Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ  #$     1 1      %$&'(&&          2   *  )  * +             !  , - .  456&  & 7  8  #% 5   #% "  + " #&  #/   , %&  #0 / '  %&      - ! # $   %   9 ) :+ % "' $ +    " 5     %& &  5       ' , %+   , #% % .   1   %& "    '   ;%   / # " PÁLL Gunnar Pálsson forstjóri Fjármálaeftirlitsins, FME, sagði á ársfundi eftirlitsins í gær að það væri ótvírætt niðurstaða FME að unnt hefði verið að komast hjá flestum erf- iðleikum og misbrestum í starfsemi fjármálafyrirtækja sem upp hafa komið á undanförnum misserum ef stjórnir þeirra hefðu sinnt hlutverki sínu sem skyldi. „Ef Fjármálaeftirlitið væri spurt hvaða eitt atriði það gæti dregið fram nú sem ætti við um allan fjármála- markaðinn og laga þyrfti væri svarið: Stjórnir fjármálafyrirtækja,“ sagði Páll Gunnar á fundinum. Hann sagði að algengt væri að stjórnir fyrirtækja fylgdu ekki eftir þróun sem yrði í starfsemi fyrirtæk- isins og misstu þannig yfirsýn yfir áhættutöku fyrirtækisins. „Reynsla fjármálaeftirlitsins er ótvírætt sú að áhættustýringu og innra eftirliti sé mest ábótavant á nýjum sviðum fjár- málaþjónustu þar sem vöxtur er mik- ill, en best þar sem starfsemi er rótgróin og byggð á reynslu.“ Í þessu samhengi nefndi Páll Gunnar einnig að algengt væri að stjórnir gerðu sér ekki grein fyrir til- gangi innra eftirlits og þeim mögu- leikum sem gott innra eftirlit gefur þeim til að hafa yfirsýn yfir stöðu fyrirtækisins og áhættur. „Í þeim málum sem upp hafa komið að und- anförnu hefur innra eftirliti undan- tekningarlítið verið ábótavant.“ Verðbréfamarkaðir hafa tapað tiltrú almennings Páll Gunnar kom víða við í erindi sínu og talaði m.a. um að verðbréfa- markaðir hefðu tapað tiltrú almenn- ings, og yfirvalda og fjármálamark- aða í flestum vestrænum ríkjum biði nú það verkefni að byggja þá tiltrú upp að nýju. Hann sagði að viðskipti á verð- bréfamarkaði væru nú færri og stærri en áður og færu í auknum mæli fram utan þings. „Verkefni yf- irvalda og fjármálamarkaðarins í heild við þessar aðstæður hljóta að vera þau að byggja upp og styrkja þá umgjörð sem til staðar þarf að vera á skilvirkum og samkeppnishæfum verðbréfamarkaði. Öðruvísi verður markaðurinn ekki dýpkaður og öðru- vísi verður tiltrú almennings á hon- um ekki endurheimt.“ Innherjasvik og markaðsmisnotkun Páll Gunnar sagði einnig í sam- bandi við verðbréfaviðskipti, að at- huganir Fjármálaeftirlitsins gæfu til kynna að víða væri pottur brotinn í eftirfylgni við lagafyrirmæli um framkvæmd viðskipta og meðferð trúnaðarupplýsinga. „Þannig eru dæmi um að ekki sé sinnt lögskyldri rannsóknarskyldu, þ.e. skyldu frum- innherja til að ganga úr skugga um að ekki liggi fyrir trúnaðarupplýsing- ar áður en viðskipti fara fram. Brýnt er að hér verði bætt úr,“ sagði Páll. Hann sagði að Fjármálaeftirlitið tæki vísbendingar um innherjasvik í vaxandi máli til formlegrar skoðunar auk þess sem vísbendingar um mark- aðsmisnotkun væru í auknum mæli teknar til skoðunar. Hann sagði að frá miðju ári 2001 til miðs þessa árs hefði FME tekið átta mál til form- legrar skoðunar þar sem vísbend- ingar voru um brot á ákvæðum laga um innherjaviðskipti og fimm mál vegna vísbendinga um markaðsmis- notkun. Páll Gunnar sagði einnig að heild- arvanskil við lánastofnanir hefðu jafnt og þétt aukist, bæði vanskil ein- staklinga og fyrirtækja. Heildarvan- skil einstaklinga og fyrirtækja í lok júní sl. hefðu numið 25,6 ma. kr. eða 3,5% af útlánum en verið 18,2 ma. kr. í lok júní 2001, eða 2,6% af útlánum. Páll Gunnar sagði að vanskil einstak- linga eða heimila væru sérstakt áhyggjuefni, en vanskil einstaklinga námu 5,8% af útlánum til þeirra í lok júní á þessu ári. Páll Gunnar kom einnig inn á eig- infjárhlutfall innlánsstofnana og sagði að segja mætti að innlánsstofn- anir hefðu leitað jafnvægis í 10–12% CAD hlutfalli, en stofnunum á því bili hefur fjölgað úr 2 í 11 frá árinu 1997, en sú þróun væri í samræmi við þau markmið sem flestar lánastofnanir hefðu gefið upp gagnvart fjármála- eftirlitinu á síðustu misserum. Fjárfestingar lífeyrissjóða ekki innan marka laga Páll sagði breytingar í eignasam- setningu lífeyrissjóða, þ.e. aukning hlutabréfa og hlutdeildarskírteina verðbréfasjóða, hafa á síðustu árum og mundu í framtíðinni leiða til sveiflna í ávöxtun þeirra. Hrein raun- ávöxtun lífeyrissjóða á árinu 2001 var neikvæð um 1,9% en meðaltal hreinnar raunávöxtunar var 5,9% sl. 10 ár. „Athuganir á fjárfestingum lífeyr- issjóða hafa leitt í ljós að fjárfest- ingar allmargra lífeyrissjóða eru ekki innan þeirra marka sem lög setja, sérstaklega hvað varðar fjár- festingar í óskráðum verðbréfum og verðbréfum útgefnum af sama aðila.“ Páll Gunnar sagði að vandinn sem þessar fjármálastofnanir stæðu frammi fyrir væri að við ríkjandi að- stæður á verðbréfamarkaði hefðu líf- eyrissjóðir haft litla möguleika á að minnka hlut sinn í fjárfestingum sem eru umfram ákvæði laga, án þess að innleysa verulegt tap af fjárfesting- unni. Litlar breytingar hafa því orðið á hlutfalli óskráðra verðbréfa á síð- asta ári. Neytendur ekki upplýstir um kostnað við að færa til tryggingar Varðandi starfsemi trygginga- félaga sagði Páll Gunnar að talsvert hefði verið um að viðskiptavinir vá- tryggingafélaga hefðu fært líftrygg- ingar sínar til annarra félaga, þ.e. sagt upp vátryggingasamningi og skipt um vátryggingafélag. Hann sagði að mikilvægt væri að neytend- ur væru upplýstir um þann kostnað sem slíkt hefur í för með sér þegar um söfnunarlíftryggingu er að ræða þannig að uppsögn væri gerð að at- huguðu máli. „Ástæða er til að ætla að á þessu hafi verið misbrestur og að neytendur hafi ekki í öllum tilvikum verið upplýstir um þennan kostnað.“ Að síðustu gerði Páll að umtalsefni eftirlit með eigendum virkra eignar- hluta í fjármálafyrirtækjum og sagði að fjöldi mála af því tagi sem komið hafa til athugunar FME á síðustu misserum hefði komið á óvart. Góður jarðvegur fyrir skapandi reikningsskil Stefán Svavarsson stjórnarfor- maður FME sagði í erindi sínu á fundinum að sér sýndist að góður jarðvegur væri til að stunda skapandi eða skáldleg reikningsskil hér á landi. „Lög um ársreikninga, sem hér á landi liggja til grundvallar reikn- ingsskilum, eru fyrst og fremst byggð á tilskipunum Evrópusam- bandsins. Þó að reglur þessar séu að mörgu leyti ágætar, þá er aðalgalli þeirra sá að þær hafa hvergi nærri fylgt eftir þeirri þróun sem orðið hef- ur á sviði afkomu- og efnahagsmæl- inga fyrirtækja, einkum reglum frá Alþjóðlega reikningsskilaráðinu. Ís- lenska reikningsskilaráðið hefur gert sér grein fyrir þessum mun, en hefur sig lítið getað hrært, enda hefur það ekki heimild til þess að setja reglur, þó að þær séu í samræmi við erlendar fyrirmyndir, sem stangast á við gild- andi ákvæði laga.“ Morgunblaðið/Þorkell Aðilar úr viðskiptalífinu fjölmenntu á ársfundinn sem haldinn var í Salnum í Kópavogi. Ársfundur Fjármálaeftirlitsins Stjórnir fjár- málafyrirtækja hafa ekki sinnt hlutverki sínu Í NÝRRI þjóðhagsspá greiningar- deildar Kaupþings er gert ráð fyrir 1,8% hagvexti án stóriðju en 3,8% með stóriðju. Spáð er að mikil um- skipti í utanríkisviðskiptum geri að verkum að hagvöxtur í ár geti orðið allt að 0,3%, en til samanburðar gerði þjóðhagsspá fjármálaráðu- neytisins ráð fyrir óbreyttri lands- framleiðslu á þessu ári. Í spánni segir að íslenska hagkerf- ið hafi sýnt mikinn aðlögunarhæfi- leika á undanförnum tveimur árum og að hvergi hafi þessi eiginleiki komið betur fram en í utanríkisvið- skiptum. „Eftir að viðskiptahalli fór í 10,1% af vergri landsframleiðslu árið 2000 fór að gæta mikils þrýstings á krónuna sem féll hratt allt fram und- ir lok síðasta árs, en þar hafði líka ný peningamálastefna Seðlabankans sín áhrif,“ segir í spánni. Kaupþing segir að þrátt fyrir þetta hafi hagkerfið færst frá óvenju miklu ytra ójafnvægi til þeirrar stöðu að viðskiptahalli stefni í að hverfa á þessu ári. „Sýnir þetta kannski betur en margt annað hversu opið hagkerfið íslenska er og hversu mikilvæg utanríkisviðskiptin eru þjóðinni.“ Birtir til á næsta ári Samkvæmt þjóðhagsspá greining- ardeildar Kaupþings mun aðeins birta til í efnahagslífinu á næsta ári. Spáð er að innflutningur muni aukast um 2% á árinu 2003, en inn- flutningur í ár dragast saman um 3%. Fjármálaráðuneytið gerði ráð fyrir 2,75% samdrætti í innflutningi á þessu ári. Þannig einkennist spá Kaupþings fyrir þetta ár af betri nið- urstöðu í vöruskiptajöfnuði en t.a.m. kom fram í spá fjármálaráðuneytis- ins. Kaupþing gerir ráð fyrir að út- flutningur aukist um 6% á árinu, sem er heldur meira en fjármálaráðu- neytið spáði. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir sömu aukningu í útflutningi á næsta ári og í spá ráðuneytisins, en gert er ráð fyrir að hún verði 2% samanborið við 3,5% þar. Ef spá Kaupþings gengur eftir dregst fjárfesting saman um 16% í ár, en eykst um 3% á næsta ári ef ekki er gert ráð fyrir stóriðjufram- kvæmdum. Atvinnuleysi eykst Að mati greiningardeildar Kaup- þings mun atvinnuleysi að öllum lík- indum aukast á næsta ári og vinnu- stundum fækka. Þetta ætti að draga úr ráðstöfunartekjum heimilanna. Sagt er að kaupmáttaraukning á þessu ári stefni í að verða 1,5% og spáð 1,6% aukningu kaupmáttar á næsta ári. Helsti veikleiki þjóðhagsspár fjár- málaráðuneytisins, að mati greining- ardeildar Kaupþings, er spá um 1% aukningu á samneyslu. Ýmislegt bendi til þess að á kosningaári verði aukningin meiri en undanfarin sjö ár hefur hún verið 2,8% að meðaltali. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að hún verði 2,5% árið 2003. „Ekki má þó gleyma að hér er ekki einvörð- ungu við ríkisvaldið að sakast. Stór- an hluta aukinnar samneyslu á und- anförnum árum má skýra með hluta sveitarfélaga á landinu, en hér verð- ur þó sanngirni vegna einnig að geta þess að verkefni þeirra og skyldur hafa aukist til muna,“ segir í spá greiningardeildar Kaupþings. Hagvöxtur 1,8% á næsta ári Bjartsýni gætir í nýrri þjóðhagsspá frá greiningardeild Kaupþings LANDSBANKINN hefur gengið frá 125 milljóna evru lántöku til 2 ára. Umsjón með lántökunni var í höndum Bayerische Landesbank en auk hans voru helstu þátttökubank- ar Bayerische Hypo- und Vereins- bank AG, Danske Bank, Fortis Bank, KBC Bank N.V., Landesbank Rheinland-Pfalz og Sanpaolo IMI S.p.A. Umframáskrift lántökunnar var 25%, sem verður að teljast einstak- lega góður árangur í ljósi óróleika á erlendum lánamörkuðum að undan- förnu. Lántakan dreifðist vel á milli landa. Um 42% fór til Þýskalands, 19% til Benelux-landanna, 19% til Ítalíu, 13% til Norðurlandanna auk nokkurra annarra landa. Lánið verð- ur notað til að endurfjármagna eldra erlent lán. 25% um- framáskrift í lántöku LÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.