Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LYFJAÞRÓUN hf. og breska fyrir- tækið Bespak hafa gengið frá samn- ingi um rannsóknar- og þróunarsam- starf á nýjum lyfjum og lyfjaformum. Í tilkynningu frá Lyfjaþróun segir að samningurinn skili fyrirtækinu verulegum tekjum, hvort sem litið er til skemmri eða lengri tíma. Fyrir- tækin muni á næstu árum þróa röð af lyfjum og muni þróunarvinnan fara fram á Íslandi. Um sé að ræða rann- sóknarvinnu, forklínískar tilraunir auk klínískra prófana á fólki. Magnús R. Guðmundsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Lyfjaþróunar, segir að samningurinn sé ákaflega mikilvægur og skapi fyrirtækinu styrkari grundvöll. Í febrúar á þessu ári var undirrit- aður samstarfssamningur milli Lyfjaþróunar og Bespak um þróun nefúðalyfs. Hlutverk Lyfjaþróunar samkvæmt þeim samningi var að leggja þá tækniþekkingu, sem fyrir- tækið hafði yfir að ráða, í samstarfið. Segir í tilkynningu Lyfjaþróunar að fljótlega hafi komið í ljós að árangur samstarfsins, þar sem notaðar hafi verið tæknilausnir Lyfjaþróunar, hafi verið umfram væntingar og því hafi verið ákveðið að gera umfangsmeiri samning um fleiri lyf og til lengri tíma en upphaflegi samningurinn kvað á um. Hér sé því um að ræða mikla við- urkenningu á því vísindastarfi sem unnið hafi verið að innan Lyfjaþróun- ar síðustu ár. Samningurinn gerir ráð fyrir að þegar verði hafist handa við rann- sóknir á þremur lyfjum, en að þeim verði síðan fjölgað. Fram kemur í til- kynningunni að ljóst sé að umfang starfsemi Lyfjaþróunar muni aukast verulega á næstunni. Hjá Lyfjaþróun starfa nú 36 manns og gera áætlanir ráð fyrir að á næsta ári muni um 25 manns koma að þessu samstarfsverkefni. Í tilkynningu Lyfjaþróunar segir að Bespak plc sé leiðandi fyrirtæki í þróun á aðferðum til að koma lyfjum niður í lungu og sem séu nýttar af helstu lyfjafyrirtækjum heims. Lyfjaþróun var stofnað árið 1991 og vinnur að þróun á nýjum lyfjum og lyfjaformum, einkum bóluefnum, þró- un á nýjum meðferðum gegn sjálfs- ofnæmissjúkdómum og lyfjagjöf til heila. Þessi samningur tekur til hluta af einu af þeim sviðum sem Lyfjaþró- un vinnur á og segir í tilkynningunni að hann sé mikilvægur þáttur í nýt- ingu þeirra tæknilausna sem fyrir- tækið hefur verið að þróa síðustu ár. Lyfjaþróun hf. útvíkkar samstarf sitt við Bespak LÍFEYRISSJÓÐIR eiga að vera virkir fjárfestar á innlendum hluta- bréfamarkaði en ekki hlutlausir. Þetta er álit Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra Alþýðusam- bands Íslands, sem flutti erindi á haustráðstefnu Félags löggiltra end- urskoðenda í gær. Gylfi sagði lífeyrissjóðum nauð- synlegt að hafa afskipti af þeim fyr- irtækjum sem þeir fjárfestu í. Ekki gengi að halda því fram að lífeyr- issjóðir ættu eingöngu að vera hlut- lausir fjárfestar sem létu sér nægja að selja í fyrirtækjum ef þeim líkaði ekki rekstur þeirra. Til þess sé markaðurinn hér of grunnur og þetta sé því óraunhæft. Þar að auki muni aðrir hluthafar hafa óeðlilega mikil áhrif á hluthafafundum ef líf- eyrissjóðir séu ekki virkir fjárfestar. Afskiptaleysi geti einnig leitt til óvissu um arðgreiðslu þar sem aðrir hluthafar geti notað aðrar leiðir til þess að taka út arð. Hann sagði að fyrirtæki yrðu í vaxandi mæli um- komulaus og í raun eigendalaus ef lífeyrissjóðir hefðu ekki afskipti af þeim og að stórkostlega hættulegt væri ef stærsti fjárfestirinn í ís- lensku atvinnulífi ætlaði engin af- skipti að hafa. Gylfi sagði einnig að mikilvægt væri að lífeyrissjóðir byggju yfir þekkingu og gætu fylgt eigin fjár- festingarstefnu. Þegar aðrir væru fengnir til að ávaxta sjóðina hefði reynslan sýnt að hagsmunir fjár- vörsluaðilans og lífeyrissjóðsins færu ekki alltaf saman. Þessir tveir aðilar séu að hluta í samkeppni um fjárfestingarkosti og kínamúrar hefðu oft verið afar þunnir. Mikill vöxtur framundan hjá lífeyrissjóðunum Albert Jónsson, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins, LSR, sagði að sjóð- urinn stundaði virka stýringu á er- lendum hlutabréfum. Það fæli í sér að sjóðurinn hefði skoðun á því hvert verð bréfanna ætti að vera og keypti og seldi eftir því, en Úrvalsvísitalan væri höfð til viðmiðunar. Albert sagði að eignir lífeyrissjóð- anna í landinu hefðu vaxið hratt á undanförnum árum og gert sé ráð fyrir að árið 2040 verði þær orðnar 150% af landsframleiðslu, en þær eru nú 80% landsframleiðslunnar. Á þennan mælikvarða gæti Ísland orð- ið ein auðugasta þjóð heims, en mik- ill munur væri á milli þjóða að þessu leyti og væri hlutfallið til að mynda lágt hjá Spánverjum, Frökkum og Þjóðverjum. Albert sagði að fjárfestingar líf- eyrissjóðanna í erlendum hlutabréf- um hefðu aukist mikið undanfarin ár og það væri helsta skýring slakrar ávöxtunar að undanförnu, því mark- aðir erlendis lækkað mikið. Ísland væri ekkert einsdæmi að þessu leyti og lífeyrissjóðir annarra landa fjár- festu tiltölulega meira í hlutabréfum en íslenskir lífeyrissjóðir. Þrátt fyrir að ávöxtun hefði verið léleg í hluta- bréfum erlendis að undanförnu sagði Albert að reynslan væri sú að til langs tíma jafnaði ávöxtunin sig út og að til lengri tíma næðist betri ávöxtun með því að fjárfesta líka í er- lendum hlutabréfum. Þá sagði hann að vegna mikils fyrirsjáanlegs vaxt- ar lífeyrissjóðanna væri ekki um annað að ræða en halda áfram að fjárfesta erlendis því fjárfestingar- kostir innanlands nægðu ekki til að mæta fjárfestingarþörfinni. Staða lífeyrissjóðanna góð Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabanka Íslands, sagði á ráðstefnunni að það væri að ákveðnu leyti erfitt hve umsvifamiklir lífeyr- issjóðirnir væru á innlendum fjár- málamörkuðum. Það hafi þó einnig haft jákvæðar afleiðingar og orðið til þess að fjármagnsmarkaðurinn hafi dafnað. Már sagði að um síðustu ára- mót hefðu 14% skráðra hlutabréfa hér á landi verið í eigu lífeyrissjóða. Í raun væri hlutfallið þó mun hærra því mikið væri um að fyrirtæki hér á landi ættu hvert í öðru. Már sagði að á heildina litið væri staða lífeyrissjóðanna góð þrátt fyrir neikvæða ávöxtun að undanförnu. Hann sagði að útlit væri fyrir að þeir myndu eflast enn og að ávöxtun sjóð- anna en ekki samþykktir þeirra myndi ráða því hver lífeyrir fólks yrði til lengri tíma litið. Ef sú ávöxt- un næðist sem miðað væri við, 3,5%, mætti reikna með að ellilífeyrisþeg- ar yrðu í framtíðinni með 60%–70% af tekjum vinnandi fólks þegar grunnlífeyrir væri talinn með og það væri mjög gott miðað við önnur lönd. Veltuminnstu fyrirtækin af markaði Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Búnaðar- bankans, sagði að veltuminnstu fyr- irtækin á hlutabréfamarkaðnum muni hverfa út af honum er fram líða stundir. Það sé bæði fyrirtækjunum og fjárfestum fyrir bestu. Hlutabréf þessara fyrirtækja séu ekki að virka vel sem gjaldmiðill í viðskiptum, t.d. við samruna og yfirtökur, og hagur þessara fyrirtækja af því að vera skráð á hlutabréfamarkaði sé því ekki svo mikill. Fram kom í máli Eddu Rósar að það sé orðinn frekar fámennur og einsleitur hópur fjárfesta sem standi á bakvið verðmyndun á hlutabréfa- markaði í dag. Í því sambandi skipti máli að lífeyrissjóðirnir séu aðallega í því að kaupa og halda hlutabréfum. Þetta sé þó að breytast og sé það mikilvægt Edda Rós sagði að þrátt fyrir hátt vaxtastig og opinn fjármagnsmarkað séu erlendir fjárfestar ótrúlega áhugalitlir fyrir íslenskum skulda- bréfum. Ástæðan sé m.a. smæð skuldabréfaflokka en tæknileg vandamál við skráningu og vörslu bréfanna í erlendum uppgjörskerf- um eigi þar einnig nokkra sök. Hún sagði að þetta væri nokkuð sem hægt væri að laga og verið væri að vinna í. Ef það takist, sem hljóti að gerast, þá muni afföll af húsbréfum lækka. Það yrði ekki bara ávinning- ur fyrir einstaklinga heldur einnig fyrir fyrirtækin í landinu, því hús- bréf myndi gólf fyrir þá ávöxtunar- kröfu sem fyrirtækin fái á markaði. Þetta sé því mikilvægt mál. Markaðurinn mikilvægur Páll Harðarson, forstöðumaður rekstrarsviðs Kauphallar Íslands, sagði að vægi hlutabréfamarkaðar- ins í þjóðarbúskapnum væri mikið og taka yrði tillit til hans. Verðþróun á þessum markaði hefði áhrif á hag- sveiflur og öfugt. Hann greindi frá því að markaðs- virði skráðra hlutabréfa hér á landi væri um 65% af vergri landsfram- leiðslu, sem sé svipað og í Svíþjóð en töluvert hærra en í Danmörku, Nor- egi og Þýskalandi. Þetta hlutfall væri hins vegar töluvert hærra í Englandi, þar sem markaðurinn í Evrópu væri hvað þróaðastur. Fyrirtæki um- komulaus án afskipta lífeyr- issjóðanna Að minnsta kosti 14% skráðra hluta- bréfa hér á landi í eigu lífeyrissjóða Morgunblaðið/Jim Smart Mikið fjölmenni sótti haustráðstefnu Félags löggiltra endurskoðenda. BÚNAÐARBANKINN hefur ákveðið að lækka vexti óverð- tryggðra útlána um 0,50 pró- sentustig. Jafnframt verða vext- ir verðtryggðra útlána lækkaðir um 0,2% Lækkun innlánsvaxta verður á bilinu 0–0,5 prósentu- stig, mismunandi eftir ein- stökum innlánsformum bank- ans. Þessar breytingar á vaxtakjörum Búnaðarbankans eru í kjölfar ákvörðunar banka- stjórnar Seðlabankans sl. mið- vikudag um lækkun stýrivaxta um 0,50 prósentustig. Breyting- arnar taka gildi 11. nóvember næstkomandi. Óverðtryggð útlánakjör Bún- aðarbankans hafa þá lækkað um 4,95 prósentustig frá nóvember- byrjun 2001 þegar núverandi vaxtalækkunarferli hófst. Óverðtryggð innlánskjör hafa hins vegar lækkað minna eða á bilinu 0,95–4,52 prósentustig, mismunandi eftir einstökum innlánsreikningum. „Til viðbót- ar hefur Búnaðarbankinn ákveðið að lækka verðtryggð út- lánakjör um 0,2 prósentustig. Kjör verðtryggðra innláns- reikinga lækka heldur minna eða á bilinu 0,1–0,2 prósentustig fyrir utan lífeyrisbók sem áfram mun bera 6,5% verðtryggða vexti. Ákvörðunin er tekin í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað nú í haust á markaði, en þar hefur ávöxtunarkrafa verð- tryggðra skuldabréfa verið að síga niður á við. Búnaðarbank- inn er þá búinn að lækka verð- tryggð vaxtakjör útlána um 0,5 prósentustig frá því að núver- andi vaxtalækkunarferli hófst,“ að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Búnaðar- bankinn lækkar vexti Í FORSÍÐUGREIN nýjasta tölublaðs fjármála- tímaritsins Euromoney er þeirri spurningu velt upp, hvort feðgarnir Björgólfur Thor Björg- ólfsson og Björgólfur Guðmundsson séu hent- ugir eigendur Landsbanka Íslands. Hafskipsmálið er rakið, en Björgólfur eldri var forstjóri Hafskips hf., sem varð gjaldþrota í desember 1985. Þá er fjallað um viðskipti feðg- anna og Magnúsar Þorsteinssonar í Rússlandi. Raktar eru deilur þeirra við Ingimar Ingimars- son og Bernard Lardner um fyrirtækið Baltic Bottle Plant, sem í fyrra var selt Heineken fyrir 41 milljarð króna. Yfirlýsing frá Samson Samson ehf. sendi í gær frá sér yfirlýsingu í tilefni umfjöllunar Euromoney: „Í grein í nóvemberhefti breska tímaritsins Euromoney, sem kom út í gær, er fjallað í löngu máli um Landsbanka Íslands hf., kaup Samson ehf. á hlut ríkisins í bankanum og einstök verk- efni sem eigendur Samson hafa fengist við á umliðnum árum. Á óvart kemur að tímarit sem þetta fjalli um málin með þessum hætti. Í grein- inni er að finna fjölmargar rangfærslur og er þar farið afar frjálslega með staðreyndir. Greinin, sem á að vera upplýsandi, skilur les- andann eftir með áleitnar spurningar. Vakna því eðlilega efasemdir um ærlegan tilgang greinarhöfundar og/eða heimildarmanna hans. Rétt er að geta þess að höfundur greinarinnar talaði lítillega við Björgólf Thor Björgólfsson og Björgólf Guðmundsson en ræddi ekki við þá um þau efnisatriði greinarinnar sem mesta at- hygli hafa vakið í íslenskum fjölmiðlum. Samson lætur nú skoða einstök atriði grein- arinnar og telur ekki rétt að senda frá sér frek- ari yfirlýsingar að svo komnu máli. Fréttastofa Útvarps birti í hádeginu í dag viðtal við Ingimar Hauk Ingimarsson arkitekt þar sem hann greindi frá samskiptum sínum við aðstandendur Samson um miðjan síðasta ára- tug. Af því tilefni vill Samson taka fram að þau mál sem hann drepur á hafa verið rekin fyrir dómstólum. Vilji Ingimar Haukur Ingimarsson arkitekt taka þessi mál upp á ný á þeim vett- vangi verður honum mætt þar. Þar sem Ingi- mar Haukur hefur nú ákveðið að reka mál þessi í fjölmiðlum á Íslandi og erlendis vilja aðstand- endur Samson taka fram að hingað til hafi þeir ekki látið undan sífelldum hótunum Ingimars Hauks Ingimarssonar arkitekts og ætla ekki að taka upp á því nú þó svo Samson eigi í við- kvæmum viðskiptasamningum við einkavæð- inganefnd ríkisstjórnarinnar sem eru á loka- stigi. Eignarhaldsfélagið Samson ehf.“ Samson segir grein í Euro- money fulla af rangfærslum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.