Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 263. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 mbl.is Þúsund og ein nótt Ungir athafnamenn láta reyna á markaðinn Fólk 80 Gerður Kristný um eftirlíkingar á MTV Lesbók 8 Brjóstamjólk er allra best Brjóstagjöf dregur úr allskyns kvillum Heilsa 40 FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambands- ins sendi í vikunni fulltrúum aðildarríkjanna drög að samningsumboði vegna viðræðna, sem standa fyrir dyrum við EFTA-ríkin Ísland, Noreg og Liechtenstein vegna áformaðrar stækkunar ESB og þar með Evrópska efnahagssvæðisins. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins innan fram- kvæmdastjórnarinnar fela drögin í sér að gerð verði krafa um að EFTA-ríkin leggi margfalt meira fé í þróunarsjóð fyrir fátækari ríki ESB en þau gera nú. Þá verði þessi fjárframlög gerð var- anleg. Upphaflega áttu greiðslur í sjóðinn aðeins að standa í fimm ár, út árið 1998. Árið 1999 var að kröfu ESB samið til annarra fimm ára og rennur sá samningur út í lok næsta árs. Fimm- til tvítugföldun á greiðslunum? Ekki er í drögunum að finna beinharðar tölur um það framlag sem krafizt verður af EFTA, en samkvæmt túlkunum embættismanna EFTA- ríkjanna á umboðinu og ummælum fulltrúa ESB á fundum er gert ráð fyrir að krafan geti hljóðað upp á fimm- til tvítugföldun á núverandi greiðslum EFTA-ríkjanna í þróunarsjóðinn. Ísland greiðir nú rúmlega 100 milljónir á ári og gæti þurft að greiða hálfan til tvo milljarða, gangi þetta eftir. Rök ESB fyrir þessum kröfum eru að með stækkun ESB og þar með EES fái EFTA-ríkin aðgang að mun stærri markaði og eðlilegt sé að þau taki á móti þátt í hinum mikla kostnaði við að byggja þann markað upp og bæta lífskjör í nýju aðildarríkjunum í Austur-Evrópu. Afstaða EFTA-ríkjanna er að ekki komi til greina að greiða meira í þróunarsjóði nema ESB bæti þeim upp missi tollfrjáls aðgangs að fisk- mörkuðum í nýju aðildarríkjunum. Helzt vill EFTA fulla fríverzlun með fisk á Evrópska efna- hagssvæðinu. Afstaða ESB er hins vegar sú að eigi að taka þessa kröfu til greina, verði Ísland og Noregur að leyfa aðilum frá ríkjum sambandsins að fjárfesta í sjávarútvegi sínum. Í drögunum að samningsumboðinu er ekki fjallað um nýjar kröfur á hendur Íslandi eða Nor- egi á sviði viðskipta með landbúnaðarvörur, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Drög að umboði ESB til viðræðna við Ísland, Noreg og Liechtenstein Krafa um margfalt og varanlegt framlag RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær- morgun, að til- lögu Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráð- herra, að skipa starfshóp sex ráðuneyta til að móta afstöðu Íslands í viðræðunum við ESB. Í hópnum munu sitja hátt- settir embættismenn forsætis-, ut- anríkis-, iðnaðar- og viðskipta-, fjármála-, sjávarútvegs og land- búnaðarráðuneyta. Starfshópnum er m.a. ætlað að fylgjast grannt með á næstu vik- um, á meðan samningsumboð ESB verður mótað endanlega í Brussel. Drög framkvæmdastjórnarinnar að samningsumboði verða rædd í svokölluðum EFTA-vinnuhópi ráð- herraráðs ESB á mánudag, aftur síðar í mánuðinum og síðan í nefnd fastafulltrúa aðildarríkjanna í kringum mánaðamót. Gert er ráð fyrir að ráðherraráðið sjálft sam- þykki samningsumboðið 9. eða 10. desember, þannig að viðræður geti hafizt um áramót. Miðað er að því að þeim ljúki fyrir lok apríl. VALERY Giscard d’Estaing, forseti ráð- stefnunnar um framtíð Evrópusambands- ins og fyrrverandi forseti Frakklands, sagði í viðtali í gær, að aðild Tyrklands að sambandinu myndi þýða „endalok“ þess. Giscard sagði í viðtali við franska dag- blaðið Le Monde, að Tyrkland væri ekki Evrópuland, 95% íbúanna byggju utan álf- unnar. Þótt tveir áratugir séu liðnir frá því hann lét af embætti Frakklandsforseta, þykja orð hans hafa mikið vægi vegna hlut- verks hans sem forseta „ráðstefnunnar um framtíð Evrópu“. Giscard sagði ennfremur, að þar sem íbúum Tyrklands færi sífjölgandi, yrði þess ekki langt að bíða, fengi landið aðild, að það yrði „fjölmennasta aðildarríki Evr- ópusambandsins“. Lagði hann áherzlu á, að endimörk Evrópusambandsins ættu að takmarkast við landamæri álfunnar. Yrði sú grundvallarregla brotin „segi ég mína skoðun: það yrðu endalok Evrópusam- bandsins“. Pat Cox, forseti Evrópuþingsins, sagði í gær, að yfirlýsingar Giscards væru mjög „óheppilegar“, ekki síst rétt eftir kosning- arnar í Tyrklandi. Þá vísaði talsmaður framkvæmdastjórnar ESB því á bug, að aðild Tyrkja þýddi endalok sambandsins. Reuters Valery Giscard d’Estaing á fundi ráð- stefnunnar um framtíð Evrópu í Brussel. Varað við Tyrkjum Aðild þeirra sögð vera endalok ESB París. AFP. Til móts við stjörnurnar ÞAÐ var heldur betur upplit á starfsmönnum og viðskiptavinum banka nokkurs í Íran þegar þangað kom maður og fór í mestu rólegheit- um að raða peningabúntunum ofan í poka. Þó var kallað í lögreglu og óhætt er að segja, að enginn hafi orðið jafnhissa og bankaræninginn þegar hún kom á vettvang. Ástæðan var sú, að hann hélt, að hann væri ósýnilegur. Við yfirheyrslur sagði maðurinn, að hann hefði borgað múslímskum klerki um 50.000 ísl. kr. fyrir að gera sig ósýnilegan. Er klerksins nú leitað en í fyrra kom upp svipað mál er þrír menn reyndu að komast um borð í flugvél, sem var að fara til Evrópu, án farmiða og vegabréfs enda héldu þeir, að ósýnilegt fólk þyrfti ekki á slíkum pappírum að halda. „Ósýnilegi“ þjófurinn gómaður Teheran. AFP. „FARI Íraksstjórn ekki í einu og öllu eftir skilmálum ályktunarinn- ar, munu Bandaríkin og önnur ríki sjá um að afvopna Saddam Huss- ein,“ sagði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, í gær eftir að ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði einróma samþykkt mjög harðorða ályktun um Írak. Bush sagði í ræðu, sem hann flutti við Hvíta húsið, að það myndi hafa „alvarlegar afleiðingar“ fyrir Saddam, reyndi hann að hunsa skil- mála ályktunarinnar. Írakar yrðu að afvopnast tafarlaust og án nokk- urra frekari samningaviðræðna. „Ríki heims hafa sameinast um þá yfirlýsingu, að Íraksstjórn verði ekki liðið að koma sér upp efna-, líf- efna- eða kjarnorkuvopnum. Það var samþykkt á Bandaríkjaþingi og nú hefur öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komist að sömu niður- stöðu. Nú er þess krafist, að eftir þessu verði farið,“ sagði Bush. Samkomulag náðist um álykt- unina er Bandaríkjamenn féllust á þá kröfu Frakka, að öryggisráðið yrði að fjalla um hugsanleg skil- málabrot Íraka á grundvelli skýrslu frá vopnaeftirlitsmönnum. Bush sagði hins vegar í ræðu sinni, að Bandaríkjastjórn teldi sig ekki bundna af þessu ákvæði. Hún teldi sig eftir sem áður hafa fullt frelsi til að verja land og þjóð. Samþykkt öryggisráðsins, sem er mikill sigur fyrir Bandaríkja- stjórn, var fagnað á Vesturlöndum og víðar. Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri SÞ, skoraði á Íraks- stjórn að nota tækifærið til að af- vopnast og binda enda á einangrun landsins og Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði, að reyndi Saddam einhver undan- brögð, yrði hann afvopnaður með valdi. Frakkar vöruðu einnig Saddam við að fara ekki að vilja alþjóðasam- félagsins en Rússar sögðu, að ályktunin væri „besta lausnin við þessar aðstæður“. Stjórnvöld í Írak höfðu ekkert sagt um ályktunina í gær en í yf- irlýsingu Arababandalagsins sagði, að það „virti“ niðurstöðu öryggis- ráðsins. Bush hótar Saddam Washington. AP, AFP.  Saddam fær/24 Reuters Fullt frelsi til nauðsynlegra aðgerða GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, er hann flutti ræðu við Hvíta húsið í gær um samþykkt örygg- isráðsins við nýrri og mjög harðorðri ályktun um Írak. Með honum er Colin Powell utanríkisráðherra. Afstaða Íslands mótuð í nefnd sex ráðuneyta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.