Tíminn - 13.08.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.08.1968, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. ágúst 1968. TIMINN Ólafur á einfali við Tímann Ódáðahrauni á austurleiium Ólafur Ketilsson leit inn á rit- stjómarskrifstofur Tímans um daginn til að segja okkur frá veg- inujn austur. Vegurinn austur hef ur verið lífs hans saga, eins og svo margra annarra, en nú sækir gikt á Olaf og má vera, að það grjót sem fyrrum var honum að- eins hið daglega stríð sé nú orð- ið hans daglegi sársauki. Að minnsta kosti kom hann inn úr dyrunum seinfær til gangs og studdist við tvo stafi. Var honum þó ekki efst í huga að fætur væru farnir að gefa sig, heldur hitt, að hann kvaðst finna fyrir því að honum væri farið að förl- ast um ljótar hugsanir. Manni er sagt að hið raunveru- lega Ódáðahraun sé í suðurátt frá Mývatnsöræfum, byrjaði Ólafur mál sitt. Og er það sennilega rétt. Margir leggja leið sína þar um í þeirri vissu, að þai sé óslétt mjög, og möguieikar til yfirferð- ar fari eftir því. Fyrir nokkrum árúm komst alþingismaður Gull- bringu og Kjósasýslu að þeirri niðurstöðu að Suðurnesjavegur væri þá lítt þetri til yfirferðar en Ódáðahraun. Við þetta tækifæri lýsti hann strax í snjallri þing- ræðu þeim voða er því fylgdi að hafa ekki sæmilegan veg í sínu kjördæmi. Ræðan var það áhrifa- rík að honum lukkaðist að sann- færa sína samstarfsmenn um, að við svo búið mætti ekki lengur standa, og fékk án tafar sám- þykkt að láta steypa Keflavíkur- veg, sem þegar er orðið að raun- veruleika. Nú vil ég minna mína alþing- ismenn á þá hlutdeild, sem sumir af þeim áttu í því að steypa Keflavíkurveg, og jafnframt gera sér grein fýrir því, að í Suður- landskjördæmi cru menn búnir að eiga líkan Ódáðahraunsveg milli Tannastaða og Alviðru i ðlf Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688 usi nú á annað ár. Það er marg- búið að biðja um, af mér og öðrum að framkvæma þann mögu leika að bera ofan í nefndan veg. Það mun vera um eitt ár síðan ég bað, og líka í bréfi, mína al- þingismenn um hjálp til þess að láta bera möl 1 nefndan Ódáða- hraunsvegarkafla, en án árangurs enn þann dag 1 dag. Ég minni ykkur aftur á þetta nú, og von- ast eftir bænheyrslu án tafar. Ég mun svo lýsa nokkuð því þekkingarleysi og hirðuleysi, sem húskarlar ykkar viðhafa við vega- gerð og vegaviðnald í okkar kjör- dæmi. Það var 1 vor að borin voru tiokkur hlöss af rauðamöl í nefndan vegbút eftir t^eggja ára sveltu. Þá var valið það efni er verst tollir ofan í grjótpúkkuð- um vegum, sem bæði fýkur sem mest og skriplar undan hjólun- um jafnóðum og ekið er yfir. Mér þykir þekkingarleysi þeirra er þannig vinna jafnslæmt og hjá elliglapa tóbakskarli, sem aldrei hefur kunnað að taka í nefið nema af handarbakinu, og reyn- ir jafnt að gera það inni í húsi og úti í tíu eða tólf vindstigum, þar sem tóbakið fýkur allt út í veður og vind, on sem fæst korn komast í nefið eins og ætlað var. Ég geri kröfu til þess, að bor- ið verði í nefndan kafla af hinu góða efni, sem ætíð er fyrir hendi malað eða sigtað, í Tannastaða- gryfju eða nustan Selfossvega- móta. Ég tel líka að eftirlitsleysi sem verið hefur á Grímsnesvegi síðastliðna mánuði algjörlega ó- viðunandi, þar sem hann var stundum alófær og menn komust hann naumlega og ekki á tveggja drifa bílum, samanber svo og Sól- heimaveg, sem var með svo slæm um pyttum, að þegar komið var langt fram í júní var ekki einu sinni unnt að komast hann á tveggja drifa bílum. Ofaníburðarleysi á ýmsum köfl um, við Stangalækjarbrú, við Apárbrú, móti Gröf í Laugardal. Þar er allt með sömu ummerkj- um frá úrrennslistímanum í vor, aðeins hent í það rauðamöl, bind- ingslaust, sem eigi tollir, og verð- mz*z\ •k JP-Innréttingar frá J6nf Péturssyni, húsgagnaframleiðanda — auglýstar I sjónvarpi. Stllhreinao stsrkar og val um viBartegundir og harBplast- fram- leiSir einnig fataskápa. AB aflokinni vlðtækri könnun teljum viö, aö staölalar henti I flestar 2—5 herbergja fbúöir. eins og þær eru byggöar nú. Kerfi okkar er þannig gert, aö oftast má án aukakostnaðar, staöfæra innréttinguna þannig aö hún henti. f allar Ibúöir og hús. Allt þettá •k Seljum. staölaöar eldhús- innréttingar, þaö er fram- leiöum eidhúsinnréttingu og seljum meö öllum. raftækjum og vaskl. Verö kr. 61 000.00 - kr. 68.500,00 ogkr. 73 000,00. •k Innifaliö I veröinu er eid- húslnnrétting, 5 cub/f. (s- skápur, eidasamstæða meö tvelm ofnum, grillofni og bakarofni, lofthreinsari meö kolfilter, sinlú - a - matic uppþvottavél og vaskur, enn- fremur söluskattur. •k hér getiö valiö um inn- lenda framleiöslu á eldhús- um og erlenda framleiöslu, (Tielsa sem er stærsti eldhús- framleiöandi á meginbndi Evrópu.) k Einnig getum viö smiöaö innróttingar eftir teikningu og óskum kaupanda. ★ Þetta er eina tilraunin, aö þvf er bezt veröur vltaö til aö leysa öll. vandamál .hús- hyggjenda- varöandl eldhúsiö. ★ Fyrir 68.500,00, geta margir boöiö yöur eldhúsinn- réttingu, en ekki er kunnugt um, aö aörir bjóöi yöur. eld- húsinnréttingu, meö eldavél- arsamstæöu, viftu, vaski, uppþvottavél og fsskáp fyrlr- þetta verö- — Allt innijairö meöal annars söluskattur kr. 4.800,00. Söluumboð fyrlr JP •innréttíngar. Umboös- & heildverzlun Kirkjuhvoll • Reykjavik Símar: 21718,42137 Kappjnn Ólafur Ketilsson vlS bifreiS sína. ur lítt fært jafnóðum og ofaní- burðurinn . hefur verið fram- kvæmdur. Á Djúpá er tveggja ára gömul brú, mjög illa byggð, að- eins einbreið, ekki hægt að mæt- ast þar, og má slíkt heita ónot- hæft miðað við þann tíma, sem brúin er byggð á, 1966. Þriggja ára gamalt ofaníburðarleysi rétt norðan við túnið í Eyvindartungu sem aldrei fæst borið hlass í. Við Stekkárbrú, þar sem virðist þurfa að rannsaka þekkingu þess manns sem verkið vann, og ekki hvað síður hallamælinn. sem notaður var við verkið. Brúin virðist vera hæst til beggja enda, ofaníburð- urinn tollir ekki við, og alltaf stöðugt högg á bílinn, í hvert skipti sem ekið er yfir brúna. Ég geri sérstaka athugasemd við brúna á Skillandsá í Laugar- dal, vegna þess hve hún er slæm, illa byggð. Va.'narbríkur vatns- heldar, brúarplatan niðurfaUs laus og hallalaus. Vatnsrennslið af veginum við plötuna beggja meg- in, þar sem brúarplatan er ætíð í vætutíð full af vatni, sem vefd- ur því að vatnið leysir upp möl- ina við plöntuna. Þar grafast því djúpar nolur. Ef um nokkurn hraða er að ræða á bflnum, þá fá þeir högg á sig og hoppa að framan í loft upp, ekki ólíkt og velaldir folar að vori til, þegar þeir hafa við ýmis konar gleðilæti, og ekki verður hjá því komizt að lýsa því hvernig bfllinn fer með afturhluta sinn. Það er mjög líkt því sem jafnaldar hrysur viðbafa með ýmiss konar gleðilátum, og er furðulegt að noKkrir verkfræðing ar skuli. vinna svona verk, að stæla svona skrípalæti, eins og þarna virðist hafa verið gert. Svona vinnuaðferðum vil ég ekki að verkfræðingar og vega- gerðarmenn beiti við okkur sak- lausa ökumenn, sem eigum þess heitasta ósk aö aka eftir slétt- um vegi tyeð okkar farþega, bæð.i dömur og drengi. Við nefnda oiú hef ég einnig komizt í sérstaka hættu, þá mað- ur hefur séð taklæddar konur vera að baða sig úti á miðjum vegi. Við gerum ætíð miklar faðf j ur til vegargerðar landsins, en / okkur hefur aldrei dottið í hug,. að það ætti saman sundlaug og; vegur. Og vildi ég mælast til þess’' að slíkir menn, sem svona verk; vinna, væru heldur sendir suður1 í Suðurhöf að vinna sundlauga-, botna, heldur en standa í því, sem heitir að^ byggja brúarómynd ir hér uppi á fslandi. Ég hef nokkrum sinnum kært vegagerðarmenn fyrir ýmiss konar mörg unnin verk mjög slæm, og sent það alla ieið í samgöngu-' málaráðuneytið. En yfirleitt án árangurs. Ég het ætíð spurt eftir svörum viðvíkjandi þessu eða. hinu, og það hjá ráðuneytisstjóra. Hann telur sig vera aðeins með athugun um það, hvort rétt mundi vera að senda mig og vega málastjóra sjálfan á letigarðinn. En ekkert hefur nú orðið af þeim framkvæmdum. Ég vona að alþingismenn okk- ar taki þessu ófremdarástandi' nokkurt tak, og láti til sín heyra, og eitthvað sjást af árangri sinna verka, því að beir eiga líka nóga sök með ýmislegar gamlar synd- ir frá fyrri árum, því að þeir sjá það nú sennilega enn, að kaflinn' okkar frá Brúarnlöðum í Biskups' tungum til Guflfoss er í samaj formi enn og nann var lagður 1929, átta kflómetra leið með fimmtíu og sex beygjum. Svo og. munu þeir einmg muna það. að fyrir tiltölulega fáum árum var. okkur sent gamalmenni vestan úr kjördæmi Guflbringu og Kjósa sýslu til þess að endurbæta veg- inn, sem kallað var, frá Gjábakka til Laugarvatns, sem er átján kfló- metra leið, og hafðist að endur- bæta hann það vel. að hann komst niður í áttatíu beygjur. Og seinnihluta júlímánaðar virtust holurnar í Skálholtsvegi svo djúp ar, að engu var líkara en verið væri að grafa manni gröf á síð- asta degi. Vonast ég til þess að aðrir þegnar pjóðfélagsins hafi ekki -við eins slæm vegavandamál að stríða, eins Of við hér I Suð- urlandskjördæmt. I f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.