Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁTÖK eru meðal framsóknarmanna í Reykjavík vegna gagnrýni og deilna á vinnubrögð við val fulltrúa á kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður, sem halda á í kvöld. Laganefnd Fram- sóknarflokksins fjallaði í gær um tvær kærur sem henni höfðu þá bor- ist vegna málsins. Fimm af sex nýkjörnum stjórnar- mönnum í Félagi ungra framsókn- armanna sögðu af sér í fyrrakvöld og birtu yfirlýsingu þar sem þau mót- mæla harðlega „þeim vinnubrögðum og þeirri valdníðslu“ sem þau segja að viðhöfð hafi verið á aðalfundi fé- lagsins 15. október sl. Halda þau því fram að lög félagsins hafi verið margbrotin og að þau séu því ekki rétt kjörin í stjórn félagsins. Er gagnrýninni einkum beint að Guð- jóni Ólafi Jónssyni, formanni Kjör- dæmissambands framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður. Á kjördæmisþinginu verður ákveðið hvaða aðferð verður viðhöfð við val á framboðslistum fyrir al- þingiskosningarnar í vor. Haukur Logi Karlsson, einn þeirra stjórnarmanna sem sagt hafa af sér, sagði í gær að kjördæmis- þingið hlyti að teljast ólöglegt þar sem fulltrúar félags ungra fram- sóknarmanna væru ekki rétt kjörnir á þingið. Vigdís Hauksdóttir, varaþingmað- ur flokksins, skrifaði grein í Morg- unblaðið sl. laugardag þar sem hún gagnrýndi einnig harðlega vinnu- brögð innan flokksins, einkum Guð- jóns Ólafs Jónssonar, bæði á aðal- fundi Framsóknarfélags Reykja- víkur suður og á aðalfundi Félags ungra framsóknarmanna, en Guðjón er gagnrýndur fyrir að hafa komið með hóp gesta á fund ungra fram- sóknarmanna og „tekið yfir fund- inn“. Skv. lögum félagsins þurfi menn hins vegar að hafa verið sjö daga í félaginu til að geta tekið fullan þátt í störfum á aðalfundi. Því séu ákvarðanir fundarins ólögmætar. „Alrangt að ég hafi verið að smala“ Guðjón Ólafur vísar gagnrýninni sem fram hefur komið á bug. Hann segist hafa verið beðinn um að vera fundarstjóri á aðalfundi Framsókn- arfélagsins í Reykjavík suður. Þar hafi verið samþykkt tillaga frá Jón- ínu Bjartmarz um framboðsmál. Einnig hefði komið fram tillaga frá Vigdísi Hauksdóttur um prófkjör, sem hafi verið vísað til stjórnar. Samskonar tillögu hafi verið vísað til kjördæmisþings í Framsóknarfélag- inu í Reykjavík norður. Jafnframt hafi fundarmenn ákveðið að vísa tveimur listum um val á kjördæm- isþingsfulltrúum til stjórnar. ,,Það er vanvirðing við flokksmenn að halda því fram að ég hafi ráðið öllu þarna. Þetta var um 200 manna fundur,“ segir hann. Guðjón Ólafur bendir einnig á að hann hafi verið félagi í Félagi ungra framsóknarmanna í tíu ár. ,,Ég mætti á fundinn og það er al- rangt að ég hafi verið að smala þar saman hópi manna,“ segir hann. Fjórir forystumenn senda frá sér stuðningsyfirlýsingu Í gær sendu fjórir formenn félaga framsóknarmanna í Reykjavík auk varaformanns eins félags í Reykja- vík frá sér yfirlýsingu til stuðnings Guðjóni Ólafi. Þar segir m.a. að síð- ustu daga hafi „fáeinir einstaklingar í Framsóknarflokknum ráðist með afar ódrengilegum og ósmekklegum hætti í fjölmiðlum persónulega að Guðjóni Ólafi Jónssyni, formanni Kjördæmissambands framsóknar- manna í Reykjavíkurkjördæmi suð- ur. Virðist markmiðið það eitt að níða skóinn af Guðjóni Ólafi sem mest menn mega og sýnist tilgang- urinn þar helga meðalið.“ Átök framsóknarmanna í Reykjavík fyrir kjördæmisþing Harðar deilur um vinnu- brögð við val fulltrúa Á VERKSTÆÐI Jóhanns Vilhjálms- sonar byssusmiðs á Dunhaganum eru tveir ungir byssusmiðir í læri, Michael Martinez frá Belgíu og François Bastin frá Frakklandi. Þeir eru að ljúka námi í byssusmíði frá Léon Mignon-skólanum í Liège í Belgíu en þar nam Jóhann sjálfur byssusmíði fyrir fimm árum. Verða þeir hér í einn mánuð og hafa nú verið í tvær vikur. „Okkur líst ágætlega á verkstæðið hérna, við höfum lært mikið, sérstaklega um hálfsjálfvirk vopn,“ segir Bast- in. „Við lærum mikið meira í byssu- smíði hér en í skólanum, þar förum við líka í tíma í frönsku, sögu og öðru sem tengist byssusmíðinni ekki beint, en hér erum við allan daginn að vinna með vopn,“ segir Martinez. Ekki hættulegt starf Báðir segjast þeir hafa farið á veiðar með feðrum sínum og öfum frá því þeir voru smástrákar og þannig hafi þeir fengið áhuga á byssusmíðinni. „Ég hef því alltaf verið í þessu umhverfi og vissi um þennan skóla í Belgíu sem er ekki langt frá heimili mínu,“ segir Bastin sem býr í smábænum Valenciennes í N-Frakklandi. Þeir segja starf byssusmiðsins ekki hættulegt. „Það er ákveðinn grunnur sem maður þarf að læra og starfsvenjur sem maður þarf að temja sér, athuga t.d. hvort byssan sé hlaðin áður en mað- ur byrjar að vinna,“ segir Martinez. Það var að frumkvæði Jóhanns sem þeir félagar komu hingað í starfsþjálfun. Hann segir að hann hafi reglulega boðið nemendum við skólann í starfsþjálfun frá því hann kom aftur heim eftir námið og það hafi reynst honum vel að hafa nem- endur í læri. Þannig haldi hann einnig tengslum við skólann. Að- spurðir hvernig fjölskyldur þeirra og vinir hafi tekið fréttunum þegar þeir sögðust ætla alla leið til Íslands í starfsnám, segja þeir báðir að allir hafi verið mjög hissa, en foreldrum þeirra hafi fundist það vel til fundið þar sem það sé góð reynsla að prófa að starfa í útlöndum. Þeir félagar segja atvinnumögu- leika byssusmiða ágæta. Þeir hafi mestan áhuga á að opna eigin verk- stæði en einnig fari byssusmiðir til starfa í hernum, innan lögreglunnar eða í verslunum þar sem byssur eru seldar. Þetta er síðasti veturinn þeirra í náminu en í skólanum læra þeir að smíða byssur frá grunni. Byssusmiðir í læri á Dunhaganum Morgunblaðið/Golli HÁLFFERTUG kona var í gær dæmd í 14 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt en brotin framdi hún í starfi sem skrifstofustjóri Lækna- vaktarinnar og Læknavaktarbíls- ins. Með svikum dró hún sér sam- tals 13,4 milljónir úr sjóðum fyrirtækjanna á tæplega tveimur árum, þar af 450.000 frá síðar- nefnda fyrirtækinu. Konan játaði á sig brotin og kvaðst hafa notað féð í óstjórnlega eyðslu til eigin þarfa og þriggja barna sinna. Hún sagðist hafa átt við þunglyndi að stríða á undan- förnum árum og bar því við að hún upplifði ekki þessa háttsemi sína sem skipulega brotastarfsemi heldur að einhverju leyti sem af- leiðingu veikinda sinna, með þessu hefði hún viljað veita sínum nán- ustu sem mesta gleði og ánægju. Læknir konunnar staðfesti að hún ætti við alvarlegt þunglyndi að stríða en taldi á hinn bóginn að ekki væru bein tengsl á milli veik- inda konunnar og þeirra atburða sem hún var ákærð fyrir. Fram kom hjá konunni að hún byrjaði fyrst að draga sér fé vegna fjár- hagsörðugleika og ætlaði að end- urgreiða það, en það orðið henni um megn og hún haldið áfram að draga sér fé, sem hún hafi notað til að kaupa sér vináttu annarra. Í niðurstöðu dómsins segir að þótt ekki séu bein tengsl milli brotastarfsemi ákærðu og veikinda verði ekki horft fram hjá því að óbeint kunna þau að hafa valdið því að hún hélt áfram brotastarf- semi. Þá hefðu skilvirkari og tíðari endurskoðun á bókhaldi fyrirtæk- isins og eftirlit með því átt að leiða til þess að brot ákærðu hefðu uppgvötast langtum fyrr. Engu að síður væru brotin alvarleg og var talið hæfilegt að hún sætti fangelsi í 14 mánuði, greiddi Læknavakt- inni 13,4 milljónir, Læknavaktar- bílnum 460.000 auk alls kostnaðar vegna málaferlanna, samtals um 670.000 krónur. Af hálfu sýslumannsins í Kópa- vogi flutti Sigríður Elsa Kjartans- dóttir málið. Skipaður verjandi konunnar var Magnús Baldvinsson hdl. Björgvin Þorsteinsson hrl. gætti hagsmuna fyrirtækjanna fyrir dómi. Guðmundur L. Jóhann- esson héraðsdómari kvað upp dóminn. Kona dæmd í 14 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt hjá Læknavaktinni Dró sér 13,4 milljónir á tveimur árum GÆSLUVARÐHALD yfir tveimur bræðrum sem sakaðir eru um hrottafengna líkamsárás í íbúð í vesturbæ Reykjavíkur 2. ágúst sl. hefur verið framlengt til 24. janúar nk. eða þar til dómur fellur. Lögregl- an í Reykavík hefur lokið rannsókn málsins og verða málsgögn send rík- issaksóknara innan tíðar. Bræðurnir hafa viðurkennt að hafa að morgni 2. ágúst sl. veist að manni, sem var gestkomandi á heim- ili þeirra, meðal annars slegið hann margsinnis í höfuðið og klippt hluta úr eyra hans með gatatöng á meðan hann lá rotaður á gólfi. Þeir hafa jafnframt viðurkennt að hafa þá um morguninn skilið manninn eftir í blóði sínu á lóð leikskóla nærri heim- ili þeirra þar sem hann var algjör- lega hulinn runna. Við komu á sjúkrahús var maðurinn, sem var höfuðkúpubrotinn og með fjölmarga áverka á líkama, þar á meðal eftir eggvopn, talinn í bráðri lífshættu. Faðir bræðranna sat um tíma í gæsluvarðhaldi en honum var síðar sleppt. Gæsluvarð- hald fram- lengt yfir bræðrum SÍÐASTA flug Flugleiða frá New York að sinni verður 11. nóvember næstkomandi. Flug til New York hefst síðan aftur rúmum fjórum mánuðum síðar eða hinn 14. mars á næsta ári. Flugleiðir fljúga á fjóra staði vestan hafs í vetur, þ.e. til Balti- more/Washington, Minneapolis, Boston og Orlando í Flórída. Guðjón Arngrímsson fram- kvæmdastjóri kynningarmála hjá Flugleiðum segir að hlé á flugi til New York kalli ekki á neinar breytingar nú enda hafi legið fyrir um nokurt skeið að hlé yrði á fluginu yfir hávet- urinn. Síðasta flug frá New York 11. nóvember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.