Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HAGNAÐUR Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins var 2.359 milljónir króna eftir skatta og 2.921 milljón króna fyrir skatta. Eftir skatta er þetta aukning um 13% frá sama tímabili í fyrra, en fyrir skatta er aukningin 3%. Verð- leiðrétt reikningsskil hafa verið lögð af frá og með þessu reikningsári. Hefði uppgjörsaðferð verið óbreytt, hefði hagnaður á fyrstu níu mán- uðum þessa árs fyrir skatta verið 201 milljón króna lægri en raun varð á og þá hefði hagnaður fyrir skatta ekki aukist, heldur dregist saman um 4%. Hagnaður fyrir skatta á þriðja fjórðungi ársins nam 868 milljónum króna, sem er 40% meiri hagnaður en á sama tímabili á fyrra ári, en þá er ekki tekið tillit til aflagningar verðbólgureikningsskila. Hreinar vaxtatekjur, þ.e. vaxta- tekjur að frádregnum vaxtagjöld- um, drógust saman um 2,2% milli ára og námu 7.149 milljónum króna. Vaxtamunur, þ.e. hreinar vaxta- tekjur sem hlutfall af meðalstöðu heildarfjármagns, lækkaði úr 3,1% í 2,9% Kostnaðarhlutfall lækkar Hreinar rekstrartekjur jukust um 5,6% í 10.131 milljón króna. Önnur rekstrargjöld námu 5.461 milljón króna og jukust um 4,6% og kostnaðarhlutfallið, þ.e. hlutfall gjalda og tekna, lækkaði úr 54,5% í 53,9%. Framlag í afskriftareikning út- lána jókst um 15,1% og nam 1.749 milljónum króna á fyrstu níu mán- uðum þess árs. Í lok september nam afskriftareikningur útlána 7.383 milljónum króna, eða 2,8% af útlánum og ábyrgðum. Hagnaður á hverja krónu hlutafjár nam 0,25 krónum á fyrstu þremur fjórðung- um ársins en var 0,21 króna á sama tímabili í fyrra. Íslandsbanki hefur fært samtals 600 milljónir króna að nafnverði af eigin bréfum úr veltu- bók í fjárfestingarbók í því skyni að lækka útistandandi hlutafé bankans og auka þannig verðmæti útistand- andi hlutafjár. Útistandandi hlutafé bankans er nú 9.400 milljónir króna. Minni útlán, meiri innlán Heildareignir Íslandsbanka í lok september námu 313 milljörðum króna og lækkuðu um rúma 7 millj- arða króna frá miðju ári og um 35 milljarða króna, eða 10%, frá árs- byrjun. Útlán drógust saman um 4% á fyrstu níu mánuðum ársins og má að stærstum hluta rekja sam- dráttinn til áhrifa styrkingar krón- unnar á útlán í erlendri mynt. Inn- lán jukust um 6,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Eigið fé hefur hækkað lítillega frá áramótum og nam rúmum 20 milljörðum króna í lok september Eiginfjárhlutfall á CAD-grunni var 12% í lok september, sem er svipað hlutfall og fyrir ári. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 16,8% en var 23,6% á sama tímabili í fyrra. Vegna lækkandi verðbólgu er raun- arðsemi þó svipuð og í fyrra. Í tilkynningu frá Íslandsbanka kemur fram að gert sé ráð fyrir að hagnaður hans fyrir árið í heild verði eitthvað minni en í fyrra, reiknað á sambærilegum grunni. Hagnaður Íslandsbanka í fyrra nam rúmum 3,1 milljarði króna. Íslandsbanki hagnast um 2,4 milljarða króna FJÖLVEIÐISKIPIÐ Guðrún Gísladóttir KE 15, sem sökk við strendur N-Noregs í sumar, verður híft upp af hafsbotni og flutt til hafnar fyrir jól. Mengunarvarnir norska ríkisins (SFT) hafa tilkynnt að áætlanir Íshúss Njarðvíkur, eig- anda skipsins, um hvernig verði staðið að björgun skipsins þyki full- nægjandi, en fulltrúar frá SFT komu hingað til lands fyrr í mán- uðinum til að fara yfir áætlanir eig- endanna. „Við komumst að þeirri niður- stöðu að þeim væri alvara með áætl- unum sínum og að þeir væru enn að skipuleggja hvernig verður staðið að björguninni. Við teljum áætlan- irnar nógu góðar til að gefa þeim möguleika á að fjarlægja skipið,“ segir Ottar Longva, deildarstjóri hjá SFT. „Því höfum við ákveðið að norska ríkið mun ekki grípa inn í og fjarlægja olíuna um borð í skipinu. Við höfum fundið að eigendum skipsins sé alvara með áætlunum sínum um að fjarlægja skipið, lest- ina og olíuna um borð í einu lagi.“ Um borð í skipinu þegar það sökk voru um 300 tonn af olíu og tæp 900 tonn af frystri síld. SFT hafði gefið eigendunum frest til 15. október að fjarlægja olíuna og frest til 1. maí næsta vor til að fjarlægja skipið sjálft. Longva segir að nýr frestur hafi ekki verið ákveðinn, en litið sé svo á að eigendurnir hafi frest til 1. maí til að fjarlægja skipið, olíu og lest. „Eigendurnir segjast ætla að fjarlægja skipið fyrir jól, það erum við mjög ánægðir með,“ segir Longva. SFT muni fylgjast náið með allri undirbúningsvinnu og hvernig verk- inu vindur fram. „Ef okkur finnst það ganga of hægt munum við að sjálfsögðu hafa samband við þá og láta vita,“ segir Longva. Flakið verður híft upp af hafsbotni fyrir jól Fjölveiðiskipið Guðrún Gísladóttir KE 15 KONA, sem fyrirtækið Laser-sjón ehf. stefndi vegna ógreidds reikn- ings vegna skurðaðgerðar með leysi- geislum, var dæmd til að borga reikninginn ásamt dráttarvöxtum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan taldi að sjón sín hefði versnað eftir aðgerðina og að Laser-sjón hefði ekki átt að framkvæma aðgerð- ina vegna lats vinstra auga, augn- þurrks og ofnæmis í augum. Þá taldi konan að henni hefðu ekki verið veittar nægar upplýsingar fyrir að- gerðina. Aðgerðin, sem kostaði 290 þúsund var framkvæmd í janúar á síðasta ári. Laser-sjón mótmælti að sjón kon- unnar hefði versnað eftir aðgerðina og taldi að ekki hefði verið rangt að framkvæma aðgerðina. Konunni hefði verið greint frá áhættu og hvers vænta mætti af aðgerðinni og að hún hefði undirritað skjal fyrir að- gerðina um að henni hefðu verið veittar þær upplýsingar. Þá benti fyrirtækið á að konan hefði engar at- hugasemdir gert við aðgerðina fyrr en eftir að málið var höfðað vegna ógreidds reiknings og þá hefði ár verið liðið frá aðgerðinni. Konan sagði sjónina hafa versnað eftir aðgerðina og að hún hefði fund- ið fyrir ýmsum óþægindum í augum. Var hún í framhaldi af aðgerðinni í meðhöndlun hjá sérfræðingum. Sagði hún að eftir aðgerðina hefði Laser-sjón ekki gert neitt til að bæta stöðu hennar svo sem með því að taka hana í eftirmeðferð. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að að- gerðin hefði skilað tilætluðum ár- angri. Óþægindi í augum sem konan kvartaði yfir eftir aðgerðina mætti rekja til sjúkdóma sem þekktir væru að því að valda þurkki og ofnæmi í augum. Að mati sérfróðra meðdóms- manna verður þurrkurinn ekki nema að nokkru leyti rakinn til aðgerðar- innar. Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu að eðlilega hefði verið staðið að undirbúningi og framkvæmd að- gerðarinnar og konunni bæri því að greiða fyrir aðgerðina. Dóminn kvað Sigríður Ingvars- dóttir héraðsdómari upp ásamt með- dómsmönnunum Árna B. Stefáns- syni og Guðmundi Viggóssyni augn- læknum. Neitaði að greiða fyrir augnaðgerð Dæmd í héraðs- dómi til að borga SKIPSTJÓRI og hluti skipverja af danska varðskipinu Vædderen heimsóttu Þjóðmenningarhúsið og skoðuðu handritadeildina í gær en það var samnefnt skip sem kom með handritin til Íslands árið 1971. Nýi Vædderen, sem lét úr höfn í gærkvöld, tók við af þeim gamla snemma á tíunda áratugnum en hefur engu að síður komið með handrit forn til landsins, síðast árið 1997 en þá voru síðustu tvö hand- ritin afhent. Að sögn Málfríðar Finnbogadóttur, skrifstofustjóra Þjóðmenningarhússins, þótti mönn- um vel við hæfi að bjóða skipverjum af Vædderen í heimsókn í Þjóð- menningarhúsið enda hafi margir Íslendingar taugar til Vædderen og minnist komu hans árið 1971 með hlýju. Morgunblaðið/Jim Smart B. Hansen skipherra á Vædderen og skipverjar hlýða á útskýringar Vésteins Ólasonar forstöðumanns Árnastofnunar. Skipverjar skoða handritin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.