Morgunblaðið - 01.02.2002, Side 17

Morgunblaðið - 01.02.2002, Side 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 17 fiA‹ ER FARI‹ A‹ BIRTA ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 66 29 2/ 20 02 FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar hef- ur höfðað mál á hendur Sandgerð- isbæ vegna ofgreiddra fasteigna- skatta á árunum 1998 til 2000, samtals nærri 40 milljónum kr. Vegna mistaka hjá Fasteignamati ríkisins var fasteignamat flugstöðv- arinnar og þar með fasteignaskattur ofreiknaður frá árinu 1989. Sand- gerðisbær hefur neitað bótaskyldu og bent ríkisfyrirtækinu á að snúa sér til ríkisstofnunarinnar Fast- eignamats ríkisins með hugsanlegar bótakröfur. Flugstöðin er innan bæjarmarka Sandgerðis og hefur bærinn inn- heimt fasteignaskatt af húseignum hennar. Samkvæmt upplýsingum Höskuldar Ásgeirssonar, forstjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. (FLE), var fasteignamat húseigna flugstöðvarinnar hækkað eftir laga- breytingu 1989 þegar fasteignamat eigna á landsbyggðinni var hækkað til samræmis fasteignamati í Reykja- vík. Segir hann að það hafi verið gert vegna mistaka því eignin hafi upp- haflega verið metin samkvæmt Reykjavíkurstöðlum vegna sérstaks eðlis hennar. Þessi mistök uppgötu- ðust ekki fyrr en á síðustu árum, þeg- ar stjórnendur félagsins létu gera sérstaka úttekt á matinu. Bærinn vísar á Fasteignamatið Sandgerðisbær innheimti fast- eignaskatta samkvæmt álagningar- stofni frá Fasteignamati ríkisins á þessum árum og hefur FLE án ár- angurs farið fram á endurgreiðslu of- tekinna gjalda. Fasteignamatið var leiðrétt á síðasta ári og í máli því sem Flugstöðin er að höfða er farið fram á endurgreiðslu vegna oftekinna gjalda á árunum 1998 til 2000, of- greidd gjöld fyrri ára eru talin fyrnd. Viðræður hafa farið fram milli að- ila, án niðurstöðu. Sandgerðisbær hefur hvorki fallist á réttmæti kröfu- gerðar Flugstöðvarinnar um endur- greiðslu né greiðsluskyldu bæjarins í því sambandi. „Ef ríkissjóður sem eigandi FLE hf. telur sig hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna meintra mistaka Fasteignamats rík- isins væri rétt að bótakröfu þess vegna væri beint að Fasteignamatinu en ekki Sandgerðisbæ,“ segir í bréfi bæjarstjórans til Flugstöðvarinnar. Sandgerðisbær vísaði einnig til þess að Flugstöðin hafi stofnað til endurmats mannvirkja sinna og það sé nú í yfirmati. Niðurstaða úr því máli þurfi að liggja endanlega fyrir áður en lengra verði haldið í viðræð- um um málið. Þá vísar bæjarstjórinn einnig til þess að Sandgerðisbær hafi frá upphafi lagt áherslu á lægri álagningarstofn en viðmiðunarsveit- arfélög bæjarins. Sigurður Valur Ás- bjarnarson bæjarstjóri getur þess að álagningarprósenta fasteignaskatts hafi verið lækkuð á þessu ári úr 1,5 í 1,37%. Hin nýja suðurbygging flugstöðv- arinnar er nú komin inn í fasteigna- mat og stefnir í að Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar greiði samtals tæpar 100 milljónir í fasteignaskatt til Sand- gerðisbæjar á þessu ári, samkvæmt upplýsingum Höskuldar. Hann vek- ur athygli á því að engin þjónusta komi á móti. Fyrirtækið starfi á varn- arsvæði og þurfi að greiða yfirvöld- um þar fyrir þjónustuna. Krefjast 40 milljóna króna endurgreiðslu skatta Keflavíkurflugvöllur Flugstöðin höfðar mál á hendur Sandgerðisbæ vegna fasteignaskatta Morgunblaðið/Árni Sæberg TÍU ár eru liðin frá því starf- semi skammtímavistunarinnar Lyngsels í Sandgerði hófst. Af því tilefni verður opið hús sunnudaginn 3. febrúar, frá kl. 15 til 18. Lyngsel er rekið af Svæðis- skrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi og er hugsað sem skammtímadvöl fyrir börn og ungt fólk, á aldrinum fjögurra til sextán ára. Sérstök markmið skamm- tímavistunar er að börn og ungt fólk með fötlun og foreldrar fái notið þjónustu til að létta álagi og hvíld. Að börn og ungt fólk geti átt kost á neyðarvist ef að- stæður krefjast. Lyngsel þjónustar 20 ein- staklinga og er opið frá fimmtu- degi til mánudags. Um helgar eru þar 5-6 börn. Starfsmenn eru tíu. Opið hús í Lyngseli Sandgerði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.