Morgunblaðið - 01.02.2002, Side 8

Morgunblaðið - 01.02.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Norræna umhverfismerkið Umhverfispóli- tískt stjórntæki RÁÐSTEFNA verð-ur haldin í dag ogá morgun á vegum Hollustuverndar ríkisins og er umfjöllunarefnið að stærstum hluta Norræna umhverfismerkið. Yfir- skrift fyrri dagsins, Góðar vörur – betra umhverfi, segir e.t.v. eitthvað um efnið sem um ræðir, en til að glöggva lesendur betur ræddi Morgunblaðið við Sigrúnu Guðmundsdótt- ur, sem flytur m.a. þrjá fyrirlestra á ráðstefnunni um Norræna umhverfis- merkið. Sem fyrr greinir dreif- ist ráðstefnan á tvo daga, sá fyrri er á Grand hóteli Reykjavík og stendur frá klukkan 8.30 til 16.15. Seinni daginn, þegar fyr- irlestrarnir og aðrar uppákomur eru ætlaðar almenningi, verður haldið í Gerðuberg í Breiðholti og er yfirskriftin þá Framtíðin er í innkaupakörfunni og er skír- skotun til efnisins, sem er heim- ilisinnkaup og umhverfismál. Ráðstefnan í Gerðubergi stendur milli klukkan 12 og 16.30. – Um hvað verður fjallað á ráð- stefnunni? „Sífellt fleiri gera sér grein fyrir því að framleiðsla, sala og neysla á vörum og þjónustu hafa mikil áhrif á umhverfi og nátt- úru, við ætlum að reyna að koma víða við, skoða hvernig þessu er háttað á Íslandi, hvar við stönd- um og hvernig við viljum haga þessum málum í framtíðinni.“ – Hvað er umhverfismerki...til hvers er það? „Í stuttu máli má segja að um- hverfismerkin séu hugsuðu til þess að gera neytendum auðvelt að velja vistvæna vöru án mik- illar fyrirhafnar og framleiðend- um kleift að sýna með skýrum og einföldum hætti að þeir hafi tekið mið af stöðluðum umhverfissjón- armiðum við framleiðslu á sinni vöru. Þannig má líta á umhverf- isverkin sem umhverfispólitískt stjórntæki eða verkfæri, neyt- endu, framleiðendum og nátt- úrunni til hagsbóta.“ – Svanurinn hvíti, Norræna umhverfismerkið...hefur hann verið á íslenskum vörum? „Já, þvottaefnið Maraþon milt sem Frigg framleiðir ber Nor- ræna svaninn og Prentsmiðjan GuðjónÓ hefur leyfi til að setja Norræna umhverfismerkið Svaninn á prentað efni. Nú, fljót- lega verður einnig hægt að fá ís- lenska bílavöru og iðnaðar- hreinsiefni.“ – Fyrir hvað stendur svanur- inn? „Norræna umhverfismerkið Svanurinn, sem er hvít svans- mynd á grænum grunni, var stofnað af Norrænu ráðherra- nefndinni árið 1989, en merki Norrænu ráðherranefndarinnar er einnig svanur, en á bláum grunni. Norræna um- hverfismerkið er sam- eiginlegt umhverfis- merki Norðurlandanna og því er ætlað að stuðla að sjálfbærri þróun. Og eins og ég sagði þá má líta á það sem verkfæri ætlað neytendum. Í raun er umhverfismerkið mjög þægilegt fyrir neytendur. Við þurfum ekki að komast að því sjálf hvernig varan er framleidd eða hvaða efni voru notuð í vör- una. Merkið tryggir að allir þættir vörunnar frá vöggu til grafar, hráefni, framleiðsla, notkun og förgun, eru skoðaðir m.t.t. þess að umhverfisálag af vörunni er takmarkað eins og frekast er unnt.“ – Notfæra neytendur sér svona merkingar? „Já, víða gera þeir það. Nor- ræna umhverfismerkið er vel þekkt í Noregi, Svíþjóð og í Finn- landi. Í Svíþjóð eru t.d. nær öll fataþvottaefni umhverfismerkt. Svíar vilja hreinlega ekki kaupa annað. Stutt er síðan að Danir hófu þátttöku í samstarfinu og þeir eru allir að koma til líka.“ – Hvernig standa þessi mál á Íslandi? „Hér hafa umhverfismerkin ekki enn náð fótfestu. Íslending- ar eru svolítið á eftir hvað þetta varðar eins og reyndar í um- hverfismálum almennt, en mér sýnist áhuginn fara vaxandi, sem betur fer.“ – Hver er markhópur ráð- stefnunar? „Á ráðstefnunni sem haldin er í dag erum við að höfða til versl- unargeirans og framleiðenda. Á morgun, laugardag, eru svo allir velkomnir, stórir sem smáir. Lei- skólakennarar frá Náttúruleik- skólanum Krakkakot ætla að sýna okkur hvernig megi endur- vinna pappír, búa til hljóðfæri úr efni sem annars færi í ruslið og fleira. Þannig að þetta verður sannkölluð endurvinnslusmiðja. Nú, svo verða fyrirlestrar um líf- ræna framleiðslu, hvernig við getum haft áhrif á hvaða vörur eru á boðstólum, sænskur fyrir- lesari mun segja okkur á hvað Svíar leggja áherslu varðandi innkaup og umhverfismál. Loks má nefna að krakkar úr Náttúru- leikskólanum Krakkakot segja okkur sitthvað um það hvernig þau sjá heiminn fyrir sér.“ Sigrún Guðmundsdóttir  Sigrún Guðmundsdóttir fæddist 30. september 1964 í Stuttgart. Stúdent frá Fjöl- braut Akraness 1984. Lagði stund á mannfræði, félagsfræði og líffræði með hléum við Al- bert-Lidwig-háskólann í Frei- burg á árunum 1989–93 og lauk fyrrihlutaprófi í mann- fræði 1993. Stundaði líf- fræðinám við HÍ 1994–97 og lauk þá BS-prófi í greininni. Á frásogsdeild Delta 1997–99 og í Íslenskum lyfjarannsóknum ár- ið 2000. Í janúar á síðasta ári hóf hún störf við umhverf- ismerkjaráð Íslands, en það er undir armi Hollustuverndar. Maki er Ævar Örn Jósepsson, en börn þeirra eru Þórhildur Sunna og Edda Karólína. ...mjög þægi- legt fyrir neytendur Þú ert svona í nokkuð góðu lagi, almennt séð, Guðni minn, nema hvað þú þekkir ekki alla bræður þína og svo hann Gylfa litla á Uppsölum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.