Tíminn - 13.08.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.08.1968, Blaðsíða 1
mmmmm NTB upplýsir að fslendíngar selji skreið til Biafra: Hafa flogið með 7 tonn af skreiðinni til Biafra ísl. lána kaupverð hennar og greiða flutningskostnað NTB-Aba, Biafra, mánud. (Frá fréttaritara NTB í Biafra, Arne Bru) Eins og gerist og geng- ur, þegar styrjaldarástand ríkir í landi, er einnig að finna í Biafra fólk sem .4 ekki líður svo mjög vegna styrjaldarrekstursins. Þa8 er fólk, sem frá fyrri tíð er vel efnum búi8 og hefur komið sér upp forða, þann- ig að það getur sneytt hjá hörmungunum furðulega lengi. í hópi bessa fólks er mað urinn, sem aður flutti inn norska skreið til Austur-Nig- eríu eða Biafra en til viðbót- ar bessu heiur honum tekizt bað, sem ómögulegt hefði get að talizt bessari styrjöld. Þrátt fynr t.æi algjöra ein angrun Biatra hvað viðkemur birgðaaðdræiti tóRst honum að koma sjö tonnum af skreið flugleiðis inn í Biafra fyrir nokkrum vikurn síðan Einangrun Biafra frá um- heiminum hafði á sínum tíma m.a. í för með sér að allui innflutningur á norskri skreið til Biafra stöðvaðist og misstu Biaframenn við hað eggja hvítuauðugustu fæðu sína. en börf beirra iyrir oetta næring arefni er mjög rik Sautján mánuðir eru nú iiðnir síðan einangruninm var komið á, og hinar hörmuiegu afleiðingar gefur að líta hvarvetna í Biafra Skreiðariiiiiflytjandinn, Nnana Kalu stóð i viðskipt- um við íslenzka skreiðarút- flytjendur aður en borgara- styrjöldin brauzt út og á grund velli þeirra aomst hann að sam komulagi við íslendinga um að þeir sæju tionum fyrir skreið meðan á stríðinu stæði. Skreið artonnin sjö eru hinn fyrsti Framhald á bis 14. TVEIR Á FLEKA Á KYRRAHAFI í 69 DAGA - SJÁ BLS. 3 i—— ' 1 ' I ■ . I I I — Afnotagjald af útvarpi er nú átta hundruð og tuttugu krónur á ári, og ber að greiða það áður en bifreiðin er skoðuð. Margir taka útvörp úr bflunum fyrir skoðun Margir bifreiðaeigendur hafa þann háttinn á, að þeir taka út- vörpin úr bílunum áður en komið er með þá í skoðun. Nú hefur útvarpið eftirlitsmann í bifreiða- eftirlitinu. sem fylgist með því, hvort útvörpin hafi verið f bílun- um fyrir skoðun .og þau bekin úr. Er slíkt auðvelt. þar sem i flest- um tilfellum eru loftnetsstangir á , bflunum, og f þeim göt eða hólf ' fyrir útvarpið. Númerin á slíkum bílum eru tekin niður, og síðan eru viðkomandi aðilar kærðir og kallaðir til j'firheyrslu hjá rann- sóknarlögreglunni. Að þvi er Sverrir Einarsson fulltrúi yfir- saksóknarans i Reykjavík, tjáði blaðinu f dag, þá er farið með þessi mál eins og önnur kærumál, Framhald á bls. 15. 7. SÍÐAN — FRÉTT: BAKSÍÐAN Neita að greiða þótt útvarpið sé í bflnum. Nokkur brögð eru að því að mienn neita að greiða afnotagjald ið, þótt útvarpið sé f bílnum, og þeir gangist við því, að svo sé. Að því er Gunnar Vagnsson deild arstjóri hjá útvarpinu, tjáði Tím- anum í dag, þá er afgreiðsla slíkra mála tiltölulega auðveld, þar sem málin eru afhent fógeta, sem síðan annast lögtaksaðgerðir og innheimtir afnotagjöldin þann ig. Getur þá f sumum tilfellum um helmings innheimtukostnaðar bætzt við afnotagjöldin. Sagði Gunnar að t.d. í dag hefði sér borizt skýrsla um 36 slíka aðila frá eftiríitsmanni útvarpsins. Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið i síma 12323 fwtHMi 168. tbl. — Þriðjudagur 13. ágúst 1968. — 52. árg. Auglýsing i Tímanum kemur daglega fjrir augu 80—100 þúsund lesenda. Stúlkumar sem hlutu fyrstu fjögur verðlaunin í kálfauppeldi, með kálfa sína. Verðlaunahafamir era taldir frá hægri til vinstri: Ingibjörg Jóhannesdóttir, Amarhóli, Guðrún Magnús- dóttir, Blesastöðum, Hnlda Harðardóttir, Stóra-Más- tungu og Herdís Brynjólfs- dóttir, Hreiðurborg. Þessar fjórar stúlkur tóku þátt í keppninni en piltarnir sjö sem áttu kálfa á sýningunni náðu ekki verðlaunum. Hert eftirlit með greiðslu afnotagjalda fyrir útvarpsviðtæki í bílum: Hátt á annað hundrað bíl eigendur undir smásjá KJ-Reykjavík, mánudag. f ár hefur verið gengið mun harðar en áður, eftir þvf að bif- reiðaeigendur greiði afnotagjöld af bflviðtækjum sínum, og hefur útkoman orðið sú, að um síðustu áramót var búið að innheimta jafnháa upphæð og allt árið í fyrra, en þó er ekki búið að skoða nema um helming bifrieða í Reykjavík. Ekki eru þó allir á því að greiða afnotagjöldin, og taka sumir þvi tækin úr bflunum áður en farið er í skoðun, og bendi eitthvað til þcss að útvarp hafi verið í bflnum fyrir skoðun, er haft eftirlit með bflnum, og þeir menn kærðir sem á sannast að hafi tekið viðtækið úr bflnum fyrir skoðun. MYNDIR:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.