Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 40
HEILSA 40 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRJÓSTAGJÖF dregur úr líkum á nið-urgangi, þvagfærasýkingum, eyrna-bólgum og þarmabólgum hjá ung-börnum. Jafnframt er ónæmissvörun barna sem eru á brjósti í sumum tilvikum betri en hjá þeim börnum sem ekki eru á brjósti. Þetta kom meðal annars fram í máli dr. Lars Åke Hanson, barnalæknis og ónæmisfræðings við Gautaborgarháskólann í Svíþjóð, á nám- skeiði um brjóstagjöf sem haldið var fyrir skömmu á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands, í samstarfi við Miðstöð heilsu- verndar barna og Miðstöð mæðraverndar í Heilsugæslunni og kvennadeildar vökudeild barnadeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss. Dr. Hanson hefur birt fjölda greina um börn, brjóstamjólk og ónæmisfræði. Einnig hefur hann rannsakað og skilgreint þýðingu bjósta- gjafar og slímhúðarvarna barnsins og hefur hlotið mörg verðlaun fyrir rannsóknir sínar. Fullkomin næring fyrstu sex til tíu mánuðina „Þekking okkar á fjölbreyttu kerfi efna í brjóstamjólk sem veita vörn gegn sýkingum er sífellt að aukast. Kostir þess að hafa barn á brjósti eru ótvíræðir, brjóstamjólkin er full- komin næring fyrstu sex til tíu mánuðina og hún styrkir ónæmisvarnir nýburans, þær varn- ir sem móðirin hefur fær barnið sjálfkrafa með móðurmjólkinni.“ Dr. Hanson segir ennfremur að erlendar rannsóknir víða í heiminum hafi sýnt fram á já- kvæð áhrif brjóstamjólkur þegar til lengri tíma er lítið. Talið er að brjóstagjöf dragi úr hættu á sykursýki síðar á lífsleiðinni og minni hætta er á ofáti hjá þeim sem fengu brjóstamjólk sem ung- börn. Einnig segir hann rannsóknir hafa sýnt að greindarvísitala þeirra sem hafðir eru á brjósti sé hærri en þeirra sem ekki fengu brjóstamjólk. Menn greinir á um hvort brjóstagjöf minnki líkur á ofnæmismyndun en ofnæmi af ýmsum toga hefur hefur aukist mikið á Vesturlöndum, að sögn dr. Hansons. „Nýleg, stór rannsókn í Skandinavíu sýnir fram á tengsl þar á milli; að brjóstamjólk minnki líkur á hvers kyns ofnæmi. Hér er þó um flókin sambönd að ræða þar sem mismunandi inntaka fæðuefna, til dæmis fitu- sýra, getur m.a. skýrt mismunandi niðurstöður vísindamanna í Evrópu og Ástralíu hvað þetta varðar.“ Önnur skýring að mati dr. Hansons á auknu ofnæmi rekur hann til of mikillar sótthreins- unar í umhverfinu, m.a. á fæðingardeildum sjúkrahúsa. Mælt með brjóstagjöf í tvö og hálft ár Börnin fái ekki rétt skilaboð frá bakteríum í umhverfinu þegar þau kemur í heiminn því búið er að dauðhreinsa fæðingarveg konunnar og endaþarm. Bakteríuflóran breytist því við þetta hjá börnum og hefur verið sýnt fram á þetta í rannsóknum í Svíþjóð, Ítalíu og Bretlandi. Barnið á því sem fyrst að kynnast venjulegu umhverfi að mati dr. Hansons. Felicity Savage er breskur læknir við Centre for International Child Health (CICH) við Institute of Child Health í London. Hún starf- aði í tæpa tvo áratugi að heilsuvernd barna í Zambíu, Kenýa og Indónesíu en síðastliðin 10 ár hefur hún starfað við Alþjóðaheilbrigðis- stofnunina í Genf og unnið að því að efla brjósta- gjöf og fræðslu um hana. Auk þess hefur hún ritað bækur um heilsuvernd og næringu barna sem hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, mælir með að móðir gefi barni sínu eingöngu brjósta- mjólk fyrstu sex mánuði æviskeiðsins og síðan í tvö ár ásamt öðru fæði, að sögn dr. Savages. Hér á landi er tæpur helmingur ungbarna ein- göngu á brjósti við fjögurra mánaða aldur en rúmlega 10% við sex mánaða aldur. Auk þess fá um 60% íslenskra barna ábót með brjóstamjólk- inni við sex mánaða aldur. Því er algengi brjóstagjafar meiri hér á landi borið saman við Vestur-Evrópu og Bandaríki Norður-Ameríku en ekki Norðurlönd. „Enginn þarf að skammast sín fyrir að gefa barni sínu brjóst í skemmri tíma, en mikilvægt er að konan hafi upplýst val. Mikilvægast er að styðja ákvörðun móðurinnar varðandi brjósta- gjöf og að hún fái nauðsynlegan stuðning ef vandamál koma upp.“ Upplýsingar um brjóstagjöf eru því þýðing- armiklar, konan þarf stuðning á meðgöngu, í fæðingu og fyrstu vikurnar á eftir. Góð ráðgjöf getur komið í veg að móður finnist barnið ekki fá næga mjólk og að tími sé kominn til að gefa ábót. Farsælast að setja barn á brjóst strax eftir fæðingu Til þess að brjóstagjöf heppnist vel er farsæl- ast að setja barnið strax á brjóst eftir fæðingu, jafnvel þótt konan þurfi að gangast undir að- gerð, því fyrsta klukkutímann er barnið vel vak- andi og hefur mikla sogþörf en verður æ syfj- aðra eftir því sem líður á.“ Nánast allar mæður geta gefið brjóst, að mati dr. Savage en ef þeim finnst mjólkin ekki nægi- lega mikil eða brjóstvörtur eru sárar þurfa þær aðstoð. „Starf ljósmóðurinnar er afar mikil- vægt, hún þarf að hughreysta konuna og fylla hana sjálfstrausti. Ef konan er sannfærð um að hún geti gefið barni sínu næga mjólk gengur það yfirleitt eftir.“ Dr. Savage segir konur sem fara í keisara- skurð vel geta gefið brjóst, eins og aðrar, en þær þurfi yfirleitt meiri hjálp. Því ætti að vera óþarfi að nota sykurvatn eða þurrmjólk í slíkum tilvikum, að hennar mati, nema læknisfræðileg vandamál kalli á slíka gjöf. Einnig þurfa þær mæður sem fæða fyrir tímann mikinn stuðning en afar mikilvægt er fyrir fyrirbura að fá móð- urmjólkina. Fyrirburar geta tekið brjóst allt frá 34 viku meðgöngu en fæðist þeir fyrir þann tíma þarf móðirin að mjólka sig og á meðan fær barnið móðurmjólkina úr bolla. Dr. Savage mælir með því að gefa ungbörnum úr bolla fremur en pela, þar sem pelinn getur haft þau áhrif að barnið hafni brjóstinu. Átak Sameinuðu þjóðanna um barnvæn sjúkrahús Dr. Savage telur að ljósmæður og læknar hér á landi, sem og víða annars staðar, þurfi að fá betri upplýsingar og þjálfun um hvernig standa eigi að málum. Spurningin er sú hvort verið sé að gera allt sem hægt er að gera til hjálpar mæðrum sem vilja hafa börn sín á brjósti. Átak Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um barnvæn sjúkrahús (Baby-Friendly Hospital Initiative), er ein leið til þess að koma á al- mennu samkomulagi. „Stefnan er sú að gera öll sjúkrahús barnvæn en nú þegar hafa um 15.000 sjúkrahús í um 140 löndum tekið upp starfs- reglur barnsvæns sjúkrahúss. Til að mynda hafa allar fæðingarstofnanir í Svíþjóð fengið slíka viðurkenningu og fjöldi annarra í Evrópu, Bandaríkjunum og öðrum heimsálfum. Árang- urinn hefur ekki látið á sér standa, því brjósta- gjöf hefur aukist víða, meðal annars í Bretlandi og Svíþjóð.“ Til þess að gera sjúkrahús barnvænt, sam- kvæmt skilgreiningu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, þarf að fara fram þarfagreining á stöðu hvers sjúkrahúss hvað varðar stuðning við brjóstagjöf. Í stuttu máli fjallar það um að stjórnendur sjúkrahússins taki ákvörðun um að stefna að því að fá viðurkenningu frá Barna- hjálp SÞ um að þeirra sjúkrahús sé skilgreint barnvænt sjúkrahús. Felst það fyrst í að fram- kvæma sjálfsmat á mismunandi verklags- reglum sjúkrahússins hvað varðar stuðning við brjóstagjöf. Er þá stuðst við hin alþjóðlegu s.k. tíu skref til velheppnaðrar brjóstagjafar. Hvert skref hefur síðan ýmis undirmarkmið sem einn- ig þarf að huga að. Þegar stjórnendur hafa unnið þessa forvinnu er síðan hægt að fara fram á óháð mat á stöðu brjóstagjafar á viðkomandi fæðingarstofnun og fá niðurstöðu um hvort það uppfylli allar þær kröfur sem eru settar samkvæmt þessum al- þjóðlega staðli. Þetta krefst því verulegs átaks af hálfu alls starfsfólks, hvort sem það eru stjórnendur, fagfólk eða aðrir starfsmenn. Enn sem komið er hefur engin fæðingarstofnun á Ís- landi unnið skipulega til að fá slíka viðurkenn- ingu. Kostir brjósta- gjafar ótvíræðir Morgunblaðið/Kristinn Lars Åke Hanson og Felicity Savage töluðu á málþingi um brjóstagjöf. Barnvæn sjúkrahús hafa þann tilgang m.a. að styðja brjóstagjöf mæðra svo hún verði ánægjuleg fyrir móður og barn. Hrönn Marinósdóttir hitti læknana Lars Åke Hanson og Felicity Savage sem segja brjóstagjöf afar mikilvæga því hún verndi gegn ýmsum sýkingum í frumbernsku en einnig síðar á ævinni. hrma@mbl.is „Ég mælist síendurtekið með of háan blóðsyk- ur. Ég hef nú í nokkra mánuði verið á lyfi sem heitir glucophage. Læknirinn segir að ég sé með insúlínþol sem muni þróast í sykursýki af tegund 2 og bætti við nýju lyfi sem heitir avandia. Hvað er insúlínþol og hvernig virkar þetta nýja lyf?“ SVAR Af upplýsingum þínum aðdæma ert þú þegar kominn með sykursýki af tegund 2. Að öðrum kosti væri læknirinn þinn ekki að setja þig á með- ferð með þessum lyfjum. Insúlínþol eða insúlínviðnám, eins og það er oftar nefnt, er þýðing á enska orðinu „ins- ulin resistance“ og táknar að næmi í frumum fyrir áhrifum insúlíns sé minnkað. Eins og kunnugt er þá er insúlin hormón, sem gegn- ir lykilhlutverki í sykurefnaskiptum lík- amans. Þegar við borðum brotnar maturinn niður í minni einingar, m.a. í þrúgusykur (glúkósa) í meltingarveginum og berst þaðan út í blóðrásina. Til þess að sykurinn, sem er einn aðalorkugjafi líkamans, komist inn í frumurnar, t.d. vöðvafrumur, og nýtist þeim, þarf insúlín að vera til staðar. Insúlínið binst viðtökum í frumuhimnu og verkar þá eins og lykill, sem hleypir sykrinum inn. Þegar um insúlínviðnám er að ræða verð- ur erfiðara fyrir insúlínið að sinna þessu hlutverki sínu og þá getur orðið truflun á sykur-, fitu- og próteinefnaskiptum. Líkaminn reynir að yfirvinna insúl- ínviðnámið með því að auka framleiðslu in- súlíns. Þannig getur insúlín í blóði mælst mjög hátt í byrjun hjá fólki með insúl- ínviðnám. Til lengdar þá virðist sem frum- urnar í brisinu, sem framleiða insúlín, eigi erfitt með að halda uppi dampinum. Viðkom- andi fær það sem er kallað „skert sykurþol“, sem síðan getur þróast yfir í sykursýki ef ekkert er að gert. Fyrir utan sykursýki geta fylgifiskar in- súlínviðnáms m.a. verið háþrýstingur og blóðfitubrengl ásamt aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Orsakaþættir insúlínviðnáms eru erfðir, hreyfingarleysi, óhollt mataræði, offita, sér- lega sú sem safnast á kviðinn („góða gamla ístran“ er orðin „tifandi tímasprengja“!!) ) svo og reykingar. Þættir, sem draga úr insúlínviðnámi, þ.e. bæta næmi fyrir verkun insúlíns í frumum, eru megrun, bætt mataræði og líkamsrækt. Nokkur lyf, sem notuð eru við tegund 2 sykursýki, verka einmitt þannig að þau draga úr insúlínviðnámi. Þar á meðal eru þessi tvö lyf, sem þú nefnir, þ.e. glucophage og avandia. Þú spyrð sérstaklega um verkun hins síðarnefnda. Avandia (rósíglítazón) tilheyrir nýlegum flokki sykursýkilyfja, sem kallast thiazolid- inedíon eða glítazon-lyf. Annað lyf í þessum flokki er actos (pioglítazón). Þessi lyf auka næmi fyrir insúlíni og þá um leið upptöku sykurs í lifur, vöðva og fitufrumur. Þau lækka blóðsykur og geta haft hagstæð áhrif á blóðfitur og blóðþrýsting. Enn sem komið er má einungis nota þessi lyf sem viðbót- armeðferð við önnur sykursýkilyf þó ekki með insúlíni. Of hár blóðsykur eftir Ástráð Hreiðarsson Líkaminn reynir að yfirvinna insúlínviðnámið með því að auka framleiðslu insúlíns. Þannig getur insúlín í blóði mælst mjög hátt í byrjun hjá fólki með insúlínviðnám. Til lengdar þá virðist sem frum- urnar í brisinu, sem fram- leiða insúlín, eigi erfitt með að halda uppi dampinum. ........................................................... persona@persona.is Höfundur er læknir á Landspítalanum. Lesendur Morgunblaðsins geta komið spurningum varðandi sálfræði, félagsleg og vinnutengd málefni til sér- fræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.