Tíminn - 13.08.1968, Síða 5

Tíminn - 13.08.1968, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 13. ágúst 1968. TIMINN / Opnun Almannagjár Gráhári skrifar: Undanfarið hefir lokun Al- mannágjáar verið ofarlega á batxgi í blöðunum og þó enn tíðræddari manna á meðal. All ar hafa þessar umræður 'beinzt til einnar áttar, enda erfitt um frambænlegar málsbætur fyrir jafn fáránlegri ráðstöfun. í Morgunblaöinu, sem ritstýrt er m. a. af formanni Þingvalla nefndar, hafa birzt einna s'kel- eggastar ádeilugreinar gegn þessari ástæðulausu og illa þokkuðu ákvörðun, því hjá því hefir ekki verið hægt að kom- ast að andmælaaldan fengi einn ig þár nokkra útrás. Og hvað mun þá um hin önnur blöðin? Þessum mótmælum má ekki linna fyrr en látið hefir verið undan þeirri sanngjörnu kröfu almennings, að leyfa alla um- ferð niður gjána, að þunga- vörubílum undanskildum. Þingvellir og þó Almannagjá sérstaklega. á að vera opinn vettvangur fyrir alla þá sem þangað sækja og njóta vilja þeirra sérkenna sem það er að finna, umfram annars staðar hérlendis. Niðurleiðin eftir gjánni er þar mest um verð og ógleymanlegust öllum sem hana fara í fyrstá sinn. Út- , lendingum, ekki síður en okkur ' sjálfum þykir það svo merki- leg og minmsstæð „upplifun" að þess er víða getið og er í raun og veru betri landkynning en ýmislegt annað sem teflt er fram. Sagt er að Vesitur-íslend ingum hafi lieldur brugðið í brún er þeir komu að Al- mannagjá lokaðri, — en þeir hafa verið all-fjölmennir hér í sumar — og urðu mörgum þeirra þetta mikil vonbrigði, engu síður þeim sem hér höfðu áður komið, en hinna sem að- eins höfðu spurnir af því, sem markverðast væri — Almannagjá á ekki að vera neinn sérstakur „spássér- staður“ fyrir þann fámenna hóp reykvískra borgara sem eiga sumarbústaði undir eystri gjár barminum. Þetta er almennings eign sem allir hafa jafnan rétt til, en enginn einn öðrum frem ur. — Hvernig sem á málið er litið verður ekki séð að nokkur skynsamleg rök sé hægt að færa fram íyrir þeirri ákvörð un Þingvallanefndar að loka Almannagjá eins og gert hefir verið. — Þingvallanefnd hefir áð- ur misnotað valdsvið sitt herfi lega, með úthlutun sumarbú- staðalanda, og um það hefir fall ið þjóðardórnur. Lokun gjár- innar er annað óþurftarverkið, sem sú nefnd í hefir framið. Mun nú mörgum finnast að mál sé að linni. Tíminn og frídagur verzlunarmanna Landfari birtir með ánægju eftirfarandi ummæli um Tím- ann. Kæri Landfari. Ég hefi nú um árabil verið kaupandi af Tímanum og les ið nær ailt, sem gengið hefur á prent á siður hans. Hefur mér þótt efnisval, uppsetning, greinar og allur heildarsvipur verða enn betri með áruum. Hið nýja fyrirkomulag á minn ingagreinum er til fyrirmyndar og mættu hin blöðin feta þar í fótsporin. Ég settist niður til að skrifa 'fyí N C3 SÝNIKENNSLA í DAG í dag kl. 2, 5 og 8, fer fram sýnikennsla í matartilbúningi, niðursuðuvöru og með- ferð áleggsvöru frá Kjötiðnaðarstöð . KEA. — Komið og bragðið hið Ijúffenga álegg. KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ þetta bréf eítir að hafa lesið Víðavangs-pistilinn í blaðinu í dag. Ég er sammála, að meira mættu menn muna hverra frí- dagur verzlunarmanna er, en ekki skil ég hvers vegna Víða- vangs-ritstjórinn er á móti því, að flutt sé skemmtiefni þá kvöldstund. (Útvarpið hefur nú ekki svo mikið af sliku). Mér þótti þácturinn Um drykk langastund ágætlega skemmtileg ur, þó ef til vill hafi stjórnend ur gerzt eilítið djarfir á stund- um. En þannig eru ungir menn og hafa alltaf verið Finnst mér það koma úr hörðustu átt, ef frjálslynt blað eins og Tíminn leggur stein i götu þeirra, sem brydda upp á einhverju nýju og glotta framan í hvursdags- leikann. Tíminn sýndi minningu hins fallna foringja Jónasar frá Hriflu verðugan sóma með skrifum sínum vegna andláts hans. Minning hans mun lengi lifa með þjóðinni. Virðingarfyllst, Reykjavík 8.8. 1968. Lesandi. ísl. meta ritsnillinga sína Heill og sæll, Landfari minn. Þrátt fyrir allar þær hörm ungar sem yfir okkur hafa dun ið á þessu herrans ári, svo sem hafís, grasleysi, síldarleysi og markaðstregðu fyrir afurðir okkar, að ég ekki tali um hina úrræðulausu ríkisstjórn, höf- um við þrátt fyrir allt lifað sannkallað ævintýri á þessu sumri. Hið mikla ævintýri er: urslitin í forsetakosningunum. Ósennilegt er, að núlifandi kyn slóð eigi eftir að lifa slflct ævintýri. Fyrstu vikurnar, eft- ir að framboð voru ákvéðin, bjuggust flestir við að Dr. G. Th. mundi bera sigtrr úr být- um. En er á leið fóru spárnar að breytast, hægt og hægt, þar til sýnt var að Dr. Kristján mundi bera sigur úr býtum. En hvað yrði atkvæðamunurinn mikill? Það var spurningin sem enginn gat evarað með vissu. Fyrir 16 árum sigraði hr. Á.Á. sr. Bjarna með nokkuð á annað þús. atkvæðum og þótti glæsi legt. Ef Dr. Kristján sigraði með álíka dtkvæðamun, þá töldust flestir fylgismenn hans, að þeir gætu verið ánægðir. En síðustu dagana voru þeir farn ir að gera :éi vonir um, að atkvæðamunurinn mundi verða kringum 5 þús. Hærri tölu þorði enginn að nefna svo ég vissi til. En hver var svo útkoman? Dr. Kristján vinnur með 33 þúsund atkvæðum, ef ég man rétt. Þetta var sann- kallað ævintýri. sem enginn bjóst við að ]ifa Eftir að úrslitin urðu kunn, fóru margir að brjóta heilann um það, hvað hefði valdið þess um glæsilega sigri dr. Krist- jáns. Komu þá margar getgát- ur fram og flestar að nokkru 9ennilegar. En einkennilegt var það, að ég heyrði engan mann nefna þá tilgátuna sem var lang sennilegust, nema rithöfund- inn Indriða G Þorsteinsson. Hann drap á þetta, í líkingum þó. En það eru ritstörf Dr. Kristjáns, sem hafa verið hér þyngst á metunum. Um það er ég sannfærður Hann er nefni- lega fyrsti maður á landi voru, sem hefur skrifað bækur um fornleifafræði, sem eru þannig að máil og stfl, að alþýða þessa lands hefur iesið þær, bæði sér til fróðleiks og skemmtunar. Honum hefur tekizt að gjöra efnið spennadi, eins og þetta væri skáldsaga eftir Nóbels- verðlaunahöfund. Ég hygg að þetta sé höfuð skýringin á ninu mikla ævin- týri. Þjóðin hefur ætíð kunnað að meta ritsnillinga sína — og svo er enn sem betur fer. Andvari. Ánamaðkar til sölu Þessa auglýsingu mátti lesa í 7 auglýsingum í Vísi í dag (30,7. ’66). — Hvers konar „sportmenn“ eru það, sem þræða lifandi ánamaðka upp á öngul, og setjast svo niður og bíða þess að fiskur gleypi beituna. — Þetta er e'kki „sportmennska" heldur ó- geðslegt dráp saklausra ána- maðka, sem eru viðkvæmir — miklu viðkvæmari en fiskur- inn, sem ætlaó er að grípa maðk inn. — Hvað segir formaður Dýravemdunarfélagsins um þetta? Dýravinur. Frá Matsveina- og veitingaþjónaskólanum Starfsemi skólans hefst með inntökuprófi mánu- daginn 2. sept. kl. 14. Innritun fer fram í skrif- stofu skólans 19. og 20. þ.m. kl. 15—17. Skólinn verður settur miðvikudaginn 4. sept. kl. 15. SKÓLASTJÓRI -V; m Gv Starf smannaf élög og einstaklingar Ef þið hafið landið, þá höfum við sumarbústað- ina. Komið og kynnið ykkur hin nýju stálgrinda- hús vor á Landbúnaðarsýningunni í Laugardal. Blikksm. Magnús Thorvaldsson, Borgarnesi. Sími 93-7248. Hin óarðbæra f járfest- ing og óhófseyðslan Menn velta því nú fyrir sér. hvers vegna svo illa sé koniisf í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar — og spyrja sig þeirrar spurningar, hvort önn- ur og skynsamíegri stefna í efnahagsmólum undanfarandi ára, hefði ekki komið í veg fyrir að skellurinn af þeim áföllum, sem yfir þjóðina hafa gengið að undanförnu, yrði jafn þungur og' raun ber vitni. Ríkisstjórnin sagði að megin- viðfangsefn5 hennar yrði að stöðva verðbólgu. Verðhækkan ir hafa þó sum stjórnarár henn ar verið tvöfaldar og stund- um þrefaldar á við það, sem verið hefur í helztu viðskipta- löndum okkar. Þrívegis hefur gengið verið fellt á valdatím- um stjórnarinnar, síðast i nóv. í fyrra — og ætli ekki eigi eftir að sannast það, er Fram sóknarmenn sögðu, að þegar myndi byrja að safnast í fjórðu gengisfellinguna, ef • stefnunni í efnahagsmálum yrði ekki breytt? Vantar heildar yfirsýn Það er enginn vafi á því, að röng f járfesting er ein meginorsök þeirrar óheillaþró unar, sem hér hefur orðið, á- samt sívaxandi óstjóm í ríkis- rekstrinum og einnig einstakl- inga. Verðlagsþróunin og rýrn andi gildi peninganna, ásamt alls konar hömlum á þjóðhags- lega hagkvæmum rekstri hafa ýtt undir hvers konar fjárfest- ingu, skipulagslausa og án skynsamlegrar yfirsýnar. Ríkis stjórnin hefur horft á þetta aðgerðarlaus og hefur verið ó- fáanleg til að koma heildar- skipulagi á framkvæmdir eða beina útlánastefnu bankanna í ákveðna farvegi. Nú vakna menn upp við vondan draum. Nú á að vinna að því að fækka þeim frystihúsuni, sem hafa verið byggð á þessu tímabili og hafa komizt að þeirri niður stöðu að þau séu of mörg. Þannig staðfesta þeir sjálfir að sumt af fjárfestingunni hafi orðið beinlínis til tjóns vegna skipulagsleysis og skorts á heildaryfirsýn. Bankakerfið og atvinnulífið í vor lét Seðlabankastjórinn, sem hefur verið eins konar yfirkaiífi í peningamálum þjóð arinnar, hafa það eftir sér, að rétt væri nú að fara að spyrna við fótum í bankamálunum og vinna að því að sameina eitt- hvað af bönkunum. Þessir að- ilar hafa þó fjárfest svo hundr uðum milljóna skiptir í dýrum húsum og útbúnaði. Það vant- aði einmitt forustu, er stýrði málum samkvæmt heildaráætl un, heildaryfirsýn og markmið um, og þannig stefnt mark- visst að því að byggja upp fyrirtæki, sem sannanlega voru lífvænleg og bæta rekstur hinna eldri, en haldið aftur af þeim, sem aðeins gátu staðizt í mestu veltiárum. Allir höfuð atvinnuvegir þjóðarinnar, sjáv arútvegur, iðnaður, landbúnað- nr, hafa byggzt upp undangeng Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.