Tíminn - 13.08.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.08.1968, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 13. ágúst 1968. TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri; Kristján Benediktss-in. Ritstjórar: ÞÓTarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur f Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 120.00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. ERLENT YFIjlLIT , Agnew veikir verulega sipr- vonir Nixons í Norðurríkjunum Þó fer það nokkuð eftir því hverjir framhjóðendur demókrata verða. Islenzkt sjónvarpsefni Síðan sjónvarpið hóf störf sín að nýju eftir suraar- leyfið, hefur orðið vart vaxandi gagnrýni á efni það, sem það velur til flutnings. Einkum er það greinilegt, að þær kröfur aukast, að sjónvarpið flytji meira af vönd- uðu íslenzku efni en það hefur gert hingað til. Þær kröfur eru vissulega eðlilegar. Það hlýtur að verða eitt helzta verkefni sjónvarpsins að reyna að fullnægja þeim. Þess ber hins vegar að gæta, að upptaka á mörgu slíku efni er kostnaðarsöm, einkum þó ef um meiriháttar verk er að ræða. Mikið af íslenzku efni má þó gera skemmtilegt í sjónvarpi með tiltölulega litlum tilkostnaði. Við höfum þegar séð, hvað hægt er að gera í þættinum Munir og minjar. Við getum gert okkur í hugarlund, að hægt sé að gera sögustöðum skil með líkum hætti, einnig því sérkennilegasta og fegursta í náttúru landsins, sem margt er tengt mönnum, ýmist í ljóðum eða frá- sögn. Atburði úr íslendingasögum og þjóðsögum, er hægt að taka til meðferðar með sams konar einföldum hætti, mynd og frásögn. Þetta kostar fyrst og fremst ekki mikla peninga, heldur hugkvæmni og samstarf. Þá liggur 1 augum uppi, að það verður hlutverk sjón- varpsins að geyma safn tiltækra heimildarkvikmynda. Það er sjálfgerður hlutur, að sjónvarpið geymir ýmis- legt það helzta frá líðandi stund. Öllu óljósara er hlut- verk sjónvarpsins varðandi gamlar kvikmyndir, sem heimildagildi hafa. Þær eiga þó hvergi frekar heima en hjá sjónvarpinu. Slíkar myndir munu til allt frá öðrum tug aldarinnar. Flestar eru þær í einkaeign, og þess vegna er mikið verk að leita þær uppi, meta þær og safna þeim nýtilegu saman. Þá eru til erlendis merki- legar myndir teknar á íslandi. Eintök af þeim þarf að fá hingað til aukins gildis fjrrir þá heimildasöfnun, sem þegar er kominn vísir að hjá sjónvarpinu vegna dag- legrar fréttaþjónustu þess. Þegar búið er að taka upp þessar gömlu myndir á viðeigandi filmur eru þær ákjós- anlegt sjónvarpsefni. Margt fleira íslenzkt efni er ónumið land. Ef það er nytjað til fulls eignast hinir erlendu þættir smám sam- an það rúm í dagskránni, sem hæfir íslenzku sjónvarpi. Breytinga er þörf í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á sunnudaginn var, er m.a. komizt svo að orði: „Sá, sem öllu vill halda óbreyttu, hlýtur að verða undir í samkeppni og samskiptum. í rauninni má segja, að breytinga sé þörf breytinganna vegna, að með nýjum sjónarmiðum, nýjum hræringum, nýrri stefnu komi lífca nýtt líf og nýr kraftur“. Undir þessi ummæli tekur Tíminn eindregið, enda eru þau eins og tekin upp úr forustugreinum hans að undanförnu. Þau vandamál, sem nú er glímt við í ís- lenzkum efnahagsmálum, verða ekki leyst, nema með nýrri stefnu og nýjum vinnubrögðum. Reynslan er svo augljóslega búin að sýna, að það mun aðeins auka erfið- leikana, ef fylgt verður áfram sömu stefnu og beitt svipuðum vinnubrögðum og gert hefur verið seinasta áratuginn. NEW YORK TIMES komst svo að orði í forustugrein dag- inn eftir að Nixon var valinn fonsetaefni repúiblikana — en áður en kunnugt var um val hans á -varaforsetaefninu, — að ekki yrði annað sagt en að hann hefði stýrt fram hjá öll- um mistökum í langri og strangri baráttu hans til að ná útnefningu flokksins. Það eitit út aif fyrir sig, væri ekki lítið afrek. Washington Post sagði hins vegar sama daginn, að fram að þessu hefði Nixon getað siglt fram hjá mesta vandanum með því að fresta ákvörðun um það, hvort hann ætlaði ‘ heldur að keppa aðal- lega við George Wallace um fylgið í Suðurríkjunum eða sækjast eftir fylgi óháðra kjós enda og óánægðra demókrata í Norðurríkjunum. Þessa ákvörðun yrði hann að taka fyrr eða síðar og það gæti ráðið úrslitum kosninganna, hvern kostinn hann veldi. MARGIR telja nú, að Nixon hafi þegar tekið ákvörðun um þetta, þegar,, hann útnefndi Spiro Theodore Agnew sem varaforsetaefni repúblikana. Kunnugir telja, að Nixon hafi helzt viljað tá Lindsay borgar stjóra í New York sem vará- forsetaefni en Suðurríkjamenn hafi neitað að fallast á það. Og þeir áttu hönk upp í bakið á Nixon, þar sem fylgi þeirra réði alveg úrslitum um kjör hans sem forsetaefnis. Hann fékk 248 atkvæði a flokksþing inu úr hinum upprunalegu Suð urríkjum (11 talsins), en Rea- gan aðeins 58. Án þessa stuðn- ings Suðurríkjamanna hefði Nixon ekki náð útnefningu, en talið er, að þeir hafi sett hon- um þann kost, að hann út- nefndi ekki varaforsetaefni gegn vilja þeirra. Eftir að þeir höfðu neitað öllum varaforseta efnum úr frjálslyndara armi flokksins, valdi Nixon Agnew í þeirri von, að frjálslyndi arm urinn gæti sætt sig við hann, þar sem hann hefur frekar ver ið talinn þeim megin. FYRSTU blaðadómar eftir kjör Agnew’s sem varaforseta efnis, benda til, að það hafi veitot aðstöðu republikana í Norðurríkjunuin. T.d. hefur New York Times það eftir ein um nánum aðstoðarmanni Javits öidungadeildarþing- manns, en hann sækir nú um endurkjör í New York-ríki, að val Nixons á Agnew bendi til, að hann hafi þegar gefizt upp við að ná kjörmönnum þar, Meðal fylgismanna Nelsons Rockefellers ríkir yfirleitt sterk andstaða gegn Agnew, en þeir lita á hann sem hálf- gerðan svi'kara. Það virðist ekk ert bæta úr bessu. að Lindsay borgarstjóri hefur mælt með Agnew, enda er grunnt á því góða milli hans og Rpckefell- ers. Sagt er að Lindsay vilji AGNEW ógjarnan keppa aftur um borg- arstjórastöðuna í New York, því að hann óttist ósigur, ef demókratar velja sterkan fram bjóðanda. Hann stefni nú helzt að því að erfa stöðu Rockefellers sem ríkissitjéri í New York og því reyni hann að vingast við Nixon og hægri menn, sem mestu ráða um val ríkisstjóraefnisins. ÞÓTT Agnew hefði lítil- lega verið nefndur sem varaforsetaefni, kom val hans yfirleitt á óvart. Hann má heita næstum óþekktur í Bandaríkjunum og hefur enga þá reynslu, er réttlæti útnefn ingu hans sem varaforsetaefnis. Agnew er sonur grísks inn- flytjenda, sem rak veitinga- stofu í Baltemore um alllangt skeið, en varð gjaldþrota á kreppuárunum, eins og margir fleiri. Faðir hans bar upphaf- lega ættarnafnið Anagnosto- poulos, en breytti því í Agnew eftir að hann hóf veitinga- reksturinn. Móðii Agnew's er að amerísKum ættum. Spiro Thedore Agnew er fæddur 9 nóv 1918 Hann byrj aði ungur að vinna fyrir sér með ýmsum haetti og kostaði sig sjálfur til náms. Hann hóf fyrst nám í efnafræði, en síðar í lögfræði. Hann hafði ekki lökið náminu, þegar Banda ríkin drógus’ itin síðari heims styrjöldina og var hann þá kvaddur í herinn, eins og aðr- ir ungir menn. Hann var í hern um í fjögur ár og vann sér þar góðan frama. Að því loknu hóf hann laganám að nýju og lauk lögfræðiprófi 1947. Næstu 10 árin stundaði hann ýmis lög fræðistörf. Árið 1957 var hann kjörinn í sérstaka nefnd í Baltemore County. sem fjallar um löggæzlu og réttarfarsmál, og varð nokkru síðar formað- 3 ur hennar. Demókratar'sviptu hann þeirri formennsku 1961 og bauð Agnew sig fram fyrir repúblikana í héraðsstjórakosn ingu, sem fór fram í Baltemore County næsta ár. Hann náði kjöri, og gegndi héraðsstjóra- störfum næstu fjögur árin. Ár- ið 1966 var hann í framboði fyrir republikana við ríkis- stjórakosningu í Maryland og vann sigur, þótt demókratar séu þar í miklum meirihluta. Sigur sinn átti hann mjög að þakka þvi, að afturhaldssamur demókrati hafði sigrað í próf- kjöri og sneru frjálslyndir demókratar batoi við honum og kusu Agnew, sem hafði frjáls lynda stefnuskrá. AGNEW hetur þótt stjórnsam ur og umbótasinnaður bæði sem héraðsstjóri og ríkisstjóri. Því hefur hann verið talinn til frjálslyndari arms republik ana. Hann studdi Scranton til framboðs á flokksþingi repu- blikana 1964, en vann þó fyrir Goldwater eftir að hann hlaut útnefninguna. Á síðastl. ári studdi hann Romney til fram- boðs, en eftii að hann dró sig í hlé, gerðist hann stuðnings- ma’ður Nelsons Rockefellers. En leiðir þeirra stoildu 21. marz síðastl. Þá hafði Rocke- feller boðað blaðamannafund og áttu flestir von á, að hann myndi þá tiltoynna framboð sitt. Agnew hafði kvatt saman helztu stuðningsmenn sína til að fylgjast með blaðamanna- fundinum í sjónvarpi og áttl síðan að lýsa yfir fylgi viðv Rockefeller. En flestum á ó- vart, þar á meðal Agnew, til- kynnti Rockefeller, að hann gæfi ekki kost á sér. Agnew reiddist oessu mjög. bví að Rockefeller hefði getað gert honum aðvart í tíma. Þegar Rockefeller gaf kost á sér að nýju, neitaði Agnew að styðja hann og lét enga afstöðu uppi fyrr en rétt fyrir flokksþingið, er hann lýsti stuðningi við Nixon. Sú afstaða hans varð mikill styrkur fyrir Nixon, og hlaut Agnew mikla andúð fylgismanna Roekefellers fyrir vikið. Það hefur ekki vakið at- hygli fyrr eo nú, að fljótlega eftir 21. marz fór Nixon að nefna Agnew sem einn þeirra manna, er kæmu til greina sem varaforsetaefni. Þykir senni- legt að stra> eftii 21 marz hafi Nixon farið að sækjast Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.