Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.10.2002, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐ undanförnu hefur verið gott at- vinnuástand á Húsavík, að sögn Aðalsteins Á. Baldurssonar, for- manns Verkalýðsfélags Húsavíkur. Þar munar mest um að sláturtíð stendur yfir hjá Norðlenska og eins hefur verið töluvert um að að- komuskip hafi landað í Húsavík- urhöfn. Þar er annars vegar um að ræða línuskip frá fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækinu Vísi hf. í Grindavík sem fiskað hafa vel að undanförnu. Afli skipanna er að hluta til unnin hjá Fiskiðjusam- lagi Húsavíkur hf. og annar hluti hans keyrður burtu til vinnslu, m.a. hjá Vísi hf. í Grindavík. Hins vegar er um að ræða rækjubáta sem landað hafa hér og eru í við- skiptum við Fiskiðjusamlagið og þá hafa rækjuskip á vegum Hrað- frystihúss Eskifjarðar hf. landað hér töluvert frá því í vor og aflan- um ekið austur á Eskifjörð til vinnslu þar. Aðalsteinn segir þessa þætti hafa skapað töluverða vinnu við löndun, flutninga og aðra þjón- ustu við skipin og áhafnir þeirra auk þess sem næg vinna er hjá Fiskiðjusamlaginu, bæði í bolfisk- deild og rækjuvinnslu. Aðalsteinn segist ekki sjá annað en að gott at- vinnuástand haldist fram eftir vetri þótt blikur séu á lofti varðandi iðn- aðarmenn í byggingariðnaði, lítið sé byggt á svæðinu um þessar mundir. Aðrar atvinnugreinar haldi sínu og dæmi um verulega aukn- ingu t.d. hjá Norðlenska sem þrátt fyrir að hefðbundinni sláturtíð ljúki um næstu mánaðamót hefur ákveð- ið að slátra einn dag í viku fram í desember. Atvinnuástandið með besta móti að undanförnu Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Línubátar Vísis hf. hafa landað á Húsavík að undanförnu, m.a. Garðey SF. Húsavík ÞÓTT frostið sé hart þá finnst börnunum í leikskólanum Reykja- hlíð ekki amalegt að leika sér úti á snjóþotum í sólskinsblíðu með Unni fóstru. Morgunblaðið/BFH Leikið við kuldabola Mývatnssveit GUÐMUNDUR Tyrfingsson – hópferðabílar hafa í samstarfi við verslun Bónuss á Selfossi hafið samstarf um að Bónus bjóði við- skiptavinum sínum fríar sætaferðir frá Stokkseyri og Eyrarbakka. Sem kunnugt er hefur verslunar- rekstri verið hætt á þessum stöð- um. Ferðirnar verða alla föstudaga og er miðað við að komið sé í Bón- us kl. 11 og til baka í kringum 12. Ekið verður frá Stokkseyri kl. 10.40 og Eyrarbakka kl. 10.50. Farið verður frá gömlu Kjarvals- búðunum á báðum stöðum. Þeir sem óska eftir sérstakri þjónustu geta óskað eftir henni hjá Guð- mundi Tyrfingssyni. Fyrsta ferðin verður farin föstudaginn 1. nóv- ember. Fríar sætaferð- ir í Bónus Selfoss VÖRUBIFREIÐ með snjótönn var að hreinsa snjó af veginum milli Þórshafnar og Raufarhafnar við Kollavík. Þegar vegurinn er þíður undir snjónum er hætta á að snjótönnin lendi ofan í slitlagi vegarins og festist þar en bíllinn haldi áfram og lendi uppi á tönninni. Í þetta sinn slapp bíl- stjórinn ómeiddur en snjótönnin og bíllinn skemmdust talsvert. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Lenti uppi á tönninni Þórshöfn AÐ venju var spennuþrungið and- rúmsloft þegar söngvara – og hæfi- leikakeppni grunnskólanna á Akra- nesi fór fram fyrir skemmstu, en viðburður þessi er árviss í félagslífi nemenda. Að þessu sinni var skemmtunin tvíþætt og þar stigu fyrst á stokk átta söngvarar sem sungu við undirleik frá hljómsveit sem skipuð var heimamönnum með mikla reynslu á sínu sviði. Síðari þáttur skemmtunarinnar var hæfi- leikakeppni þar sem ýmist var leik- ið á hljóðfæri, sungið, dansað eða allt þetta í senn. Afrakstur kvöldsins var glæsi- legur og greinilegt að „starfsmenn“ skólanna á öllum aldri höfðu lagt sitt af mörkum til þess að gera kvöldið sem glæsilegast. Athygli vakti hve margir af fyrr- verandi nemendum skólanna tveggja voru mættir í Grundaskóla að nýju og að sjálfsögðu voru stoltir foreldrar í salnum að fylgjast með afkvæmum sínum. Skemmst er frá því að segja að Ylfa Flosadóttir sigraði í söngvakeppninni en Ylfa er í 8. bekk Grundaskóla. Í hæfi- leikakeppninni voru hlutskarpastir fjórmenningarnir, Birkir Snær Guðlaugsson, Jón Valur Ómarsson og Hallgrímur Skaptason en þeir tróðu upp sem hljómsveitin Etek, en þeir tveir síðastnefndu koma úr Brekkubæjarskóla. Ylfa og Etek þóttu bera af Akranes Morgunblaðið/Sig. Elvar Thelma Ýr Gylfadóttir sýndi fína takta á rafmagnsgítarinn. SÍÐASTLIÐINN laugardag var opnuð í Safnahúsinu sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ásgrím Jónsson sem eru í eigu Listasafns Íslands og stendur hún til 3. nóvember. Guðni Halldórsson, forstöðu- maður Safnahússins, segir það töluvert mál að fá sýningu sem þessa og að kostnaður sé nokk- ur. Hann hafi sótt um styrk til Safnaráðs í fyrra og fengið nokkra upphæð til að geta boð- ið upp á a.m.k eina slíka sýn- ingu frá Listasafni Íslands á þessu ári. Hann vonast þess vegna til að fólk verði duglegt að mæta á sýninguna. Gott sé að hvíla sig á dag- legu amstri hversdagsleikans og njóta þess að sjá myndir eftir þennan frábæra lista- mann. Myndirnar spanna í raun langan feril Ásgríms, sú elsta frá 1906 en þær yngstu frá 1951, eða sjö árum áður en Ás- grímur lést. Sýning á vatnslita- myndum Ásgríms Jónssonar Húsavík Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.