Morgunblaðið - 01.02.2002, Síða 18

Morgunblaðið - 01.02.2002, Síða 18
LANDIÐ 18 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SUNNLENSKA fréttablaðið hélt upp á tíu ára afmæli sitt með flutn- ingi í nýtt húsnæði á Selfossi, á Eyravegi 25. Samfelld útgáfa blaðs- ins hefur staðið yfir frá því í janúar 1992. Fyrstu tölublöð þess komu út 1991 og líta eigendur á þau sem til- raunatölublöð þar sem útgefendur voru að reyna fyrir sér og þreifa á markaðnum. Nú hefur blaðið haslað sér völl á Suðurlandi og kemur reglulega út einu sinni í viku og er selt í áskrift og lausasölu á öllu Suð- urlandi. Bjarni Harðarson hefur verið rit- stjóri blaðsins frá upphafi. Hann sagði þetta hafa verið skemmtilegan tíma en ekki áreynslulausan. Það væru óneitanlega góð tímamót fyrir blaðið að ná tíu ára aldri og ánægju- legt að litið væri á blaðið sem ómiss- andi héraðsfréttablað. Sunnlenska hefði því náð markmiði frumkvöðl- anna sem hófu útgáfuna fyrir tíu ár- um. Auk reglulegrar útgáfu Sunn- lenska fréttablaðsins hefur útgáfufélag þess, Sunnan 4, annast útgáfu blaða fyrir félög og flokka á Suðurlandi. Könnun á dreifingu blaðsins innan héraðs á Suðurlandi sýnir að það hefur meiri dreifingu á Suðurlandi en aðrir prentmiðlar. Í tilefni tímamótanna var gestum boðið að skoða hið nýja húsnæði blaðsins og starfsmenn tóku á móti gestum með kaffi og kleinum auk þess sem nokkur skemmtan í þjóð- legum stíl var höfð í frammi. Nú starfa hjá Sunnlenska sex starfs- menn. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Starfsmenn Sunnlenska fyrir framan nýja húsnæðið á Selfossi. Baldur Kristjánsson, Helgi Valberg blaðamaður, Alda Árnadóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Bjarni Harðarson ritstjóri og Atli Steinarsson blaðamaður. Sunnlenska í nýtt húsnæði Selfoss SUÐURNES LEIKFÉLAG Keflavíkur og Vox Arena, leiklistarklúbbur Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, hafa tekið höndum saman og æfa nú söngleikinn Gretti eftir Egil Ólafsson, Þórarin Eldjárn og Ólaf Hauk Símonarson. Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir verkinu og verð- ur verkið frumsýnt í Frumleikhúsinu við Vesturbraut í Keflavík í byrjun marsmánðar. Söngleikurinn var frumfluttur af Leikfélagi Reykjavíkur og þá við undirleik Þursaflokksins. Leikfélag Keflavíkur sýndi söngleikinn í Fé- lagsbíói fyrir þrettán árum við met- aðsókn og góða dóma. Aðalsöguhetjan er Breiðhyltingur- inn ungi; Grettir Ásmundarson, ein- lægt meinleysisgrey, sem gengur illa að passa inn í lífsins púsluspil. Ekki hjálpar til að fjölskylda hans, hin hreingerningaróða Ásdís móðir hans, launaþrællinn Ásmundur faðir hans, frjálshyggjumaðurinn Atli bróðir hans og Gullauga litla systir hans sem gengur í gegnum veggi og er í sam- bandi við huliðsheima, en þau vilja öll leiða Gretti inn á „rétta“ braut. Gretti dreymir bara um Siggu, mestu skvís- una í bænum en hún setur skilyrði fyrir ást sinni og leggur fyrir hann þrjár þrautir sem leiða Gretti á vit af- brota, vöðvaræktar og loks heims- frægðar. En Grettir á sér fylgju úr heimi skugganna, drauginn Glám sem setur strik í reikninginn. Söng- leikurinn tekur að láni minni úr m.a Íslendingasögunum og Eddukvæð- um og notar þau til að bera spegil að samtímanum og öllum hans „bólum“. Það er mikill fjöldi ungs fólks af Suðurnesjum sem tekur þátt í sýn- ingunni og eru það bæði nemendur Fjölbrautaskólans og Leikfélagar ásamt öðru góðu fólki. Stemningin er góð í hópnum, segir í fréttatilkynn- ingu frá félögunum, og stefnir allt að ferskri og frumlegri sýningu. LK og Vox Arena starfa saman Æfa söngleik- inn Gretti Keflavík BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar ákvað í gærmorgun, eftir að fulltrúar Al- þýðusambands Íslands komu á fund þess að draga til baka hækkanir sem urðu á gjaldskrám nokkurra þjón- ustuþátta. Kostar það bæjarsjóð rúm- ar 5 milljónir á árinu. Varaforseti ASÍ segist sáttur við niðurstöðuna, hún sé spor í rétta átt. Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ, og Halldór Grönvold skrifstofu- stjóri mættu á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar í gærmorgun til að kynna óskir verkalýðshreyfingarinn- ar um að Reykjanesbær, eins og önn- ur sveitarfélög, leggi sitt af mörkum til að halda verðbólgunni í skefjum. Verkalýðsfélögin á Suðurnesjum hafa áður sent áskoranir sama efnis til bæjarins. Fram kemur í fréttatil- kynningu frá bæjarráði að gagnleg skoðanaskipti hafi farið fram á fund- inum og að aðilar hafi verið sammála um mikilvægi stöðugleika í þjóðfélag- inu. Varaforseti sáttur Bæjarráð ákvað af þessu tilefni að lýsa yfir vilja sínum til að taka þátt í þjóðarátaki til að halda verðbólgu í skefjum og samþykkti að draga til baka ákveðnar hækkanir á gjald- skrám sem tóku gildi um áramót. Þar er um að ræða tímagjald í vistun í leikskólum, tímagjald í gæslu í grunnskólum og aðgangseyri að sundstöðum. Að sögn Ellert Eiríks- sonar bæjarstjóra er kostnaður vegna þessara breytinga áætlaður rúmar 5 milljónir kr. og verður hon- um mætt með lækkun á óráðstöfuð- um tekjum. Flestir liðir almennrar gjaldskrár hjá Reykjanesbæ hækkuðu um 5% um áramót. Ellert segir að þeir liðir sem ákveðið hafi verið að lækka aftur séu mikilvægir fyrir fjölskyldur, ekki síst þar sem mörg börn séu í heimili. Hann segir að ekki hafi þótt fært að lækka matarkostnað í leikskólum og grunnskólum sem einnig hafi hækkað um 5% um áramót því hráefnisverð hafi hækkað mun meira og hækkunin um áramót aðeins náð að standa und- ir hluta hækkunarinnar. Þá vekur hann athygli á því að strætisvagnaf- argjöld og aðgangur að gæsluvöllum hafi ekki hækkað um áramót og verið að lækka að raungildi á síðustu árum. Halldór Björnsson, varaformaður ASÍ, segist sáttur við niðurstöðu bæj- arráðs Reykjanesbæjar, hún sé nokk- uð í samræmi við það sem til dæmis hafi verið ákveðið hjá Reykjavíkur- borg. Hann segir að fleiri liðir hafi hækkað hjá Reykjanesbæ og helst vilji ASÍ að allar hækkanir séu dregn- ar til baka en þetta sé skref í rétta átt. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðarson Fulltrúar ASÍ mættu á fund bæjarráðs í gærmorgun, Jónína Sanders formaður, Hjörtur Zakaríasson fundarritari, Böðvar Jónsson, Halldór Björnsson, Halldór Grönvold, Jóhann Geirdal, Kristmundur Ásmunds- son, Kjartan Már Kjartansson og Ellert Eiríksson bæjarstjóri. Reykjanesbær Lækka leik- skólagjöld og aðgang að sundstöðum SVEITARSTJÓRN Norður-Héraðs samþykkti fjárhagsáætlun sína með halla upp á 10 milljónir. Rekstrartekjur eru áætlaðar 78 milljónir en rekstrargjöld 88 millj- ónir. Gert er ráð fyrir 20 milljónum í fjárfestingar. Sveitarstjórn leggur til 5 milljóna lántöku og að teknar verði 5 milljónir af eignareikningi upp í rekstrarhallann. Langstærsti gjaldaliðurinn í fjár- hagsáætluninni er til fræðslumála, alls um 50 milljónir. Fjárhagsáætl- un samþykkt með halla Norður-Hérað UMHVERFISNEFND Borgar- fjarðarsveitar veitti nýlega um- hverfisverðlaun sveitarfélagsins fyrir árið 2001. Verðlaunin eru veitt lögbýlum fyrir snyrtilega umgengni og reisuleg býli. Að þessu sinni hlaut garðyrkjustöðin Varmaland II í Reykholtsdal þessa viðurkenningu og tók eig- andi hennar, Sveinn Björnsson, við verðlaunum úr hendi for- manns umhverfisnefndar, Þór- unnar Reykdal. Þórunn sagði við það tækifæri að á Varmalandi væri einstaklega snyrtilegt. Sveinn tók við stöðinni árið 1972 og ræktar þar tómata, papr- ikur og sumarblóm. Hann segir í samtali við blaðið að árið 1938 hafi nokkrir bændur stofnað félag og byggt upp stöðina í Reykholti undir tómatarækt, þar sem fjárbúskapur dróst saman vegna mæðiveiki. Stöðin hafi nokkrum árum síðar verið keypt af föður hans. Ekkert stendur eftir af upphaf- legum gróðurhúsum, en þá rúmu 1.700m² sem nú eru í notkun hef- ur Sveinn reist. Hann neitar ekki þeirri sögu að hafa sjálfur grafið grunna fyrir húsunum, með skóflu og hjólbörur við höndina. „Maður var ungur og með óþrjót- andi krafta þá,“ segir hann. Nú eru framundan breytingar í markaðsmálum hjá garðyrkju- bændum og telur Sveinn að erfitt sé að segja til um hvernig fram- tíðin verði. Hann segir að nú í vor verði ekki settir verndartollar á innflutt grænmeti og ef til vill komi niðurgreiðslur í staðinn, svipað og tíðkast hefur í öðrum landbúnaði. „Það á eftir að koma í ljós hvernig þetta kemur út, en við sem komum inn með græn- meti í verslanir snemma á vorin höfum hingað til náð betri heild- arinnkomu vegna hærra verðs á þeim tíma,“ segir Sveinn. Sveinn hefur ekki notað raflýs- ingu í sínum húsum nema við upp- eldi á plöntum. Hann segist hafa sloppið þokkalega frá veðurtjóni. Í janúar 1995 hafi þó brotnað mik- ið hjá sér í fárviðri, en þá hafi upp- eldi á plöntum verið í öðru húsi. Snyrtilegast á garðyrkjubýl- inu Varmalandi Reykholt Þórunn Gestsdóttir sveitarstjóri, Þórunn Reykdal, formaður um- hverfisnefndar, og Sveinn Björnsson garðyrkjubóndi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.