Tíminn - 13.08.1968, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.08.1968, Blaðsíða 13
ÞRiÐJUDAGUU 13. ágúst 1968. TÍMINN 13 KR-INGAR NALGAST NU ÍSLANDSMEISTARATITILINN - eftir þýðingarmikinn sigur gegn Akureyri á sunnudaginn, 3:2 Enska deildakeppnin liófst á laugardaginn. Lítum á úrsliitin í 1. deild: Ipswich — Wolves 1—0 Liverpool — Manc. City 2—1 Manch. Utd. — Everton 2—1 Newcastle — West Ham. 1—1 Notth. F. — Burnley 2—2 QPR — Leicester 1—1 Stohe — Sund'erland 2—1 Tottenham — Arsenal 1—2 WBA — Sheff. W. 0—0 Eins og sjá má af þessu, hafa ensku meistararnir, Manchester City, ekki farið neina frægðarför til Liverpool. Bill Shankly, fram- kvæmdastjóri Liverpool, kom á óvart fyrir það að halda 100 þús. sterlingspunda manninum, Tony Hateley, fyrir utan liðið. Stað- gengill hans, Bobby Graham, s'kor aði annað markið fyrir Liverpool, en Thompson hitt. I Mandhester Utd. lék heima gegn Everton og vann 2:1. Hinar þekktu stjörnur, Best og Charl- ton, skoruðu morkin fyrir Utd. Aíhygli vekur í sambandi við þessa fyrstu umferð, að nýliðarn- ir í deildinni, QPR og Ipswich, töpuðu hvorugt Ipswich vann reyndar sinn leik gegn Úlfunum, en QPR gerði jafntefli við Leic- ester. Góð byrjun, hvernig svo sem framhaldið verður. Og hér koma úrslitin í 2. deild: Birmingham — Norwich 1—2 Blackburn — Derby 1—1 Blackpool — Hull 2—0 Bury — Carlisle 3—2 Cardiff — C. Palace 0—4 harlton — Millwall 3—4 Fulham — Bristol C. 1—0 Huddersf. — Portsmouth 0—0 Middlesbro — Preston 2—1 Oxford — Bolton 1—1 I SheSL' Utd. — A. ViUa 3—1 fyrra mark Akureyringa. Guðni (no 4) skoraði eftir fyrirgjöf Vaisteins. Það er engu Lrkara en KR- ingar h»fi gengsð á vit örlaga nornanna fyrir leikinn við Akureyri á sunnudaginn og beðið þaer að uppfylla þrjár óskir, sem hver htjóðaði upp á eitt mark. Aila vega stóðu leikar 3:0 KR í vrl áður en 23 mín. voru liðnar. Þótt ótrú- legt sé, virkaði þessi óska- byrjun KR-inga ekki eins og rothögg á Akureyringa. Þvert á móti brutust þeir um eins og helsært dýr eftir þriðja markið og gerðu tiiraun til að snúa taflmu við. Aftur og aftur stormuðu akureyrsku sóknarmennirnir að KR-mark inu og tvívegis skoruðu þeir. Staðan var 3:2 og áhorfendur á Akureyrar-vellinum heimt- uðu fieiri mörk. En þau urðu ekki ffelri og KR-ingar sneru hetoi sem sigurvegarar og forystuiið 1. deildar. Ektn maður, öðrum fremur, hlýt ur að hasfa v-erið áuægður eftir þennan þýðingarmikla leik í 1. deíld, nefnilega Walther Peiffher, þjálfari KR. íslandsmeistaratitill inn blasir við liðinu, þessu sama liði, sem var í molum í byrjun móts og virtist fremur eiga í vændum erfiða baráttu fyrir til- veru sinni í deildinni en von um sigur. En þrátt fyrir sigur KR-inga í leiknum á sunnudaginn, verður ekki gengið fram hjá þeirri stað- reynd, að sigur þeirra var ódýr í meira lagi. Þrjú mörk á 23 mínút- um, án þess að Akureyringum tæk ist að svara fyrir sig, þar af 2 fyrstu mörkin tilviljunarkennd. Það skeður ekki á hverjum degi, að lið fái svo fljúgandi byr í seglin. Ólafur Lárusson skoraði fyrsta markið nær strax í byrjun ÞriSja mark KR staðreynd. Ólafur Lárusson, til vinstri, skoraöi meS skalla. innl, en Ólafur fékk knöttinn frá honum. Ellert Schram er fremst á mynd- (Ljósm. Matt. Gestsson) eftir undirbúning Eyleifs, sem lék mjög lausum haia á þessum ör- lagaríku mínútum. Er enginn vafi á því, að Eyleifur var þýðingar- mesti maður KR. Hann notfærði sér út í æsar þau auðu svæði, sem Akureyringar létu honum í té. Hann var aftur á ferð á 7. míiiútu og í þetta sinn skoraði hann sjálfur. Hann lék í átt að marki — leitaði að samherja til að gefa á, en án árangurs — og reyndi þá markskot af 25 metra færi. Frekar laust skot hans hafn aði í marki, því að Samúel var illa staðsettur. Hvílík byrjun, 2:0 eftir 7 mínútur. Og svo bætti Ól- afur Lárusson briðja markinu við á 23. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Það merkilega skeður, að ein- mitt þegar útlitið er svartast, vakna Akureyringar loks til lífs- ins. Þeir gera hvert áhlaupið af öðru á KR-maikið og nokkrum mínútum síðar endar eitt upp- hlaupið með marki. Knötturinn barst upp vinstri kantinn, en þaðan gaf Valsteinn fyrir mark. Guðni Jónsson Kom aðvííandi cg skoraði með föstu skoti, 3:1. A 33. mínútu skorar svo Þormóður 3:2 eftir að hafa fylgt eftir skoti Magnúsar Jónatanssonar. Guð- mundur Pétursson hálfvarði skot- ið, en missti knöttinn til Val- steins, sem gaf strax á Þormóð, sem fylgdi fast eftir. „Fleiri mörk, Akureyringar.“ Þessi köll hljómuðu um völlinn. Mikil stemming var á áhorfenda pöllunum, en þessi leikur dró fleiri áhorfendur að en dæmi eru til á Akureyri. Heimamenn voru að sjálfsögðu í miklum meirihluta en þó hafði KR voldugt klapplið með sér, sem lét að sér kveða annað veifið. En mörkin urðu ekki fleiri, þratt fyrir mikla pressu Akureyringa, sem sóttu nær látlaust bæði það sem eftir var fyrri bálfleiks og síðari hálf leik. KR-ingar Iögðu greinilega mikið upp úr vórninni og drógu einn leikmann til baka til að styrkja hana, nefnilega Gunnar Felixson. Þórólxur Beck varð að yfirgefa völli-in vegna meiðsla seint í fyrri hálfleik. Og sömuleið is Kári Árnason Var það álíka mikil blóðtaka fyrir bæði liðin. f síðari hálfleik áttu KR-ingár tvö ágæt tækifæri, þegar Ólafur Lárusson komst inn fyrir. Þá höfðu Akureyringar sótt fast, en skyndilega var „hreinsað" fram og þá var Ólafur á auðum srjó, Þetta er ekki ótítt, þegar pressað er á annað markið. Ekki tókst ÓI- afi að notfæra sér þessi tæki- færi. Hurð skall nærri hælum við KR-markið bftar en einu sinni, en einungis frábær markvarzla Guð mundar Péturssonar — og oft góð vörn með Ellert Schram sem aðal stjórnanda — bjargaði KR. Þeir börðust eins og ijón og var gaman að sjá tilþrif hins unga bakvarðar, Björns Árnasonar, sem gaf ekkert eftir. Ég veit ekki, hvort það er nauðsyn íyrir KR-inga að hitta örlaganornirnar aftur og biðja þær um greiða. Þeir ættu að geta unnið fslandsmótið úr þessu, án þess. Að vísu eru Valur og Keflavík erfiðir mótherjar, en KR hefur sýnt vaxandi styrk og ætti að vinna bæði þessi lið. Ey- leifur Hafsteinsson var lengi drýgsti maður KR í leiknum á sunnudag, en í síðari hálfleik var það mikill styrxur fyrir hann að fá Gunnar Fel. við hlið sér. Hall dór Björnsson var ekki eins drjúg ur leikmaður og oft áður. Mikið mæddi á vörninm og markverðin um og komust þessir aðilar vel frá hlutverki sínu. Öftustu vamar menn KR voru Björu Ámason — eftirtektarverðasta bakvarðarefni, sem sézt hefur lengi — Ellert Schram, Þórður Jónsson og Ár- sæll Kjartanssou. Framhald á bls. 16. Deildakeppnin í Englandi hafin: Ensku meistararnir töpuðu í Liverpool

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.