Tíminn - 13.08.1968, Síða 14

Tíminn - 13.08.1968, Síða 14
TÍMINN \---------------------------------- Ráðskona óskast að hermavistarskólanum að Kleppjárnsreykjum næsta vetur. Upplýsingar gefur skólastjóri, eða fonnaður skólanefndar. SKÓLANEFND Atvinna Vantar duglegan heyskaparmann. Upplýsingar á Ráðningarstofu landhúnaðarins eða hjá búnaðar- málastjóra. Sími 19200. GRÓÐUR ER GULLI BETRI Á LANDBÚNAÐARSÝNINGUNNi, SÝNINGAR- BÁS NO. 35 OG BÁS NO. 44, VÉLADEILD S.Í.S. getið þér séð eldhúsinnréttingar, ásamt heimilis- tækjum, er vér höfum á lager. ÞESSI SÝNISHORN VERÐA SELD AÐ SÝNINGUNNI LOKINNI. HÚS OG SKIP Laugavegi 11, sími 21515. SVISSNESK ÚR Vestur-þýzkar og franskar klukkur. Allt vel þekkt merki. ÞÓRÐUR KRISTÓFERSSON, úrsmiður Hrísateig 14. (Hornið við Sund- laugarveg). Sími 83616 — Póst- hólf 558, Reykjavík. Skammt frá Landbúnaðarsýningunni. Þökkum auðsýnda samú'ö og vináttu við andlát og larðarför Halldórs Jónssonar frá Arngerðareyri. Aðstandendur. Alúðar þakkir færum við öllum þeim mörgu vinum sem sýndu okk ur samúð og vináttu við andját og jarðarför-. ísaks Petters Zakrísson. Hildur Vigfúsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn hins látna. LANDBÚNAÐARSÝNINGIN Framhald af bls. 1 verðlaunin, en stnákarnir urðu að láta sér nægja 5 til 11 sæti. Úr- slit í nautgripakeppninni urðu þau að bezta aftirðakýrin var Tungla, og íhlaut 10 iþúsund kr. verðlaun og 15 þús. kr. au.kaverðlaun. Eigandi Tunglu er Eyvindur Sigurðsson, Austurhlíð, Gnúipverjahreppi. í eldri flokki hlaut Béprýði 1. verðlaun. Eigandi er Gunnar Ágústsson, Stærri-Bæ Grímsnes- hreppi. Verðlaunaupphæðin er sú sama í báðum flokkum. Neisti falaut 1. verðlaun í keppni nauta með afkvæmum. Eigandi er Kynlbótastöðin, Laugardælum. Bezta ntautið án afkvæma dæmdist vera Glæðir, og er Kynlbótastöðin að Laugardœlum einnig eigandi hans. í fcálfauppeIdiskeppninni hlutu Ingibjörg Jðhannesdóttir, Attiar- hóli, Gaulverjabæjarhreppi 1. verðlaun, Ingihjörg er 13 ára að aldri. Kálfur hennar er rauðhupp ótt fcvíga, fædd 28, apríl s. 1. Sauðfé á sýningunni er úr Hreppum, Skeiðum og Flóa. Sýnd ar eru alls um 05 fullorðnar kind ur auik lamlba. Sauðfjárkeppnin fór fram í þrem flobkum. I keppni ættarhópa voru 1. verðlaun kr. 13, 500. í öðru lagi var keppt um ein stakar ær með dilfcum og voru 1. verðlaun í þeim flofcfci 6 þús. kr. og einstakir hrútar og voru 1. verðlaun i þeim flokki 6 þúsund kr. Níu ættarhópar tóku þátt f keippninni, en í hverjum hópi eru hrútur og þrjár ær. 1. verðlaun hlaut Lítillátur og dætur hans þrjár, Grótta, Gróska og Harka. Eigandi er Ólafur Árnason, Odd- geirshólum. í keppni einstakra hrúta reyndist Öðlinguf, eigandi hans er Haukur Gíslason, Stóru- Reykjum. Af einstökum áim með dilkum dœmdist Hrefna bezta ær- in, eigandi er Bjarni Jónsson, Skeiðaárholti. Stófhestar voru sýndir í þrem flokkum, 4 til 5 vetra, 6 til 8 vetra og 9 vetra og eldri. Verð laun í öllum flokkum voru hin sömu og voru 1. verðlaun 20 þús. kr. og aukaverðlaun fyrir bezta stóðhestinn voru 30 þúsund kr. Hryssur voru sýndar f þrem flokk um 4 til 5 vetra 6 til 8 vetra og 9 vetra og eldri. Sex kynbótahryss ur voru í hverjum flokki og verð laun 10 þúsund kr. fyrir beztu hryssuna. I»á voru sýndir gæðing ar í tveim flokkum, vekringar og klárhestar, fyrstu verðlaun voru 8 þúsund kr. í báðum flokkum og aukaverðlaun fyrir bezta hestinn 7 þúsund kr. Hæstu og eftirsóttustu verðlaun sýningarinnar sem voru veitt fyrir bezta stóðhestinn hlaut Hörður, eigendur hans eru Jón Pálsson, Selfossi og Páll Sigurðsson Krögg úlfsstöðum. Hlaut hann 20 þúsund kr. 1. verðlaun og 30 þúsund kr. aukaverðlaun. f keppni stóðhesta 6 ti'l 8 vetra hlaut Hrafn 1. verðlaun. Eigandi er Hrossaræktarsamband Suður- lands. f keppni stó'ðhesta 4 o? 5 vetra hlaut Bliki 1. verðlaun. Eig andi er H. J. Hólmjárn, Vatns- leysu, Skagafjarðarsýslu, Fluga hlaut 1. verðlaun i keppni 9 vetra hryssa og eldri. Eigandi Fluigu er Sigurgeir Magnússon, Reykjavík. Hryssur 6 til 8 vetra: Kvika hlaut 1. verðlaun og einnig aukaverðlaun sem bezta hryssan á sýningunni. Eigandi er Einar E. Gíslason, Hesti. Af 4 og 5 vetra hryssum var MjöH hlutskörpust. Eigandi er Ólöf Geirsdóttir. Stafholti Mýra- sýslu Viðar Hjaltason dæmdist vera bezti góðhestur sýningarinnar og hlaut 1. verðlaun alhliða gang- hesta og aukaverðlaun. í keppni klárhesta með tölti fékk Kolbak- ur 1. verðlaun. Kolbakur er frá Fornu-Stekkum, Austur-Skafta- fellssýslu. í dag fóru fram á landtoúnaðar sýningtinni starfsíþróttakeppni, bú fjárdómar og dráttarvélaakstur, sem karlmenn tóku þátt í og einn ig fór fram starfsíþróttakeppni kvenna. Mjög hefur borið á að gestir fjölmenna á sýninguna á svipuð- um tíma dagsins .Hefur þetta vald ið nokkrum vandræðum þar sem ös myndast við sumar sýningar- deiildimar og biðraðir verða í veitinigasölunni. Flestir sýningar- gesta koma um kl. 14 og fara fyrir kvöldmat og síðan þyrpist fólk aftur á sýninguna eftir kl. 20. Er ástæða til að benda fólki á að í sýningarhöllinni er starfrækt veitingahús, þar sem ágætur og ódýr matur er á boðstólum, og er tilvalið fyrir fólk, sem ætlar að skoða sýninguna að koma fyrir hádegi og matast í veitingasalnum og hvíla sig jafmfram á gangi nrilli sýningardeilda, og ein6 er auðgert að borða kvöldmatinn þarna. í hádeginu er á boðstólum heitur réttur dagsins en annars er hægt að fá kaldan mat allan daginn og fram að lokun á kvöld- in. Meðal köldu réttanna eru kjúkl ingar, grísakótelettur, nautasteik og sitlhvað fleira góðgæti. Á morgun, þriðjudag, verður dagskráin á þá leið, að kl. 18 verður vélakynning, kl. 14 sýni- kennsla I matreiðslu, kl. 16 fcvik- myndasýninig, kl. 17 aftur sýni- kennsla í matreiðslu á áhorfenda pöllum, kl. 18 kynbótaær sýndar í dómhring, kl. 18,15 naut og 6 af- kvæmahópar sýnd I dómhii.ng, kl. 20 dagskrá sem hestamanna- félagið Hörður í Kjós annast. Á sama tíma hefst enn sýnikennsla í matreiðslu. Þá verður aftur kvik myndasýning um kvöldið og Karlakór Reykjavíkur syngur. LÍDÓ Framhald af bls. 1 ir vel fallið til æskulýðsstarfsemi. Salarkynni eru stór og björt og í kjallara er mikið rými. m.a. nokkur smáherbergi, sem henta mundu vel fyrir ljósmyndafönd- ur og annað því um líkt. Á efri hæðinni þar sem dans- salurinn er nú, hefur verið talað um að gera nokkrar breytingar, þegar til kemur. Verður salurinn e.t.v. hólfaður niður í smærri vist- arverur með lausum skilrúmum, sem fjarlægja má, þegar henta þykir. Svo sem fyrr segir, verður hér um að ræða kaup á 4/7 hlutum húseignarinnar og vill eigandi fá um 12 milljónir fyrir þá. Á neðri hæðinni eru verzlanir. í eigu ým- issa aðila. Að sjálfsögðu er ekki hægt að segja fyrir um. hvenær Lídó get- ur tekið við bessu nýja hlutverki, ef úr kaupunum verður, en telja má víst, að breytingaframkvæmd ir hefjist um íeið og þau verði gerð. ÁREKSTRAR Framhald af bls. 1 munu hafa orðið vegna óaðgæzlu, eða vegna þess að ökumenn eru óvanir að aka úti á þjóðvegum. Það er annað að aka á sléttum og vel merktum götum í Reykja- vík eða öðrum þéttbýlisstöðum. en á misjöfnum þjóðvegum, þar sem hraðinn er mun meiri — og kannski einum of mikill SKREIÐIN Frámhald af bls. 1 eiginlegi árangur af samning- unum við íslenzku útflytjend- urna, sem «*rn á þá lund, að Kalu fær ekki eingöngu greiðsiufrest þar til stríðinu i ÞRIÐJUDAGUR 13. ágúst 19«. lýkur, heldur greiða fslendlng- arnir flutningskostnað skreið- arinnar alla leið til Biafra. Skreiðinni er komið til ein- hverrar hafnar í Afríku, þar sem flugvöllur er í nánd, en þaðan er flogið með skreiðina inn í Biafra. Yfirvöld hafa lagt blessun sína yfir þennan innflutningsmáta skreiðarinn ar, en hún er seld með milli- göngu Biafrastjórnar á venju- legu gangverði slíkrar vöru í landinu. Nnana Kalu hefur flutt inn skreið til Biafra sl. 20 ár, að langmestu leyti frá íslandi, en einnig að einhverju leyti frá Noregi að milligöngu brezks fyrirtækis. — Ég geri mér ljóst, að það er erfitt að koma á slíku sam- komulagi, segir Kalu, — en fslendingarnir hafa sýnt, að þeir treysta íyrirtæki mínu og fyrsta skreiöarsending þeirra barst mér í hendur áður en þeim hafði borizt í hendur tryggingin fyrir greiðslunni.' Ég hefði gjarnan viljað greiða þessar skreiðarsendingar jafn óðum og þær komu, en erfið- leikarnir við að útvega erlend- an gjaldeyri meðan á þessu stríði stendur eru svo miklir, að ókleift hefur reynzt að skrapa saman nóg af dollurum eða pundum. Á hinn bóginn er það svo jífsnauðsynlegt að einnig norsk skreið berist til Biafra, að við erum fúsir til þess að reyna næstum hvað sem er til þess að komast að áþekku samkomulagi við Norð menn. Það hefur verið staðfest af yfirvöldum 1 Biafra, að þau hafi ekkert á móti innflutn- ingi, sem fram fer á þennan hátt og af opinberri hálfu hef- ur verið sagt, að því væri tek- ið með fögnuði, ef einhverjum innflytjanda tekst að koma á þennan hátt matvælum inn í þetta hungur hrjáða land. Sam kvæmt opinberum skýrslum neyttu Austur-Nígeríubúar, nú Biaframenn, 6/8 af allri norsfcu og íslenzku skreiðinni, áður en stríðið skail á. Nú er næst- um ógjörlegt að komast yfir skreið í Biafra. A8 vfsu er nokkuð af skreið ,,smyglað“ inn í Biafra tyrir tilstilli hjálp arstofnanna þriggja, Rauða Krossins, Caritas og Neyðar- hjálpar kirkjunnar, en sú skreið fer fyrst og fremst til sjúkrahúsanna og flóttamanna búðanna. Það er næstum því étrúlegt, hvað einn skreiðarpakki getur gert að verkum í flóttamanna- búðum. Allt að sex manns geta fengið sig metta af ein- um einasta fiski, sé hann mat- reiddur á réttaa hátt. Það varð blaðamönnum hér mikil reynsla. þegar Kanu skreiðarkaupmaður bauð þeim í skreið um daginn, því eng- inn hafði áður setið til borðs með þess konar fæðu fyrir framan sig. Fáist norskir útflytjendur til þess að fallast á tilboð Kanus, myndi það þýða aukin aðflutning hinna iífsnauðsyn- legu eggjahvituefna til nauS- staddra í Biafra I Þ R 0 T T I R Framhald af bls. 13. áhugi og gott Keppnisskap hefði farið saman hjá þessum Fram- flokkum og því hefði svona góð- ur árangur náðst Óiafur sagði, að Danir hefðu sent langflest lið eða um 170. Sigurvegarar í flokk- unum voru eingöngu frá íslandi, Svíþjóð og ðíores Og til gamans má geta þess, að Fram var eina félagið at Deim 485 sem tóku þátt. er átti tvó lið á verðlauna- palli!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.