeður vorir fluttu með sér frá Noregi trúar- brögð sín, jarðyrkju og alla þá menntun sem þeir þurftu til að gera land þetta sér að hentug- um bústað, var það heppilega og skynsamlega valið, og hafa íslendingar haldið máli og þjóð- erni óbreyttu um 1000 ár. Þeir sem héðan fara til Ameríku geta hvorki flutt með sér jarðyrkju né þá menntun sem þarf til að vera þar inn- búi, og varla munu þeir halda þjóðemi sínu og máli óspilltu, ef þeir verða þar innan um hina. ísland er mesta friðland í heimi; hér er friður yfir höfuð milli manna, ekkert villidýr mannskætt, ekkert eiturkvikindi eða nöðrukyn; gestrisni oggóðgerðir eru hér meiri en í nokkru landi öðru. I Ameríku þar á móti er oft róstu- samt, og víða eru þar stigamenn, ræningjar og manndráparar; líka eru þar víða mannskæð villidýr og eiturormar á sumum stöðum. Þó nú sumir kunni að verða þar auðugir, þá munu sumir verða fátækir, ekki síður þar en hér og hvarvetna annars staðar; og ef sum- um veitir ekki af að geta geymt óspillta trú sína í þessu landi, þá mun þeim varla farast betur í Ameríku, því þar eru öll trúarbrögð jafnheimil. Sá sem hvorki treystir guði til að leiða sig eða hefur neinn dug til að leita sér atvinnu hér, honum held ég muni ekki fara mjög mikið fram í þessu, þó hann komi í Ameríku. Svona er nú minn samanburður á báðum þessum stöðum, og ég ræð þér frá því að hryggjast af því, þó þú komist ekki til Ameríku. Þú veist ekki vel hvað þú átt úr að ráða, sem von er; hvað mundi þá verða ef þú værir þangað kominn? Það eru ekki allir vinir sem í augu hlægja. Treystu guði, frændi, og vertu rólegur, þó þér máske þyki nú óvænlega á horfast; þá mun hann, sem þig hefur annast hingað til, eins hér eftir annast þig og láta fram við þig koma það sem þér er hollast í bráð og lengd, ef þú treystir honum. Þú verður að bíða við að því leyti sem verustað þinn snertir eftirleið- „ is, þangað til ég get látið þig vita hvernig mér gengur í þessu efni. Að lyktum fel ég þig drottni vorum og frelsara á hendur að eilífu. Þinn el- skandi móðurbróðir Sigurður Lynge.“ Það hafði áður komið fram í þessu langa og efnismikla bréfí, að Sigurður, sem sjálfur var fátækur að veraldarauði, hafði ýmis úti- spjót til að greiða veg systursonar síns. Hann hafði meðal annars staðið í bréfaskriftum við prófast þeirra Borgfirðinga, séra Þórð Þórðar- son í Reykholti, og spurt hann hvort hann sæi enga útvegi til að kenna mætti piltinum á Miðfossum undir skóla. Sigurður vissi að séra Þórður var fornvinur Jóhanns prests, föður Jóhannesar. Honum var einnig um það kunn- ugt, að þegar prófastur vísiteraði árið sem drengurinn fermdist, hafði hann farið sterkum viðkenningarorðum um frammistöðu hans. _ Ekki hafði Sigurður fengið endanleg svör frá séra Þórði, og var raunar vonlítill um að þau yrðu jákvæð. Hinn möguleikinn, sem Sigurður hafði í athugun, var sá, að koma systursyni sínum í læri til að nema gagnlega handiðn. Þar var möguleikinn meiri til að komast að fyrir blá- snauðan pilt, því iðnmeistarar létu sumir hveijir lærlingum sínum í té fæði og hús- næði og einhveija fataleppa meðan á námi stóð. Um þennan möguleika stóð Sigurður í bréfasambandi við góðkunningja sinn Jón Borgfirðing, bókbindara og fræðimann í Reykjavík. Helst var um það rætt að reyna að koma piltinum í bókbands- eða prentnám. Næsta bréf Sigurðar til Jóhannesar er dagsett 2. janúar 1877. Það ber með sér, að ekki gengur greiðlega að fá loforð fyrir náms- vist. 1 bréfinu segir: „Elskuverði frændi! LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996 25

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.